Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.03.1905, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.03.1905, Blaðsíða 2
42 Þjóðviljiíín. hoff að nafni, og fursti að nafnbót, lagð- ur rýtingi tif bana. — Hann iaafði skip- að, að skjóta á lýðinn, og þannig valdið margra manna bana. Mælt er, að Nicolaj keisari bafi nú loks ákveðið, að kveðja til ráðgofandi stéttaþings. — Á fyrri öldum var stöku sinnum boðað til þings á Rússlandi, er nefnt var Semskí Sobor. — Ivan keisari grimmi kvaddi í fyrsta skipti til siíks þings árið 1550, og var Samskí Sobor síðan háð öðru hvoru, unz það iagðist niður 1698. — Þing þetta var að vÍ9u ráógefandi, en hafði þó að ýmsu leyti talsverð áhrif, og tók sér, meðal annars, vald til þess, að kiÓ3a keisara, og á þaon hátt hófst ÁomíMcw-keisara-ættin til valda, árið 1613. — Ymsir eru bó mjög van- trúaðir á það, að þetta áform keisara verði efnt, onda onn ekkert ákveðið um það, hvernig fulltrúar til samkomu þessarar skuli kosnir. Bússar hafa nú ný skeð sent aðra fiotadoild af stað úr Eystrasalti til ófrið- arstöðvanna eystra, svo að líklega or eigi mikið að marka það kvis, sern upp er að koma öðru hvoru, að friður verði saminn þá og þegar, þó að Rússa-stjórn eigi að vísu svo andstætt innan lands um þoss- ar rauudir, að ótrúlegt sé, að hún geti snúizt við ófriðnum til lengdar. Sýsluinannsembœtti veitt. Sýslumannseinhsettið í Skagafjarðarsýslu er veitt settum yfirdómsmálfærslumanni Páili Bjarna- syni Vídalín frá 1. maí næstk. Auk hann sóttu lögfræðiskandídatarnir Guðm. Björnsson, settur sýslumaður Skagfirðinga, Guðrn. Eggerz, Magnús Jónsson og Tómás Skúlason. Drukknun. ryrir skömmu drukknaði maður niður um is á Kúðafljóti. — Maður þessi hét Eyyert Guð- mundsson, ljósmyndari frá Söndum, og var að fylgja Oræfingum, er flutt höfðu strandmennina frá enska botnvörpuskipinu „Banffshíre11 til lleykjavíkur, yfir ffjótið; en með því að ísinn á ánni var veikur, brotnaði hann undan Eggerti, og öðrum manni, Birni Pádssyni frá Svínafelli, og bar straumurinn Eggert þegar undir isinn, og týndist hann þar; en hinn maðurinn náði í ís- skörina, og komst lífs af. — Tveir hestar týnd- ust einnig í vökinni, og ýrnis konar farangur, som talinn er 50 kr. virði. Tveir i kjöri á Akureyri. Eins og skýrt var frá í 8. nr. „Þjóðv.11 þ. á., hafði kaupmaður Magnús Kristjánsson & Akur- eyri lýst því yfir, að hann væri utan flokka í pólítíkinni, og ætluðu Akureyrarbúar því að lrjósa hann, sem þingmann sinn, án þessnokkurt ann- að þingmannsefni yrði þar í kjöri. — En nokkru eptir það, er hr. Magnús Kristjánsson hafði gefið þessa yfirlýsingu sina, vitnaðist, að hann er einn af helztu stuðningsmönnum stjórnarmálgagnsins „Gjallarhorn11, og hafði ný skeð, ásamt 6 öðrum áköfum stjórnarliðura, gjörzt ábyrgðarrnaður að Stór-láni handa blaðinu, til þess að halda i því fíftórunni. Nærri má geta, að frjálslyndum, og óháðum, kjósendum á Akureyri hafi þótt sér nóg boðið, er það vitnaðist, að troða átti