Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.05.1905, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.05.1905, Blaðsíða 3
Þjóðviljinn 83 XIX, 21. kinn í Holtahreppi í Rangárvallasýsiu, eptir nokkurra daga legu i iungnabólgu, Jbn bóndi Gíslason, fæddur 19. des. 1840. — Hafði hann búið þar snotru búi i 36 ár. -- Hann var kvæntur Guðrúnu Þor- steinsdottur, Runólfssonar, frá Köldukinn, og eru þrjú börn þeirra hjóna á lífi: tvær dætur, og sonur. Bessastaðir 20. niaí 1905. Veðrátta köld og rysjótt, enginn vorgróður enn, sem teljandi sé. Landsyiii'réttimlöiiiur. 8. þ. m. féll dómur landsyfirréttar í tveim málurn, er Lárus H. Bjarnason sýslumaður, hafði höfðað gegn ritstjóra „ísa£oldar“. Var annað málið út af eptirfai'andi ummælum blaðsins: „Lárus dæmdur sannur að sök um fjárdrátt- artilraun." „Hann (o: „dánumaðurinn11 Lárus) leit í þess stað á sína hagsmuni og reyndi að hafa af bú- inu, sér í hag, 1000 kr.“ Hitt málið var út af svo hljóðandi grein í sama blaði: „Mundu þess vera m"rg dæmi um hinn sið- aða heim, að rnaður væri látinn halda embætti eptir það, að réttlættur væri með dómi sá áburð- ur á hann, að hann hefði, sem skiptaráðandi, róið að því öllum árum, að dánarbú, er hann hafði undir höndum, missti 1000 kr., og það honum sjálfum í hag? Að honum væri ekki einu sinni vikið frá emhætti um stundarsakir, meðan verið væri að bíða eptir hæztaréttardómi í málinu, en til fullnaðar, ef þar yrðu sömu málalok'u Lndirréttur hafði sýknað ritstjóra „ísafoldar11 í báðum þessum málum, og staðfesti landsyfir- réttur þann dóm, og dæmdi Lárus auk þess í 30 kr. málskostnað í hvoru máli fyrir sig. Og þetta er maðurinn, sem stjórnin hleður á metorðum á metorð ofan(!) Látið eigi gabbast, en gætið þess, að þér fáið hinn egta Kíxia-lílTs-elexír. Það eru hafðir á boðstólum fjölda margir heilsu-bitterar, sem all-flestir reyna að líkja eptir nafni, og útbúnaðinum á egta IXína-lifs-elexir* Valdemars Iv*etei*si«'n"?<„ og hvers vegna? Það er ljúfasta skylda hvers heiðvirðs manns, að draga upp hreinan fána, og það eru að eins óprúttnir ránsmenn, er reyna að dylja vonzku sína, og sviksam- legan tilgang með því, að reyna að tileinka sér þau viðurkenningar merki, sem veitt hafa verið vörum, sem í raun og veru hafa reynzt góðar og ágætar. Egta Kína-lif6-elexír Valdemars Petersen’s hefir getið sér heims-viður- kenningu, sem hefir aflað honum fjölda öfundarmanna, sem reyna að gera sér hagn- að af því, að bjóða til sölu einskisvirða vöru, í slíkum umbúðum, að örðugt er, að komast hjá því, að blanda henni saman við hinn eina egta IE3L ína-lífs-elexir, sem ber vörumerkið: Kínverji, með glas í hendi, prentað á einkennismiðann, og innsiglið í grænu lakki á flöskustútnum. Sérhver maður mun auðveldlega sjá, að ekki er að ástæðulausu viðvörun mín: Gætið yðar gegn fölsuimm, og vísið frá yður eptirlíkingum, svo sem „China Bitter", „Lifs-elexír“, og þess konar. — Heimtið ávallt egta Kína-lífs-elexír frá Valdemar Petersen í Friðrikshöfn —Kaupmannahöfn. Fæst alls staðar á 2 kr. flaskan. 