Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.05.1905, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.05.1905, Blaðsíða 1
VerS árgangsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; trlendi8 4 kr. 50 aur., og i Ameríku, doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aiarlok. ÞJOÐVILJINN. - |= NÍTJÁNDI ÁKÖANGDh. =|' -— —®»a|=BITSTJÓRI: SKÚLI THOBODDSEN. i. J Upp8egu skrifieg, ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- \ mánaöar, og kaupandi 8amhliÖa uppsögninni horgi skuld sina fyrir blaöiö. M 20. Bessastöðum, 12. MAÍ. 1 9 0 5. Ifna og ildavélar selur pristjdn jjforgrímsson. Loptskeytasamband við útlönd. Átján loptskeytastöðvar á íslandi. FormHður frakkneska loptskeytafélags- ins í París hefir — að því er skýrt er frá í „Fjallk.“ 5. mai síðastl. — boðizt til þess, að koma á loptskeytasambandi milli Fanmerkur, Færeyja og Islands, með átj- án loptskeytastöðvum hér á landi, fyrir samtals 7B61/2 þús króna (1,060,000 franka), og eru þar með talin öll stöðvar- hús, og annað, sem með þarf. Svo er til ætlasr, að allur loptskeyta- útbúnaðurinn verði eign Islands, og að allar tekjur af notkun hans renni í lands- sjóð. Ársútgjöld eru áætluð 79,200 kr. (110 þús. frankar). Tilboð þetta, undirritað af formanni nefnds félags, er í höndum eins alþingis- manns, sem ætlar sér að leggja það fyrir þingið. Hér við getur „Þjóðv.“ og bætt því, að oss er kunnugt um, að annar þing- maður hefir skrifazt á við loptskeytafé- lag á Þýzkalandi, sem horfur eru á, að gera muni enn betra tilboð. Það væri því meira, en fásinna, og gengi vissulega landráðum nœst, að láta bindast á klafa hjá norræna fréttaþráðar- félaginu, eins og ráðherrann, og stjórn- arblöðin, leyfa sér að fara fram á. fslendingar! Sýnið nú rögg af yður, og mótmælið slikri óhæfu öfluglega. . ■ ■T. r.'. ..... .,. .TT7^ Stríð milli holdsins og andans. Varla minnist nokkur meður svo á rit- símasamninginn, að ekki sé hann stein- hissa á þvi, að ráðherrann skuli hafa léð nafn sitt undir slíka fjarstæðu, sem samn- ingur þessi er. Agnúarnir á samningi þessum eru svo auðsæir, að mönnum blöskrar, sem von er, að nokkur maður, fullu viti gædd- ur, skuli hafa samþykkt hann, hvað þá heldur ráðherra íslands, maðurinn, sem meiri hluti fulltrúa þjóðarinnar þykist treysta manna bezt, eptir því sem blöð- um stjórnarflokksins segist frá. Menn spyrja því hver annan, sem von er, hvort það geti verið, að alþingi sam- þykki þessar gjörðir ráðherrans, og stofni þannig landinu í þann fjárhagslega voða, og leggi þau höpt á sjálfstæði þess, sem samningurinn fer fram á, Flestir telja það óhugsandi. Má og vera, að þeim verði að trú sinni; vér spáum engu um það, að svo stöddu. Vafalaust teljum vér að vísu, að samn- inginum yrði hafnað, ef þingmenn væru eigi neinum flokksböndum bundnir. Óhætt að fullyrða, að þá greiddieng- inn þingmaður atkvæði með samningin- um, nema ef vera skyldi ráðherrann, og óvíst reyndar, hvort hann breytti þá eigi skoðun sinni á málinu, því að flest er honum betur lagið, en stefnufestan, sem kunnugt er. En það er flokksfylgið, sem getur ráð- ið öðrum úrslitum, þótt ótrúlegt megi virðast. Þeir munu verða í miklum vanda, nheimastjórnarmennirniru. Það er enginn efi á því, að í þeim hóp eru ýmsir góðir drengir, sem ættjörð sinni unna, og nauðugir vinna nokkuð það, er henni má til ógagns verða. En hr. H. Hafstein er ráðherrann þeirra; það voru þeir, sem studdu hann til valdanna, og því munu þeir telja sér það skylt, að veita honum fylgi sitt, eða hafa ætlað sér það, til alþingiskosning- anna næstu (1908). Hér