Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.03.1905, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.03.1905, Blaðsíða 3
Þjóðviljinn . 39 XIX., 10. Jónssonar, — en móðir Jónasar í Iiétt- arholti Sigfússonar, var Rósa Jónsdóttir frá Hrauni, Þorleifssonar, Jónssonar, Þor- leifssonar, prests í Blöndudalshólum (f 1688), Olafssonar; — móðir Jóns Þor- leifssonar á Hrauni, var Þorbjörg Sig- fúsdóttir, prests á Glæsibæ (ý 1728), Þor- lákssonar. Jónas i Réttarholti var tví- kvæntur, og var Jónas, sonur hans, laun- barn hans, milli kvenna, með Hólmfriði, dóttur Þorláks hins auðga á Plugumýri og Stóru-Ökrum, Símonssonar frá Utan- verðunesi, Þórðarsonar. Systir Hólmfríð- ar var Helga, móðir sira Þorláks áUnd- irfelli (f 1871), Stefánssonar. Hólmfriður átti fyr Halldór Kláus, Brynjólfsson, Halldórssonar biskups, en hún tók fram hjá honum, með Jónasi í Réttarholti. og var Jónas sál. sonur þeirra; en Hólmfríð- ur fékk leyfi, tii að giptast seinna. Jónas var fæddur á Höskulsstöðum, hjáleigti frá Stóru-Ökrum, 26. október 1827, en ólst upp í Réttarbolti, hjá föð- ur síuum, þar til hann var 19 ára, eða til 1846, en dvaldi siðan nokkur ár hjá móður sinni, sem þá var orðin gipt seinni manni sinum, Eldjárni Hallsteinssyni, frá Stokkhólmi í Skagafirði, og þjuggu þau hjón í Ásgeirsbrekku i Viðvíkursókn, og þar var hann, þegar SkagHrðingar gjörðu hina nafnkunnu norðurreið sina 1849, og var hann þá 22 ára gamall. Árið 1865 giptist hann eptirlifandi ekkju siuui, Mar- gréti Hallsdóttur, bónda frá Reykjum í Hjaltadal, Jónssonar hreppstjóra á Bjarna- stöðum í Kolbeinsdal, Jónssonar læknis i Viðvík (f 1801); Péturssonar; systkin Halls á Reykjum voru mörg, og var eitt þeirra (iuðrnundur bóndi á Narfastöðum í Viðvíkursveit, faðir Jóhannesar sýslu- manns í Hjarðarholti, er úti varð 1869. Þau hjón Jónas og Margrét bjuggu fyrst um nokkur ár all-góðu búi í Skagafirði, þar til þau brugðu búi vorið 1874; var þá ætlun þeirra, að flytja til Ameríku, en sökum veikinda fórst það fyrir. Dvöldu þau hjón síðan í húsmennsku á ýmsum stöðum í Skagafirði, um 19 ár, þar til árið 18;j3, að þau fluttu þaðan alfarið vestur til Dýrafjarðar, og dvöldu þar síð- an, til þess hann dó, hjá dóttur sinniog manni hennar á Núpi. Þau hjón áttu sarnan 5 börn; dó eitt þeirra i æsku, en 4 náðu þroskaaldri: 1. Valdimar, drukkn- aði 1904, með Kristjáni skipstjóra úr Reykjavík, Bjarnasyni, frá Baulhúsum, Símonssonar. 2. Sigurður, bóndi á Ytri- húsum i Dýrafirði, giptur. 3. Rakel, kona Kristins bónda og hreppsnefndaroddvita á Núpi, Gruðlaugssonar. 4. Guðlaug Indi- ana, kona Sigurðar Siguiðssonar frá Felii. Jónas sál. var mjög vel látinn maður. Hann var stilltur og kurteis, en þó glað- vær og skemmtinn í tali, og vel greind- ur um marga hluti, og mundi margt frá sinni löngu æfi, úr sínu héraði, en var fáorður og skrumlaus. Jeg átti eitt sinn tal við hann, og spurði ýmsra hluta frá yngri árum hans úr Skagafirði. Leysti hann úr fiestu því með greind og góðum skilum, en jafnnær fór jeg af því, er eg vildi fræðast um, norðurreiðina. Hann gat nefnt nokkra þeirra, sem norður riðu úr ýmsum hreppum, en alls engan úr Akrahrepp, þar sem hann átti sjálfur heima, og fann jeg glöggt, að maðurinn var engin flysjungur. Hann mun hafa verið fjörinaður mikill á yngri árum, þvi í elli sinni var hann enn kvikur, og létt- ur á sór, og skjótur til hvers, sem vera skyldi. Hann var sóriega góður verk- maður, og sívinnandi, og vel hagur á tré og járn. Blessuð sé hans minning. Sic/hv. tír. tíorgfirðingnr. Hinn 16. ág. f. á. andaðist að Stðru-Vatns- leysu á Vatnsleysuströnd merkiskonan Guðrún Gísladóttir, rúmlega 80 ára, kona Stefáns óðals- bónda Pálssonar. Guðrún sáluga var fædd á Stóru- Vatnsleysu 27. desbr. 1823, og dvaldi allan hinn langa og dáðríka aldur sinn á Vatnsleysunum. Guðrún sál. var tvígipt; var fyrri maður hennar Bjarni Jónsson, ekkjumaður, og eignaðist hún með honum3syni,sem allir eru dánir, 2 dóu í æsku, en binn 3., Gisli að nafni, drukknaði 9. desbr. 