Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.03.1905, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.03.1905, Blaðsíða 2
50 Þjóðviljinn. usta þessi hafi verið ógurlegasta orusta, er sögur fara aí, enda segjast Japanar hafa talið lík nær 30 þús. fallinna Rússa á vígvellinum, og svipað mannfall hefir að likindum einnig orðið í liði Japana; en greiniiegar fregnir um þetta brestur þó enn. 50 þús. særðra manna er mælt, að Rússar hafi sent með járnbrautinni til Charbin, áður en Japanar náðu Mukden. Kuropatkin, yfirhershöfðingi Rússa, var flúinn til Tieiing, ásamt nokkru af herliði því, sem eptir er; en hitt liðið var á flótta í ýmsar áttir. Mælt er, að Kuropatkin hafi nú beð- izt iausnar frá yfirhershöfðingja-störfun- um, yfirkominn af líkamlegri og andlegri áreynzlu. Eitthvað af heriiði Japana er þegar komið norður fyrir borgina Tieling, svo að ekki er ósennilegt, að Kuropatkin verði kvíaður þar, og verði að gefastupp. Rússar eru þvi mjög að þrotum komn- ir i ófriði þessum, og verða því að lík- indurn að leita friðar, ekki sízt þar sem þeim er nú synjað um peningalán, er þeir höfðu leitað hjá bönkum á Frakk- landi og í Þýzkalandi. Herskipafloti Rússa, er verið hefir á sveimi í grennd við Madagascar, verður nú ekki látinn halda lengra í bráðina, og fer líklega aldrei til ófriðarstöðvanna, eins og nú er komið. A Rússlandi eru einatt uppþot hér og hvar, og í sumum fylkjum, t. d. í Orel, Samara og Kursk, hafa bændur ráðið á höfðingja-setur, brennt hús, og rænt bú- peningi o. fl. — Mjög hætt við, að ófar- ir Rússa í Mandsjúríi leiði til þess, að almenn uppreisn verði heima á Rússlandi, og að lýðurinn hrindi af sér hinni ill- ræmdu einvaldsstjórn, sem þykir hafa sýnt sig jafn ónýta út á við, eins og hún er einráð, og hörð í horn að taka, heima fyrir, og væri þá eigi blóði því, sem streymt hefir í Mandsjúríi, út hellt til einskis. — — Noregur. Þar er nú nýtt ráðaneyti sett á laggirnar, og er Miclielsen forsæt- isráðherra, og ráðaneytið skipað mönnum úr öllum þingflokkum. Ætlar ráðaneyti þetta að koma fram konsúlamálinu, hvað sem Svía-stjórn, og konungur, segir, og neyta þess, að konungur hefir að eins frestandi synjunarvald í löggjafarmálum. HMinunrnj m m i< Drukknun. Það slys vildi til á fiskiskipinu „Pollux", eign Brydes-verzlunar, að stórsjór tók út stýrimann- inn 10. marz síðastl., og drukknaði kann. Mað- nr þessi hét Sigwður Bjarnason. lír Býralirði er „Þjóðv.“ ritað 15. marz síðastl.: „Siðan um þrettánda hafa hér verið sífelldar jarðleysur, svell og áfreðar, svo að allar skepnur hafa staðið inni lotulaust, því að þegar blotar hafa komið, hefir óðara fryst að, og orðið einn sveUbræðingur yfir allt. — Baðanirnar eru nú nýlega um garð gengn- ar, og hefir enginn beðið óbag af þeim, að því er heygjöf snertir, þar sein engin skepna hofði farið út úr húsi, hvort sem var.“ Þingeyrarklaustiii's-uiiiboð í Húnavatnssýslu er auglýst til umsóknar, og eiga umsóknarbréfin að sendast stjórnarráðiuu fyrir 16. maínæstk.