Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.05.1905, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.05.1905, Blaðsíða 2
82 Þjóðvljiinn. XIX., 21. „'Eimreiðinni, þar sem „Idealisminn“, „Opport- nnisminn“ og „Realisnjinn“ veifa sínum dansk- dröfnóttu fánum á víxl við „Iledonismann“, og aðra — „isma“ þjóðskáldsins, og nú seinnst er „Spíritisminn“ seztur á iaggirnar. En þegar allt er hugsað á útlenzku, þá er ekki von að öðru visi fari. Eins er þessu varið með stafsetning- una; sumir (raunar fáir enn sem komið er( gera það sem þeim er unnt til þess að afskræma málið með „míinu“ frá „Mívatni'* og öllum þeim afkáraskap, sem „Ingólfur" flutti forðum daga. Þar sáust skrípamyndir eins og „igsi“, „kve“, „ÍBt“ og margt fleira, jafn vel nöfn manna voru afbökuð, sem er alveg ólöglegt, svo sem „Triggvi", og sömuleiðis örnefni, t. a. m. „Eija- fjörður" — þó að slíkt stæði á sinum tíma í „Fjölni", þá er ekki mark á þvi takandi; því ef útlendir menn, einkum þeir sem nokkra málfræð- islega hugmynd hafa, s.ei þetta, þá mundu þeir alls ekki átta sig í málinu: Þeir mundu leiða „keyft“ af „kaufa", „djúft" af „djúfur", „kafteinn“ af „kaf“ og „teinn" o. s. fr., og engin orðabók mundi duga þeim; þoir sem þannig rita hafa enga tilfinningu fyrir máli, en vilja hafa „fuglamál11 eða „dýramál"; þeir eru eins og Am- eríkumaðurinn, sem sagði þessi „gullvægu" orð: „a word is a word without meaning". Meining- arlaus orð eru ómork. og eiginlega engin orð, heldur hljóð; og öll rannsókn málfræðiuga lýtur að því að rýna eptir uppruna orðanna, til þess að komast að meiningu í þoim. En þetta verð- ur aldrei með tómri framburðar-stafsetningu. (Eramh.; Um störf lanbúnaðarnefndarinnar er „Þjóðv.u ritað úr Norður-Isafjarðar- sýsln li. apríl síðastl.: „HÍDgað eru nýlega komin frumvörp landbúnaðarnefndarinnar, og eru sum þeirra sjálfsagt góðar réttarbætur, en mikil vonbrigði munu það mörgum þykja að nefnd þessi hefir að kalla alveg gengið fram bjá byggingar- ábúðar- og úttektar- lögunum 12. jan. 1884. Sum ákvæði þeirra laga eru þó mjög ranglát, og því brýn- þörf að breyta þeim. Allur þorri lands- manna mun því hafa talið það eitt af aðalhlutverkum þessarar nefndar, að end- urskoða rækilega þessa löggjöf. Það er að vísu auðsjáanlega markmid nefndar- innar að styðja sem mest að sjálfs ábúð; en þótt frumvörp hennar í þá átt verði lögleidd innan skamms þá á það vissu- lega langt i land að leiguábúðin hverfi, og þess vegna var sjálfsagt að bæta kjör leiguliðanna, sem auðið varð, með hag- kvæmri ábúðarlöggjöf, er um leið myndi og styðja mjög að ræktun landsins, og nær þetta einkum til leiðuliðaábúðarinn- ar á einstakra manna eignum. Samkvæmt skýrslu nefndarinnar eru þessir leiguliðar um 3000. Það mun sannast, að þessi fjölmenni fiokkur bændastéttar vorrar fækka ekki til muna um langan aldur, þótt greitt verði fyrir sjálfsábtíð hans á þenna hátt, er nefndin ræður til, en með- an ábúðarlöggjöfinni ekki er breytt býr allur þessi flokkur ísleDzkra bænda við meiH og minni, afar-kosti, og reyns'ian hefir marg-sýnt, að kjör leiguliða á bænda- eignunum eru sannkallað böl fyrir land- búnaðinn og verulegur þröskuldur fyrir ræktun landsins; má nefna þar til ákvæði ábúðarlaganna um ábúðatimann, jarðabæt- ur ieiguliða, jarðarhús, úttektir