Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.04.1905, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.04.1905, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; -erlendis 4 kr. 50 aur., og i Ameríku doU.: 1.50. Borgist fyrir jútnmán- aáarlnk. ÞJÓÐVILJINN. — |= Nít.tándi áboanodr. =| =— -_ |= RITSTJÓKI: SKÚLI THOKODDSEN. - M 15 BkSSASTÖÐDM, 8. APKÍL. Uppsögn skrifleg, ógild \ nema komin sé til iítgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni horgi skuld sína fyrir blaðið. 1 9 0 5. Ifna og lldavólar selur llristján gorgrímsson. Af sömu rótum. („llndirskriptin44. — Ritsíminn. — Sýningin.) Flestir diueu óefað geta orðið saru- móla uni |>að, að æskilegast sé, að saai- lyudi roilli bræðra-þjóðaDua, Daua ogls- leDdinga, sé sem bezt. Það mun óhætt að fullyrða, að Dana- hatrið, sem óður kann að hafa brytt á hjá stöku mönnum hér á landi, sé nú að öllu, eða að mestu leyti, horfið, og munu flestir telja það vel farið. * En þó að æskilegt sé, að samlyndi milli dönsku og íslenzku þjóðarinnar sé sem bróðurlegast, þá leiðir ekki af því, að véríslendingar eigum ekki að halda fullri einurð vorri gagnvart Dönum, eða dönsku stjórninni. Þvert á móti er það einmitt aðal- skilyrði þess, að samlyndið geti orðið sem bróðurlegast, að hvor þjóðin virði aðra, sem skylt er. Einarður maður, sem heldur djarflega, og kurteislega, fram skoðun sinni. hlýt- ur virðingu mótpartsins, en auðmýktin bakar fyrirlilningu, eða í bezta lagi með- aumkunn. Þetta er venjan, þegar einstakir menn eigast við, og það á ekki síður við, þeg- ar um viðskipti stjórnar vorrar ogDana- stjórnar ræðir. Et’ vér íslendingar skoðum oss sjálfir, sem aumingja, þegar um viðskipti vor við dönsku þjóðina, eða stjórn hennar, ræðir, getur naumast hjá því farið, að vér bökum oss óvirðingu, sem á margan hátt getur komið oss mjög óþægilega í koll. Það er því afar-áríðandi, að ísl. sér- mólaráðherrann haldi fullri einurð gagn- vart Dana-etjórn, og beygi sig eigi í duptið fyrir hverju, sem tir þeirri átt kemur, enda þótt enginn óski þese, að gerður sé leikur, til að vekja ágreining. Mjög mikilsvert helði það því verið, að ráðherra vor, hr. H. Hafstein, hefði þegar í byrjuninni tekið sér þetta strikið, og reynt þannig, að auka virðingu þjóð- ar vorrar, í augum Dana, í stað þess, að draga úr henni, með of kjarklítilli fram- komu. En það er einmitt í þessu efni, sem róðherra vorum hefir orðið svo tilfinnan- lega á, síðan hann tók við völdunum. Það er enginn efi á því, að af þess- um rótum eru runnin afskipti hans af rundirskriptarmáHnuu, ritsmanum, oy syn- ingarmálimt, og eru þeita einmitt þau málin, sem ráðherrann hefir hlotið mest ámæli fyrir hér á landi. Að því er „undirskriptarmálið4* snertir, tekur hann orðalaust við skipun sinni, sem ráðherra. af hendi danska forsætis- ráðherrans, þvert á móti tilætlun, og skil- yrði, alls alþingis, og yfirlýsingum sjálfs sín á þingi, enda þótt fáum væri það Ijósara, en honum, að þetta var Vógleysa, sem haft getur hin óheillavænlegustu á- hrif fyrir þjóðfélag vort, og orðið rot- högg alls þingræðis, ef alþingi tekur eigi þegar alvarlega i taumana, eins og „Þjóðv.