72 „Ætti eg að gefa mönnum minum slæmt dæmi, og sýna mig hræddan, og hikandi?u mælti hann. „Jeg er hermaður, eins og þeir, og það verður, í þeirri stöðu, eigi synt fyrir það skerið, að meun hætti lífi sínu“. „Það er engin háðung að þvi, þó að varlega sé ifarið“, rnælti ofurstinn, „allra sízt, þegar beitt er svikum og undirferli. — Auðvitað dettur mér eigi í hug, að letja þig þess, að gegna skyldu þinni fyllilega, en láttu ekki ákafann koma þér til þe99, að leggja þig í hættu, þar sem þú mátt vita, að setið er fremur um líf þitt, en annara, sakir atburða þeirra, er gerðust í nótt“. „Þetta er skylda þín gagnvart sjálfum þér, og unn- ustu þinni“, mælti ofurstinn enn fremur, „og þess vegna, krefst eg þe99, að þú lofir mér því, að bú farir varlegau. „Jeg skal hafa augun hjá méru, svaraði Gerald, „og eigi hætta lífi mínu að óþörfu. — Frekara loforð get eg ekki gefið, þvi að það væri ragmennskau. Ofurstinn andvarpaði, og mælti: „Þú hefir rétt að mæla, Gerald, þó að mér sé þungt um hjarta-ræturnar, er þú fer í ófriðinn. —En þey! þarna kemur Ed;th! Við skulum eigi láta hana vita, hvað við vorum að tnla um. svo að hún verði ekki hrædd. — Góð- an daginn, barnið mitt, hvernig sofnaðist þér, eptir hræðsluna í nótt?u Edith, sem kom inn, til að bjóða föður sinum góðan daginn, eins og hrm var vön, var fremur þreytuleg, og hafði auðsjáanlega ekki fengið nægan svefn. „Jeg gat ekki sofnaðu, svaraði hún, „þar sem sí- fellt var einhver ys og þys hér á heimilinu, ogjeg vissi ,ekki, hvernig Gerald leiðu. Gerald, er gengið hafði á móti unnustu sinni 69 „Farðu nú barnið rnitt! Þú sérð, að jeg hefi annað að hugsa, og verð strax að fara. Reyndu, að sofna apt- ur, og láttu það ekki á þig fá, sem í raun og veru ekki skiptir þig“. Edith sá, að hún varð að hlýða, og fór því út úr herberginu, þó að henni félli orð föður síns illa. Henni skildist, að Daníra myndi vera að einhverju leyti við atburði þessa riðin, þó að henni væri óljóst hvernig þvi væri varið. En þó að hún færi til svofnherbergis síns, var þó eigi um svefn að ræða. Ofurstinn, er farið hafði út, til þess að athuga, hvort nokkuð sæist ískyggilegt í borginni, kom ekki heim apt- ur, fyr en eptir tvo kl.tíma. Sendiboðar komu, og fóru, og i dögun sást liðs- flokkur halda lít úr borginni, og stefndu til fjalla. Bæjarbúar höfðu einnig vaknað við skotin, og flest- ir farið á kreik, til að forvitnast um, hvað um væri að vera. Ókyrrðin hætti eigi, fyr en með morgni, er það varð hljóðbært, að eigi væri annað um að vera, en að fangi hefði flúið um nóttina, og að liðsflokkur væri nú sendur af stað, til þess að handsama hann aptur. Þegar leið á morguninn kom Gerald einnig sjálfui, til þess að gefa ofurstanum skýrslu um það, er gjörzt hafði, þar sem hann hafði að eins sent honum stutta orðsendingu um nóttina. Þeir sátu tveir á skrifstofu ofurstans, og höfðu setið þar í frekan hálf-tíma, og mátti sjá af svip þeirra að at- burðir þeir, sem gjörzt höfðu ura nóttina, voru eigi svo litils virði, 9em látið var i borginni.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.