Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.04.1905, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.04.1905, Blaðsíða 4
60 Þ JÓDVILJINN. XiX., 16. þeirra var Ágústa, kona E>-linds snikkara Ama- sonar í Reykjavik. — Iugibjörg sáluga var dugn- aðar- og myndarkona. Það slys vildi til á einu af fiskiskipum Geirs kaupmanns Zn'éga, er Já á Reykjavíkurhöfn 28. f. m., að í hásetaklefanum kviknaði i stálbiki, er þar var verið að fara með, og hlutu tveir menn ail-mikil brunasár á höndum, og andliti, svo að þeir voru fluttir á Landakotsspítalann. riargannep er afíió öen Beóste. Geysir- ElflaYélin. Nýtt lag. Þær standa alveg lausar, og era seld- ar alveg tilbúnar til notkunar. í elda- vélinni er múrað, eldfast eldhol, steypt súghol, stórar eldunarholur, glerungaður vatnspottur, steikar- og bakstursofn, sem hægt er að tempra hitann á, magasín- hitun, sem einnig má tempra, og sparar hún því eldivið, og hitar út frá sér, eins og ofn. Eldavélina getur hver maður hreins- að á 6 mínútum. — Verðið er að eins helmingur þess, sem annars or vant að taka fyrir eldavélar, er standa lausar. Ca-eyj^ijf-eJíiavélín er merkt með nafni mínu, og fæst hvergi, nema hjá mér, eða hjá útsölumönnum mínum á Islandi. — Sé enginn útsölu- maður á staðnum, verða menn að snúa sér beint til mín. — Biðjið um, að yður sé send verðskrá yfir eldavélina. íens iansen, Vestcrgade 15, Kau|uminnaliöfn. Brjóstslím. Eptir að hafa neyt- úr 4 flöskum af nýja endurbætta seyðt inu af elexírnum, get jeg vottað, að el- exírinn er tvisvar sinnum kraptmeiri, en áður, og hefir veitt mér fljótari, og meiri bata. Vendeby, Thorseng. Hans Hansen. Maííttlivef..........leitað lækn- ishjálpar, án árangurs, og hefi, með þvi að neyta elexírsins, fengið fulla heilsu- bót Kvislemark, 1903. Júlíus Christensen. Vottorð. Jeg get vottað, að el- exírinn er ágætt meðal, og mjög gagnlegt fyrir heilsuna. Kaupmannahöfn, marz 1904. Marx Kaichar cand. phil. Kina-lífs-elexírinn er að eins egta, þeg- ar á einkennismiðanum er vörumerkið: Kínvorji, með glas í henii, og nafn verk- smiðjueigandans Valdemars Petersen’s, Eriðrikshöfn—Kaupmannahöfn,ásamtinn- siglinu vy- í grænu lakki á flöskustútn- um. Hafið jafnan eina flösku við hendina, bæði heima, og utan heimilis. Fæst alls staðar á 2 kr. flaskan. Eimreiðin. Skemmtilegasta tímarit á íslenzku. Ritgerðir, myndir, sögur, kvœði. PRENTSMIÐJA HJÓSVILJANS. 60 miður hefir honum enn eigi verið vísað burt úr borg- inni“. „Sögðuð þér því miður?“ mælti Danira. „Fellur yður það ílla, hr. Steinach?“ „Það gerir mér“, svaraði Gerald, „þar sem eg skoða þessar samninga-tilraunir að eins, sem fyrirslátt, til þess að draga tímann, enda hefir harm gildar ástæður til þess, þar sem sonur hans er í varðhaldi hjá oss“. „Hann varð fyrstur til þess, að neita að gegna hervarnarskyldunni“, mælti Gerald enn fremur, „og þeg* ar átti að þröngva honum til þess, skaut hann liðsfcr- ingjann, sem hersveitinni stýrði, og þetta var byrjunin til uppreisnarinnar; en morðinginn náðist þó, sem betur fór“. „Kallið þér hann morðingja, þó að hann verði frelsi sitt?“ spurði Daníra. „Það er ragmennskulegt, að drepa mann, sem semur við mann friðsamlega, og einskis á sér ills von. — Með- al siðaðra þjóða kalla menn það morð, ungfrú góð“. Edith, er hlýtt hafði á samræður þessar, með ,■ 11- mikilli óþolinmæði, greip nú fram i: „I guðanna bænum! Hættið þessu politiska hern- aðar-rugli. Að öðrum kosti bið eg Jörgen að vera fylgd- armann minn, því hann gerir sér þó far um, að spjalla eitthvað við mig, og þreytir mig ekki á þessum sífelldu uppreisnarsögum “. Enda þótt hótun þessi væri naumast gjörð í alvöru, virtist Gerald þó skilja hana þanriig, því að hann svaraði: „Ef þú kýst fremur, að Jörgen fylgi þér —' verð eg auðvitað að sætta mig við það“. Um leið og hann mælti þetta, yppti hann öxlurn, 61 og brosti ofur-herralega, og hafði það sömu áhrif á Edith, sem fyr. Hún kippti i tauminn á múldýrinu, sneri því við, og kallaði hátt: „Komdu hingað, Jörgen! Við skulum ríðaáundan“. Edith reið síðan stíginn, er gekk, sem i boga, út úr aðal-fjallveginum. Jörgen hvatti múldýrið sporum, og náði brátt Edith. Þau voru þegar orðin all-kunnug, og hafði Edith sagt honum, að þiia sig, þar sem hún skoðaði hann frem- ur, sem æsku-leikbróður unnusta sins, en sem undirmann hans. í hér um bil tíu mínútur var vegurinn all-brattur, en batnaði svo aptur, og námu þau Edith og Jörgen þá staðar. „Við eigum líklega að bíða liðsforingjans hérna?“ mælti Jörgen, og leit aptur. Edith leit í sömu áttina, og var nú runnin reiðin, on vildi þó hegna Gerald fyrir ókurteisina, og láta hann ríða með Daniru, sem húu vissi, að honum var lítið um, eins og Daníru um hann. Edith hafði gaman af að hugsa um, hve leitt þeim myndi báðum þykja þetta, og mælti því: „Nei, Jörgen, fyrst við erurn nú svona langt á und- an, þá er réttast, að við komum fyrst til kastalans, — ef þú vilt fylgjast með mér“ „Náðuga ungfrú“, svaraði Jörgen. „Eg fylgi yður til Krivoscie, et yður þóknast að skipa mér það“. „Svo Jangt förum við ekki í dag“, svaraði Edith „en þar sem mér er kunnugt um, hvílík ógn þér stendur af þessu nafni, met eg boð þitt mikils“.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.