Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.02.1905, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.02.1905, Blaðsíða 4
32 Þ JÓBVILJTNN. XIX., 8. sér Stokkseyrarbrauði, befir á ný fengið veitingu fyrir sínu fyrra prestakalli, Auðkúlu í HVina- vatnsprófastsdæmi. _________ Sýslumaður Barðstrending'a. Cand. jur. Sigurður Eggerz er settur sýslumað- ur í Barðastrandarsýslu, í Stað Halldórs sáluga Bjarnasonar. Brukknnn. 23. janúar síðastl. drukknaði í Hólsá i Skapta- fellssýslu Oddur bóndi Stígsson i Skaptárdal, sami maðurinn, er sakaður var um, að bafa svelt sveit- arpilt til bana árið 1903. — Oddur var á ferð, ásamt öðrum manni, að Vik í Mýrdal, og fór hestur bans á sund i ánni, og varð Oddur laus af hestinum, og drukknaði. Laust prestakall. Stokkseyrarprestakallið i Arnesprófastsdæmi var 13 i febr. auglýst að nýju tii umsóknar, og er umsóknarfresturinn til 28. marz næstk. Lögfrœðispróf. Seinni hluta lögfræðisprófs við háskólann tóku 1 febr. þ. á.: Einar Jónasson frá Skarði og Ilall- dór Kr. Júlíusson, læknis á Blönduósi, báðir með annari einkunn. Um „undirskriptar-málið“ er „Þjóðv.“ í'itað úr Strandasýslu 7. febr. síð- astl.: „ílla lízt mörgum á það, hvernig „heima- stjórnarmenn11 verja „undirskriptar-málið“ með oddi og egg; Tirðist það ískyggilegur vottur þess, að þeir ætli sér að fylgja ráðherranum i öllu, sem hann vill vera láta, og ætti það mál þó fremur að sameina flokkana, en tvístra þeim, enda mikilsvert, að allir fylgdust að í því máli“. Þingmannsefni Akureyringa. Svo er að heyra, sem kaupmaður Magnús Kristj- ánsson á Akureyri muni verða einn í kjöri við alþingiskosninguna, er þar fer fram á vori kom- anda, sakir fráfalls Páls amtmanns. Áskilið hefir verið, að hr. Magnús Kristjáns- son verði utan ílokka á þingi, og því hefir hann heitið. ____________ Dann clillt hefir sýningarmálið þegar dregið á eptir sér, að dr. Valtyr Guðmundsson hefir verið rekinn úr félagi ísl. stúdenta í Kaupmannahöfn. — Þykir ísl. stúdentum í K.höfn, sem von er, að hann hafi mjög brugðizt vonum þeirra í því máli. Að því er prófessor Finn Jonsson snertir, var á hinn bóginn eigi hægt, að gera honum sömu skilin, að því er ritað er frá K.höfn, þar sem hann hefir áður skreiðzt úr félaginu, eða verið rekinn þaðan. Bessactöðum 24. fébr. 190 T. Tíðin afar-óstöðug, og stormasöm, frost og snjóar annan daginn, en hellirigning hinn. „Tryggvi kongur“, skip Thore-félagsins, kom frá útlöndum /Kauprnannaböfn og Leithý til Reykjavíkur að Jrvöldi 20. þ. m. — Meðal far- þegja, er komu með skipinu, voru: frú Anna Bjarnason í Reykjavik, kaupmennirnir Filippus Amundason, Gísli Helgason og Vald.imar Ottesen, snikkararnir: Jóhannes Reykdal í Hafnarfirði, Einar Bjarnason frá ísafirði, og Jím Ó lafsson frá Reykjarfirði í Vatnsfjarðarsveit. — Enn fremur Jón Auðunn Jónsson, fiskimatsmaður á Isafirði, útflutninga-agent Sveinn Brynjólfsson, o. fl. Skipið bafði komið við i Færeyjum, og hreppt all-mikil íllviðri. f 17. þ. m. andaðist á Landakotsspítalanum í Reykjavík ekkjufrú Stefanía Siggeirsdóttir, 62 ára að aldri, fædd 2. des. 1842. — Hún var dóttir sira Siggeirs Pálssonar og fyrri konu hans, Onnu Olafsdóttur, Indriðasonar á Kolfreyjustað, en ekkja síra Sœmundar heitins Jónssonar, prófasts i Hraun- gerði, og eru þrir synir þeirra hjóna á lifi: sira Ólafur, prestur i Hraungerði, síra Geir, prestur á Akureyri, og Páll, kandidat í Kaupmanna- höfn. Þilskipin hér syðra eru nú sem óðast að búa sig til fiskiveiða, enda leggja mörg þeirra út 1. marz, eða næstu daga. f 19. þ. m. andaðist Filippus Filippusson á Gufunesi á Landakotsspítalanum. — Hafði lengi legið dauðvona af krabbameini í maga, svo sem „Þjóðv.