Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 02.02.1905, Side 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 02.02.1905, Side 2
18 Þjóbviljinn. an hríðar og frosthörkur, og er það að visu sízt furða um þenna tínaa árs. — Um miðjan mán- uðinn gerði þó suðvestan storm, og blota, en sneri þó hrátt aptur til norðanáttar. — Síðustu dagana hafa verið hægviðri, og lin frost. Auk mannskaðans mikla 7. þ. m., hafa veður þessi valdið nokkru eignatjóni, þvi að aðfara- nóttina 8. þ. m. rak á land hér i kaupstaðnum þilskipið „Racilíu11, eign Jóns skipherra Brynj- ólfssonar o. fl., og brotnaði skipið að mun, og er það ný sönnun þess, hver áhætta það er, að ætla skipunum vetrarlegu hér á firðinum. — Aðfaranóttina 14. þ. m. fauk einnig óbyrgt hús, eða húsgrind,nýlega reist, sem var í smíðum hér i kaupstaðnum, og var eign Jóns trésmiðs Ólafs- sonar. Aflabrögð hafa haldizt all-góð i Bolungarvik- inni, en gæftir afar-stirðar, og fiskur staðið djupt, svo að mjög hefir verið lang-róið. Nýlega er látin hér í kaupstaðnum húsfrú Ingibjörg ívarsdóttir, kona Sigurðar Jónssonar, út- vegsmanns og formanns á Isafirði, væn kona og vel látin, er dð frá 8 börnum, flestum í æsku, og er fráfall hennar því mjög sorglegt. — í dag varð barnakennari Sigurður stúdent Jónsson einn- ig fyrir þeirri sorg, að missa eitt harn sitt, Rnnn- veigu að nafni, 8 ára“. Óveitt prestakall. Staður í Aðalvík í Norður-ísafjarðarsýslu (Stað- ar og Hesteyrar-kirkjur) er 25. jan. auglýstur til umsóknar, og er umsóknarfresturinn til 12. marz næstk. — Brauðið er metið 1202 kr. 27 a., þar af 600 kr. úr landssjóði, og ganga þar af 2 kr. 27 a. til uppgjafarprestsins. — A brauðinu hvíla eptirstöðvar af 600 kr. láni, sbr. Ihhr. 8 mar-z 1902, er veitt var til vatnsveitu heim að Staðn- um, og endurborgast lán þetta á 12 árum. — Brauðið veitist frá næstk. fardögum. Manntjónið á Isafjarðardjúpi. — 15 inenn drukknaðir. Hörmulegt slys vildi til á ísafjarðardjúpi 7. janúar síðastl., þar sem þar fórust þá þrír bátar, og 15 menn drukknuðu. Veður var fremur hægt aðfaranóttina 7.janú- ar, er sjómenn litu til veðurs, en brim töluvert, og yfir höfuð ískyggilegt útlit; en þar sem afla von var, er á sjó varð farið, reru þó ýms skip úr Bolungarvík, og sömuleiðis þrír mótorbátar, og einn bátur, úr ísafjarðarkaupstað, og mót- orbátur, og annað skip, úr Hnífsdal; en er fram á daginn loið, versnaði veður æ meira og meira, unz komið var ösku-norðanrok, með afskaplegum sjógangi og brimi. Öll skipin, er róið höfðu úr Bolungarvík, Hnífsdal, og frá ísafirði, náðu þó lendingu, nema mótorbátur úr ísafjarðarkaupstað, og sexæringur, er gekk úr Bolungarvík, sem bæði fórust, ásamt skipshöfn allri; og enn fremur fórst bátur, með þrem mönnum, er var á loið frá ísafirði til Bol- ungarvikur. Á mótorbátnum frá ísafirði, er var sameign- arskip Kristins Grunndrssonar á ísafirði og for- mannsins Þórarins Quðbjartarsonar, fórust þessir 6 menn: 1, Þórarinn Guðbjartarson, kvæntur húsmaður á ísafirði, en barnlaus, 31 árs. 2, Bæjarfulltrúi B. H. Kristjánsson, fyrrum skip- herra, 55 ára að aldri, er lætur eptir sig ekkju og 3 börn. 3, Guðm. P. Torfason skipstjóri, sonur Torfa skip- herra Markússonar á ísafirði, 25 ára, ókvæntur. 4, Sigvaldi Árnason, 28 ára, hÚBmaður á ísafirði, er lætur eptir sig ekkju og eitt barn. 6,Jón Bjarnason, Hjörtsevingur, 38 ára, kvænt- ur húsmaður á ísafirði, barnlaus, og 6, F/inar Bjarnason, 26 ára, nýkvæntur húsmaður, barnlaus. Á sexæringnum, er fórst úr Bolungarvík, týnd- ust þessir 6 menn: 1, Formaðurinn, Magnús Eggertsson, húsmaður í Hnifsdai, 41 árs, er lætur eptir sig ekkju og 4 börn. 2, Helgi Þorleifsson, 35 ára, barnlaus ekkjumaður í Hnífsdal. 