jarða o. fl., sem koma miklu harðar niöur á leigu- liðum bændaeignanna, en þjóðjörðunum. Það er miklu meiri nauðsyn á, að stuðla tii þess á allan hátt, að bændaeignirnar komizt sem fyrst allar í sjálfsábúð, en að hlaupa til að selja allar þjóðjarðir. Land- sjóðurinn getur verið fyrirmyndarlands- drottinD, og honurn er innanhandar, að fara svo vel með leiguliða sina, að þeir hafi litla ástæðu til að sækja, fast eptir sjálfsábúð; hafa þjóðjarðir og jafnan verið leigðar með miklu betri kostum, en bænda- jarðir, og mætti þó vera miklu betur ef þingið hugsaði ekki moira um að hafa sem mestar beinar tekjum af þjóðjörðun- um, heldur en um ræktun landsins. Apt- ur á móti er það kunnugt, að landsdrottn- ar bændaeigDanna bugsa margir mest um það, að hafa sem mestar tekjur af jörð- unum, en sárlitið um ræktuD þeirra, og þess vegna hefir meðferð þeirra á leigu- liðunum verið til stórtjóns fyrir leigulið- ana, jarðirnar og ræktun landsins, og þettu þjóðmein hefir löggjöfin hingað til miklu fremur aukið, en grætt. Það gæti enda verið álitamál, hvort það væri ekki eins heppilegt fyrir ræktun landsins, að iand- sjóður fengi forkaupsrétt á öllum oin- stakr manna eignum er seldar væri, eins og að selja þjóðjarðirnar takmarkalaust'. Kni Vestmanneyjum or „Þjóðv.“ ritað 4. mai síðastl.: „Veðrátta hefir siðan um nýár verið optast mjög storma- söm; i janúar og febrúar nær sifeld hvassviðri sitt á hverri átt, í marz nær stögugir austanstorm- ar, í april norðankuldar fyrstu 10 dagana, stund- um með hvassviðri, þá austanstormar til þess 18, en siðan hefir optast verið fremur hægð á veðri. | Ekki hefir veturinn hér frostharður verið, í janú- ar hæzt 12°, í febrúar -j- 10°, í marz að eins -i- 6° ug í apríl 9,6° aðfaranótt þess 5. Afleið- ing af frostaleysinu er það, að hér er ekki nærri nógur is í ishúsinu, eigi unnt að ná nógu af honum, og er það skritilegt til frásagnar, að ís- vandræði skuli vera á Islandi, en oss vantar til- finnanlega nógu stórar tjarnir. Vertíðin er nú hráðum á enda kljáð, og eru hæztu hlutir nú orðnir rúm 600,2/;i þar af þorsk- ur og langa, stormarnir í marz höfðu af mönnum afar-mikinn afla, því þá var hér nægur fiskur fyiir. Mikið hefir verið hér bæði af botnvörpungum og frakkneskum fiskiskipum á hinum fiskisælu miðum s. sv. og v. af Einidrang, og hafa aflað þar vel. Einn botnvörpungur seldi hér einni skipshöfn 5 sinnum afla sinn, fyrir og eptir pásk- ana, um 7000 af þorski og 4—5000 af ísu og upsa; verðið var gott, þorskur upp til bópa fyrir 221/2 eyri. Eitt sinn kom hann með 3000 þorska og nokkuð af isu eptir 3 dægur; slíkt eru upp- gdp- „Hekla" hafði 7. botnvörpunginn í gær við Dyrhólaey; sá fekk 60 pd. sekt, og allt upptækt, en aíla sínum l’ekk hann að halda, gegn því að greiða fyrir hann 1800 kr., sem er meiri ágóði fyrit- landsjóð, en að skipa honum í land og selja á uppboði. Heilbrigði hefir yfir höfuð verið hér góð í vetur, þó nokkuð kvillasamt af niðurgangsveiki. Fralckar ætla að reisa hér sjúkrahús í sumar 16X16 álnir að stærð, á að geta tekið 9 sjúkl- inga Ameríku ferðir verða héðan talsverðar í vor, | fara hóðan alls fram undir 30 persónur ungar og gamlar. Sumir, sem koma hingað úr nærsýsl- unum, fara, er þeir hér hafa salnað efnum fyrir *) Þar sem