“ hefir áður getið. Sjúkir og heilbrigðir eiga daglega að neyta hins egta Kína- lífs-elexirs frá Valdemar Petersen, Friðriks- höfn — Kauprnannahöfu. 011 efni hans eru nytsamleg fyrir heil- brigðina, og hann styrkir alla starfsemi líkamans, og heldur henni í lagi. Menn, sem sérstaka þekking hafa á lyfinu, og eins þeir, sem neyta þess, láta í Ijós afdráttarlaust viðurkenning þess, hve ágætt það sé. Ekki er unnt að gera alþýðu manna kunnugt í blöðunum, nema lítið af þeim vottorðum, sem verksmiðjueigandanum eru send daglega. A einkennismiða hins egta Kína-lífs- elexírs stendur vörumerkið: Kínverji með glas í hendi og nafh verksmiðjueigand- ans, og sömuleiðis innsiglið í grænu lakki á fiöskustútnum. Pœst hvarvetna fyrir kr. ílaskan. PRENTSMIÐJA HJÓÐVILJANS. 22 hamslaust af vonzku. — Réttast, að þeir fari þangað vopnaðir“. „En — vasabókin?u spurði aðstoðarlæknirinn. „Jeg geymi hana fyrir Ransome“, mælti yfirlækn- irinn, „og þegar hann er orðinn|hress, getur hann sjálfur sagt lögreglustjóra sögu sínau. „Annars er eg i nokkrum vafa um það“, mælti yfir- læknirinn ennfremur, „hvort vasabókin getur eigi bakað hr. Ransome málshöfðun af hálfu réttvisinnar, enda þótt því megi að vísu ekki gleyma, að hann átti eigi annars úrkosti". i I Guðsdómur. (Lauslega þýtt.j Alla nóttina hafði verið rok, og rigning, en þegar daga tók, jvar þó orðið minna far á lopti, og sjóinn far- ið að lægja. Qufuskipið, er hafði komizt i hann full krappan úti fyrir, var nú farið að halda inn flóann, þar sem óveð- ursins, og ósjóanna, gætti minna. 28 Innst við flóann blasti við fagra hafnarborgin, er ferðinni var heitið til, og sömuleiðis sást kastalinn, er gnæfir þar á kletta-hæðinni, og getur varið alla innsigl- ingu. í framstafni skipsins stóð ungur liðsforingi, í aust- urríkskum einkennisbúuingi, og var að kíkja á héruðin, er luktu um flóann. Hann var karlmannlegur sýnum; hárið mikið, og Ijós- jarpt, augun skarpleg, og í andlitssvipnum öllu meiri al- vörugefni og festa, en vænta mátti, þegar þess var gætt, hve unglegur hann virtist vera. I káetu-stiganum heyrðist þungt fótatak, og sam- stundis sást ungur hermaður, er klæddur var sams kon- ar einkennisbúningi, og veitti honum býsna örðugt, að ganga yfir þilfarið, til liðsforingjans, sakir ruggsins, sem var á skipinu. LiðsforÍDginn sneri sér við, og hætti að kíkja. „Hvað er fólkið að gera, Jörgen?u spurði hann. „Hvernig líður niðri?“ „Hörmulegau, var svarað. „Svo veikir, að þeir sjá hvorki né heyra. Yið erum þeir einu, trúi eg, sem á fót- um eruu. „Og þú ert dálitið rogginn af því, að því er mér virðist, að við skulum hafa verið hraustari á sjónum, en hiniru, mælti liðsforinginn, og kímdi í svip. „Hvi ekki?“ svaraði Jörgen. „Þegar maður hefir alið allan aldur sinn í fjalla-dölum, þá er það ekkert smáræðis þrekvirki, að hafa verið á floti í sliku hafróti, sem verið hefir, í fulla þrjá sólarhringa. — Það or engu líkara, en að borgin Cattaro lægi á heimsenda11. Af mállýzkunni, sem hermaðurinn talaði, var auð-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.