—Umboðið veitist frá næstk. fardögum. Dauska ný 1 eudu-sýni mri n. Dr. Valtýr Ouðmundsson hefir nú loks sagt sig úr dönsku sýningar-nefndinni. — Það er þvi eingöngu venzla- og vina-fólk ráðherrans, sem heiðurinn/'!; hefir af því, að hjálpa Dönum, til að halda sýningu þessa, íslendingum þver-nanð- ugt. Þingmálafundur Vestur-Ísfirðínga. Vestur-Isfirðingar héldu þingmálafund að Flateyri í Onundarfirði 17. febr. síð- astl., og mættu þar kjörnir fulltrúar úr Suðureyrar-, Mosvalla- og Mýra-hreppum. FuDdarstjóri var Friðrik hreppstjóri Bjarnason á Mýrum, en skrifari síra Þor- varður Brynjólfsson á Stað í Súgandafirði. Helztu málin, er rædd voru á fundi þessuin, voru: I. Tolltnál. Talið tiltækilegast, að hækka húsaskatt allt að helmingi, og að leggja nýjan toll á alla jnnflutta vöru, er nemi að minnsta ko3ti 2 af hundraði. II. Þegnshylduvinna. Fundurinn tjáði sig henni algjörlega mótfallinn, og skor- aði á þingið, að leggja eigi á þjóðina neina slíka skyldukvöð. III. Vitamál. Fundurinn taldi mjög nauðsynlegt, að vitar yrðu settir á Önd- verðarneai, Bjargtöngum, og sérstaklega á Kögrinum. IV. Skipunar-aðferð ráðherrans. Sam- þykkt i einu hljóði svo látandi ályktun: „Fundurinn skorar á alþingi, að íhuga nákvæmlega aðferð þá, sem höfð var við skipun núverandi ráðherra Islands, að þvi er undirskript forsætisráðherrans snortir, og mótmæla henni kröptulega, ef þingið kemst að þeirri niðurstöðu, að skipunar-aðferðin sé gagnstæð stjórn- arskránni“. V. Menntamál Talið nauðsynlegt, að koma upp öflugum alþýðukennaraskóla, og að hækka að miklum mun styrkÍDn til barnaskóla og sveitakennsiu. VI. Bítsímamálið. Samþykktar um það mál svo felldar ályktanir: „a. Fundurinn álítur, að alþingi ætti að fara mjög varlega út í, að samþykkja fjárframlög iir landssjóði til ritsíma- lagningar, eins og nú stendur, þar sem hugsanlegt er, að takast mætti, að komast að betri samningum, eða jafn vel að ritsímalagningin kynni að geta átt sér stað, án nokkurs Qárfram- lags af Islands hálfu. b. Fundurinn álítur, að sæsímann beri að leggja á land í Reykjavík, svo framarlega sem landssjóður tekur nokkurn þátt í kostnaðinum”. Enn fremur ræddi fundurinn, og gerði ályktanir um, bindindismálið, strandgœzlu, um búnaðarmál, og um samgöngumál, og var fundurinn yfirleitt hinn röggsamleg- asti, og Vestur-ísfirðingum til mikils sóma, enda vonandi, að þingmaður kjördasmis- ins, hr. Jóhannes hreppstjóri Ólafsson á Þingeyri, láti eigi sitt eptir liggja, að fylgja rækilega fram ályktunum hans á XIX., 13. alþingi, ekki sízt að því er til stórmál- anna kemur. Man o alát. Hinn 18. nóvbr. f. á. andaðist i Narfakoti í Njarðvíkum konan Þórhildur Jónsdóttir, eigin- kona Jóns bónda Loptssonar, 70 ára gömvtl. Einka- sonur þeirra hjóna, Gruðjón að nafni, drukknaði fyrir nokkrum árum síðan. Þórhildur sál. var siðprýðis- og stillingarkona, guðhrædd, og yfir höfuð talin valkvenndi