Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.05.1905, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.05.1905, Blaðsíða 4
80 ÞjÓÐVIíJIINN XIX., 20. máli fomtuiignanna í hinum almenna menntaskóla vorum, og kemur hann þá heldur seint á þingið. — Hitt mun hon- um ofætlun, að koma á svipuðum aga á þinginu, eins og skólastjórn hans varð svo fræg af, og mun honum það því naum- ast ætlað. Hr. Aug. FJygenring er maður, sem eigi hefir áður fengizt neitt við politík, að kunnugt sé, nema hvað hann lét nú- verandi stjórnarflokk hafa sig til þess, að bjóða sig fram í Gullbringu- og Kjósar- sýslu, við þingkosningamar síðustu, og féll þá við hýsna litinn orðstí. Hr. Þórarinn Jónsson á Hjaltabakka er svo óþekkt persóna, að harla örðugt hefir verið, að hitta nokkurn, er áður hefði heyrt nafns haES getið. — En hann hafði verið einn af helztu atkvæðasmölum þeirra Hermanns og Jóns Jakoóssonar við þingkosningarnar síðustu í Húnavátns- sýslu, og hafa þeir þvi fengið ráðherrann, til þess að launa það starf hans á þenna hátt. — En hví var Arni í Höfðahólum settur hjá? Fráleitt hafði hann minna til þess matar unnið, eða færri skónum slitið. Þeir, sem áður voru konungkjörnir þÍDgmenn, en nú hefir verið hafnað, eru: Arni iandfógeti Ihorsteinsson, dr. Jónas Jónassen, Hallgrímur biskup Sveinsson og yfirdómari Kr. Jónsson, og hefir tveim hin- um fyrst nefndu, sem báðir hafa fyllt stjórnarflokkinn, óefað verið hafnað með ljúfu samþykki sjálfra þeirra. — En að Hailgrími biskupi, og Kristjáni yfirdóm- ara, er mikil eptirsjá af þingi, og sýnir PRENTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS. það dável, hvaða stjórn vér nú höfum, er slíkum ágætismönnum er hafnað, en teknir í þeirra stað miðlungsmenn, sem eigi virðast hafa annað til síns ágætis, en það, að stjórnin treystir þeim til þess, að verða dyggir jábræður sínir. Að öðru leyti gefa koDUDgskosning- arnar tilefni til ýmsra hugleiðinga, sem verða að bíða að þessu sinni, þar sem fregnin barst oss eigi, fyr en blað vort var fullbúið til prentuoar. Það er alveg áreiðanlega frótt með „Tryggva kongi“, að Marconí-félagið í Lundúnum, sendir mann, með ótakmörk- uðu umboði, til að semja við þingið um loptskeytasamband milli íslands og út- Janda, og ýmsra staða hór innan lands. \ Sannfrétt, að kostur verður gefinn á mjög ódýru loptskeytasambandi. Bessaetööum 12. maí 1905. Tíðin einatt fremur hagstæð, en þó eigi veru- leg hlýindi. „Ingi kongur“ kom 4. þ. m. frá útlöndum, norðan um land. — Meðal farþegja, er komu með skipinu, var Magnús læknir Jóhannsson á Hofsós. _________ Mislinga-sóttkvíunin í Reykjavík kvað að eins vera gerð til bráðabirgða, og stendur að líkindum eigi lengur, en 12 daga, því að þá er séð, hvort nokkrir hafa fengið í sig sóttkveikjuna, áður en þeir, sem fyrst fengu veikina, voru einangraðir. ý 5. þ. m. varð bráðkvaddur í Reykjavík Eendrik J. C. Bjerring, verzlunarstjóri í Borgar- nesi. — Hann var fæddur 23. okt. 1845, og var því á 60. aldursári, sonur J. Bjerrings sáluga, er drukknaði 1857. — Hendrik sálugi var lengi verzl- unarmaður í Reykjavík, og síðan í Bafnarfirði; en 16—17 árin siðustu veitti hann forstöðu verzl- un þeirri, sem Joh. Lange i Bergen rekur í Borg- arnesi. — Hann var kvæntur Elísabet, dóttur H. A. Linnet's sáluga, kaupmanns i Hafnarfirði, er lifir mann sinn, og áttu þau ekki barna. Hendrik sálugi var talinn mesta valmenni, og mun því af mörgum saknað. Frakkneska herskipið „Lavoisier" kom til Reykjavíkur 3. þ. m., í fyrsta skipti á þessu ári. Meðal farþegja, er komu með „Vestu“, 4. þ. m., voru: Guðm. læknir Guðmundsson i Stykkis- hólmi, Eðvarð útvegsmaður Asmundsson á ísa- firði, bátasmiður