1880, nýkvaentur Guðrúnu, sem nú er eiginkona Jóns Þórðarsonar, nú í Hafnarfhði. Með síðari manni sínum, eignaðist hin framliðna 2 börn, Bjarna, nú óðalsbónda á Stóru-Vatnsleysu, og Sig- ríði, gipta Eiríki óðalsbónda á Bakkakoti í Leiru. Guðrún sál. var skýrleikskona, heppin yfirsetu- kona, þó ólærð væri, stjórnsöm húsmóðir, ágæt móðir og maki, og yfir höfuð hinn mesti kvenn- skörungur. A. Þ. Bessacföðnm 7. marz 1901. Það, sem af er þ. m., hafa haldizt einkar hag- stæð þýðviðri bér syðra, svo að hagar eru hví- vetna nægir. Skip „Thoro“-félagsins, „Tryggvi kongur11, kom til Reykjavíkur 4. þ. m., frá Vestfjörðum ogBreiða- firði. — Með skipinu var Þorvaldur prófastur Jónsson á ísafirði, á leið til Danmerkur. — Sömu- leiðis kom með skipinu fjöldi sjómanna, er ráðn- ir voru til þilskipa. 32 Edith leit upp, svo að augu þeirra mættust, og greip hana þá svo mikil feimni, að hún varð allt í einu kaf- rjóð í framan, og virtist þá enn yndislegri, en áður. Gerald kyssti hæversklega litlu höndina, sem hann iiélt í, og sleppti henni svo. Það var auðsætt, að honum hafði litizt vel á ungu unnustuna sína, þó að það væri eðlisfari hans gagnstætt, að verða þegar heillaður, eða íanginn. Nú varð hann þess og áskynja, að önnur ung stúlka var einnig þar í herberginu, og sneri hann sér því spyrj- andi að ofurstanum. „Danira fósturdóttir min!“ svaraði ofurstinn þurr- lega, og var auðheyrt á röddinni, að honuin þótti óþarfi, að eyða fleiri orðum. Gerald hneigði sig, og Daníra svaraði á sama hátt, án þess að lita upp. Ungi liðsforinginn skilaði nú kveðju frá móður sinni, og afhenti bréf frá henni, og út af þvi spunnust svo nokkr- ar umræður, og feimnin fór þá að hverfa. Edith varð kát, og glaðleg, eins og bún átti vanda til, en Gerald sama stillingar-ljósið, sem fyr, þó að hann evaraði að vísu kurteislega, og enda alúðlega, öllum spurninguna, er lutu að ferð hans, heimilinu og móður hans. Loks barst ræðan að herferðinni, og kom þá í ljós, að ofurstinn taldi uppreisnina töluvert viðsjár-verðari, en almennt var álitið. Hann varð mjög alvarlegur, og enda áhyggjufull- ur, er hann mmntist á hana, og komst Gerald þá þegar allur á lopt, og var eigi trútt um, að Edith finndist fátt ■uin, að sjá hann meta herferðina meira, en sig. 29 þó brktt, að siða þessa uppreisnar-flokka, enda skal eg brýna fyrir Gerald, að hann verði að hraða sér, að vinna sigur, og koma hingað aptur, ef hann eigi vilji missa hylli mína“. Enda þótt þetta væri að eins sagt í gamni, virtist Daníra þó skilja það eitthvað öðru visi, því að svo var, sem leiptur léki i augum henni, er hún svaraði: „Beiddu hann heldur, að gæta þess, að gleyma ekki, bæði heimkomunni, og brúðkaupinu, — að fullu og öllu“. Edith horfði forviða á Daníru i örfáar sekúndur, og mælti síðan, all-gremjulega: „Mér finnst hálft um hálft, að þú sért að óska þess. — En er það mögulegt, að þér geti enn þá verið annt um þessa hálf-villtu menn, sem ekkert hafa um þig sýslað, síðan þú varst í bernzku? Pabbi hefir óefað rétt að mæla, er hann segir, að þú vitir ekki, hvað þakklæti só, þrátt fyrir allt gott, sem hann hefir auðsýnt þér“. Drættirnir, er komu um munn Daniru, meðan Edith lét þessa dælu ganga, lýstu bæði sorg og gremju. „Þakklæti!“ mælti hún í hálfum hljóðum. „Þú veizt ekki, hve þungbær skylda það er, þegar þakklætisins er krafist.u Þrátt fyrir beiskjuna, er lýsti sér í röddinni, var þó eitthvað í orðum þessum, er gerði það að verkum, að Edith reiddist eigi, en gekk til vinstúlku sinnar, lagði hendina á handlegg henni, og inælti, sumpart ásakandi, en sum- part ofur-innilega: „En jeg? Meturðu þá vinfengi mitt einskis?“ Daníra varð þá þýðlegri í málrómnum, og svaraði: „Jú, inikils, Edith, fjarska mikils! En — við höt- um aldrei skilið hvor aðra, og eigum það vist ekki eptir“.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.