þannig svæsnum og gallhörðum stjórnarliða inn á þingið, undir r'óngu yfirskini, og skoruðu því ýmsir þeirra á Gnðmund héraðslækni Hannesson, að gafa kost á sér til þingmennsku, og hefir hann tjáð sig fúsan til þess. Fiskiskip brotið. Eiskiskip rak á land við Mjóeyri á Eskifirði í mikla veðrinu 8. janúar síðasti., og brotnaði svo, að eigi verður gert við það. —- Skipið var eign Friðriks kaupmanns Hallgrímssonar. Mötorbátur á Lagarfljóti. Hlutafélag hefir i vetur verið stofnað í Eljóts- dalshéraði, til þess að kaupa mótorbát, 'er nota á til flutninga á Lagarfljóti. — Báturinn á að vera 31 fet á lengd, bera 60 tonna þunga, og hreifivélin með 6 hesta afli, og er í ráði, að bát- urinn byrji fiutningaferðir sínar jþeint í júní næstk. Bnmnin verziunarbus. Verzlunarhús Gríms kaupmanns Laxdal’s á Vopnafirði brunnu tii kaldra kola 20. janúar síð- astl., ásamt nokkru af verzlunarvarningi. — Hus- in vot'u eign Pöntunarfólags Vopnfirðinga, og hafði Grímur þau á leigu. — Bæði hús, og vörur, var í eldsvoðaábyrgð. ,,Kári‘- er nafnið á nýju isl. stúdentafélagi í Kaup- mannahöfn, sem prófessor Finnur Jónsson og B>gi Melsted, hafa komið á laggirnar, til þess að reyna ögn að jauka áhrif sín, sem orðin voru minni. en ekki neitt. Aðrir stúdentar i Khöfn nefna félagsmenn þessa „afkára11, og þykir það eigi ílla fallið. Tvœr búnaðarsýmngar ætla Múlsýslungar að hafda i næstk. júnimán- uði, aðra við Lagarfljótsbrú, en hina við Steins- vað. — Alls verður varið 600 kr. til verðlauna við sýningar þessar. Eptirmæii. Eins og getið var í 5. nr. ,,Þjóðv.u þ. á., var skipherra Bjarni H. Kristjánsson, bæjarfulltrúi í ísafjarðarkaupsbað, einn þeirra manna, er drukknuðu á Isafjarðar- djúpi í mannskaðaveðrinu mikla, 7. jan- úar síðastl. Hann hét fullu nafni Bjarni Herman n Kristjánsson, og var fæddur að VöðLum í Önundarfirði i Yestur-ísafjarðarsýslu 14. janúar 1849, og var þvi tæpra 56 ára að aldri, er hann andaðist. — Foreldrar hans voru hjónin Kristján Sœmnndsson og Mar- grét Bjarnadóttir, er þá bjuggu að Vöðl- um, bæði ættuð úr Önundarfirði, og kom- ust þrír synir þeirra til fullorðinsára: Bjarni sálugi, Jóhannes, er lengi hefir búið að Hesti í Önundarfirði, og Sœmund- ur skipherra, er drukknaði af þilskipinu „Egill Skallagrimsson11 haustið 1880; en hálf-systir þeirra bræðra er Kristjana, kona Ásgeirs húsmanns Magnússonar í Tröð í Álptafirði. — Föður sinn missti Bjarni sálugi árið 1858, að eins níu ára að aldri, og ólst síðan nokkur árupphjá móður sinni, unz hann fluttist til Isa- fjarðarkaupstaðar, skömmu eptir ferming- araldurinn, og átti þar lengstum heimili síðan. Snemma bar á því, að Bjarni heitinn var rnesta mannsefni, einkar áhugamikill, og fylginn sór, að hverju sem hann gekk, og þar sem hann varð snemma að byrja að spila upp á sinar eigin spítur í lífinu, glæddisb brátt hjá hoDum sjálfstæðislöng- unin. Hann vildi vera sjálfstæður, og öllum óliáður í efnalegu tilliti, fann lijá sér kraptinn til þess, og tamdi sér því