Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.06.1905, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.06.1905, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; trlendis 4 kr. 50 aur., og i Ameriku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnlmán- alarlok. ÞJÓÐVILJINN. Nítjándi ÁROANöUB. --»—230^1= RITSTJÓRI: S K Ú L I THORODDSEN. =|teota—!- ! Uppsögn skrifleg, ógild 'nema komin sétil útgef- | anda fyrir 30. dag júní- mánaSar, og kaupandi samhliða uppsögninni \borgi skuld sína fyrir yblabiö. M 24. Bessastöbum, 8. JÚNÍ. 1 9 0 5. ifna og ildavélar selur Ijristján irimsson. Utlönci. Herskipafloti Rússa gjöreyddur. Um langa hríð hafa engar markverðar fregnir borizt af ófriðnum milli Japana og Rússa. Það eitt hafa menn vitað, að JRoshdestvenskí flotaforingi Rússa var á norðurleið með flotann og stefndi til Vladivostok. Nú hafa loks stórtíðindi að höndum borið. Skýra nýustu ensk blöð svo frá að flotum .Tapana og Rússa hafi lent saman í ákafri sjóorustu 27. f. m. i Tsusímasundi við Kóreu. Biðu Rúss- ar þar algjörðau ósigur. Sökktu Japan- ar flestum hinum stærstu og beztu skip- um þeirra, en tóku önnur herfangi. Að- eins eitt herskip komst undan og til Vladivostok. Mælt er að Roshdestvenskí og tveir aðrir flotaforingjar Rússa séu á valdi Japana. Nánari fregnir af orust- unni og manntjóni því, er orðið hefir, eru enn eigi komnar, en eflaust hefir það verið feyki stórt. Japanar misstu nokkra torpedóbáta, en biðu að öðrn leyti mjög lítið tjón. Má nærri geta, að fögn- uður er mikill í Tokíó yfír atburðum þessum og hefja Japanar Togo, flotafor- ingja sinn, til skýjanna fyrir dugnað hans. Af landhernum eru engar nýjar fregn- ir, en búizt við orustu þá og þegar. En hversu sem um það fer, virðast engar líkur til, að Rússar fái hér eptir komið Japönum á kné. Er það einróma álit enskra, þýzkra og franskra blaðamanna, að nú sé Rússum sá kostur nauðugur að semja frið svo fljótt, sem auðið er. En enn er ókunnugt hversu þeir berast af og hvað þeir hyggja til ráða. Noregur og Svíþjóð. Svo sem kunn- ugt er, er konsúlamálið þar efst á baugi um þessar mundir. Voru lögin til um- ræðu í óðalsþinginu 18. mai og voru þar samþykkt í einu hljóði. Tillaga Hagerups, fyrverandi ráðaneytisforseta, um að fresta málinu og byrja nýja samninga, hlaut engan byr. í lögþinginu var frumvarpið samþykkt í einu hljóði 5 dögum síðar. Um sama leyti tók Óskar konungur sjálf- ur við ríkisstjórn að nýju og þótti það góðs viti. En vonir manna í því efni hafa þó algjörlega brugðizt, því að 27. f. m. hefir konungur neitað lögunum stað- festingar. Hversu Norðmenn hafa tekið fregnum þessum er enn eigi frétt. En ganga má að því vísu, að frumvarp- ið verði samþykkt á tveim næstu þingum og verður það þá að lögum, þótt undir- skript konungs vanti. Eiga Svíar þá eigi annars kost en láta sér svo búið lynda, eða fara með strið á hendur Norðmönn- um að öðrum kosti. Norðmenn hafa ný skeð tekið 40 mil]. kr. ián í Erakklandi, til þess að vera við öllu búnir og geta aukið her sinn, ef á þarf að halda. Verkmenn í Stokkhólmi, er hafa þann starfa að hreinsa götur og náðhús bæjar- ins, hafa lagt niður vinnu sökum óánægju með laun sín. Þetta hefir þó eigi valdið miklum vandkvæðum, því að all-margir stiádentar hafa boðizt til að gegna starfi þeirra að svo stöddu. Hefir það vakið gremju mikla meðal verkmanna og leið- toga þeirra, er sizt höfðu vænst slíks af stúdentum. Danmörk. Síðan „Folketingets Venstre“ myndaðist í vetur, hefir pólitiskt fjör og áhugi verið mjög mikið meðal Dana. Hafa þingmenn haldið hvern fundinn á fætur öðrum með kjósendum sínum og hafa stjórnarsinnar og hinir frjálslyndari vinstrimenn leitt þar saman hesta sÍDa. Virðast hinir síðarnefndu ná æ meiri fót- festu, þótt