Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.05.1905, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.05.1905, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst j 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; j trlendis 4 kr. 50 aur., og j í Ameríku doll.: 1.50. \ Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJÓÐVILJINN. — Nítjándi ÁSÖANGUH. =|..— .—»■—gso=|= RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. - Uppsögn skrifieg, ógild nema komin sé til útgef- j anda fyrir 30. dag júní- i mánaðar, og kaupandi i samhliða uppsögninni horgi skuld sína fyrir blaðið. M 21. Bessastöbum, 20. MAÍ. 19 0 5. Ifna og lldavélar selur rgrímsson. litsímasamningurinn. Þyí optar sem menn lesa ritsímasamn- inginn fræga(!), því Ijósara verður mönn- um, hve óþrjótandi axarskapta uppspretta hann er, frá sjónarmiði vor Islendinga. Eitt atriði, meðal margra, sem sleppt var að minnast á í 16. nr. blaðs vors, er ákvæði 3. greinar samningsins, þar sem segir: „Endurgjald fyrir afnot landsím- ans islenzka tiltaka íslenzk stjórnarvöld, fyrir innlend simritaviðskipti“. — Af þessu er það Ijóst, að danska mannvirkja- ráðjherranum er ætlað, að ákveða endur- gjald fyrir símritaviðskipti, sem send eru með landsímanum, ef þau eiga að send- ast til útlanda, eða koma frá útli'indum. Landsíminn er, samkvæmt ritsíma- samninginum, íslenzk eign, en þó á dansk- ur ráðherra að ráða því að öllu leyti, hvaða borgun vér fáum, ef útlend sím- ritaskeyti eru sond með honum, og þing °g þjóð verður að þegja, hvernig sem honum þóknast að beita valdi sínu í því efni. En nú er það ljóst, að landsíminn verður einmitt aðallega notaður, til þess að flytja skeyti milli íslands og útlanda. — Það verður verzlunarstéttin, og stærri útgerðarmenn, innlendir og útlendir, sem mest munu nota hann. Tokjumar af símritaskeytum, sem að eins eiga að fara milli manna innan lands, verða sárr -óverulegar, að minnsta kosti fyrst um sinn, svo að auðsætt er, að landsíminn hlýtur að verða þjóð vorri versti baggi. Þetta atriði, að láta danskan ráðherra skipa fyrir um endurgjald fyrir útlend símritaskeyti, er send eru með landsím- anum — sem auðvitað er engu siður ísl. sérmál, en t. d. ákvæði um burðargjald með póstum hér innan lands —, það er og afar-særandi fyrir sjálfstæðistilfinningu íslendinga. Og þetta skrifar íslenzki sérmálaráð- herrann undir(!) En það er ekki nóg með það, að danski ráðherrann hefir vald til þess, að ákveða gjald þetta, sem honum sýnist, og þykir dönskum hagsmunum hentast, heldur er og vafasamt, hvort það er ekki blátt áfram meining samningsins, að nor- ræna fréttaþráðarfélaginu beri endurgjald- ið fyrir öll simritaviðskipti, sem send eru : yfir land, og koma frá útlöndum, eða ' þangað eiga að fara, sbr. 6. gr. samnings- ins, sem segir, að ef vér notum rétt þann, | sem þessi grein heimilar, til að koma \ upp útbúnaði til þráðlausrar firðritunar | — á vorn kostnað — milli Færeyja og | einhvers staðar nærri Beykjavík, þá eigi félagið að fá „sama gjald fyrir hraðskeyti þau, sem send eru með kinum þráðlausa útbúnaði, eins og fyrir sæsímahraðskeyti frá Islandi, og þangað, eða yfir Island'1. Að minnsta kosti er hér, sem víðar, um óljóst atriði í samninginum að ræða, og þar sem danski mannvirkjaráðherrann — eptir viturlegri(!) tilhögun hr. H. Haf- stein’s — hefir einn vald til þess, sem hæztiréttur væri, að skýra öll ákvæði samningsins, þá er það á hans valdi, að láta félagið hafa allar tekjur af sendingu útlendra hraðsJceyta yfir Island, ef honum svo sýnist. Og Islendingar verða að gera sór það, sem annað, að góðu, ef þeir samþykkja þenna annálsverða ritsímasamning. Annars er naumast auðið, að leggjast marílatari fyrir danska valdinu, en hr. H. Hafstein gjörði, er hann afsalaði landi sínu öllum rétti til þess, að geta leitað dómstólanna, hversu sem þetta danska stórgróðafélag kynni að traðka rétti Is- lendÍDga í máli þessu, og seldi allt á vald danska mannvirkjaráðherrans. Slik frammistaða mun einsdæmi um víða veröld, enda eigi við öðru að búast, þegar skáldi