Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.04.1905, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.04.1905, Blaðsíða 3
XIX, 15 Þjóbviljinn. 59 því að á. því heimili, sem hjúin liggja í ósam- lyndiog rifrildi, og hora ekki virðingu, eðahafa ekki tiltrú til húsbóndans, og húsbóndinn hefir ekki vilja, eða lag á, að gjöra að vilja hjúanna, svo að allt lendir í argi og stríði, á því heimili ríkir óánægja og vanblessun, hæði andlega og likamlega. Að sama mun reka á þjóðarheimili voru, ef ekki er í tíma séð við því slysi“. Ný brófspjöld. Tveir ungir, og fraaitakssamir, tnenn, Finsen og Johnson í Reykjavík, hafa ný- lega látið búa til bréfspjöld, með mynd- um af ým9um merkisstöðum o. fi. hér á landi, og er þar mjög miklu úr að velja, t. d. myndir úr Hallormsstaðaskögi, af Skóga- fossi, Tröllafossi, OuUfossi, Oeysi, Almanna- gjá, Heklu, Vestmannaeyjum, af Isafirbi, Patreksfirði, Reykjamk, Hafnar/irði, Se/yð- isfirði o. fl. o. fl., og eru myndirnar allar mjög vel gjörðar, og bréfspjöldin því hin prýðilegustu. Bréfspjöld þe3si eru einkar hentug, er menn vilja senda einhverjum heilla-ósk- ir, og myndu óefað flestum miklu kær- komnari, en þessi útlendu heilla-óska-bréf* spjöld, sem víða eru all-mikið notuð i ýmsum kaupstöðum hér á landi, eins og eigi þarf heldur annað, en að smella á þau frímerki, ef maður vill senda þau með pósti. Sannsögli J. Laxdal’s. I greinarkorni í blaðinu „Ingólfur“, 2. apríl síðastl., fræðir verzlunarstjóri J. Laxdal lesendur blaðsins á því, að „skipið „Oharley“ hafi aldrei verið dæmt ósjófært11, og að tvö önnur skip Tangs- verzlunar („Haraldur11 og „Nelson“l hafi verið „strax tekin í ábyrgð, þegar búið var að skoða þau“. En þar sem „Þjóðv.“ hefir í höndum grein frá hr. J. /., um þetta sama efni, dags. í Reykja- vík 25. marz síðastl., virðist rétt, að almenning- ur fái að heyra, hvað hann segir þar sjálfur. Hann kemst þar svo að orði: „Hvað viðvíkur skipinu „Oharley“ ... þá skal jeg leyfa mér . . að geta þe3S, að skip þetta var skoðað í haust af skoðunar- og virðingar- mönnum ábyrgðarfélagsins hér, og var jjsíðan gjört við skipið í vetur það, og meira, en menn þessir áskildu, að gjört væri............. þar sem nú ekkert varð að skipinu í vetrar- legu, þá furða margir sig á, að sömu mennirn- ir, sem hafa kveðið upp fyr nefndan úrskurð, skuli nú banna skipinu að fara út á vetrarver- tíð“* Um „TSTelson11 játar hr. J. L. sömuleiðis í téðri grein, að þurft hifi að gjöra við það, epdr að skoðunin fór fram, og „setja í það 2 planka- búta“; en að því er „Harald11 snerti, höfðu hlöð- iu*að eins skýrt frá því, sem rétt var, ,að skipið hefði verið lagt upp til skoðunar, af því að það rakst á grunn, og hefði engin sakað hr. J. L. um það. Menu sjá því af eigin orðum hr. ./. /., hve hirðusamur sá piltur er um sannleikann, eða hitt þó heldur, og séu skýrslur hans til húsbónd- ans, um hitt og þetta, er að jverzluninni lýtur, eitthvað í ætt við greinarkorn hans í „Ingólfi“, bjóðum vér ekki fé við þeim. Bessastöðum 8. apríl 190~. 1. þ. m. gerði norðan-hvassviðri, og kulda- kast, með allt að 10 stiga frosti (reaumur), og færi betur, aðjþar við stæði, að því er snertir vorharðindin, sem tíðum eru versta meinið hér á landi. *) Auðkennt af oss. Ritstj. „Tryggvi kongur“, skipstjóri Kmíl Nídscn, kom frá útlöndum aðfaranóttina 1. þ. m., og fjöldi farþegja; þar á meðal voru: sýslumanns- frú Oamilla Torfason, frú Stefanía Ouðmunds- dóttir, leikkona, frú Ingveldur Guðmundsdóttir frá Isafirði, ungfrú Helga Havsteen, alþm. Bjöm Kristj- ánsson, kaupmennirnir: Braun, Jes Zimsen, Jón Þórðarson, og Guðm. Jónasson frá Skarðsstöð, garð- yrkjufræðingur FÁnar Helgason, cand. jur. Einar Jónasson, tveir kaþólskir klerkar, norskur blaða- maður, Hansen