Valdimar Haraldarson á Isafirði, agentarnir Páll Bjarnarson og Sveinn Brynjólýs- son, o. fl. Frakkneska fiskiskútu sleit upp á höfninni í Reykjavík aðfaranóttina 4. þ. m., og rak upp í Effersey, og brotnaði þar að mun. „Kong Trygve“ kom frá útlöndum 9. þ. m. ■— Meðal farþegja, er komu með skipinu, voru: Kaupmaður Ilich. Riis frá Borðeyri, S. II. Bjarnar- son consúll, próf. Þorv. Jónsson frá ísafirði, ný orðinn riddari (varð ekki konungkjörinn), sýslu- maður Einar Benediktsson, og frú hans, o. fl. „Skálholt“ kom 9. þ. m. til Reykjavikur úr fyrstu strandferð sinni. „Hólar“ komu 8. þ. m., sömuleiðis úr fyrstu Strandferð. „Ceres“ kom frá útlöndum 6. þ. m. f „Vesta“ fór frá Reykjavik til útlanda, vestur og norðan um land, 10. þ m. Með því skipi fór ritstjóri blaðs þessa til ísafjarðar. Hdtee»sen; __ er aftió ðen Seóste. 66 Þegar þetta hafði vaðið á Daniru, tietlaði hún, að standa upp, en Edith, sem farin var að skilja, að Dan- íru væri alvara, hélt höndunum um háls henni, og var far- in að há-gráta. rHægt?u hvíslaði Daníra. „Tefðu mig ekki, og reyndu eigi, að aptra flótta mínum, því að jeg læt ekk- ert aptra mér, þó að líf mitt sé í veði. — En vekirðu hitt fólkið, getur það orðið orsök að dauða mínum, því að lifandi læt eg ekfci ná méru. Þetta mælti Daníra í svo ákveðnum, og sannfær- aDdi róm, að Edith varð hrædd, og gat Danfra þá los- að sig. r0g svo eina bæn enn! Segðu honum — Gerald von Steinach, að jeg sé ekki landráðamaður, og að jeg hafi engin launráð bruggað gegn þeim, er kalla sig vel- gjörðamenn mína. — Það er að eins um það að ræða, að frelsa mann —; hann fær á morgun að vita það“. Edith hætti allt í einu að gráta, og horfði undrun- arfull stórum augum á Daníru. „Boð frá þér til Geralds? Og biðurðu mig, að flytja þau?u „Já“, svaraði Daníra. nJeg hvorki vil, né get, tek- ið fyrirlitningu þess manns með mér. — Lofaðu mór því, að þú flytjir honum þessi boð mín orðrétt, og vertu nú sælu. Að svo mæltu beygði hún sig aptur ofan að Edith, kyssti hana, sleit sig svo af henni, og var óðar horfin. Hurðin lokaðist á eptir henni, og allt var kyrrt í evefnherberginu, sem fyr. Edith þrýsti höndunum að gagnaugum sér, eins og 67 hún væri í vafa um, hvort þetta væri ekki að eins heimsku-draumur. En er Edith hafði ögn jafnað sig, spratt hún á fæt- ur, brá sér í morgunkjólinn, og fór inn í svefnherbergi Daniru. Þar var engin manneskja, rúmið ósnert, og Daníra auðsjáanlega komin út úr húsinu. Edith datt fyrst í hug, að vekja föður sinn, og segja hoDum, hvað gjörzt hafði; en er hún minntist orðaDan- íru, hætti hún þó við það. Hálf-vandræðaleg gekk hún út að glugganum, því að þaðan sást kastalinn, og nokkur hluti borgarinnar. Hvers vegna hafði Daníra beðið hana fyrir skila- boðin til Gerald’s, sem hún var gjörsamlega ókunnug?' Hvers vegna féll henni fyrirlitning hans svo þungt, þar sem hún skeytti ekkert um fyrirlitningu uppeldisföður síns? Þetta var gáta, sem hún gat ekki ráðið. En allt í einu hrökk hún við. -- Það heyrðust þrjú skot í fjarska, hvert á eptir annað. — Svo var dauðaþögn í nokkrar mínútur, unz aptur heyrðist eitt byssuskot. Síðasta skotið var frá kastalanum, og strax á eptir, fór að sjást þar ljósagangur, og blys sáust uppi í brekk- unni, eins og verið væri, að leita þar að einhveiju. Loks drundi fallbyssuskot, er bergmálaði í fjöllun- um, unz hljóðið dó í fjarska. Sakir þess, sem á undan var gengið, vakti þetta allt íllan grun hjá Edith. Hún flýtti sér aptur að rúminu, klæddi sig í snatri, og fór síðan yfir í hinn enda hússins, til þess að vekja föður sinn. En það var óþarfi, þvi hann var þegar kominn á

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.