er ætlað, að gera ýmis kon- ar samninga, og fást við marg-háttuð störf, sem vissulega heimta allt annað, en að menn séu í skálda-yrillum, og hafi hug- ann við allt annað, en um er að ræða, því að yfirleitt er það undantekning, ef skáldin eru hagsýnir framkvæmdarmenn, og meðal þeirra undantekninga er hr, H. Hafstein eigi, þótt hann sé að ýmsu leyti hæfileika-maður. Og svo er réttur vor til ritsímasam- bandsins svo meistaralega tryggður, eða hitt þó heldur, að þó að sæsíminn milli íslands og Færeyja sé slitinn 4 mánuði í senn, og þó að það komi fyrir þrisvar i á ári — ef eitthvað er lappað við hann í svip, áður en hverir fjórir mánuðir eru liðnir, þó að hann slitni strax aptur —, þá eigum vér þó að greiða félaginu fullt árgjald, 35 þús. árlega(!) Það getur þvi farið svo, að landið sé sama sem ritsímalaust eptir, sem áður, en hafi að eins þá á«ægjuna, að verða að borga félaginu, og megi i 20 ár ekki hreifa hönd, né fót, til að koma á öðru hraðskeytasambandi við útlönd. Það má því með sanni segja, að „ekki sé gaman að guðspjöllunum“, og því er það lífsnauðsyn fyrir þjóðina, að risa nú upp, sem einn maður, og láta þingmenn sína Jiindra, að land vort sé flekað, og rú- ið, eins og þessi ráðJxerrasamningur fer fram á. Hinn gifurlegi viðhaldskostnaður, að því er landsímann snertir, og endurnýj- un hans öðru hvoru, ef til vill ál5 —20 ára fresti, getur komið landi voru í svo voðalegar fjárhagslegar ógöngur,að Islend- ingar bíði þess seint bætur, sérstaklega þar sem samningurinn er svo hörmulega úr garði gerður, að megnið af tekjum þeim, er landsiminn gæti gefið af sór, er í 20 ár tryggt dönsku stórgróðafélagi. Á hinn bóginn má þjóðin þó eigi missa sjónir á því, hve mikilsvert það er, að kornast sem fyrst í hraðskeytasarnband við umheiminn, og er því sjálfsagt, að kosta kapps um, að Jioma á hptskeytasam- bandi, sem telja má víst, að ekki verði oss að eins mun ódýrara i byrjuninni, heldur og kostnaðarlítið, er til viðhalds- ins kernur. Yfir loptskeytasambandinu ættu Islend- ingar einnig sjálfir að geta haft öll yfir- ráðin, í stað þess að vera í vasa danska mannvirkjaráðherrans, og danska frétta- þráðarfélagsins, og þarf eigi að lýsa því, hve afar-mikla þýðingu það hefir. •...............• fjit og mdl, og íleira. i. Fyrir löngu heíir verið sagt: „málið er mað- urinn“, og „maðurinn er máiið“ — en þessar setningar benda á það, að margra grasa muni kenna, er rita skal um það efni, því í rauninni felur það í sér allt líf manna og alia hagi lífs manna og þjóða. Því meira, som máliuu fer apt- ur, því n.eira veikist þjóðlífið. Ekki er þessum orðum samt beint að ritstjórum fjögra stærstu blaðanna hér sunnanlands („ísafold“, „Fjallkon- unni“, „Þjúðviljanum“ og „Þjóðólfi“ — þó að stöku orð mætti taka fram, sem sumum kynni miður að líka, þvi að málfærið á öllum þessum blöðum er gott í Lieild sinnij. Eg hefði raunar átt að telja „Reykjavík11 með, en eg afsaka mig með því, að hún er ætluð til að vera auglýsinga- blað, og þar er minna um langar ritgerðir, en ritstjórinn er fæddur málfræðingur ogeinkarvel að sér í málinu, og má því minna á orð hans í „Nýju öldinni11, sem allir munu hljóta að fallast á; þau hljóða svo: „Það er víst vandfundinn maður, sem út hefir skrifazt hér af latinuskólanum síðustu 20 árin, og getur skrifað þolanlega ómeng- að móðurmál sitt — og það stendur á litlu, hvort frumsamið er eða þýtt, þvi allt er hugsað á dönsku, erda vandar nú engin um mál ábókum, og þyk- ir enda hótfindni, ef ekki illkvittni, að gera það. Þetta er sorglegt og alvarlegt, og væri ekki van- þörf á að rita sérstaka ritgerö um misþyrmingu móðúrmálsins. Ef menn unna móðurmáli voru, tjáir ekki að láta það á sig fá, þótt höfundar styggist við slíka aðfinningu, enda er það ekki ætlandi nema þeim, sem vitgrennri eru en í með- allagi“. Þó að þessi orð Jóns Ólafssonar séu i alla staði rétt, þá þarf ekki að hugsa ti) að nokkur maður taki þau til greina. Verkin sínamerkin. Þarf ekki annað en minna á ritstjórnargreinarnar í

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.