Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.03.1905, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.03.1905, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst ■ 52 arkir) 3 lcr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og j í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJÓÐVILJINN. ---- j= NÍTJÁNDI ÁE9ANGOR. =}= ---■+—ts>M= RITST.l ÓBI: SKÚLI THOiiODDSEN (öMG?---A--- Vppsögn skrifleg, ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandt samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 13. II Bhssastöðum, 27. marz. 19 0 5. Ifna og iidavélar selixi* IV I an mmsson. Öheppilegar tiUögur. I r:ý útkomnu hepti af „Eimreiðiimi“ (I. hepti XI. árg.) er grein eptir útgef- anrlann, dr. Valty Guðmundsson, sem ber fyrirsögnina „Embættisgjöid Isiandsu. Grein þessi er að ýmsu leyti all-at- hugunarverð, og öfgakennd, og ber þess ljós merki — þó að sumt sé þar vel sagt, og réttilega athugað —, að höfundurinn, sem verið hefir heimilisfastur i Damnörku, siðan liann varð stúdent, er eigi svo kurm- ugur högum og háttum hér á landi, sem æskiiegt væri. Að þessu sinni ætlum vér þó eigi að fara út í aðal-efni greinarinnar, en vilj- um að eins mótmæla tveim fjarstæðum, er koma fram í greininni, og snertir önnur þeirra læknaskólann, en hin lærða skólann. Að því er læknaskólann snertir, fylg- ir dr. V. G. fram þeirri skoðun, að rétt- ast væri, að leggja hann niður, þar sem það myndi bæði spara fé, og veita oss betri lækna, enda sé læknaskólinn nú orðinn ónauðsynlegur, þar sem eigi sé þörf fleiri lækna árlega, en baígt sé að fá frá háskólanum. „Að halda lækna- skólanum er því i rauninni sama“ — seg- ir hann — „sem að verja árlega 10,000 kr. af landsfé, til þess að sjá um, að land- ið fái bnytari lækna, en annars mundu fást, án eins eyris kostnaðar fyrir lands- sjóðu. Dr. V. G. heldur því fram, að hversu ágætir kennarar, sem veljist til lækna- skólans, hljóti þeir að úreldast, og sé ó- mögulegt að fylgjast með öllum þeim hraðfleygu framförum, sem árlega verði í læknisfræðinni; en þessari staðhæfing hans verðum vér algjöiieya að mótmæla, þar sem allra framfara, sem í læknisfræð- inni verða, er þegar getið í öllum helztu læknisfræðíslegu tímaritum, og jafn tíðar sem ferðir eru nú orðnar til Islands, get- ur það því aldrei dregizt lengi, að lækna- skólakennararnir fái vitneskju um nýjung- ar þær, sem í læknisfræðinni verða. Að þeir, sem læknisfræði nema við háskólann, séu, eða hljóti, almennt að verða nýtari læknar, en þeir, sem nema við læknaskólann, er og órökstudd stað- hæfing; það mun verða upp og niður um það, enda eigi örðugt, að nefna lækna frá læknaskólanum, er stórum hafa þótt taka öumum háskólamönnum fram, þó aðþað- an hafi einnig komið stöku ágætis læknar. Yerkleg æfing, sem læknaefni nú eiga kost á i Reykjavík, er og alls eigi lítil, og þar við bætist svo vera þeirra á spít- ölum í Kaupmannahöfn, að afloknu námi, auk þess er gera má ráð fyrir, að sem kennarar séu að eins teknir færustu menn frá háskólanum. Eins og læknaþörfin er rík hér á landi, væri það einnig alveg ófyrirgefan- legt hugsunarleysi, að láta reka á reið- anum, að því er það snerti, hvort vér fengjum næga lækna frá háskólanum, og litlar likur til, eio þeir, sem þar hefðu verið að embættisnámi, má ske 6—8 ár- in, gerðu sér ac^ góðu ýms útkjálkahér- uðin hér á landi, þar sem ferðalög eru afar-örðug, en aukatekjur litlar, enda er og sjónin sögu ríkaii í því efni. Það væri þvi stakasta fósinna, að leggja niður stofnun. sem þjóðinni er bráð- nauðsynleg, og hefir rojnzt hin nýtasta, enda þótt eigi sé litiðtil þess manntjóns, er háskólanóm islenzkra stúdenta hefir fyr og síðar bakað þjóðfélagi voru. Miklu nær, ef eitthvað þykir að lækna- skóla vorum, að hlynna enn betur að þeirri stofnun, en gjört hefir