Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.05.1905, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.05.1905, Blaðsíða 2
78 Þjóðviljinn. XIX., 20. ur í Kaupmannahöfn, og víðar, fyrri part aprílmánaðar, enda var þá tíðin fremur köld, og 6. apríl gerði snjóhret, er viða olli töluverðum skemmdum, sérstaklega á talþráðum. — — — Noregur og Svíþjóð. Nýlega hefir Oustaf krónprinz aptur látið til sín heyra, viðvíkjandi ágreiningi bræðraþjóðanna, út af konsúlamálinu, og öðrum sambands- málum. — Lét hann þá skoðun í ljósi í ríkisráði, að þjóðirnar ættu að jafna á- greiningsmálin í bróðerni, og á þann hátt, að báðar þjóðirnar nytu jafnréttis. — Taldi liann að vísu óhjákvæmilegt, að sami maðurinn hefði utanrikismálastjórn beggja ríkjanna á hendi, og yfirumsjá, að því er störf konsúlanna snerti, þó áð hvort ríkið hefði sérstaka konsúla; en sjálfsagt væri, að utanríkisráðherrann mætti vera, hvort er vildi, Svíi eða Norðmaður, og ætti hann að bera ábyrgð gjörða sinna gagn- vart fulltrúa-þingum beggja þjóðanna, eða gagnvart sérstakri nefnd, er þing beggja þjóða skipuðu. Norðmenn telja þó þetta sáttvænlega boð krónprinzins koma of seint fram, og telja nýja málaleitan, á þessum Jgrund- velli, geta orðið til þess, að draga jmálið um of á langinn. — Svía-stjórn þykir þetta og of langt gengið til samkomu- lags, og hefir því Boström, utanríkisráð- herra, beiðzt lausnar frá embætti. 5. apríl varð sveitarlimur í fátækra- vinnuhúsi í Landskrona allt í einu vit- firrtur, og hjó öxi í höfuð eins fátækra- stjórans, svo að hann beið bana. — — Bretland. Mjög mikla eptirtekt hefir það vakið, að við auka-þingkosningu, er nýlega fór fram i Brighton-kjördæmi, náði Villiers, framsóknarmaður, kosningu, með 8209 atkv. gegn 7392, er fylgismað- ur stjórnarinnar fékk, enda þótt kjördæmi þetta hafi, siðan 1880, jafnan verið talið eitt af öruggustu kjördæmum íhaldsliða. Yið kosningamar 1900 sigruðu íbalds- menn einnig í kjördæmi þessu, með|8165 atkvæða mun. — Telur „Times“[;þetta ó- rækt merki þess, að þjóðin sé farin að verða þreytt á stjórn Bálfour’s, svo að hæpiö sé, að ihaldsflokkurinn sigri, er til almennra kosninga kemur. — — — Frakkland. Seigt og fast sækir stjóm- in þann róðurinn, að koma fram frv. um skilnað ríkis og kirkju, enda leggst klerka- lýðurinn fast þar á móti. —Nýlegajfékk stjómin þó, með 335 atkv. gegn 239, hmndið tillögu þess efnis, að leita álits héraðanefnda um málið. Frakkar eiga enn í töluverðu þófi við soldáninn í Marocco. — Þykir þeim ræn- ingja flokkar i Marocco gera þegnum sin- um óskunda, í þeim héruðum Algier’s, er næst liggja Marocco, og hafa þvi kraf- izt þess, að soldán komi á ýmsum um- bótum í riki sínu, og hafi eptirleiðis betri hemil á þegnum sínum, en hingað til. En þar sem soldán þykist nú eiga sér hauk í horni, þar sem er Vilhjálmur, Þýzkalands keisari, fer hann sér hægt, enda hefir honum enn eigi tekizt, að sigr- ast á Bu-Hamara, og uppreisnarflokkum þeim, er honum fylgja. Mælt er, að Viihjálinur keisari muni styðja að þ ví, að stórveldin bindist samn- ingum um það, að Marocco skuli vera sjálfstætt og óháð ríki, og má nærri geta, að Frökkum þykir sú tillaga gerð sér til bekknis. Spánn. 4. april gengu ofsa-hitar í héruðunum Andalusíu og Estremadura, svo að fjöldi stórgripa drapst, en akrar skemmdust af of-þurrki, svo að kornvör- ur stigu þar mjög í verði. — — — Balkanskaginn. Fremur er enn óald- arbragur í Makedoníu, því að nýiega drápu uppreisnarmenn þar um 100 manna i þorpi einu, og lögðu eld í húsin. Ekki hafa stórveldin viljað samþykkja það, að Krít sameinist Qrikklandi, og los- ist undan yfirráðum soldáns, og er því mælt, að Georg prinz, er þar hefir land- stjórnina á hendi muni segja sig laus an við þann veg og vanda. Abdul Hamíd, soldán Tyrkja, er nú sagður mjög bilaður á heilsu, og hafði ný- lega fengið þrjú yfirlið eÍQn daginn. — Myndi hann fáum harmdauði. — — — Þýzkaland. Þýzkur auðmaður, Koll- mann að nafni, er andaðist í fyrra, hafði arfleitt „socíalista“-foringjann Bebel að öll- um eigum sinum, er uema miijónum króna, en erfingjarnir vofengdu arfleiðsluskrána, svo að Bebel varð að höfða mál, og hef- ir hann nú