Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.03.1905, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.03.1905, Blaðsíða 2
38 Þjóbvxljinn. XS., 10. Fjórir menn urðu iiti í Norður-Múlasýslu 8. janúar síðastl. — Tveir þeirra voru úr Jökuldalnum, og voru á ferð i I'ljótsdalshéraði, en hinir tveir voru frá Bakka- gerði, og hétu Finnur Vigfússon og Bjarni Eir- íksson, báðir aldraðir menn, er villtust þar milli húsa í túni, og fundust háðir örgndir, er blind- hríðinni létti. Brú brotnaði á ánni Svartá, hjá Reykjum í Skagafirði, í stórviðri og leysingu 13. janúar síðastl. Skemmdir aí’ brimi. í mikla veðrinu 7.—8. janúar braut brim geymsluhús Gríms kaupmanns Laxdal’s á Vopna- firði, og sópaði þaðan um 50 tn. af salti. & k ó 1 a r ö ð við miðsvetrarpróf í Reykjavíkur lærða skóla 1905. Stjarna (*), á eptir nöfnum stöku pilta, þýðir, að þeir piltar hafi ekki tekið próf, vegna veik- inda, og hafi þess vegna verið settir neðstir. VI. hekkur. 1. Ólafur Lárusson, R.vík. 2. Páll E. Ólafsson, R.vík. 8. Andrés Björnsson, Brekku i Skagafirði, um- sjónarmaður skólans. 4. Júiíus Havsteen, Akureyri. 5. Lórarinn Kristjánsson, R.vík. 0. Ólafur Jóhannesson, R.vik. 7. Þorsteinn Briem, Alfgeirsvöllum í Skagafirði. 8. Brynjólfur Magnússon, Ljárskógum i Dala- sýslu. 9. Ingvar Sigurðsson, R.vík, umsjónarmaður í bekknum. 10. Baldur Sveinsson, HÚBavík, umsjónarmaður úti við. 11. Ólafur Ó. Lárusson, R.vík. V. hekkur. 1. Arni Arnason, R.vik. 2. Sigurður Nordal, R.vík. 3. Jóhannes Jóhannesson, R.vík. 4. Konráð Konráðsson, R.vík, umsjðnarmaðwr í bekknum. 6. Pétur Jónsson, R.vík. 6. Páll Sigurðsson, Garði. 7. Magnús Stephensen, R.vik. IV. bekkur. 1. Alexander Jóhannesson, R.vík. 2. Ólafur Pótursson, Hróifsskála á Seltjarnarnesi. 3. Ólafur Gunnarsson, Ási í Hegranesi. 4. Pétur Halldórsson, R.vík. 5. Sveinn Sveinsson, R.vík. 6. Ásgeir Gunnlögsson, Akranesi. 7. Jón Jónasson, Víghólsstöðum í Dalasýslu. 8. Einar Indriðason, R.vík. 9. Haraldur Jónasson, R.vík, umsjónarmaður í bekknum. 10. Jóhann Havsteen, Akureyri, bróðir nr. 4 í VI. bekk, nýsveinn. 11. Sigfús Blöndal, R.vik.* III. bekkur. 1. Tryggvi Þórhallsson, R.vík. 2. Jens Sigurðsson, Flatey á Breiðafirði. 3. Hjörtur Hjartarson, R.vík. 4. Guðmundur Ásmundsson, Auðunarstöðum í Þingeyjarsýslu, umsjónarmaður í bekknum. 5. Magnús Björnsson, Húnavatnssýslu. 6. Jakob Ó. Lárusson, R.vík. 7. Jónas Stephensen, R.vík. 8. Árni Gíslason, Vestmanneyjum*. II. bekkur. 1. Bogi Ólafsson, Þórðarsonar, Sumarliðabæ, Holtamannahreppi, nýsveinn. 2. Halldór Kristjánsson, R.vík. 3. Gísli Guðnason, Guðnasonar, R.vík, nýsveinn. 4. Martin Bartels, R.vik. 5. Símon Þórðarson, R.vík. 6. Kjartan Guðmundsson, R.vik. 7. Halldór Kristinsson, Útskálum í Gullbr.sýslu. 8. Guðmundur Zophoníasson, prófasts í Viðvik í Skagafjarðarsýslu, nýsveinn. 9. Gísli Jónsson, R.vik. 10. Jón Þ. Sívertsen, R.vík. 11. Bjarni Snæhjörnsson, R.vík. 12. Vigfús I. Sigurðsson, Kolsholti, Árnessýslu, umsjónarmaðnr í bekknum. I. bekkur. 