verið. Annars verðum vér að líta svo á, sem dr. Valty'r sé eigi fær, til að dæma, um það, hvernig læknar frá læknaskólanum hafa reynzt hér á landi; til þess brestur hann um of kunnugleik, sem eðlilegt er, og dómur hans um læknaskólann verður því að skoðast, sem afleiðing hinnar löngu tjarveru hans frá ættjörðinni, og þar af ! leiðandi ókunnugleika. Þrátt fyrir öll ummæli dr. V. G. í > þessari grein hans um „þjóðardrambu, og ; „þjóðræknisgaspraraý er „æpi hástöfum: vór verðum að eiga allar okkar mennta- stofnanir í landinu“, verðum vér að telja, (i(7 sú sl'oðun sé í fyllsta máta réttmœt, og teljum honum ofætlun, að ætla sér að teija Islendingum hughvarf í því efni, og það er því óefað alveg hárrétt niður- stfiða, sem liann kemst að í grein sinni, að þessi tillaga hans, um niðurlagningu læknaskólans, muni engan byr fá. En sama vonum vér og, að niðurstað- an verði, að þvi er þá tillögu dr. V. G. í nefndri „Eimr.u greiu snertir, að afneina ailan námsstyrk við lærða skólann, og láta pilta greiða kennslugjald, sem hann ger- ir ráð týrir, að numið gæti 4 þús. króna á ári, enda. þótt fátækum sveitapiltum væri veitt undanþága.(I) Nómsstyrkurinn við lærða skóiann, og gjafkennslan, sem þar er veitt, hefir að undanförnu hjálpað mörgum fátæklingi — j meðal annars dr. V. — til náms, sem eigi hefði átt þess neinn kost ella, oy það er þessu að þakka, að fátœkir bœnda, oy jafn vel húsmanna og verkamanna, synir, hafa hlotið embœtti hér á landi, en embœttin eiyi yetað orðið einkaréttur embœttismanna- og efnamanna sona, og er þetta atriði eigi þýðingarlítið, heldur afar-mikilsvert fyrir þjóðfélagið. Lærði skólinn hefir að þessu leyti ver- ið „demokrafisku stofnun, og það á hann að halda áfram að vera, og furðar oss stórum, að dr. V. G. skuli eigi vera þetta ljóst, eða vilja st.arfa á móti þeirri stefnu. Að námst.yrkurinn, og gjafkennslan, geti leitt til þess, að fleiri sæki skólann, og lúki strrdentsprófi, en nauðsynlegt er, vegna embættanDa, sjáum vér eigi, að neitt geri til, því að bæði er þá um fleiri að velja til em.bætíanna, enda enginn skaði neinu landi. að hafa fleiri menntaða menn, en i embættum sitja, og 'verði stöku slíkir menn að litlu Dýtir, eða „slæpingaru, eins og dr. V. titlar þá, þá er það ekki menntunarinnar, eða skólans sök, heldur fyllstu líkur til, að slikir menn hetðu þá orðið eigi að síður lítils nýtir í embættum, eða í öðrum stéttum þjóðfélagsins. Yér teljum því óráðlegt, að minnka námsstyrkinn við lærða skólann, sem nokkru nemur, og kennslueyri við skól- ann algjörða fjarstœðu, er gæti haft ó- heppileg áhrif fyrir þjóðfélagið. Vór verðniu í þessu, sem fleiru, að lita á á- stæður landsbúa, en eigi á það, hvernig til hagar í öðrum löndum, þar sem á- stæðurnar eru allt aðrar, efnahagur al- mennings betri o. s. frv. Á hinn bógínn er vonandi, að sá tim- inn komi — þótt langt eigi í land —, að „Bræðrasjóðuru . skólans verði svo öfl- ugur, að haun geti gert námsstyrkina ó- þarfa, og þó, en ekki íyr, er tími kom- inn, til i ð létta þeim kostnaðinum af landssjóði. lÆiTTrTTTT— ÚtiöncL. Eússar bíða stórkostlegan ósigur. Herliði þeirra í Mandsjúríi sundrað. Útlendar fregnir hafa nú borizt til 14. marz síðastl., og var þá svo komið stór- orustunni í grennd við Mukden, er getið | var i síðasta nr. blaðs vors, að Kússar I höfðu farið algjörlega halloka, og naðu Japanar borginni Mukden á sitt vald 10. marz, og fengu þar afar-mikið herfang, bæði í vopnum og vistum, og hefir Oyania, yfirhershöfðingi Japana, flutt þangað að- al-herstöðvar sínar. Alls höfðu Rússar 300 þús. manna í orustu þessari, en hafa nú að eins 100 þús. eptir, því að 100 þús. er talið, að Japanar hafi haudtekið, og 100 þús. falln- ar, eða óvígar af sárum. Ber öllum sögnum saman um, að or-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.