Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.03.1905, Qupperneq 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.03.1905, Qupperneq 1
Verð árgangsina (minnst 52 arkir) 3 lcr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur.. og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN NÍT.TÁNDI ÁBOANGUR. -gat>s|= RIT8T .7 ÓBI: S K Ú L I THO KODDSEN. =eI>**S-—»— M 11. BeSSASTÖÐTJM. 15. MABZ. Vppsögn skrifleg, ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. 1 0 C 5. Ifna og ildavélar i selur TJ tlÖndL. Helztu tíðindi, er ný skeð hafa borizt frá útlöndum, eru þessi: Danmörk. Síðan ráðaneytisskiptin urðu hafa „vinstrimenna, er sögðu sig úr ráðherra- eða „umbóta“-flokknum, haldið all-marga politiska fundi í Kaupmanna- höfn, og víðar, og svo er að sjá, sem fylgi „umbóta“-flokksins hafi fremur minnkað meðal kjósanda, og að ýmsum þyki yfirlýsingar Christensen’s, ráðaneyt- isforseta, eigi geta samrýmzt hinni gömlu stefnuskrá vinstrimanna, að því er sparn- að til hermála snei'tir. „Hýðingarfrumvarp“ Albertí’s hefir þegar verið samþykkt í landsþinginu, en búist við ail-harðri rimmu, er til þjóð- þingsins kemur, enda þótt líklegt sé tal- ið, að Albertí komi málinu þar fram. Bókhaldari við stórverzlun eina í Kaupmannahöfn, Carl Hansen að nafni, varð ný skeð uppvís að því, að hafa svik- ið verzlunina á ýrnsan hátt um 20 þús. króna, og svallað því fé út á ýmsa vegu. Noregur og Svíþjóð. Aflabrögð Norð- manna. hafa gengið mjög treglega í vet- ur, sakir stöðugra ógæfta, en fiskur þó sagður talsverður á vanalegum fiskimið- um, svo að enn getur ræzt úr, ef tíð yrði betri. I Kristjaníu hefir í vetur verið mik- ill atvinnuskortur, margar þúsundir verk- manna atvinnulausar, og þar af leiðandi hart manna á milli. Að öðru leyti snúast bugir Norðmanna nú nær eingöngu um konsúlamálið, og .1 munu Norðmenn ætla sér, að ráða því til lykta, sern þeim sýnist, hvað sem Svía- stjórn segir, og veita fé til sérstakra norskra konsúla, þar sem þurfa þykir. Þvermóðska Svia-stjórnar í þessu máli mælist og eigi að eins illa fyrir um endi- langan Noreg, heldur og víða í Svíþjóð, þar sem menn hafa mótmælt aðferð stjórnarinn- ar i þessu máli, t. d. áfnndi, er „socialist- ar“ héldu ný skeð í Stokkhólmi. — Bretland Þing Breta tók til starfa 14. febr., og spunnust þegar harðar um- ræður um boðskap konungs til þingsins. — Meðal annars bar Asqivith fram þá til-' lögu, fyrir hönd stjórnarandstæðinga, að skrra á stjórnina, að láta nýjar þing- kosningar fara fram sem allra bráðast, svo að kjósendum gæfist sem fyrst kost.ur á, að lýsa skoðun sinni í tollmálum. — Chamberlaiv lét þá mjög drýgindalega yfir tollverndarstefnu sinni, og kvaðst hvergi smeikur við þingrof, en taldi þó óþarft, að stjórnin hraðaði kosningum, enda varð sú niðurstaðan, að tillaga Asquith's var felld. All-hörð rimma varð og, út af stjórn- arfarinu á Irlandi, og barítedmond, einn af helztu þingskörungum íra, fram til- lögu um ávítanir til Balfour’s, stjórnar- forseta, út af því málefni; en stjórnin fékk þá t.illögu einnig íellda, með 286 at- ltv. gegn 235. — Annars hefir stjórnin, síðan 1902, gert sér töluvert far um, að laða irsku þingmennina að sér, og gerði þá einn af þeirra mönnum, Mae Donnell að nafni, að embættismanni í irska ráða- neytinu, og hefir látið hann makka við irska sjélfstjórnarílokkinn, og bjóða ýms sáttaboð, ef þeir vildu gera bandalagvið stjórnina, og styðja hana. — En er flokks- m enn stjórnarinnar komust að þessu til- tæki hennar, urðu ýmsir þeirra, sárgram- ir, og kváðu það sitja illa á stjórninni, er kosin hefði verið, til að varna þvi,að Írar fengju sjálfstjórn, að fara nú að gera þeim ýms kostaboð, er mjög væru í ætt við „heima8tjórnarfrumvarp“ Gladstone’s. Balfour, stjórnarforseti, hefir því séð sig til knúðan, að lýsa því yfir, að Mao Donnell bafi gengið mun lengra í samn- ingunum, en hann hafi haft heimild til. Nefnd sú, er setið hefir á rökstólum í Paris, til þess að rannsaka aðfarir rúss- n eska flotans, er hann lét skothriðina dynja á ensku botnverpungunum í Eystrasalti, hefir nú lokið st.