Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.04.1905, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.04.1905, Blaðsíða 2
58 ÞjÓÐ VILJINN. XIX., 15. Sjálfsagðasta krafan. Sjáltsagðasta krafan, er kjósendur vorða að gjöra til hvers þingmannsefnis, virð- ist óneitanlega vera sú, að þingtnanns- efnið segi þeirn hreinskilnislega frá skoð- unum sínum, en reyni eigi að fleka þá með föiskum yfirlýsingum, látist t. d. vera mótstöðumaður stjórnarinnar, eða „utan flokka“, þegar hann er stjórnar- innar maður, og ætlar sér að ganga í henn- ar flokk á þingi. Hver góður drangur gengur hreint að verki, segir hreinskilnislega, sem er, og sigrar svo, eða fellur, upp á þáijátningu sína. Hin aðferðin, að látast vera allur ann- ar, en rnaður er, til þess að reyna að ginna út atkvæði kjósandanna, sæmir engurn rjóð- um drenq, og þó að ekkert væri annað út á manninn að setja, þá ætti hann að vera sjálf fallinn, ef hann beitir slíkri ó- hreinlyndis aðferð gagnvart kjósendunum. Því er það, að súyfirlýsing hr. Maqn- úsar kaupmanns Kristjánssonar á Ákur- eyri, að hann sé „utan flokka“ í politík- inni, kefir hneixlað fjölda manna, víðs vegar um land, þar sem kunnugt er, að hann bauð sig fram á Akureyri, sem þing- mannsefni stjórnarflokksins, í síðastl. sept., og er einn af aðal-styrktarmönnum „Gjall- arhorns“, sem er eitt af svæsnustu mál- tólum stjórnarinnar. Stjóraarblöðin hafa og öll fagnað þing- mennskuframboði hr. M. Kr. mikillega, og telja hann mjög eindreginn á stjórn- arinnar bandi. Það virðist því ljóst, að yíirlýsing hr. M. Kr. geti naumast verið í neinu öðru skyni gjörð, en að reyna að villa kjós- endunum sýn, til að auka fylgi hans við kosninguna, og verður slíkri aðferð, slíkri óvirðingu við kjósendur, eigi betur svarað á annan hátt, en þann, að láta manninn falla við kosninguna, með sem allra mest- um atkvæðamun. Komist menn fram með það, að látast vera aðrir, en þeir eru, Og nái kosningu með slíkum meðulum, þá fer kosninga- rétturinn vissulega að verða ærið þýðing- arlítill. Hér þarf því ao taka alvarlega í taum- ana, svo að önnur þingmannaefni fýsi eigi, að leika sama leikinn. Akureyrarbúar! Sýnið það við kosn- inguna 15. maí næstk., að þér kunnið að meta slíka aðferð gagnvart yður, sem vert er. Frá málaferlunum á Snæfellsnesi bárust ný skeð þær fregnir, að erinds- reki stjórnarinnar, cand. jur. Guðm. Egg- erz, situr þar enn, upp á sinar 6 kr. á dag, auk ferðakostnaðar, og kvað nú loks hafa lokið rannsóknunum í þessum hlægi- legu, ómerkilegu málaferlum, sem ráð- herrann hefir látið mág sinn, „dánumann- innM í Stykkishólmi, leiða sig út í. — Nú er því loks málshöfðanin byrjuð. Að því er snertir annað þessara mála, sem er út af tiundarframtali sira Helga Arnasonar, kvað hr. Guðm. Eggerz ný skeð, að fengnu samþykki stjórnarinnar, hafa boðið síra Helga, að láta það mál niður falla, gegn áminningu til hans, að gæta betur fyrirmæla tiundarlaganna framveg- is, ef hann vildi borga einhvern hluta af áföllnum málskostnaði, og sýnir þetta dável, hvaða hégómamál hér er um að ræða. En þar sem síra Helgi lítur svo á, sem hann hvorki þarfnist, né verðskuldi, neina slíka áminningu, hafnaði hann boði þessu, og var stjórninni þá nauðugur einn kost- ur, að halda áfram rnálinu, ef ske