Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.02.1905, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.02.1905, Blaðsíða 2
80 XIX., 8. Belgía. Þar voru i öndverðum febr. verkföll í mörgum kolanámum, svo að 40—50 þús. verkmanna gengu atvinnu- lausir. 1 minningu þess, að í ár eru liðin 75 ár, siðan Belgía varð óháð konurigsríki, er áformað, að þar verði á komanda sumri ýrois konar hátíðahöld víða um land. — Meðal annars verður sýning haldin i borginni Líege, er hefst 1. maí, og stend- ur yfir í 6 roánuði, eður til næstk. októ- berloka. —- — — Austræni ófriðurinn. I Mandsjúríinu var háð stór-orusta 25.—29. janúar. — Hershöfðingi Rússa átti upptökiu, og réð á Japana í kafaldshríð, er stóð í fang Japönum, svo að þeir áttu mjög örðugt framsóknar. — I orustu þessari tóku alls þátt 600—700 þús. rnanna, og varð or- ustan afar-mannskæð, enda lágu lík 10 þús. rússneskra herrnanna á vígvellinura, er orustunni lauk, og Japanar jáfca sjálfir, að fallið hafi 7 þús. sinna manna; en að líkindum hefir mannfallið verið miklu meira, þvi að surnar fregnir fullyrða, að af Rússum hafi 86—42 þús. fallið, eða orðið óvígar af sárum. — Orustu þessari lyktaði á þann hátt, að Rússar fengu ekk- ert áunnið, og urðu að hopa norður fyrir ána Hun-ho. Mæit er, að Rús9a-stjórn hafi nú kvatt Gríperiberg hershöfðingja heim, og sé hann á heimleið, til Rússlands. — Sumar fregn- ir fuiiyrða einnig, að Kuropatkin hershöfð- ingi verði kvaddur heim, og bera þeir þungar sakir hvor á annnan Kuropatkin og Grípenberg, svo að herdómur verður að líkindum látinn fjalla um mál þeirra, og rannsaka framrnistöðu þeirra beggja. Stössel, kappinn, er iengst varði Port- Arthur, á nú einnig að mæta fyrir her- dómi á Rússlandi, þykir hafa gefizt upp, fyr en nauðsyn bar til, svo að matgir spá því jafnvei, að iaunin, sem hann fær, verði ef tjl vill í því fólgin, að hann verði skot- inn, og sannast þá, að „íllt er íllum að þjóna“, þar sem harðstjórnin á Rússlandi á hlut að máli. — — Fregnir af verkföllum, mannvígum í ýmsum borgum á Rússlandi, o. fL, verða að bíða næsta nr. blaðsins. •'i. Danska nýiendu-sýningin. íslenzk sýning samt. Síðustu fregnir frá Kaupmannahöfn fullyrða, að danska sýningarnefndin hafi nú ályktað, að láta íslenzku sýninguna fara fram á sumri komanda, hvað sem tautar. Það eru undirtektir Reykjavíkur- nefndarinnar, sem þessu valda, og svo ekki síður hitt, að Islendingar í Kaup- mannahöfn, sem í aðal-sýningarnefndinni eru (prófessor Finnur Jónsson, stórkaup- maður Thor. E. Julinms, og dr. Valtyr Guðmundsson), hafa heitið, að vera áfram í nefndinni, og ljá henni fylgi sitt. Að því er ráðherra H. Hafstein snert- ir, hefir hann að vísu eigi gengið aptur Þjóðviljinn . inn i dönsku sýningarnefndina, þykist eigi vilja setja á sýninguna „opinberan stimpil“, en rær á bak við, og lætur venzla- og vina-fólk sitt í Reykjavík heita sýningunni fylgi sinu, eins og bent var á í siðasta nr. blaðs vors. — Skiln- ingurinn á framkomu ráðherrans, sem þar var lýst, hárréttur, og tvöfeldni hans i málinu er það því, öllu öðru fremur, að kenna, að íslenzk sýningar-ómynd verður haldin í Kaupmannahöfn í sumar, ís- lendingum jiver-nauðugt. Framkoma þeirra þriggja íslendinga í Kaupmannahöfn, sem í dönsku sýning- arnefndinni eru, mælist að sjálfsögðu einnig mjög illa fyrir, þvi að þrátt fyrir tvöfeldni Reykjavíkur-nefndarinnar, þá er talið vafalaust, að þeir heföu getað aptrað sýningunni, ef þeir hefðu beitt sér, og neitað aðstoð sinni; en þeir hafa eigi viljað sfcyggja höfðingjalýð Dana, setn við sýninguna er riðinn, fremur en ráð- herrann, og venzla-lið hans. Það er gamla sagan, að hugsa meira um sjálfan sig, og koma sér í mjúkinn, en um sóma þjóðarinnar. Bókarf regn. Dr, Þorvaldur Thoroddsen. Land- frœðissaga Islands. I. —IV. Bindi. Reykja- vík og Kaupmannahöfn. 