Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.05.1905, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.05.1905, Blaðsíða 3
XIX, 20. Þjóðviljinn 79 góð hór við Djúp, bæði í Bolungarvik og viðar, enda þótt aflinn hafi verið nokkuð misjafn; en þvi miður hefir tíðin verið mjög stormasöm, og gæftaleysið almenningi til stór-baga. Þilskip, sem komið hafa hór inn, segja fisk úti fyrir, en hafa þó flost aflað fremur treglega, sakir ótiðarinnar11. Úr Ska^af jarðarsýslu er „Þjóðv.“ ritað 12. apríl þ. á.: „Mjög eru Skagfirðingar gramir yfir fyrirhuguðum flutningi Hólaskóla að Kjarna i Byjafirði, sem ekkert hefur annað sér til ágætis, en að vera nálægt Akur- eyri, þar sem Hólar eru höfuðból, enda eigi nema steinsnar þaðan til sjávar, þótt dal-jörð sé“. Frakknesk iiskiskúta sokkin. Frakknesk fiskiskúta sökk i april á Fáskrúðs- firði. — Skipverjar björguðust allir yfir á aðra frakkneska fiskiskútu. Hnjótióð banar miinnum. 5. npríl fórust tveir menn i snjóflóði á Þórdals- heiði eystra. — Þeir eru nefndir Oufljón JSigurðs- son og Onnnar Sigurðsson. Fónaðarsýning var haldin að Viðvík í Skagafirði þriðja dag páska (fyrir Hóla-, Iíípur- og Viðvíkurhreppa). — Þar var fjölmenni saman komið, ogsýnt:400 fjár, 100 hross, og 20 nautgripir. — 300 kr. var úthlutað, sem verðlaunum, og dæmdi 10 manna •nefnd um verðlaunin, að því er hvern flokkinn snerti. Ósatt segir „Reykjavikin44, 29. apríl síðastl., sem optar, er hún nefnir blað vort máltól dr. Valtýs, því að „Þjóðv.“ er mál- tól ritstjórans, en einskis annars. Dr. Valtýr ræður engu fremur stefnu „Þjóðv.“, en hr. Jón Ólafsson, og má hann sjálfur vita bezt, hve ráð hans í þvi efni eru mikil. Vér gerum helzt ráð fyrir, að honum þyki þau ekki vera ýkja mikil. Væntanlega sparar hann því „sannsöglinnar málgagni“(!), að flytja optar svipuð ósanmndi um Iblað vort. Þinginálafundur. Eptir fundarboði Hermanns alþm. Jón- asarsonar var að Blönduósi haldinn þing- málafundur 28. april síðastl. — Fundur- inn var fámennur, og ræddi að eins tvö stórmál, undirskriptarmálið og ritsíma- málið. Undirskriptarmálið. I því máli var, með samhljóða 20 atkvæðum, samþykkt svo látandi fundarályktun: „Fundurinn lýsir yfir því áliti sínu, að með undirskript forsætisráðherrans danska, undir skipunarbréf Islandsráðherrans, hafi verið fram- in lögleysa, og þjóðréttindum vorum traðkað, og skorar á þingið, að ráða bót á þessum mis- ferlum framvegis11. Ritsímamálið. Um það mál var, með 18 atkv. gegn 1, samþykkt þessi ályktun: „Fundurinn lýsir megnustu óánægju sinni yfir þvi, hafi ráðherrann gert samning við Rit- símafélagið danska (stóra norræna), um rit- símalagningu hingað, að alþingi fornspurðu, og skorar á þingið, að vera einkar varkárt i þvi máli, og samþykkja ekkert í þvi, er sé kröpt- um þjóðarinnar of vaxið. — Einnig, ef samn- ingur þessi er gjörður, að alþingi þá láti vandlega rannsaka, hvort ráðherrann hafi haft heimild, til að gera slíkan samning11. Bæði „ísafold“ og „Fjallkonan“, er getið hafa um fund þenna, segja þær fregnir af honum, að alþingismaðurinn, hr. Hermann Jónasarson, hafi verið mjög æstur, og barizt gegn ályktunum þessum, sem mest hann mátti, þótt eigi fengju tillögur hans betri byr(!) Fyrir þessar röggsamlegu ályktanir sínar eiga Húnvetningar mikinn heiður skilið, enda vonandi, að þeir árétti þetta enn betur á fjölmennari þingmálafundi í júní. En sorglegt er það í meira lagi, þeg- ar skynsemdarmenn, eins og hr. Her- mann Jónasarson, láta bindast á klafa stjórnarinnar jafn greinilega, eins og raun virðist á i stórmálum þessum. Yonandi, að hann átti sig betur, áður en á þing er komið. Nýir konungkjörnir þingmenn. Þá er nú loks frétt, hvaða menn kon- ungur hefir hvatt til þingsetu, eptir til- lögum ráðherrans. — Þeir 6 menn, er sæti eiga á alþingi, sem konungkjörnir þing- menn