1. Daníel Kristinsson, prests á Útskálum í Gullbringusýslu. 2. Guðmundur Jónsson, bónda Hallgrímssonar, Bakka í Arnarfirði. 3. Helgi Guðraundsson, prófasts Helgasonar, Reykholti i Borgarfjarðarsýslu. 4. Hermann Hjartarson, snikkara Þorkelssonar, Elautafelli, Svalbarðssveit. 5. Laufey Valdimarsdóttir, ritst.jóra Ásmunds- sonar, R.vík. 6. Pétur Magnússon, prófasts Andréssonar, Gils- bakka í Mýrasýslu. 7. Sighvatur Blöndal, sonur Magnúsar snikkara Blöndal, Rvik. 8. Sigurður Guðmundsson, hónda Péturssonar, Hofdölum, Skagafirði. 9. Sigurður Einarsson, ritstjóra Hjörleifssonar, R.vík. 10. Sigtryggur Eiriksson, Þorkelssonar, R.vik. 11. Þorsteinn Þorsteinsson, Davíðssonar, Arn- bjargarlæk i Mýi-asýslu. í þessum bekk eru allir nýsveinar; er þar fylgt hinni nýju reglugjörð, og piltum þvi raðað eptir stafrofi, en eigi eptir einkunnum. iiinii|ininiiiiiiiiiiiim'iijui|jjij)if(llnnii|iiiiiii „Vestri“ og nýlendu-sýningin. Ísíirzka stjórnarmálgagnið „Vestri“, er mælt hafði mjög öfluglega með dönsku nýlendu-sýn- ingunni, áður en kunnugt varð þar vestra, að ráðherrann hafði sagt sig úr dönsku sýningar- nefndinni, sneri fljótt við blaðinu, og flutti, 4. febr. siðastl., alveg athugasemdalaust, all-harð- orða aðsenda grein gegn sýningunni, eptir að ráðherrann var farinn úr nefndinni, enda var þá ókunnugt þar vestra, að ráðherranum var apt- S ur snúinn hugur, og hafði ritað dönsku sýning- j ar-nefndinni, að hann væri sýningunni ekkert j mótfallinn. Hefði „Vestri“ vitað þetta f'yrir, þá er eigi ólíklegt, að hann hefði sparað sér snúninginn, og almenningi — brosin. r j rökkrunum. i—— Frá Símoni brúarverði Jónssyni á Selfossi hef- ir „Þjóðv.“ borizt grein sú, er hér fer á eptir: „Fyrir tveim árum andaðist að heimili sínu Norðurkoti í Grímsnesi hóndinn Ouðm. Vigfús- son. Hann var maður mjög skýr, eptirtökusam- ur um ýmsa hluti, og var, meðal annars, talinn hagorður í betra lagi. Einu sinni var hann hér á ferð, sem optar, og bað hann mig þá að ljá sér lestrabók síra Páls Sigurðssonar, sem hann kvaðst opt hafa heyrt mikið talað um, og léði eg honum bókina. — Eptir rúmt ár bar fund- um okkar aptur saman, og bað Ouðm. mig þá að selja sér bókina, sem hann kvað sér lika vel, og gerði eg það auðvitað. — Barst tal okkar síð- an að páskaræðu síra Páls, og taldi Guðm. henni mjög margt til gildis, þótti hún mjög i samræmi við sína trúarskoðun. —Þótti okkur báðum, sem að líkindum fleirum, næsta torvelt, að skilja hinn mikla leyndardóm, er felst á bak við hinn lík- aml ga dauða, og skildum svo talið, og krödd- umst, eptir nokkurn tíma. Veturinn eptir — jeg man ekki nú í svipinn mánaðardaginn —, lá jeg sofandi í rúmi mínu, og þykist eg þá ailt í einu sjá Guðm. í Norður- kotinu koma að herbergisdyrunum, sem eg svaf í tþær voru í hálfa gátt), og opna þær til fulls, ganga að rúmi mínu, og stara á mig. Mér þótti í svefninum, sem mér brygði