kynni, að landssjóðurinn slyppi þá við málskostn- aðinn(!) Að því er hitt málið snertir, sakamál- ið gegn síra Helga, og þrem öðrum hrepps- nefndarmönnum í Neshreppi innan Ennis, er getið var i“ 12. nr. blaðs vors, mun ráðherrann að líkindum engu síður vera með lífíð í lúkunum, að kostnaðurinn lendi eigi á landssjóði. Yfir höfuð virðist margt banda býsna greinilega i þá áttina, að það sé ráðherr- ann, sem þarfnast, og verðskuldar, mjög alvarlega áminningu, út af öllu þessu heimskulega málavafstri. Nektaðir l»otnverping,ar. „Hekla“ tók þrjá botnverpinga ( grennd við Vestmannaeyjar 28. marz síðastl., og voru tveir þeirra sektaðir ura 60 sterlingspund hvor, en hinn þriðji um 20 pund sterling. Fjárkláðinn enn. „Norðurland“ skýrir frá því 11. marz jsíðastl., að fjárkláða hafi enn orðið vart í nokkrum kind- um á Steinkirkju { Fnjóskadal, og í einni kind í Fornhaga í Skriðuhroppi. Aríðandi er, að onginn leyni þvx, ef fjárkláða verður oinbvers staðar vart, svo að gerðar verði tafarlaust nauðsynlegar lækninga-ráðstafanir, því að ella getur svo farið, að ollu því mikla fé, sem varið er til útrýmingar fjárkláðan3, sé á glse kastað. Sunnanfari, mánaðarblað með jmyndum, sem legið hefir í dái um hríð, á i ;vor að fara að koma út aptur, og verður hr. Einar Hjörleifsson, útgefandi „Fjall- konunnar“, ritstjóri blaðains. Annað mvndablað, sem einnig verður mánaðarrit, auglýsir hr. Þor- steinn Qíslason, fyrrum ritstjóri „Bjarka" að hann byrji að gefa út nú í aprílmánuði. Ráðsinaður holdsveikraspítalans. Ráðsmanns-starfið við holdsveikraspítalann í Lauganesi var 1. apríl veittalþm. Hermanni Jón- asarsyni á Þingeyrum. — Mælt er, að umsæk- endur um sýslan þessa hafi verið alls 46, og var alþm. Ólafur Briem, umboðsmaður á Álfgeirsvöll- um, einn í þeirra tolu, og töldu allir óvilhallir hann sjálf-kjörinn, og staka heppni fyrir stofn- unina, og landssjóðinn, að eiga kost á jafn hæf- um ágætismanni. En „matar-politik“ heimastjórnarflokksins þurfti auðvitað að komast að hér, sem annars staðar, og hefir það ráðið úrslitunum. Varpeigendur við Eyjaíjörð vilja fá lögum 22. marz 1890 breytt á þá leið, að varpeigendum sé, engu síður en jöðrurn, bann- að, að nota sér æðar-egg, að viðlögðum 10—100 kr. sektum, er tvöfaldast, ef brotið er ítrekað. Úr Rangárvallasýslú er „Þjóðv.“ ritað 20. marz þ. á.: „Næstl. sumar var hér yfir höfuð mjög hag- fellt; að v/su voru fremur daufir þerrar, helzt á fjallbæjum, en betri með sjúnum; töður hröktust því nokkuð hjá sumum. Tún voru mjög vel j spi-ottin, og allt hax-ðvelli; dælu og starungs-mýr- | ar fremur ílla. Þó vaið heyskapur i mjög góðu j lagi. — Veturinn má kallast stórharðindalaus, mjög litlir snjóar, og óðar tokið upp aptur, þó snjór hafi komið; frost voru að vísu talsverð dag og dag á jólaföstunni, 14. st. á R. hæzt. — Komi ekki vorharðindi, verða töluverðarheyfyrningarhjá j mörgum. Kálgarða ávöxtur var með allra bezta móti í haust; kartaflan náði óvanalega miklum vexti; þær stærstu viktuðu l1/^ pund, og gulrófan 5 til 6 pund; mundi þetta ekki þykja álitlegt í Am- eríku? Eitt af því rammöfuga í okkar viðskipta- lifi er það, að vexa að flytja og kaupa kartöflur frá öðrum löndum, að minnsta kosti bér á suð- uxdandi, því óefað er það, að suðurlands-undir- lendið