Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.03.1905, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.03.1905, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur.. og í Ameríku doll.: 1.50. j Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN. — |= Nítjándi ÁRGANGUR. =| r-~ — -f-—Sy.-^|= RITSTJ ÓRI: SKÚLI THOHODDSEK. =ltea8g—4— j Upp8ögn skrifleg, ðgild \ nem.a komin sé til útgef- j anda fyrir 30. dag júní- mánaðar. og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 10. II BeSSASTÖÐUM, 7. MARZ. 19 0 5. Ifna og ildavólar selur líristjdn feorqrímsson. J ^T-S Z) Ofsíæki stjórnarflokksmannanna. Það er skiljanlegt, að skoðanir manna geti verið mismunandi, að því er ýms landsmál snertir, og það er hverri þjóð nauðsynlegt, að svo sé. Allir viðurkenna og, að minnsta kosti í orði kveðnu, að politiskir flokkar eigi sér fyllsta tilverurétt í hverju landi, þar sem eigi rikír einveldi og harðstjórn. Vór íslendingar höfum mí loks feng- ið stjórn, er þykist vilja byggja á vilja meiri hluta þings og þjóðar — þó að það gleymist að visu í suinum stórmál- unum, sbr. stjórnarskrár- og ritsíma-mál- ið —, og er því ekkert eðlilegra, en að politisku umræðurnar hér á landi verði öllu fjörugri, en fyr, og að menn kosti kapps um, að afla skoðunum sínum fyig- is meiri hluta þjóðarinnar. Þenna rétt, að reyna að afla skoðun- um sinum fylgis þjóðarinnar, hafa báðir jafnt, stjórnin og andstæðingar hennar; en þar sem stjómin hefir völdin, og þá um leið máttinn, til að koma fram skoð- unum sínum, þá er það heimtandi, að umræðurnar, verði stillilegar, og kurteis- legar, af hálfu hennar, og flokksmanna hennar, enda þykir göfugmeDnskan jafn- an skarta sigurvegurum bezt. Hitt væri skiljaniegra, og fyrirgefan- legta, að stjórnarandstæðingum kynnu stundum að hrjóta harðari orð af munni, er þeir sjá skoðanir sinar, og röksemdir, að engu metnar, og niður kveðnar með meiri hluta valdi. En hvernig er þessu háttað hér á landi um þessar mundir? Eru það stjórnarandstæðingarnir, og þeirra blöð, sem harðskeytnust eru, eða eru það stjórnarblöðin, og flokksmenn stjórnarinnar, er nota mest hin breiðu spjótin? Svarið er naumast vandasamt, ef litið er í blöðin, þar sem stjórnarblöðin hafa talið allar athugasemdir, út af gjörðum stjórnarinnar, sprottnar af tómri var- mennsku, eða persónulegu hatri, og eigi fengizt til þess, að ræða málefnin með rökum. Greinin, sem hr. Tr. Ounnarsson ritaði í „ÞjóðólF 3. marz síðastl., er, meðal annars, gott dæmi þess, hvernig stjórn- arliðar haga sér. I grein þessari farast honum, meðal annars, orð um „landvamarmenn“ á þessa leið: „Eg vil, að latidið gefi f)á honum Sveini Brynj- ólfssyni* útflutnings-agent til fullra umráða. Þó' eg áiíti, að landið vanti mjög vinnukrapt, þá ke£ eg þá skoðun, að vinnukraptur slíkra manna væri betur kominn í annari heims- álfu....11 „Um foringja gömlu Valtýinga, og Isafold- arklikkunnar, á eg engin orð, og get því ekki talað um þá sérstaklega". ' Að þvi er þá andstæðinga stjórnar- innar snertir, nægir honum því eigi, að losna við þá til Ameríku, en vildi vist fremur vista þá í „neðri staðnum“, ef hann mætti ráða. Þegar menn nú athuga, að það er „rnóðurbróðir“ ráðherrans, og hans önnur hönd, sem þannig ritar, dylst víst eng- um, hvernig stjórninni, og flokksmönnum hennar, muni innan brjósts til þeirra, er dirfast að hafa aðra skoðun, en þeim herr- um þóknast. Og þegar þess enn fremur er gætt, að maðurinn, sem þannig ritar, er nú á 70. aldursári, og því kominn rétt ágraf- arbarminn, sem menn segja, hlýtur þá eigi hverjum manni að ofbjóða, hve ríkt poli- tíslea hatrið hlýtur að vera hjá slíkum manni, er heldur áfram að hatast við menn, er aðra skoðun hafa, fram í rauð- an dauðann? Skilur hann má ske alheimsáformið á þá leið, að mestu skipti, að geta hatað sem allra innilegast? Það er