af þeim, er henni voru nákunnugir. Hinn 21. desbr. f. á. andaðist að heimili sinu Tumakoti í Vogum bóndinti Pétur Andrésson, 66 ára að aldri. Hann lætur eptir sig aldurhnigna konu, og 7 uppkomin og einkar mannvænleg börn. Pétur sál. var mesti fjörmaður, lipurmenni, og einkar nærfærinn við skepnur, er veikar voru, og tókst honum opt mjög vel að hjálpa þeim. Hann vann mikið, fagurt og þarft dagsverk, og er hans almennt saknað, sem eins bins liprasta og greiðviknasta manns. — Hinn 4. jan. þ. á. andaðist að heimili sinu Kálfatjörn ekkjumaður Arnoddur Gunnlaugsson, rúmlega 60 ára. Arnoddur sál. eignaðist 8 börn; og er eitt þeirra á lifi, uppkomin stvilka i Am- eriku. Arnoddur sál. var talinn með betri for- mönnum hér í hreppi, ágætur stjórnari, með ó- bilandi kjarki, lipur í lund, og drengur góður. Er hans sárt saknað af hinum síðustu húsbæná- um hans, sem hann dvaldi hjá síðustu 12 ár æfi sinnar, fyrst sem lausamaður, og síðari árin vinn- maður. Hinn 17 þ. m. (febrj andaðist að heimili sínu Hliði i Kálfatjarnarhverfi bóndinn Egill Halldórs- son, Egilssonar; var Halldór faðir Egils sál. bróð- ir Margrétar, móður Guðmundaf hreppstjóra í Lundakoti. Árið 1896 kvæntist Egill sál. Ást- ríði Eyjólfsdóttur, ættaðri úr Árnessýslu, og lif- ir hún mann sinn, ásamt einkadóttur þeirra, sem er á barnsaldri. Egill sál. var mesti dugnaðar- maður, bæði til sjós og lands, prúðmenni í fram- göngu, einkar góður faðir og eiginmaður, ágæt- ur nágranni, og búhöldur góður. Er það harm- ur mikill konu hans og barni, og skaði mikill félaginu, að missa hans á bezta aldursskeiði, eða að eins 44 ára að aldri. A. Þ. Bessastöðvm 27. marz 1907. Það, sem af er einmánuði, hefir tíðin verið rosa- og storma-söm. — 22.—28. þ. m. var af- taka sunnanrok, með hafróti, enda féll barómetrið, fyrri daginn niður fyrir storm, og færi betur, að ekkert fiskiskipanna hefði þá orðið fyrir áfalli. Gufuskipið „Maríe“ kom 21. þ. m.tiIReykja- vikur, með viðarfarm til „Völundar“, frá Halm- stad, og með því skipi bárust útlendu fréttirnar, sem getið er í þessu nr. blaðs vors. „Vesta“ lagði af stað til útlanda 20. þ. m. — Með henni sigldu: consúll S. H. Bjarnarson frá ísafirði, ungfrú Ounnhildur Thorsteinsson kaupmaður ./. Lambertsen í Reykjavík, o. fl. „Ceres“ kom frá Vestfjörðurn, og Breiðaflóa, 28. þ. m., og margt farþegja, þar á meðal Jó- hdnnes Pet.ursson á ísafirði, Jón verzlunarstjóri Laxdal, Ólafur Jónsson frá Garðstöðum, próf. Sig. Gunnarsson í Stykkishólmi, o. fl. iiiiiiii i i i i i> i i i i i iii i i i'iiMim i i i iii iiiniiiin.'iitiiniiiiiiiiiiniiniii'iiiiniiiiHiiiiiii ..miiiiinii THE North British Ropework C2Z. K i r k c a 1 d y Contractors to H. M. Government búa til rússneskar og italskar fiskilínur og focri, Manila, Coces og tjörukaðal, allt úr bezta efni, og sérlega vandað. Biðjið því ætið um IKirlt/ealcÞy fiskilínur og færi hjá kaupmanni þeim,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.