Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.02.1905, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.02.1905, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og i Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN. - |= NÍTJÁNDI ÁS&AN8US. ==| --- -^-^|=RITSTJÓRI: SKÚLI THOKODDSEN. =|tx»g— h— M 8. Bessastöbum, 24. febk. Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júni- mánaðar, og kaupandi 8amhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blJið. 19 0 5. ffna og lldavélar selur Iristjdn J»orgrímsson. Tír tiöndL. Sakir rúmleysis í blaði voru, verða ýmsar útleudar fréttir að bíða næsta nr. blaðsins. — Að þessu sinni skal þó þess- ara. tíðinda getið: Danmörk. Þarhefir gengið .,influenzáu- veiki, og taldist svo til í öndverðum febrúar, að þá lægju um 100 þús. manna í veiki þessari í Kaupmannahöfn; en veik- in var talin fremur væg. f 1. febr. síðastl. andaðist Siegfred Stein, 60 ára að aldri, frægastur efnafræð- ingur í Danmörku, enda ber efnafræðis- lega rannsóknastofnunin í Kaupmanna- höfn nafn hans. Skipunnýjaráðaneytisinshefir,sem vænta mátti, sundrað liði vinstrimanna á þingi, þar sem frjálslyndari hluta vinstri- manna þykir ráðaneytið hafa brugð- izt stefnuskrá flokksins, sérstaklega að því er snertir fjársparnað til hermála. — Forsætisráðherrann, Christensen-Stadil, hef- ir áður þráfalldlega, sem foringi vinstri- manna, krafizt þess, að útgjöld til hers- ins séu minnkuð, en nú þykir kveða við annan tón hjá honum. — Sakir þessa sögðu átta þingmenn sig úr „umbóta- flokknum “ („Keformpartiet“), og síðan hafa 6 bætzt við, svo að þeir eru nú orðnir alls 14, er mynda sérstakan flokk, sem nefnir sig „vinstrimenn þjóðþingsins“ („Folkethingets Venstre“), — í þjóðþinginu eru alls 114 þingmenn, og af þeirri tölu er talið, að nýja ráðaneytið getinaumast vænt fylgis fleiri, en 58, svo að tvisýnt þykir, að það eigi sér langan aldur. — Traustsyfirlýsing til stjórnarinnar var því að eins samþykkt með 63 atkvæðum í þjóðþinginu, svo að hætter við, að stjórn- inni verði ærið vandlifað, ekki sízt þar sem hægrimenn ráða enn meiri hluta at- kvæða í landsþinginu. Aðfaranóttina l.febr. brann smá-þorp- ið Biltris í Hornhéraði til kaldra kola, svo að ýmsar fjölskyldnr urðu þar hús- næðislausár; en manntjón varð ekki. Ymsir klæðskerar i Kaupmannahöfn hafa í janiíar lagt niður vinnu, og af þvi verkfalli stafaði það, meðal annars, að mörg hundruð sauma-kvenna urðu atvinnu- lausar. Lifsábyrgðarfélögin „Hafníau og „Mund- usu hafa ný skeð slegið saman pjönkum sínum, og þykir það gróðavænlegra, en að tvískipta kröptunum. Noregur og Svíþjóð. 1 Noregi er allt komið í bál og brand, út af konsúla- málinu. — Norðmenn hafa lengi krafizt þess, að hafa konsúla út af fyrir sig, en ekki í sameiningu við Svía, og gerðu menn sér til skamms tíma vonir um, að samkomulag næðist í þessu máli, en nú þykir séð, að það verði eigi, þar sem Oyldenstolpe, er nú stýrir utanrikismálum Svía og Norðmanna, þykir miklu óþjálli í samningum, en Lagerbring, fyrverandi utanríkisráðherra, var. — Hér við bætist og, að Oscur konungur II. hefir nú falið Oustav, ríkiserfingja, rikisstjórnarvöldin, sakir ellilasleika, og bera Norðmenn eigi ja,fn gott traust til hans, sem föður hans. Allir politiskir fiokkar í Noregi hafa nú tekið höndum saman í þessu rnáli, og margar raddir krefjast þess eÍDdregið, að sambandinu milli Noregs og Sviþjóðar sé sem fyrst slitið á friðsamlegan, og bróð- urlegau, hátt, þar sem sýnt sé, að Norð- menn njóti aldrei jafnréttis við Svia, með- an sambandi ríkjanna sé svo háttað, sem nú er. Mjög var óveðrasamt i norðanverðum Noregi allan seinni helming janúarmán- aðar, svo að rit- og tal-símastaurar eyði- lögðust, og ýmsar aðrar skemmdir hlut- ust af veðrura. Yoðalegt stórlys varð 