þegar frá unga aldri meiri hagsýni, og sparsemi, en almennt gjörist, samfara dæmafáum dugnaði, enda náði hann því takmarki, sem hann hafði sett sér, að XIX., 11. ryðja sór braut í lífinu, þar sem hann varð all-vel efnum búinn, eptir því sem hér á landi er talið, og hat’ði aflað sér töíuverðrar almennrar menntunar. Árið 1877 fór liann til Danmerlrur, og tók 21. marz 1878 próf í stýrimanna- fræði við sjómannaskólann i Bogö, eptir örstuttan Dámstíma. — Var hann siðan skipherra í nolskur ár á liáltarla- eða þorsk- veiðaskipum, og lánaðist vel, auk þess er hann kenndi eigi áll-fáum sjómannafræði á vetrura. — Árið 1891 sigldi hann, sem stýrimaður, á barkskipi frá Framnesi (Höfðaodda) í Dýrafirði til Hvitahafsins, og þaðan til Kaupmannahafnar, og tók þar próf í vélafræði 9. marz 1892; ©n síðan var hann nokkurn tírna háseti á strandferðaskipinu „Thyrau, til þess að fullnægja skilyrðum laganna, og öðlast full réttindi til þess, að fara, sem skip- herra, með Livaða skip, sem væri, og hvert sem væri. Árið 1899, hinn 28. dag maímánaðar, kvæntist Bjarni sálugi, og gekk að eiga ungfrú Sigr'/M Lúðvttjsdbttur, Alexíusson- ar, lögregluþjóns í Reykjavík, og lifir hún mann sinn, ásamt tveim börnum í æsku, á öðru og fjórða ári. — Var hjóna- band þeirra hið ástúðlegasta, enda var Bjarni sálugi hinn umhyggjusainasti heimilisfaðir. Bjarni sálugi var í nolikur ár endur- skoðunarmaður bæjarreikninganna á Isa- firði, og síðan tvívegis kosinn i bæjar- stjórn kaupstaðarins, og gegndi bæjar- fulltrúastörfum, unz hann féll frá. — Lét hann sér og einlrar annt um hag bæjar- félagsins, og kom hagsýni hans, og ráð- deild, þar opt i góðar þarfir, svo aðbæj- arfélaginu er eptirsjá að honum. — Auk þess gegndi hann og ýmsum öðrum störfum í þarfir bæjarfélagsins, var t. d. einn af ábyrgðarmönnum sparisjóðsins á Isafirði, endurskoðunarmaður sparisjóðs- reikninganna i nokkur ár, o. fl. Hann var maður mjög vel greindur, gjörvilegur í sjón, þrekirin, og karlmann- legur, og að mörgu leyti mjög vel gef- inn. Hann var sjálfur stalrar atorlra- og dugnaðarmaður, og hafði óbeit á allri ómennsku, og gat þvi stundum orðið nokkuð bitur í þeirra garð, er honum eigi virtust nenna að bjarga sér, eða haga efnum sínum ráðleyslega. Erida þótt Bjarni sálugi væri orðinn freklega hálf-sextugur, fór þvi þó fjarri, að hann væri orðinn nokkuð elli- eða apturfarar-legnr, og mátti því enn vænta honum langra lífdaga, og mikils æfistarfs. — Fráfall hans er og því fremur mikið saknaðarefni, eigi að eins ekkjunni, og börnum hans, er svo skamma stund nutu samvista hans, ástar og umönnunar, beldur og bæjarfélaginu á ísafirði, og öðrum, er kynni höfðu af honurn. Hann fylgdist vel með tímanum, að því er almenn landsmál snerti, og fylgdi jafnan framsóknarmönnum að málum við kosningar, enda gazt honum líttaðýmsu ráðlagi valdhafanna hór á landi, enda þótt hann leiddi politiskar flokkadeilur að mestu leyti hjá sér.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.