hvergi, enda þótt eg þættist vita, að hann væri kominn þarna á yfirnáttúrlegan hátt. — Þóttist eg því strax segja: „Já. já, nú heid eg, að þú getir sagt mér, hvern- ig þér líður“, og þykir mér hann þá svara, seint og dræmingslega: „Mér líður nú vel; en lífið er þó betra“. Að svo mæltu hvarf hann mér, sem í þoku- kennda mynd, og vaknaði eg þá þegar, og gat þess við þann, er hjá mér svaf, hvers og hefði var orðið. — Settum við þá báðir á okkur, hvað klukkan var, og kom það síðar í ljós, er ferð féll á milli, að Guðm. hafði sálazt þessa sömu nótt, á sama tíma“. Mannalát. Látinn er 11. febr. síðastl. í Hnífsdal í Norðnr-ísafjarðarsýslu Halldór Halldörs- son, fyrrum bóndi á SHjalandi í Skutils- firði, á B9. aldursári, fæddur 22. júni 1846. — Hann var tvíkvæntur, kvæntist í fyrra skiptið 1868, og gekk þá að eiga Elínu Pálsdóttur, dóttur merkishjónanna Páls Halldórssonar og Sigríðar Bjarna- dóttur á Osi í Bolungarvík, og andaðist hún i mislingaveikinni árið 1882, ásamt tveirn börnum þeirra hjóna; en þrjú börn þeirra komust til fullorðinsára, og eru þau þessi: 1, Páll Halldórsson, forstöðumaður stýri- mannaskólans í Reykjavík, kvæntur Þuríði Níelsdóttur. 2, Halldór Kgúst HaUdórsson skipherra, er drukknaði úr Hnifsdal 8. des. 1902, og er ekkja hans, Kristjana EHasdöttir, nú í Reykjavík. 3, Elín, gipt Jóni trésmið Ólafssyni á Isafirði. I seinna skiptið kvæntist Halldór sál- ugi ár-ið 1893, og lætur því eptir sig ekkju, Guðrúnu Kristínu Jónasdóttur, á- samt 4 börnum þeirra, sem öll eru á unga aldri. Meðan Halldór heitinn bjó á Selja- landi, og fyrri kona hans lifði, stóð hag- ur hans all-viðunanlega, og var hann þá í heldri bænda röð í sveit sinni, Eyrar- hreppi, og gegndi þar hreppsnefndarstörf- um nokkur ár; en eptir lát fyrri konunnar, bjó hann að eins 1—2 ár á Seljalandi, og dvaldi síðan á ýmsum stöðum, sem húsmaður, leDgstum í Dýrafirði (á Ytri- húsum), og var hagur hans þá all-örðug- ur, enda var heilsan farin að bila. Halldór sálugi var maður all-vel greindur, stilltnr og hæglátur, og hinn vandaðasti í öllu dagfari sinu. —Síðustu árin, sem hann lifði, var heilsa hans al- veg þrotin, unz hann andaðist 11. febr., sem fyr segir, eptir langa sjúkdómslegu. 4. febr. síðastl. andaðist húsfrú Matt- hildur Ólafsdóttir, kona Halldórs umboðs- manns Jónssonar í Vík í Vestur-Skapta- fellssýslu, 53 ára að aldri, fædd á Hörgs- landi 11. okt. 1851. — Hún var dóttir Olafs sáluga Pálssonar á Höfðabrekku, fyrrum alþingismanns. — Þann 14. desember 1904, andaðist á Núpi í Dýrafirði gamall Skagfirðingur, Jónas Jónasson. Faðir hans var Jónas bóndi í Réttarholti, sá, sem vakti yfir líki .Jons Espólins i tjaldinu, og um er getið i sögu Jóns Espólíns við fráfall hans. (Saga Jóns Espólíns hins fróða. K.höfn 1895, bls. 179—181). Jónas í Réttar- holti var sonur Sigfúsar á Skjaldarstöð- um, Jónssonar, frá Efstalandi í Öxnadal,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.