við bætist og, að hann hefir þeg- ar verið mörgum þeirra göður, veittþeim ýmsa bitlinga úr landssjóðnum, og aðrar vegtyllur, svo að heldur tekur einhver eptir sumum þeirra nú, en fyr. Nú má og vænta þess, að í sumar verði enn fremur margir upp á musteris- burstina leiddir, er svo miklu þykir skipta, að halda öllum hópnum saman. Þar blasa við þeim — að vísu eigi öll ríki veraldar, og þeirra dýrð, en þó að minnsta kosti — danskir krossar, nýir bitlingar, o. fl. Og skyldi þá ekki einhver fallafram? Hér við bætist og, að sumir góðir menn í „heimastjórnar“-flokknum virðast hafa innrætt sjálfum sér megnt hatur til ýmsra manna, er framarlega hafa staðið i mótflokk þeirra, og þar sem það verða eðlilega þessir menn, er berjast gegnrit- símasamninginum, þá er ekki óhugsandi, að þeim verði það ef til vill óljúfara, eða örðugra, en ella, að fylgja þeim að mál- um. Einhver kann að kalla þetta getsak- ir, sem séu miður sæmilegar, þar semsú er venjan, að allir þykjast gera alla hluti eptir beztu samvizku; en því er miður, að mennirnir eru ekki eins góðir, eins og þeir ættu að vera, eða látast vera, og „Þjóðv.“ því naumast láandi, þó að hann geri ráð fyrir, að hið breizka manneðli kunni ef til vill, hjá einhverjum, að verða engils-eðlinu yfirsterkara. Þetta er og því fremur hugsanlegt, sem ganga má að því alveg vísu, að sleg- ið verði á þessa strengi, reynt að auka flokks-hatrið, sem mest má verða, og fá menn til þess, að samþykkja ritsímasamn- inginn, til að verja ráðherrann falli. Það verður stríð milli holdsins og andans. En vér vitum, að þó að andinn sé að vísu reiðubúinn, þá er þó holdið opt veikt, og því er það, að úrslit málsins á þingi eru býsna vafasöm. Auðvitað getur það haft mikil áhrif, að þjóðin reyni, á vorfundunum, að styrkja þingmenn, sem auðið er, í hinum góðu áformunum. Á þessu er naumast vanþörf, og það ætti því sízt að skorta. Þingmönnum þarf að skiljast það, að þeir, sem hjálpa ráðherranum, til að reira þessa dönsku fjötra að þjöðinni, og stofna henni í fjárhugslegan voða, eiga ekki apt- urkvœmt til þings, því að svo mikill krapt- ur reynist þó að vonum í þjóð vorri, að hún greiði eigi hóðlum sínum atkvœði. TT tlöndL. Frá útlöndum fremur tíðindafátt. — Helztu tíðindi þessi: Danmörk. Eins og „Þjóðv.“ hefir áð- ur getið, var þingi Dana slitið 3. april síðastl., og þykir hafa verið afar-magurt. — Helztu nýmælin um ráðstafanir um varnir gegn útbreiðslu berklaveikinnar, og ýms smálög, sem ekki voru ágrein- ingsmál milli flokkanna. — Af ágrein- ingsmálunum eru „hýðingarlögin“ eini sýnilegi ávöxturinn af störfum nýju stjóm- arinnar; lrv. um borgaralegt hjónaband, um aukinn kosningarrétt í sveitamálum, og breytta dömaskipun, náðu á hinn bóginn eigi fram að ganga. - Svo er að sjá, sem þingmálafundir muni verða óvana- lega fjörugir í Danmörku í sumar, og eru þegar að nokkru leyti byrjaðir. — Ný- lega hafa 600 menn, úr ýmsum héruðum landsins, er fylgja „vinnstrimönnum fólks- þingsins“ að málum, sent þjóðinni ávarp, og skorað á hana, að mynda félög um land allt, til þess að styðja hina gömlu stefnu vinstrimanna, og er eigi trútt um, að stjórninni þyki styrktarmönnum sínum drjúgum fara fækkandi. — Það hefir þvi flogið fyrir, að stjórnin muni hafa í huga, að boða til aukaþings í sumar, til þess að ræða um grundvallarlagabreytingu, að því er fjölgun kjördæma snertir, og láta svo almennar kosningar fare fram seint í sumar, svo að „vinstrimenn“ hafi sem minnstan tíma til kosninga-undirbúnings. „Influenzau var enn að stinga sér nið-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.