Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.06.1905, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.06.1905, Blaðsíða 4
96 Þjóbvljiinn. XIX., 24. „Perfect skilvindan“ er tilbúinphjá Bnrmeister & Wain, sem er mest og frægust verksmiðja á norður- löndum, og hefir daglega 2500 manns í vinnu. „PERFECl1" h«‘íi v á J tiltölulega stuttum tíma íengíð yfir 300 fyrsta flokks verðlaun. „PE RFECT“ er af skólastjórnnum Torfa í Ólafsdal og Jónasi á Eyðum, mjólkurfræðingi Grönfeldt, og búfræðiskennara Guðm. Jónssyni á Hvanneyri, talin bezt af öllum skilvindum, og sama vitnisburð fær „PER- FECT“ bæði í Danmörku, og hvervetna erlendis. „PERFECT“ er bezta skilvinda nútímans. „PERFECT44 er skilvinda framtiðarinnar. Útsölumenn: kaupmennirnir Gunnar Gunnarsson Reykjavík, Lefolii á Eyrarbakka, Halldór í Vík, allar Grams verzlanir, allar verzlanir Á. Ásgeirssonar, Magnús Stefánsson Blönduósi, Kristján Gislason Sauðárkrók, Sig- valdi Þorsteinsson Akureyri, Magnús Sigurðsson Grund, Stefán Steinholt Seyðisfirði, Fr. Hallgrímsson Eskifirði. Einl£a)s:ali íy r-i i- ísland oar Færeyjar Jakob Gunnlögsson Kobenhavn, K. Til ísafjarðar voru: Ásgeir kaupm. Asgeirs- son, Ólafur Benjamínsson verzlunarmaður. Strandbáturinn „Skálholt“ kom til Reykjavík- ur 4. þ. m., norðan og vestan um land. er aíhó óen Seóete. útlöndum 4. þ. m., með fjölda farþegja, þar á meðal: ráðherra II. Hafstein og frú hans, Frök- enarnar Helga og Gunnhildur Thorsteinsson, stud- entarnir: Signrður Jónsson Sigurjón Markússon, Lárus Fjeldsteð, Guðmundur og Yernharður Jó- hannssynir dómkirkjuprests, Jónas Einarsson, Björn Þórðarson, Bjarni Johnsen, Yilh. Finsen, Konráð Stefánsson, Magnús Guðmundsson, Ge- org Ólafsson. Kandidatarnir: Jón Rósenkranz og Mattias Einarsson. Bjarni snikkari Jónsson, fjöldi enskra fet-ðamanna, o. fl. Skemmtilegasta tímarit á íslenzku. Ritgerðir, myndir, sögur, kvœði. PRKNTSMm.FA P.rÓÐVILJANS. 79 verið fengið til afnota, og stóð Jörgen Moos þar, fyrii framan hann. „Þá er jeg loks hingað kominn, síra minn!“ mælti Jörgen, „þó að viðstaðan verði nú ef til vill ekki löng. — En víst er um það, að jeg er, bæði hungraður, þyrst- ur, og hálf-stiknaður í sólarhitanum, sem nú er“. „Nú, það sér nú reyndar ekki á þér, að örðugleik- arnir hafi bitið mikið á þig“, svaraði munkurinn. „Maður venst þeim“, svaraði Jörgen, „enda gekk maður eigi gruflandi að því, að við margt væri að stríða í þessu bansetta landi, sem forsjónin hlýtur að hafa skap- að í bræði sinni, þar sem maður getur gengið tímunum saman, án þess að koma auga á eitt einasta tré, og sér eigi annað, en himininn, og gróðurlausa kletta“. „Drottinn skiptir gáfum sínum misjafnt“, svaraði .aunkurinn, „og ber oss eigi að dæma um gjörðir hans. — En kemur Steinach, liðsforingi, og menn hans, hingað bráðlega?“ „Þeir koma líklega eptir rúman hálf-tíma“, svaraði Jörgen, vonandi með líf og limi“. „Við hvað áttu? Voru nokkrir sárir?“ „Nei, ekki þegar jeg skildi við þá“, mælti Jörgen; „en hér er enginn öruggur um líf sitt mínútunni lengur, þvi að enda þótt allt sýnist kyrrt og hljótt, þjóta kúl- urnar opt fram hjá eyrunum á inanni, er minnst varir, þar sem fjandmennimir folast hér og hvar í klettaskor- um, og eru svo að vörmu spori horfnir, eins og klett- amir hefðu gleypt þá, áður en vér vitum nokkuð af“. Munkurinn kímdi ögn og mælti: „Þegar maður heyrir, hvernig þú hagar orðum þíu- um, gæti maður ætlað, að þú værir lítt nýtur sem her- 80 maður, en nýlega gat eg þó, sem betur fer, ritað foreldr- um þinum, að Jörgen þeirra þætti hraustur drengur, og hefði aptur og aptur hlotið lof yfirmanna sinna“. Það var auðséð, að Jörgen líkaði lot þetta eigi mið- ur, þó að hann andæpti ‘ því, rétt til siðasaka. „En hafið þér þá einnig ritað móður Steinach’s, hve hraustlega hann gengur fram?“ „Jeg hefi eigi verið beðinn þess“, svaraði munkur- inn, „enda býst eg við, að hann riti henni sjálfur greini- lega“J „Líklega réttast, að hann geri það sjálfur“, mælti Jörgen, dapur í bragði. _Hún bað mig að visu, aö gæta þess, að hann eigi biði líf- eða lima-tjón, en færi eg að skrifa henni, myndi það þó að eins valda henni sorg,, þótt hann sé heill heilsu“. „Sorg? Ætti það að hryggja hana, að sonur henn- ar er hraustur?" Jörgen stundi, svo að munkinum fór sízt að lítast á blikuna. „Hvað á þetta að þýða? Hvað gengur að Steinach?“ „Hann er töfrum beittur“, fleipraði Jörgen fram úr sér. „Jörgen — ertu genginn f'rá vitinu?“ „Engan veginn“, svaraði Jörgen, „en um Steinach er það orð og að sönnu, og þykir mér það leiðast, vegna veslings ungfrúarinnar í Cattaro, sem er svo fögur, og skemmtileg, að unun er á að líta. Og að hugsa sér það,. að þessi Daníra —“ „Eigið þér við uppeldisdóttur setuliðsstjórans, sem flýði á næturþeli? Hvað er um hana að segja?“ „Hún er galdranornin, sem hefir töfrað liðsforingj-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.