“ hefir margsinnis bent á. Hví tekur hann á móti þannig lög- uðu skipunsrbréfi? Hví mótmælir hann eigi. og sýnir dönsku stjórninni fram á, að slíkt gjörræði af hálfu danskaforsætis- ráðherrans geti alls ekki borið sig, sam- k væmt stjórnarskránni, yfirlýsingum sjálfs sín, og alþingis? Það er enginn efi á þvi, að hefði hann sýnt fulla einurð, og einbeittni, í þessu móli, hefði hann hlotið virðingu, jafnt Dana, sem íslendinga. En hann — hneigði sig, sinnti að engu hagsmunum landsins, vilja sjálfs sín, né ólyktunum alþingis. Sama verður og uppi á teningunum, er litið er til ritsimamáJsins, þar sem hann lætur „norræna fréttaþráðarfélagiðmikla“, og samgöngumálaráðherra Dana, fá sig til þess, að rita undir samning, sem fer fram á, að leggja landinu stórkostlegar fjárbyrðar á herðar, sem hvorki hann, né aðrir, vita, hve miklar verða, samning, sem eigi að eins fer í beinan bága við það, sem hann hefir sjálfur barizt fyrir á aiþingi, heldur og við ákvæði gildandi fjórlaga landsins. H\í frestar maðurinn eigi máli þessu, unz álit alþingis er fengið, og boðar til aukaþings, ef honum finnst, að málinu þurfi að hraða? Hví segir hann ekki, sem er, að hann hafi enga heimild til slíkra samningsgjörða? Atti hann, isl. ráðherrann, að fara ept- ir þvi, þótt félaginu riði á þvi, að flýta þessum samningi? Yissulega ekki. Loks er sýningarmálitf, þar sem enn kennir sama kjarkleysisins hjá ráðherra vorum. Svo virfist að vísu í svip, sem hann vildi taka rögg á sig í þessu máli, er hann sagði sig úr dönsku sýningarnefndinni. En rAclam var ekki lengi i Paradisu, j og eins var þvi miður um ráðherrann, að I kjarkur hans, og sjólfstæði, i þessu máli varð endasleppt í meira lagi. Hann fær að vita, að dönsku stórmenni 1 í Kaupmannahöfn líki þessi úrsögn hans úr nefndinni miður, og strax er honum þá öllum lokið, svo að hann ritarnefnd- inni um hæl, að fyrir sitt leyti hafi hann alls ekkert móti sýningunni. Og hann gerir meira, ráðherrann, til að bæta fyrir þessa synd(!) sína ogblíðka Dani, þar sem hann lætur venzla- og vina-fólk sitt í Eeykjavík styðja sýning- inguna á allar lundir, svo að Jionuni er það að kenna, að sýningin verður hald- in, þótt öllum þorra þjóðarinnar sé það þvert um geð. Það er þessi þátturinn í störfum ráð- herrans, framkoma hans út á við, gagn- vart Dana-stjórn, og dönsku stórmenni, sem íslendingum hlýtur að falla afar-illa, og þrátt fyrir allt og allt, sem athuga- vert þykir, að því er starfsemi ráðherr- ans hér innan lands snertir, þá er eng- inn efi á þvi, að vegur hans myndi mun meiri, ef hann hefði sýnt sig kjarkmeiri, og einbeittari, út á við, en raun er á orðin. •----------- rrtiönct. Til viðbótar útlendu fréttunum í síð- asta nr. blaðs vors, má þessara tiðinda geta: Danmörk. Þaðan er þeirra tíðinda að geta, að „hýðingarfrumvarp“ Alberti’s var samþykkt í fólksþinginu, með 56 atkv. gegn 46. f 16. marz siðastl., andaðist skáld- konan Amalie Skram. Mikla eptirtekt hefir það vakið, að J. H. Deuntzer, sem áður var forsætisráð- herra, htifir sagt sig úr stjórnarflokknum, og gengið í lið með „vinstrimönnum fólks- þingsins“. — Þykir það eDn gleggri sönn- un þess, að ráðaDeytið, sem nú er, hafi brugðizt stefnuskrá vinstrimanna í ýms- um greinum. — — — Rússland. Þar sru enn uppþot, og óspektir, á ýmsum stöðum, og hafa bænd- ur jafn vel lagt eld í nokkra af búgörð- um keisara, og eytt þeim. í borgÍDDÍ Warschau á PóJlandi var ! ný skeð varpað sprengikúlu á vagn, Sem | Nolken barón, lögreglustjóri í Warschau, j ók í, og særðist hann að mun, en þó eigi í til bana. I borginni Viborg á Finnlandi skaut finnskur maður, Matti Heimkka að nafni, á Mjasojedoff amtmann, og særði hann all-miklu sári, en þó eigi til bana. — MorðÍDginn var handsamaður. — — — Ófriðurinn. Fullyrt er, að Nicolaj keisari hafi nú svipt Kuropatkin yfirher- stjórninni i Mandsjúriinu, og segja sum- ar sagDÍr, að það sé gjört, sam’kvæmt beiðni Kuiopatkin’s sjálfs; en sá heitir Línievitsj, er tekið hefir við yfirherstjórn- inni.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.