unnið það ný skeð. 2. apríl hlekktist járnbraut á í borg- inni Liegnitz, og beið einn maður bana, en 34 lemstruðust, meira eða minna. Mjög þykir enn brydda á því, að þýzka stjórnin sé fús til þess, að hlaupa erindi Bússa, því að nýlega lét hún taka fast- an rússneskan níhilista, Savín að nafni, og ætlar að selja hann Bússastjórn í hend- ur. — Maður þessi hafði fyrir mörgum árum verið bendlaður við níhilista-sam- særi, og verið dæmdur til æfilangrar Sí- beríu-vistar, en sloppið þaðan, og þykir því aðferð þýzku stjórnarinnar gegn manni þessum ódrengileg í meira lagi. — Rússland. Enda þótt þar séu einatt smá-uppþot, og róstur, hér og hvar, þá er svo að sjá, sem eigi séu þau samtök, er leitt geti til almennrar byltingar. — Einna mest kveður um þessar mundir að óeyrðum í Eystrasaltslöndum Bússa, i Kurlandi og Liflandi, þar sem bændur hafa víða ráðið á herragarða, og rænt þar og brennt, svo að stjórnin hefir lýst hér- uð þessi í herkvíum. 10. apríl héldu fúlltrúar málfærslu- manna í ýmsum héruðuin Bússlands fund í Pétursborg, og mynduðu þar félag, til þess að styðja að því, að þjóðin fái frjálsa stjórnarskipun. Skáldsagnahöfundurinn Maxím Oorkí kvað nú vera mjög veikur af blóðspýt- ingi, svo að læknar hafa ráðið henum, að fara suður á Krim-skaga, sér til heilsu- bótar; en þar sem sakamálið gegn hon- um á að byrja 16. maí, verður lítið úr því lækninga-ferðalagi, og þar sem hann er sakaður um, að hafa hvatt til stjórn- byltingar, bíður hans að líkindum nokkuð önnur vist. í Baku var nýlega skotið 8 skamm- byssuskotum á Béketow, lögregluembætt- ismann, en ekkert skotanna hitti. Sarafa, lögregluembættismaður í War- schau, er særzt hafði af sprengivél, og lá í sjúkrahúsi þar í borginni, var aptur særður þar i sjúkrahúsinu, skotið á hann tveim skammbyssuskotum, og kom ann- að í herðarblaðið, og varð mikið sár. í Warschau, höfuðborginni á Pólverja- landi, voru nýlega teknir fastir 77 menn, er voru að breiða út ýms byltingarit. — 1. apríl skaut og herlið á „socíalista“, er safnazt höfðu saman á torgi þar í borg- inni, og féllu nokkrir, eða urðu sárir. 18. april var Kolajew, morðingi Sergí- usar stórfursta, dæmdur til dauða i Moskwa, og vildi hann hvorki láta áfrýja dómn- um, né heldur sækja um náðun. Nýlega var Possoff, lögreglustjóra í Ozenjstochau, ráðinn bani með eitri, enda hafði hann nokkrum dögum áður fengið ýms hótunarbréf. í Kutais í Kaukasushéruðunum réðu ræningjar nýlega á járnbrautarembættis- mann, og tóku af honum 6 þús. rubla, er hann hafði meðferðis. Síðustu fregnir frá Bússlandi telja mikl- ar líkur til þess, að almenn uppreisn hafi hafizt á Bússlandi 1. mai, samkvæmt ráð- stöfun byltinga-miðnefndarinnar, enda hef- ir verið stráð út mesta urmul af áskor- unum til lýðsins í þá átt, og það þykj- ast menn vita, að verkamenn í Péturs- borg, og víðar, hafi aflað sér vopna í þessu skyni. — — — Ítalía. Þar varð jámbrautarslys í grennd við GMoví 14. apríl, og biðu nokkr- ir menn bana, eður meiðsli. Mikil brögð voru að verkfalli járn- brautarþjóna á ítaliu í apríl, og hlutust af nokkrar óspektir. Bandaríkin. Bankastjóri i Milwaukee, Bígélow að nafni, varð nýlega uppvís að því, að hafa sólundað 1 milj, og 200 þús. dollara af fé bankans. Snemma í april varð gas-sprenging í kolanámu i Illinois, og biðu 20 menn bana, en 18 urðu sárir. Indland. Mælt er, að jarðskjálftarnir miklu, er nýlega var getið um í blaði voru, hafi alls orðið um 20 þús. manna að bana. í grennd við Bashar í Thibet hefir nýlega skotið upp eldfjalli, sem hulið er ösku og reykjarmekki, og stendur þaðef til vill í sambandi við jarðskjálftana. — Afríka. Nú er mælt, að Bretar ætli að veita Búum í Transvaal takmarkaða sjálfstjórn. Kínverjar, er vinna í gullnámum við Krúgersdorp, gerðu verkfall í gpril, og kröfðust hærri launa. — Af verkfalli þessu hlutust nokkrar óspektir, og urðu ýmsir lögregluþjónar, og kínverskir verkamenn, sárir. Frá ísafirði er „Þjóðv.“ ritað 2. maí siðastl.: „Tíðin kóln- aði hér aptur, svo að hér hafa nú um hrið verið frost, bæði dag og nótt, en snjókoma þó engin, — Síðan 4 páskum hafa aflabrögð verið mikið

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.