Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.02.1905, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.02.1905, Blaðsíða 3
ÞjóðIviljinn. 31 XIX., 8. þrifnað, í stórborguin Evrópu og Amer- íku — þá mundu dómamir breytast nokk- uð, ef minnsti snefill af réttvísis-tilfinn- ingu væri til í þessum útlendu ferða- hausum. Og allt þetta er í rauninni runnið frá Dönum, frá einokunartímunum, og dönskum kaupmönnum og verzlunar- þjónum, sem skoðuðu Islendinga, sem lakasta skríl, og varla, með mönnum telj- andi; enda hafa vorir kæru landar marg- ir hverjir ekki legið á liði sinu, til að hjálpa til, eins og vant er, og það enn í dag; og í engu landi munu jafn margir finnast samtaka í, að eyðileggja sjálfa sig, og ættjörðu sína — og mundi hafa tek- izt, hefði ekki ávallt verið einhverjir einstakir menn, sem björguðu ættarskút- unni frá gjörsamlegu skipbroti. Eg hefi lesið svo marga bókatitla, að eg fæ þá ekki talið; en eg hefi hvergi fuodið nokkurt verk nefnt, sem geti jafn- ast við, eða svarað til þessa verks dr. Þorvaldar, og þori eg að fullyrða, að ©ngin þjóð á þess iika. Það er oins merkilegt og Landnáma, sem er viður- kennd að vera einsdærni í allri bókagerð. En hefði dr. Þorvaldur nú látið sér nægja, að nefna þetta efni einungis stuttlega, þá hefði verkið ekki orðið mikils virði. En hann hagar pví öðruvísi. Hann gefur svo langa og itarlega útdrætti — opt og víða orðrótt — úr þessum mörgu og óaðgengi- legu ritum, að menn fá ljósa hugmynd um, hvernig vér höfum verið skoðaðir, og hvernig litið hefir verið á land vort; og þegar nær oss dregur, þá fáum vér liósa hugmynd um mennina, og athafnir þeirra, svo að það er eins og vór lifum hjá þeim á þeirra tíma, og sjáum þá sjálfa, og fylgjum með þeim. Til dæmis rná nefna það, sem sagt er um Svein Pálsson og Björn Q-unnlaugsson; enginn nú iif- andi maður hinna yngri manna mundi hata hugmynd um þessa menn, sem voru prýði ættjarðarinnar, ef dr. Þorvaldur ekki hefði geymt þá og sögu þeirra hér, og fléttað þeim þá heiðurskranza, sem aldrei geta fölnað. Hann hefir frelsað þá frá eyðileggingunni, sem timinn leiðir yfir alla þá, sem enginn hirðir um — gleymdar grafir — „quia carent vate saoro“. Og þetta má segja um marga fleiri. Eða hver mun geta álitið það þessu máli óviðkomandi, að lýsa aldarnættinum og hugsunarhætti manna, hjátrú og hind- urvitDum og þess konar, sem grípa bein- línis eða óbeinlinis inD í efnið. En þetta verður ekki gert i tam orðum; það er einmitt nauðsynlegt, að segja frá einstökum atriðum og atvikum, því þetta gefur frá- sögninni Lif og verulegt gildi. Hversu mik- ilsvirði væru sögurnar okkar, ef þærfæru ekki út í hin einstöku atvik og lýsingu á lífinu? Þær yrðu eins og skólabækur, sem nemendurnir eru látnir læra, án þess að fá nokkra hugmynd um það, sem þeir eiga að þekkja. Yór þekkjum mannkyns- sögurnar, sem kenndar eru i skólunum! Þá þurfti og náttúrufróðan mann, til að semja slíkt verk, og þar að auki fjöl- hæfan og kunnugan ýmsu, sem á einhvern hátt stendur i sambandi við slikar rann- sóknir. En allt þetta hefir dr. Þorvaldur til að bera. eins og líka enginn hefir orð- ið svo gagn kunnugur íslandi af eigin reynlzu og augnasjón, ásamt kunnugleika um útlönd og útlendar bókmenntir Málið á verkinu er hreint og óbrotið, laust við úralt og smekklaus orð eða setn- ingar, sem nú sjást ósjaldan í ritum. Er þvi ekki ástæða til að finna að þvi, þótt eg hafi dottið ofan á eignarfallið „Róm- ar“; höfundurinn hefir þá hneigt „Róm“, eins og „rósu, „drós“ & c, en fornmenn hvorugkenndu nafnið, og sögðu „í Rórni“, „til Rómsu, hneigðu það, eins og „blómu, „hjóm“; annars „Rómaborgu. Þó að verkið só í fullum skiiningi visindalegt (margir álíta annars ekkert „vísindalegtu, nema eitthvert moldviðri, sem enginn skilur, nema einhverjir „út- valdiru) já