í næstu 6 ár, eru: Jídíus Havsteen, fyr amtmaður, Eiríkur Briem, prestaskólakennari, Björn M. Olsen, fyr rector, Jbn Ólafsson, stjórnarblaðsritstjóri, Aug. Flygenring, kaupm. í Hafnarfirði, og Þórarinn bóndi Jónsson á JHjaltabakka í Húnavatnssýslu. Tveir hinir fyrst nefndu af jmönnum þessum voru áður konungkjörnir, en hin- ir hafa eigi setið áður á þingi, nema Jón vor ólafsson, er síðast sat á þingi 1889. — Nú hefir hann haft það fram, sem borgun fyrir skriptirnar í „Reykjavíkinni“, að verða konungkjörinn, og getur því raul- að: „Jeg er konungkjörinn, kross og nafnbót fæ“ o. s. frv. -- Að öðru leyti munu 5 atkvæðin, sem hann fékk við þingkosninguna í Reykjavík 1902, hafa verið talin honum til meðmæla(!) Hvaða erindi uppgjafa-rectorinn Björn M. Olsen á á þingið annað, |en segja já og amen tii allra gjörða ráðherrans, munu og fáir skilja, nema hann eigi að tala þar 68 fætur. — Hann hafði vaknað við skotin, og var að girða sig sverðinu, er dóttir hans kom inn, og fleygði sér að brjósti honum, til þess að leita sér þar hælis. „Þú ert þá líka vaknaður, pabbi. — Hvað er um að vera í kastalanum?“ „Það er fangi flúinn“, svaraði ofurstinn. „Það mátti ráða það af fallbyssuskotinu, og þarftu ekki að vera hrædd við það“. „En öerald er þar, og það heyrðist einnig byssu- «kot“. „Það hljóta þá að hafa verið varðmennirnir, sem flkotið hafa“, svaraði ofurstinn, „því þeim er skipað, að skjóta á hvern, sem grunsamlegur þykir, og eigi nemur •staðar, þegar þess er krafist. — En fanginn hlýtur að hafa komizt undan, þar sem eigi var skotið merki-skoti. — En nú sendi eg þangað, til að vita, hvað um er að vera“. „En hvernig stendur á því, að þú ert komin á fæt- ur, Edith“, mælti ofurstinn enn fremur. „Farðu aptur að sofa! Allir eru i svefni, og jeg segi þér enn á ný, að ekkert er að óttast“. Enda þótt ofurstinn segði þetta mjög stillilega, duld- ist honum þó eigi, að ástæða gæti verið til þess, að þykja atvik þessi ísjárverð, ekki sízt er hann minntist aðvörun- ar öerald’s. Það var sizt að vita, hvað á seiði kynni að vera, og því bar honum, að vera til taks, hvað sem í skærist. Maðurinn, sem sendur hafði verið, kom nú aptur, með bréf til ofurstans, og losaði hann sig því úr faðm- lögum dóttur sinnar, og mælti við hana vingjarnlega, en iþó i ákveðnum róm: 65 „Burt — fyrir fullt og allt“, mælti hún. „Hræðstu ekki Edith, því svo hlýtur að vera. — Það var ógæti- legt af mér, að koma hingað, en jeg gat ekki farið, án þess að sjá þig enn einu sinni, og bjóst ekki við, að þú myndir vakna“. Það var auðséð á Edith, að hún skildi ekki, hvað Daníra átti við, og starði því að eins forviða á hana. Daníra mælti þá, með enn meiri ákefð. „Jeg hefði, hvort sem var, farið innan fárra daga, eða vikna; en nú verður það að gjörast í nótt, því að hann lætur mig ekki eiga annars úrkosti, þessi árvakri fangavörður“. „Hann? Hver? Talaðu, í guðanna bænum, ekki svona óskiljanlega! Hvað er að orðið? Hvert ætlarðu að fara? Sérðu ekki, hve hrædda þú gerir mig?“ Daníra féll á kné, og þrýsti fast utan um hönd- urnar á Edith. „Spurðu mig ekki, því eg þori ekki að svara þér“, mælti hún. „Faðir þinn mun segja þér, að jeg hafi ver- ið vond, og vanþakklát, og má vera, að það só satt; en róttur heimkynnisins, og ættar-tengslin, sem hann hefir höggvið sundur, er æðra. Honum hefir aldrei verið hlýtt til mín, fremur en mór til hans; — látum hann fordæma mig. En þér, Edith, hefir þótt vænt um mig, þó að eg væri þér mjög ólík. — Þú hefir aldrei gert mér rangt viljandi, aldrei snúið þér kuldalega frá mór, þó að þú hafir ekki skilið mig, og því mátt þú ekki ætla, að jeg sé tilfinninga- laus. — En jeg er ólánssöm, fjarskalegá ólánssöm! Hugs- aðu um það á morgun, þegar allir áfellast mig, — og gleymdu mór svo“.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.