gæti veitt Reykjavík nógar kartöflur, ef um það væri hugsað. -- Kartöfluræktin er sú arðsamasta jarðrækt hér, ef markaðurinn fengizt. Ef vér, sem búum hór á suðui-lands-undirlend- inu, hefðum allt af sumar-veðráttu, eins og 3 næstl. sumur, nefnil. værum lausir við rigning- arnar, mundi búskapur og hagur bænda blómg- ast fljótt, og sjást þess glögg merki, eptir þessi 3 ár. — Tilfinnanlegasta meinið hér er hinn voðalegi vatna ágangur úr Markarfljóti, sem þegar hefir gjört, og heldur áfram að gjöra, stór-tjón, þar sem 11 býli eru kornin í eyði, og margt af þeim beztu jarðir; með sama íramhaldi á vatninu, verða víst bráðum 20 jarðir í eyði, flest-ar i Vesturland- eyjum; en ö hreppa sýslunnar skaðar vatn þetta meira og minna, og er það sannarlega raunalegt, að sjá blómlegustu jarðir algjörlega eyðileggjast á 5 til 6 árum, svo að ekki sézt ncitt eptir, nema niður grotnaðn.r húsatóptir, en allt annað hulið sandi og vatni. Manndauði hofir verið hér i sýslu óvanalega mikill, næstl. ár, og heldur áfram enn þá. Lungna- bólga hefir verið lang skæðust. Sagt er, að i Ásahreppi séu dauðir, síðan um nýár í fyrra, 20 manneskjur, enda hefir hvergi kveðið eins mik- ið að manndauða, og í þeim hreppi; þar dóu 4 menn, á tæpum 4 vikum í vor, úr ákafri lungna- bólgu, 3 á sama beimilinu, bóndinn, tengdafaðir hans, og vinnumaður, svo að af karlmönnum lifði að eins einn unglingspiltur eptir á bænum; og þó að lungnabólga hafi ekki verið hingað til tal- in meðal mjög næmra sjúkdóma, gat engum dul- izt, að hún var það þó á þessum bæ. Ný dáinn er einn af betri bændum í Holta- hreppi Einar Hinriksson í Ölvusholti, rúmlega miðaldra maður. Nú ar og sagt, að barnaveiki só að ganga í Þykkvabænum, þó að enn bafi ekki dáið, nema eitt, enda hafa yms börn, er veikzt hafa, lækanzt af innspýtingu. Margir eru hér hræddir, og gramir yfir hinni fyrirhuguðu ritsímalagningu, og þeim gífurlega kostnaði, sem landsímalagningin, og viðhald, hlýt- ur að hafa í för með sér, og álita menn, að það só eitthvert hið mesta fjárglæfrafyrirtæki, voru fátæka landi algjörlega of vaxið, og lætur marg- ur segja sér það þrisvar, og trúir þó ekki, að ráð- herrann hafi gjört sig sekan, mér liggur við að segja í því gjörrceði, að ráða því máli til lykta upp á sitt. eindæmi, þvert ofan í tillögur þingsins, og þvert á móti hans eigin orðum á þingi; og skyldi það reynast satt, að hann, upp á sitt eindæmi, hafi gjört samning þenna, án þess að löggjafar- þing vort hafi nokkuð frekara þar um að segja, þá er það fyllilega komið í ljós, að allar þær fögru þingræðisvonir, sem fylgdu þessari nýju stjórnar- breytingu, eru ekkert nema tál; en annars kemur manni það ekki á óvart, þó að þingræðisvonin, og ráðherraábyrgðin, verði opt lítil í höndum þjóð- arinnar, eíns og nú er háttað stjórnarástandinu í landinu. Vandræðalegt má það heita, að þegar loks er fengin stjórnarhótar-nefna, eptir þetta langastjórn- arbótarstríð, sem háð hefir verið, þá skuli strax koma í ljós megnasta óánægja yfir stjórnarástand- inu, og sjá það allir sjáandi menn, að ef ekki verður ráðin bót á því hið allra bráðasta, svo að sundrung og flokkshatur hverfi, þá eigum vór ekki viðreisnar von til framfara og blómgunar,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.