engu líkara, en að svo sé. — En þó að hann telji anda sinum það holl- ast, að glæða hjá sór slíkt hatursþel til náungans, ætti hann þó að skilja, hve afar-mikið ógagn hann getur unnið stjórn- inni, er hann lætur persónulega óvild sína hafa þannig taumhaldið á sér í „Þjóð- ólfiu. Almenningur mun sjá, að sú ályktun | er eigi mjög ósennileg, að þeir, sem eigi I geta ætlað neinum, að fylgja fram neinni skoðun, nema af íllum hvötum, hafi sjálf- ir eitthvað annað, en gagn og sóma lands og þjóðar, fyrir augurn, svo sem valda- fikn, löngun til að ráða yfir „kjötkötlun- nm“ o. s. frv. •............ TJ tlöna. Frá Rússlandi er þeirra tíðinda að geta, að 17. febr. síðastl. var Sergíus stór- fursti myrtur í borginni Moskva, um há- bjartan dag. — Hann var á leið heim til sín, í luktum vagni, og var þá varpað sprengivél undir vagninn; svo að hann fór í þúsund mola, og Sergíus stórfursti tættist í smátt. Okumaðurinn hlaut eÍDn- *) Hví ekki Sigfúsi Eymundssyni útflutn- ingsagent, einum í stjórn „heimastjórnarflokks- ins“ ? Riistj. ig sár mikil, og andaðist rétt á eptir. — Sergíus var föðurbróðir Nicolai. keisara. tæpra 48 ára að aldri, fæddur 1857. og hafði rússneska byltingarnefndin áður lýst því yfir, að hann væri til dauða dæmdur, enda er nú fullyrt, að það hafi verið hann, sem var frumkvöðull mann- drápanna miklu í Pétursborg 22. janúar síðastl., því að Yladimir, bróðir hans, hefir lýst því opinberlega yfir, að hann hafi ekkert verið við þá atburði riðinn; en báðir voru þeir bræður afar-óvinsælir, og taldir hvatamenn að ýmsu i gjörðum stjórnarinnar, er miður þótti fara. Morðinginn náðist þegar, og var mjög hróðugur yfir verki sinu, en hefir eigi fengizt til þess, að nafngreina félaga sina. Mælt er, að Nicolaj keisara, og ætt- mönnum hans, hafi orðið mjögmikiðum, er morð Sergíusar fréttist, en eigi talið sér óhult, að vera við jarðarför hans, og lét því syngja messur fyrir sálu hans heima hjá sér sama daginn, er jarðarför- in fór fram. Fullyrt er, að ekkju-keisarafrúin Maria Feodorowna, dóttir Christjan's IX., hafi ný skeð fengið tilkynningu um það, að byltinganefndin hafi ákvarðað dauða henn- ar, og sams konar tilkynningu hefir Nicolaj keisari einnig fengið, svo sem „Þjóðv.“ hefir áður getið um. Úr Norður-ísafiarðavsvslu er „Þjóðv.“ ritað 28. febr. siðasth: „Tíðhefir verið hér afar-illviðra- og rosa sötn, og snjór er hér mikill á jörðu. — Síðan slysið mikla varð, 7. janúar þ. A., getur naumast heitið, að á sjó hafi verið farið úr Bolungarvíkinni, og þá því síður úr öðrum verstöðum, enda fisklaust, nema niðri á hnfi. Hjá stöku bændum i fjörðunum hér við Djúp er því miður þegar farið að brydda á því, að menn verði beyknappir, og væri því full þörf á því, að vorið kæmi í fyrra lagi. Ekki þykir nýja stjórnin virða þingið mikils, að því er snertir ritsimalagninguna, og líklega er það einstakt í sinni röð i viðri veröld, að byrjað sé á slíku stórfyrirtæki, án þess nokkur áætlun um kostnaðinn sé á undan gengin. Mjög eru stjórnarblöðin hreykin yfir því, að Hafstein hafi ekki þurft að fara frá, þegar ráð- herraskiptin urðu '{ Danmörku, og telja það sanna sérstöðu hans i ríkisráðinu; en — eins og „Þjóðv.“ hefir tekið fram — sannar þetta þó í raun og veru alls ekkert, en sýnir að eins það, sem vitanlegt var, að danska stjórnin getur lofað isl. r&öherranum að lafa við, meðan hún sjálf vill“. _________ Fiskiskip strandað. Eiskiskipið „Familien", eitt af fiskiskipum Geirs kaupmanns Zoega í Reykjavík, strandaði á Býjaskerjum í Gullbringusýsíu, er það var á út- siglingu úr Reykjavík, til að byrja fiskiveiðar. — Menn björguðust allir. Skarlatssðtt hefir á ný komið upp á Svalbarðsströndinni i Eyjafirði, eptir að veikin hafði legið þar niðri í 2 mánuði, að því er blaðinu „Norðurlandi“ seg- ist frá.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.