örfum sinum, og komizt að þeirri niðurstöðu, að Roshdestvonskí, for- ingi riíssDesku tíotadeildarinnar, hafi eigi til hegningar unnið, því að það hafi ver- ið afsakanlegt, þó hann villtist á botn- verpungum, oins og á stóð, en á hinn bóginn telur þó nefndin sjálfsagt, aðBússa- stjórn bæti allan.skaða, og greiði fyllstu mannbætur. • Svo er að sjá á enskum blöðum, sem Bretum líki þessi niðurstaða nefndarinn- ar fremur ílla, þó að þeir sjái sér að líkindum eigi annað fært, en að sætta sig við þetta. — — — Frakkland. Stjórnin hefir nú lagt fyr- ir þingið frv. um skilnað ríkis og kirkju, og likar páfa það ílla, og hefir því beð- ið vini sína á Frakklandi. að reyna að tefja fyrir málinu fram yfir næstu þing- kosningar, og nota vel tímann, til að telja um fyrir kjósendum. Stórt vefnaðarvöru-verzlunarfélag varð ný skeð gjaldþrota í París, og námu skuld- ir þess nær 4. milj. franka,. Prakkneskur embættismaðui', Toquet að nafni, er haft hafði embætti á hendi í landareignum Frakka í Congo, var ný skeð tekinn fastur, og er hann sakaður um, að hafa látið drepa þrjá þarlenda menn með stakri primmd, látið skjóta þá méð „dynamít“-kúlum. — Annar frakkn- eskur embættismaður í Congo hafði og látið varpa svertingja einum lifandi á bál, sakir einhverrar litilfjörlegrar óhlýðni. Victor Napoleon, sem gerir tilkall t.il ríkis á Frakklandi, hefir ný skeð hafið bónorðsitttil Clementinu prinsessu, yngstu dóttur Leopold’s, Belga konungs. — Hann er sjálfur 43 ára, og konuefnið 10 árum yngrí. •— Hofir hún heitið honum eig- ÍDorði, en samþykki Leopold’s var ófeng- ið, er síðast. fréttist., með því að hann hyggur, að Frakkastjórn kunni að meta þær mægðir, sem óvináttumerki. Forsetatign Loubet’s f'orseta endar í öndverðum febr. 1906, en ýmsblöð þykj- aet þegar vita, að haDn ætli að segja af sér seint á yfirst.andandi ári. svo að tor- setakosning verði lokið um næstn áramót- íd. — — Rússlánd. Þar eru pdb verkföll, og óeyrðir, í ýmsum héruðum; en eirsna mest hefir kveðið að óeyrðunum í Kaukasus- héruðunum, þar sem allt logar í uppreisn- ar-báli. — Hafa landsbúar rænt þar ýms vopnabúr, og jafn vel náð í fallbyssur, og herlið stjórnarinnar við ekkert ráðið. — Mikill hluti borgarinnar Baku befir brnnnið til ösku, þar sem uppreisnarmenn hafa kveikt í borginni hér og hvar. Lík fallinna manna lágu þar og í hrönnum á götnnum, og fullyrt er, að uppreisnar- menn hafi tekið landstjórann höndum Talsverðar róstur hafa einnig orðið í Eystrasaltslöndum Rússa, einkum í horg- inni Bíga, þar sem herlið var látið skjöta á lýðinn. Oapon kierkur, sem sár varð í mann- vígunum miklu í Pétursborg 22. jan. síð- astl., og enginn þóttist. vita, hvað um væri orðið, er nýlega kominn til Parísar. Rithöfundurinn Maxím Gorki hefir loks verið látinn laus úr varðhaldi, gegn veði, unz dómur fellur í má.li hans. — Hann hafði skorað á liðsforingja, að skjóta ekki á lýðinn. Járnbrautarþjónar við járnbrautirnar milli Moskva og Kasan, og víðar, haía hætt vinnu, og gerir það stjórninni atar- mikið lóhagræði, að því er vistaflutninga til hersins í Mandsjúríinu snertir. Mjög mikil brögð hafa orðið að óeyrð- um hér og hvar á Póllandi, einkum í borgunum Warschau og Lodz, og stjórn- in látið fremja þar ýms gnmmdarverk. — í Warschau var t. d. 20 uppreisnar- mönnum raðað upp við vegg, og skotn- ir þar. Nokkru eptir víg Sergíusar stórfusta, vai' höfðingi einn í Warschau Wdronní-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.