enn sé þeir víða í minnihluta að vonum. Fáum gengur ver en Albertí. Hefir hann farið hverja hrakförina af annari i kjördæmi sínu og þykir tvísýnt um kosningu hans næst. Um 20. maí héldu vinstrimenn al- mennan fund í Odense. Voru þar mætt- ir c. 640 fulltrúar fyrir land allt. Mynd- uðu fundarmenn nýjan flokk og nefndu „Det radikale Venstre“. Gekk „Folke- tingets Venstre“ siðan inn í þann flokk. Samdi fundurinn því næst stefnuskrá handa flokknum, er heldur fram kröfum vinstrimanna. Flokkurinn vill meðal ann- ars leggje niður víggirðinguna um Kaup- mannahöfn og lækka hernaðarútgjöldin að miklum mun, koma á almennum kosn- ingarrétti, afnema orður og titla, setja á stofn nýtt ráðherraembætti fyrir verzlun, siglingar og iðnað, bæta kjör verkmanna o. fl. Stór eldsvoði varð fyrir fskömmu á Amager. Kviknaði þar í Holmblads kerta- verksmiðju og brann fyrir fullar 200000 kr. Sósíalistar héldu ársfund sinn í Kaup- mannahöfn 8. maí. Var þar "samþykkt að styðja hvern þann stjórnmálaflokk, er af alefli vinnur að breytingum í lýðveld- isstefnu. Þykir sennilegt, að samvinna verði milli Sósíalista og frjálslyndra vinstrimanna við næstu kosningar og geta þeir þá orðið stjórninni skeinuhættir. 12. maí var uppi fótur og fit meðal Hafnarbúa. Var þann dag safnað pen- ingum til styrktar fátækum og umkomu- lausum börnum, og söfnuðust fullar 100000 kr. Danir kalla dag þenna „Bömehjælps- dag“ og fylgja honum ýms hátíðahöld, enda er hann orðinn fastur merkisdagur í Hafnarlífinu. 14. maí héldu Danir hátíðlegan 100 ára afmælisdag tónleikaskáldsins Hart- manns með samsöngvum og öðrum fagn- aði. Látinn er einn af kunnari vinstrimönn- um í Danmörku, Jens Rasmussen skóla- kennari. Enn fremur einn af þingmönn- um Dana Jensen Brœndholt að nafni, „moderatu. Bússland. Óeyrðir talsverðar áttu sér stað á ýmsum stöðum 1. maí í sambandi við samkomur verkmanna, sem tíðar eru þann dag. Skutu bermeDn á fjöldaDn og drápu og særðu eigi allfáa. -- í þorp- inu Shitomir hafa Gyðingar verið ofsótt- ir af mikilli grimmd. Er þar nú hin mesta eymd og volæði. — Það bar til í Varshav fyrir skömmu, að tveir lögreglu- þjónar veittu eptirtekt manni einum, er þeim þótti tortryggilegur útlits, og gripu þeir hann höndum. En í sama bili sprakk sprengikúla, er hann hafði í fórum sín- um, og drap hann sjálfan, lögregluþjón- ana báða og nokkra menn aðra. Haldið er, að kúlan hafi verið ætluð Maximovitsh landstjóra, er væntanlegur var til bæjar- ins þenna dag. Þýzkaland. 9. maí voru hátiðahöld I mikil um land allt í minningu þess, að 100 ár voru þá liðin siðan skáldið Schill- er dó. Nú er loks komin á fullkomin sætt milli greifinnu Montignoso, dóttur Saxa- konungs, og ættfólks hennar. Hún fær 40000 mörk í lifeyri árlega, en missir saxneskan borgarétt og lætur af hendi börn sín. Þó fær hún að sjá þau einu sinni á ári. Frakkland. Hinn heimsfrægi franski listamaður Paid Duhois, formaður lista- skólans franska, er nýlega látinn, 75 ára gamall. England. Það þykir mikilli nýlundu sæta, að svo mikill gauragangur varð fyr- ir skömmu á þingfundi í neðri málstofu enska þingsins, að forseti fékk engu tauti á komið og varð að slíta fundi. Nýlendu- tollpólitíkin var til umræðu. Var frjáls- lyndi flokkurinn óánægður með fram- komn stjórnarinnar og vildi fá forsætis- ráðherrann Balfour til að skýra afstöðu hennar. Hann færðist undan þvi, en ný- lendumálaráðherrann Lyttleton vildi taka til máls. Urðu þá köll mikil og óhljóð og gekk svo langa hríð, uns Lyttleton sá sitt óvænna og settist niður. Er slikt nálega eindæmi i þingsögu Breta, að þing- menn neiti að hlusta á ráðherra, er vilL ! tala um þau mál, er undir hann heyra. | Slíkt atvik hefir að eins einu sinni kom-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.