15. janúar að kvöldi í Lo-dalnum, sem er nokkru fyr- ir norðan Bergen. — í dalnum er vatn samnefnt, og yfir dalinn gnæfir Hrafna- fjall, sem er allt að 4 þús. fet á hæð. — Úr fjalli þessu hafði lengi slútt fram afar-stór kletta-snös, og hrundi hún nú allt í einu ofan í vatnið, svo að þar varð eyja, sem áður hafði verið 40 feta dýpi; en er kletta-snösin féll í vatnið, reis 20 feta há bára, er ruddist á land upp, með heljar-afli, sópaði burt húsum, fénaði og hverju, sem fyrir var, svo að 59 menn biðu bana, og margir meiddust. — Að eins býlin, sem hæðst stóðu, vöruóskemmd eptir. í öndverðum janúar fannst heimafólk allt myrt á býli einu í héraðinu Galan í Sviþjóð, bóndinn, Sjölund að nafni, kona hans, dóttir þeirra, 11 ára að aldri, og bróðir bónda. — Blóðug öxi fannst þar inni, er hús voru brotin upp, og héldu menn helzt, að bóndinn hefði sjálfur fyr- irfarið venzlafólki sínu, og sjálfum sér, í vitfirringu.-------— Frakkland. Eins og getið var í sið- asta nr. „Þjóðv.u, beiddist Cornbes-ráða- neytið lausnar frá ráðaneytis störfura um miðjan janúar, og höfðu áður verið all- háværir fundir í fulltrúaþinginu 13. og 14. janúar, að því er snerti politiska stefnu stjórnarinnar yfir höfuð. — Að vísu lykt- aði þeim umræðum á þann hátt, að meiri hluti þingsins tjáði sig samþykkan yfir- lýsingum stjórnarinnar; en þar sem at- kvæðamunurinn var nauða-lítill (287 atkv. gegn 281), þótti stjórninni eigi góðs að bíða, og réð því af. að beiðast þegar lausn- ar. — Combes-ráðaneytið kom til valda 7. júní 1902, er Waldeck-Rousseau sleppti völdum, og hefir því orðið óvanaloga lang- líft, eptir því sem venja er á Frakklandi. — Aðal-starf stjórnarinnar hefir verið í því fólgið, að takmarka áhrif klerka- og munka-lýðs, að þvi er skólamál snertir; en frumvarpið um skilnað rikis ogkirkju entist Combes-ráðanoytinu eigi aldur til að koma fram. — Fullyrt er, að Rouiner, forseti nýja ráðaneytisins, muni fylgja svipaðri stefnu í landsmálum, sem Com- bes, en þé naumast fara jafn geyst, að því er baráttuna gegn klerkalýðnum snert- ir. Hryðjuverkin í Pétursborg, sem getið var í síðasta nr. blaðs vors, hafa hvívetna mælzt ílla fyrir, og þykir öllum frjáls- lyndari mönnum á Frakklandi mesta háð- ung að því, að Frakkar skuli vera banda- menn jafn siðlauss harðstjórnarveldis, sem Rússland er, og hafa því verið haldnir ýmsir fundir á Frakklandi, til að mót- mæla harðstjórn Rússa, og hryðjuverk- unum í Pétursborg. — Um 20 þús. franka hafa og Parísarbúar skotið saman, til líkn- ar þeim, er þá sættu limlestingum, eða misstu vandamenn sína. f 4. febr. síðastl. andaðist í Paris einn af nafnkunnustu myndasmiðum Frakka, Barrías að nafni. — — — Finnland. Þaðan er þeirra tíðinda að geta, að 6. febr. síðastl. var einn af æðri embættismönnum í Helsingfors, Johan Johnsson að nafni, ráðinn af dögum. — Johnsson þossi var sænsku-mælandi Finn- lendingur, kvæntur rússneskri konu, er hafði koroið sér í vinfengi við Bobrikoff, svo að hann kom honum í tölu aðals- manna, og veitti honum háembætti, enda var Johnsson ramm-rússneskur í anda, og því hataður af löndum sínum, flestum fremur. — Maður sá, er veitti honum bana, var klæddur, sem rússneskur liðs- foringi, og fékk því náð fundi Johnsson’s heima hjá honum, og skaut þá á hann þrem skammbyssuskótum, og kom eitt í brjóstið, annað í öxlina, og þriðja í mag- ann, svo að Johnsson gat með naumind- um komizt inn í næsta herbergi, og hnó þar dauður niður, við fætur kpnu sinnar. — Sonur hans, er hlaupið hafði inn, er skotin heyrðust, varð og sár á vinstra fæti. — Morðinginn, er fyrst þóttist heita Alexander Gadd, náðist þegar, og er nú uppvíst orðið, að hann heitir réttu nafni Carl Lennart Hohenthal, finnskur prests- sonur, fæddur 1877.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.