Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.03.1905, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.03.1905, Blaðsíða 4
40 Þjóðviljinn. XIX., 10. Vilji ixiaður vernda, tLeilsu sína á maður daglega að neyta hins viðurkeDnda elexírs, er tekur öllurn öðrum fram; en það er ■lll exir, því að við notkuu hans hafa margar þúsundir manna komizt hjá þungbærustu sjúkdómum. A engu heimili,"þar sem menn hafa mætur á heilsunni, a tti China-lífs- elexírinn að vanta. Þar sem margir hafa leitazt við, að stæia elexir minn, þá eru neytendur beðnir, sakir eigin hagsmuna sinna, að heimta berum orðum Chína-Hfs-elexir Valde- mars Petersens. Að eins egta, eí hann ber naín verksmiðju-eig- *y~/~ W—* andans, og í innsiglinu í grænu lakki. Fæst alls staðar á 2 kr. flaskan. Gætið yðar gegn eptirlikingum 27. f. m. kom til Reykjavíkur gufuskipið „Hekla“, með saltfarm frá Bretlandi til verzl- nnarinnar „Godthaab11. — Með því skipi bárust útlendu fréttirnar, sem getið er framar í blaði þessu. Þilskipin hafa sem óðast verið að leggja af stað til fiskiveiða, síðan 1. þ. m., og fylgja sjó- mönnunum ótal góðar óskir, um hagstæð veður og mikinn afla. Fiskiskipið „Nolson“, eign Leonh. Tang’s verzl- unar á Isafirði, reyndist í svo bágu ástandi, að það fékkst eigi vátryggt, og gat því eigi farið til fiskiveiða, fremur en “Shelley11, skip sömu verzlunar, er einnig var metið ósjófært, eins og getið var i síðasta nr. blaðs vors. — Menn þeir, er komu til skipa þessara, með „Tryggva kongi“, hafa þvi ráðizt á önnur skip. Gegnir það annars furðu, að verzlunarstjóri Tang’s verzlunar skuli eigi hafa kynnt sér ástand skipa þessara þann 2—3 vikna tíma, er hann dvaldi í Reykjavík í febr., því að vist var hon- um það skyldara, en að se’mja „pistilinn frá ísa- firði“, er birtist í „Þjóðólfi“ 10. febr. síðastl., enda þótt yrkisefnið væri þar þetta vanalega, væmið skjall um ráðherrann, „okkar fyrverandi kæra yfirvald“(l), og hnjóðsyrði í garð ritstjóra „Þjóðv.“; betra eptirlit, að því er þilskipin snert- ir, hefði verið húsbónda hans hollara. Annars er „sjaldan ein báran stök“, þar sem fiskiskipið „Haraldur11, þriðja þilskipið, sem Tang’s-verzlun átti hér syðra, rakst á grunn, er það fór úr vetrarlegu, og verður því að leggjast upp til skoðunar, svo að séð verði, hvort það hafi skemmzt, eða að hve miklu leyti. Þilskipa útgerð Tawg’s-verzlunar hefirþví að þessu sinni orðið fyrir mjög bagalegu tjóni, og er það ílla farið, eins og yfir höfuð öll áföll, sem þilskipa-útgerðin verður fyrir. lllillilllli'I III I IMIIW l'illlf l':l' li llil'illilllli.li li I ;l’illll';ll'l'i|IIIIHllllHnl;illlHHli|llllilhlllllH'lllllllllll!llllllHlillllnllH'ltll|llll Þakkarávaip. Hjartans þakklæti votta jeg hér með öllum þeim, sem veittu mér hjálp, bæði með miklum gjöfum, og á ýmsan annan hátt sýndu mér hluttekningu við fráfall míns ástkæra eiginmanns, Magnúsar Egg- ertssonar, sem drukknaði í mannskaða- veðrinu við ísafjarðardjúp þ. 7. jan. þ. á., og bið jeg algóðan guð að launa öllum velgjörðamönnum mínum af ríkdómi sinnar náðar. ísaf. 1. febr. 1905. Stefanía Sigrún Stefánsdóttir, (bk