að nafni, verzlunarmaður Ólafur Arnbjarnarson frá Keflavik, Chr. B. Eyjólfsson, ljósmyndari, o. fl. Mikið uppþot varð ný skeð í Reykjavík, er það barst þar út um bæinn, að gull hefði fund- izt í mýrinni, sem er Reykjavíkur megin við Öskjuhlíð, 118 feta djúpt í jörðu. — Þetta var ráðið af því, að gull-litur hefði komið á nafrana hjá mönnum þeim, sem þar eru við jarð-boranir, til þess að ná í góðar vatns-æðar, enda staðhæft af amerískum íslendingi, sem verið hefir við gull-gröft í Ameríku. — En eptir rannsóknum, er gullsmiðir í Reykjavík hafa gjört, má telja sennilegt, ef eigi sannað, að hér sé alls eigi um gull að ræða, heldur að eins um brennisteins- kísil, og ef til vill eitthvað af kopar, og er það má ske þjóð vorri, og þjóðerni, hollast, þegar á allt er litið. ý 30. f. m. andaðist í Reykjavík ekkjan Ingibjörg Jóhannesdóttir, frekra 86 ára að aldri, fædd 31. okt. 1818. — Hún var ekkja Einars sál. Jónssonar snikkara i Reykjavík, og létu þau hjón engin börn eptir sig, en uppeldisdóttir 52 „Það er annars fráleitt hætt við því, að þú verðir ástfanginn í hérlendu stúlkunum“, mælti Edith enn frem- ur, „þar sem þú hefir slíka óbeit á Krivoscie“. Jörgen sleppti taumnum, og gerði krossmark um- hverfis sig. „Hjálpi mér allt, sem heilagt er“, raælti hann. „Þá væri jeg genginn frá vitinu, og jeg er viss um, að faðir minn myndi þá gera mig arflausan, og arfleiða klaustrið að ölluru reitum sínum, og það væri rétt gjört af hon- um“. „Faðir þinn býst auðvitað við því, að tengdadóttir- in verði frá Tyrol’1, mælti Edith. „Þaðan verður hún óefað“, svaraði Jörgen, mjög hátiðlega. „Stúlkurnar i Tyrol taka öllum öðrum fram“. „Jeg er sömu skoðunar“, mælti Edith, „enda er eg sjálf frá Tyrol, og hver veit, nema eg kynni einnig að hafa komið til greina, ef eg væri eigi þegar öðrum heitin“. „Hví ekki“, svaraði Jörgen glaðlega. „Jeg tæki yður strax, náðuga ungfrú, — en það er nú um seinan“. Edith fór að skellihlæja. „Svo er víst“, svaraði hún, „en engu að síður þyk- ir mér þó afar-vænt um bónorðið, og muu hugsa alvar- lega um það. — En þar sem múldýrin hafa nú hvílzt nægilega, þá er bezt, að halda áfram ferðinni". Þau riðu nú áfram, og Daníra og Gferald voru á eplir. Daníra hafði að vísu spurt, hvort þau ættu eigi að herða reiðina, til þess að ná hinum, og hafði Gerald þá svarað: 49 Daníra datt ekki af hestbaki, voru þau þó óhrædd um hana. „Líttu á, hve riddaralega manninum ferst við Dan- íru“, mælti Edith hlægjandi. „Lindar hennar eruannars eigi vanir, að hegða sér svona hæversklega, og þetta er því óefað að eins undantekning frá reglunni.“ „Það er einnig undantekning, að múldýr fælist svona á sléttum vegi“, svaraði Gerald. „Mér er það alveg ó- skiljanlegt, nema dýrið hafi verið eitthvað ert“. „Loksins kemurðu þá! Hvað var það, sem á gekk ?“ kallaði Edith til uppeldissystur sinnar, sem kom ríðandi ofur-rólega, eins og ekkert hefði i skorizt. „Jeg veit ekki“, svaraði Daníra. „Múldýrið hlýtur að hafa fælzt af einhverju“. „Þekktuð þér manninn, ungfrú Daníra?“ spurði Gerald. „Nei, en jeg þakkaði honum að eins fyrir hjálpina.“ Þetta sagði Danira í svo ákveðnum róm, sem hún vildi komast hjá frekari spurningum, enda þagnaði Ger- ald, en starði þó á eptir ókunnuga manninum, sem í sömu svifum hvarf sýnum, sakir bugðu, er var á veg- inum. Edith spurði á hinn bóginn forvitnislega: „Þekktir þú hann, Gerald?“ „Já, það gerði eg reyndar“, svaraði Gerald. „Það var Ivan Obrevic, sem er foringi eins þjóðflokks hér í fjall- lendinu, þjóðflokks, sem enn hefir að vísu eigi gjört upp- reisn gegn oss, en bíður tækifæris“. „Hann hefir dvalið i Cattaro siðustu dagana, og lát- izt vera að semja“, mælti Gerald enn fremur, „og því

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.