1892—1094. (1. bindi 260 bls., 2. bindi 368 bis., 3. bindi 334 bls., 4. bindi 410 bls. = 1372 bls.) Eg sá í „Norðurlandi“, 5. desember 1903, eitthvað eptir „lárviðarskáldið“, sem átti að vera „ritdómur“, og þarstóð um landfræðissögu dr. Þorvaldar, að „menn viti ekkert, þegar menn hafi lesið hana; þar kenni svo margra grasa“(!). Þetta var þá þakklætið fyrir 20 ára starf, framborið af manni, sem auðsjáanlega er ekki fær um, að dæma um slíkt verk; það er auðséð, að klerkurinn hefir farið að dæmi annara ritdómara vorra, að lesa ekki formála fyrir bókum, þar sem höf- undarnir gera grein fyrir, hvern tilgang þeir hafi haft með verk sín, og þar með gefið bendingar um, hvernig skuli dæma þau. Enda er optast lítið gefandi fyrir rituóma hér, þar sem þeir eru optast nær byggðir á kunningsskap, óvild, eða ein- hverju þess konar — eða þá alveg geng- ið fram hjá bókum, og það jafnvel, þótt blöðunuur hafi verið sendar þær —, nema ef „Gyldendal“ gerir það, þá er heilum summum dembt í fólkið, um ómerkileg kver, sem enginn fær, og enginn hér skilur; en - „G-yldendal gekk á svörtum brókum — Gyldendal gaf mér nóg af bókum — Gyldendal“! — Það hreif. En um þetta verk er þagað. Svo lít- ur út, sem höfundurinn sé ekki i náðinni hjá blaðamönnunum. En nú er langt síðan — eða réttara sagt: slíkt ritverk hefir aldrei verið út- gefið af íslendingum, bæði að stærð og frágangi. Þess ber og að geta, að þetta er frumsamið verk, g]ört eptir eigin rann- sóknum höfundarins. — Þessu vill sira Matthías sópa burtu, sem ónýtu, og blaða- maður er strax viljugur, til að breiða út þennan sleggjudóm meðal almennings; og enginn mun trúa því, að hannt! hafi lesið allt þetta verk út í æsar, enda er hann einnig alls ófróður í náttúruvísind- um, og aðgang til heimildarritanna hefir hann ekki, fremur en aðrir. Sleggjudómur þjóðskáldsins er því hreinasta snilliyrði — „general“-heimska í fám orðum. Yér erum óvanir að sjá frumritaða bók hér (að undanteknum Ijóðakverum; fræðandi rit þekkjast hér ekki, nema ó- nýtar skólabækur, sem þá eru sumar þýddar, en sumar stolnar, eða hálf-stoln- ar, frá útlendingum). Og enn fremur er það óvanalegt, að einn maður, auk margra og örðugra embættis-anna, skuli hafa haldið út, og haft elju og þrek, í tutt- ugu ár, til að safna til, og semja, annað eins verk, svo óþakklátt, sem það er, eins og vandi er, hér úti á voru landi, svo sem nú sýndi sig þarna, sem eg hef bent á — ekki einungis upphvatningar- laust, heldur og þrátt fyrir hnútur og ögranir, sem hefðu vel getað hamlað verkinu, og jafn vel eyðilagt það, hefði höfundurinn látið þess konar fá á sig. Enda hefir ekki sú dómadags lofdella verið rituð um neitt verulega fræðandi rit, eins og ósjaldan sóst nú um smá- skítleg Ijóðakver, sem eiga að vera svo merkileg, að menn skyldu ætla, að þetta væri himnafæða, eða „manna“, í hinni póiitisku og ófrjósömu eyðimörku, sem bíður vorgróðans og aldinfegurðarinuar, eptir að þjóðskáldið hefir farið um hana sínum blessandi, og lífgandi, friðarhönd- um, og jafnað allt ósamlyndi meðal Dana og Islendinga, eptir að hann er búinn að pólitisera við Albertí, og njóta listarinn- ar saman við greifa og baróna, á hinum dýrðlegu setpöllum konunglega leikhúss- ins í Kaupmannahöfn. • Dr. Thoroddsen hefir ítarlega sýnt í formálanum, hver tilgangur þessa mikla verks sé, og hvernig eigi að skoða það; lrann átti að ráða því sjálfur, og það hefir hann gert- Goethe segir: „Niemand hat das Recht, einem geistreichen Manne vorzuschreiben, womit er sich beschafti- gen soll“. Það, sem er alveg óaðgengilegt fyrir oss alla, það hefir dr. Þorvaldur grafið upp, og gefið öllum kost á að ;sjá. Og opt hefi eg furðað mig á, hversu mikið og illmannlega hefir verið ritað um ís- land. Það er eins og langflestum út- lendum ferðamönnum hafi verið svo per- sónulega illa við landið og fólkið, að þeir vita ekki, hvernig þeir eiga að láta, til þess að velja oss háðungarleg smánar- yrði. — Það er gaman að bera þetta sam- an við ýrnsar Asíuþjóðir, sem þó eru ekki taldar með villiþjóðum — eða jafn vel eymdarlifið, og hinn viðbjóðslega ó-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.