Hnífsdal). PRBNTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS. 80 „Af því að þú hefir jafnan verið, sem lokuð og inn- sigluð bók“, svaraði Edith. „Jeg hefi einatt reynzt þér góð vinkona, og systir, en þú hefir aldrei viljað gjalda mér í líkum mæli“. Það var, sem sök biti sekan, því að Daníra varð niðurlút, og mælti ofur hæglátlega: „Þú hefir rétt að mæla, að það er að eins mér að kenna; en þú veizt ekki, og getur ekki vitað —“ „Hvað er það, sem eg ekki veit ?u spurði Edith for- vitnislega. Daníra svaraði engu, en strauk að eins hendinni hægt um Ijósa lokkasafnið á höfði vinkonu sinnar, er hvíldi við öxl henni. I sömu svipan heyrðist blásið á guf’uskipinu, sem komið var að bryggjunni. Edith stökk upp, sem ekkert hefði í skorizt, hljóp að glugganum, eins og örlynt og forvitið barn, sem á von á nýju leikfangi. Daníra varð á hinn bóginn aptur beiskjulegri á svip- ÍDn, ýtti frá sér myndinni, sem enn stóð á borðinu, tók aptur bókina, sem hún áður haf ði verið að lesa í, og sneri bakinu að glugganum. Annars var það sízt að furða, þó að Edith væri ó- þolinmóð, þar sem hún eigi hafði séð unnusta sinn, síðan hún var barn að aldri. Faðir hennar, Arlow ofursti, hafði verið liðsforÍDgi í stórbæ einum í Suður-Tyrol, fáar mílur frá höllinni Stein- ach, áður en hann var sendur til þessa afskekkta kastala í Dalmatíu, og þá hafðí þessi trúlofun verið ráðin. Faðir Gerald’s hafði verið mjög annt um það, að ráð þetta tækizt, og brýnt það rækilega fýrir syni sínum, 31 er hann .lá banaleguna, og uppeldi Edithar var því hag- að þessu samkvæmt. Edith hafði snemma misst móður sína, og ólst því upp hjá föður sínum, og var yndið hans og eptirlæti. Gerald hafði á hinn bóginn verið á herskólanum, og þar sem langt var á milli þeirra, höfðu þau eigi sézt. En er uppreisnin hófst, var hersveit þeirri, er Ger- ald var fyrir, skipað að fara til Cattaro, þótt mönnum kæmi það óvænt, og þannig atvikaðist það, að fyrsta her- förin hans átti einnig að verða brúðkaupsförin. Menn voru nú farnir að ganga upp bryggjuna, sem lent var við, en svo var þar mikill ys og þys, að eigi var auðið, að koma auga á einstaka menn. Loks sást þó dálítill hópur af liðsforingjum koma út úr mannþyrpingunni, og stefna til borgarinnar, og leið þó hálfur kl.tími, unz kastalavörðurinn kom inn í herberg- ið, ásamt gesti sinum. Arlow ofursti var glæsimenni, miðaldra, og hinn her- mannlegasti. — Hann leiddi unga liðsforingjann til dótt- ur sinnar, og mælti um leið glettnislega: „Hr. Gerald von Steinach, keisaralegan liðsforingja, langar til að heilsa þér, barnið mitt. Gáðu að, hvort þér virðist andlit þessa unga hermanns líkjast að nokkru and- liti leikbróður þíns, sem fyr var. En þú, Gerald, þekk- ir nú fráleitt dóttur mína, því að hún er orðin svo breyttu. Það var auðheyrt á áherzlunni, sem Arlow lagði á síðustu orðin, að honum fannst all-miklð til dóttur sinn- ar koma, enda varð því eigi neitað, að hún var einkar yndisleg. Gerald rótti Edith höndina, og mælti glaðlega, og innilega: „Heil og sæl aptur Edith!“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.