3, Guðm. Guðbrandsson frá Miðáalsgröf í Stranda- XIX., 5. „Perfect skilvindan" er tilbúin hjá Burmeister & Wain, sem er mest og frægust verksmiðja á norður- löndum, og hefir daglega 2500 manns í vinnu. „PERFECT“ liefir ú tiltölu.lega stuttum tíma fengíð vli i- 300 fyrsta flokks verðlaun. „PERFECT44 er af skólastjórunum Torfa i Ólafsdal og Jónasi á Eyðum, mjólkurfræðingi Grönfeldt, og búfræðiskennara Guðm. Jónssyni á Hvanneyri, talin bezt at' öllum skilvindum, og sama vitnisburð fær „PER- FECT“ bæði í Danmörku, og hvervetna erlendis. „PERFECT" er bezta skilvinda nútímans. „PERFECT" er skilvinda framtíðarinnar. Útsölumenn: kaupmennirnir Gunnar Gunnarsson Reykjavík, Lefolii á Eyrarbakka, Halldór í Vík, allar Girarns verzlanir, allar verzlanir Á. Ásgeirssonar, Magnús Stefánsson Blönduósi, Kristján (Jíslason Sauðárkrók, Sig- valdi Þorstoinsson Akureyri, Magnús Sigurðsson Grund, Stefán Steinholt Seyðisfirði, Fr. Hallgrímsson Eskifirði. Einkajsali f.yvir íslantl og Færeyjar Jakob Gunnlögsson Kobenhavn, K. Til sönnunar því, að hér sé ekki farið með skrum, leyfi jeg mér að setja hór vitnisburði ofangreindra íslenzkra „fag“-manna. Herra skólastjóri Torfi Bjarnason, R. af Dbr. í Ólafsdal, skrifar 3. mai 1901: „Jeg setti skilvinduna strax niður, og hefi brúkað hana siðan, og fellur afbragðs vel við hana. Hún skilur ágætlega, svo ekki sézt nokkur vottur um rjóma í undanrennunni, hversu lengi sem hún sem stendur. Mér virðist skilvinda þessi langtum sterkari og vandaðri, að öllum frágangi, en þær skilvindur, sem jeg hefi séð áður. Það er mjög fljótlegt, og auðvelt, að hreinsa hana, og hún .sýnist yera svo sterk, að hún geti varla bi'að. Skilvinda þessi er líka miklu ódýrri eptirjgæð- um, en aðrar skilvindur, sem jeg hefi séð“. Herra skólastjóri Jönas Eiríksson á Eyðurn skrifar í 3. tbl. af „Austraa 1902: „Bezta mjólkurskilvindan, er menn ættu að kaupa, fremur öllum öðrum skilvindum, sem flytjast hér til lands, er skilvindan „PerfectJ, sem herra stórkaup- maður J. Gfunnlögsson í Kaupmannahöfn hefir sölu-umboð á hór á landi, fyrir hluta- félagið Burmeister & Wain. Það er ekki auðvelt að átta sig á hinum mörgu auglýsingum um skil- vindur, þvi ætíð er þessi og þessi talin hin bezta; þess vegna leyfi eg mér að benda á „Perfect“ skilvinduna, sem eina hina beztu, sterkustu, auðveldustu, smjördrýgstu og ódýrustu skilvindu. Eg hef notað „Perfect“ skilvinduna, og likar sérlega vel við hana. Það eru miklir kostir, hve fljótt er að hreinsa hana, taka hana sundur, og setja saman, og hve hreifi partar hennar eru fáir, óbrotnir og sterkir, sem gerir „PerfectÁ end- ingargóða, ódýra að halda við, en auðvelda i meðförum. Herra mjólkurfræðingur Grönfeldt skrifar í bréfi 21/4 1902: „Jeg skal með ánægju framvegis mæla með „Perfect“ skilvindu yðar, því hún er að mínu áliti bezta handskilvindan, auk þess, sem hún er auðveld í meðförum, og traustJ. Herra búfræðingur Guðm. Jónsson á Hvanneyri skrifar 1. nóv. 1904: „Hvað vandleik og gæði skilvindanna snertir, er jeg í engum vafa um, að „Perfect“ tekur þeim öllum fram. Hinir einstöku starfshlutir hennar eru mjög traustir, og það, sem mest á ríður: þeim er snilldarlega fyrirkomið; hún er auk þess svo einföld, að livert barn getur farið með hana, og reynist hún ekki vel, þá er það manni sjálfum að kenna. Þá parta í „Perfectu, sem fyrst slitna, er mjög auð- velt að eDdurbæt,a“. Otto Monsteds cLanska smjörlíki er bezí.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.