ritstjóri „Þjóðv." er yfir höfuð hlynntur sölu þjóðjarða, vill hann láta þess get- ið, að hann er eigi samþykkur ofan greindum ummælum. Ritstj. fargjaldi. Mikil sjósókn og næturróðrar munu eiga nokkurn þátt í vesturförum héðan. Norðmaður að nafni Lyder Högdal, sem hefir keypt hér liíur 2 undanfarnar vertiðir, er nú í samfélagi með nokkrum bændum að setja nýja verzlun á stofn hér, svo nú verða hér 3 verzl- anir, og sú 4. er til, en ber að eins nafn, en ekki með rentu. ð arðskipið .,Hekla“ handsamaði nýlega 3 botnvörpunga, er þeir voru að ólöglegri veiði fyrir sunnan land. 1 þeirra tók hún 3. þ. m. nálægt Dyrhólaey, og flutti til Yestmanneyja, var hann þar sektaður um 1080 kr., og afli og veiðarfæri gert upptækt. Fiskinn keypti skip- stjórinn sjálfur, með leyfi sýslumanns fyrir 1800 kr. Sotnverpungur þessi var enskur. 6. þ. m. náði „Hekla“ tveimur á sömu stöðv- um, var annar þeirra enskur en hinn franskur; fékk sá franski vanalega sekt (1080 kr.j en enski sökudólgurinn var sektaður um 1440, kr., vegna þess, að skipstjóri sýndi þrjósku og þrætti í fyrstu fyrir brot sitt, er hann þó varð að kannast við á endanum, er vitnaleiðsla hafði fram farið. „Hekla“ hefir, síðan hún byrjaði strandgæzl- una í vor, handsamað 10 botnvörpuuga, er slíkt vasklega gert; og á yfirmaður skipsins heiður og þökk skilið, fyrir dugnað sinn. Sorglegt slys vildi til 23. f. m., á bænum Túni í Flóa. Drengur á 4. ári datt ofan í forar- vilpu og drukknaði samstundis. Læknis var vitjað, en allar lífgunartilraunir urðu árangurs- lausar. Það er sagt, að seint sé að byrgja brunninn, er barnið er dottið ofan í, og er það að vísu satt, en slíkir atburðir sem þessi, ætti þó að vera mönnum hugvekja um, að láta ekki safngryfjur sínar standa opnar fyrir skepnum og óvitum. Þingmálatundur. Á þingmálafundi, er þingmaður Norð- ur-þingeyinga, síra Arni Jónsson á Skútu- stöðum, hélt, að Skinnastöðum 20. marz síðastl., vildi hann láta menn lýsa trausti á nýju stjórninni; en sú tillaga var felld. — Á hinn bóginn kom það ljóst fram í ræðum manna, að nauðsynlegt væri, að hafa nákvæmar gætur á gjörðum stjórn- arinnar, ekki sizt að því er viðskipti hennar við útlenda valdið snertir, enda gazt mönnum illa að skipunaraðferð ráð- herr; ns, og töldu litla tryggingu í því fólgna, þótt ráðherrann hefði eigi fengið nýtt skipunarbréf í vetur. Fundur þessi tjáði sig einnig mótfall- inn þeynskyldnvinnunni, og var óánægður með fjárveitingar síðasta alþingis til sam- einaða gufuskipaféiagsins o. fl. Alarinalát. 29. apríl síðastl. and- aðist í ísafjarðarkaupstað, eptir 7 vikna mjög þunga sjúkdómslegu, húsfrú Jb- hanna Hjálmarsdbttir, tæplega 31 árs að aldri, fædd 2. júní 1874. — Fyrir rúmurn 6 árum giptist hún eptirlifandi eigin- manni sínum, verzlunarmanni Mríki Finnssyni á ísafirði, og varð þeim hjón- um alls þriggja barna auðið, og er að eins eitt þeirra á lifi. — Halldóru sálUgu er svo lýst í bréfi til ritstjóra „Þjóðv.“, að hún hafi verið „vei að sér, og vel gefin um marga hluti, einkar háttprúð, viðmótsblíð, og kurteis í allri framkomu sinni, svo að hún hafi áunnið sér hylli, og virðingu, allra, or henni kynntust, og sé því almennt saknað af bæjarbúum“.— 21. marz síðastl. andaðist að Köldu-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.