er það samt skiljanlegt öllum þeim, sem nenna að lesa það, og ekki eru frá SDeiddir aliri löngun til þekkingar, þótt þeim sé nú fækkað, og menn sækist mest eptir skemmtisögum í blöðum. Raun- ar hefir dr. Þ. ekki tekið i verkið nærri allt rugl, sem ómenntaðir ferðamenn bafa ritað utn Island, þvi 'pað hefði verið hreinn óþarfi; það hefði heldur ekki sýnt annað, en heimsku þeirra, en ekki aukið þekkinguna á skoðun manna ó landinu. Bókmenntafólagið á einnig þakkir skil- ið fyrir iitgáfu þessa merkilega verks, sem raunar hlýtur að vera dýrt, og varla verður keypt af mörgum, en samt sem áður er gefinn kostur á því, ef menn tíma að eyða upp á það nokkrum krónum. Annars eru hór ætíð nógir peningar, til að eyða i munað og óþarfa; en að kaupa bók — það getur enginn, nema ef vera skyldi eitthvað smákver. 12. febrúar 190B B. O. Veitt prestakall. Síra Stefán M. Jónsson á Auðkúlu, er afsalaði 24 sætt, að hann var frá Tyrol, og þar sem hann vók svo kunnuglega, og blátt áfram, að liðsforingjanum, gat eigi hjá því farið, að bann skoðaði hann fremur, sem kunn- ingja sinn, en yfirmann Jörgen var laglegur piltur, svarthærður, og hrokkin- hærður, og sólbrenndur í andliti; augun dökk, og augna- ráðið glaðlegt og djarfmaunlegt. Skipið nálgaðist nú óðum borgina, og virti Jörgen hana mjög forvitnislega fyrir sór. Risavöxnu fjalla-topparnir, sem grillt hafði í, síðan um sólar-uppkomu, urðu nú skýrari, og nýir og nýir fjalla-toppar virtust gægjast upp úr bárunum hér og hvar, svo að vanséð mátti þykja, að skipið kæmist leið- ar sinnar; en svo greiddust fjöllin sundur, og skipið hólt inn, á milli þeirra, eins og um hlið, og þegar inn var komið, þá lá sjórinn þar spegil slóttur, og fjalla-drögin alla vega umhverfis. Sólin brauzt sigri hrósandi gegnum óveðurs-skýin, sem voru að hverfa á braut, og varpaði hér og hvár glitr- andi geislum á haf-flötinn, og þoku-slæðan lyptist upp hægt og hægt, til að berast burt með andvaranum. Yfir borgÍDni hvíldi þokan þó enn, þung og dimm, og kastalinn sást að eins óglöggt á gráum þoku-feldin- um. „Dýrðleg sjón!“ sagði ungi liðsforinginn i hálfum hljóðum, og fremur við sjálfan sig, en Jörgen. En Jörgen setti upp hæðnis svip, og mælti: „Svei! Hvað er þetta í samanburði við fjöllin okk- ar í Tyrol! Enginn skógur, enginn foss, og engin manna híbýli þarna uppi! En hver veit, nema einhverjir fjand- menn kunni að leynast þar, í fjalla-skorunum, svo að það 21 „Það gerir ekkertu, svaraði yfirlæknirinn, um leið og hann leit upp. „ Jeg sendi vagn til fólks þess, sem vasabókin nefn- iru, mælti aðstoðar-læknirinn, „og stúlkan, og faðir henn- ar, komu hingað aptur raeð vagninum. Mér þótti rétt- ast, að láta þau vita þetta, ef eitthvað kynni að vera hæft í þvíu. „Svo“. „Jáu, svaraði aðstoðar-læknirinn, „og það er rótt, að hans hefir verið leitað alls staðar í Lundúnum, og var talið víst, að hann væri dauður“. „Svo er nú þaðu, mælti yfirlæknirinn. „En hvern- ig líður honum?u „Hann er enn mjög máttfarinn; en að öðru leyti geng- ur ekkert að honumu, svaraði aðstoðar-læknirinn. „Ept- ir fáa daga verður hann albatau. „Stúlkan stóð sig ágætlegau, mælti aðstoðar-læknir- inn enn fremur. „Hvorki tár, eða kveinstafir — ekkert, er haft gæti æsandi áhrif á sjúklinginn. Það er auðsætt, að þau unnast mjögu. „Það er ágættu, svaraði yfirlæknirinn, „og mun eg sjálfur líta á hannu. „Það er vel gjörtu, svaraði aðstoðar-læknirinn. „Hvað þóknast yður frekar?u „Já, það er réttast, að þér gjörið boð á lögreglu- stöðinau, mælti yfirlæknirinn, „og segið, hvar þrælmenn- ið á heima. Segið þeim enn fremur, að taka líkbörur með sér, til þess að flytja lík þræl9Íns“. „Það verður annars ekkert gamanu, mælti yfirlækn- irinn ennfremur, „þar sem dýrið er laust, og sjálfsagt

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.