Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.06.1905, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.06.1905, Blaðsíða 2
94 Þjóbviljinn. ■A.aK., 24. ið fyrir áður. Yar það 1898, er heima- Btjórn íra var til umræðu. Bandaríkin. Komið hefir til orða á þingi Bandamanna að leggja innflutnings- ekatt allt að 100 mörkum, á innflytjanda hvern. Hefir Roosevelt forseti tjáð sig frumvarpinu samþykkan. Járnbrautarslys vildi nýlega til i Penn- sylvaníu af þeirri sök, að hraðlest lenti inn á rangt spor. Misstu 75 menn lífið, en 100 særðust. •mss...HBa— Tíundarmálið í Ölafsvík. Ný dómspeki stjórnarerindisrekans. Dómurinn, sem hr. Ouðm. Eggerz hef- ir nýlega kveðið upp, í tíundarmálinu gegn sira Helga Arnasyni í Ólafsvík, hef- ir losað stjórn vora úr miklum ótta. Eptir ráðstöfun „yfir-ráðherrans“, „dánu- mannsinsu, í Stykkishólmi, hefir stjórn- in látið hr, Guðm. Eggerz vera að eltast við síra Helga mánuðunum saman, út af því stóra sakarefni, að dregin hafa verið frá tíund hans, með samþykki hreppstjóra nokkur fallin kirkjujarðakúgildi, er í hans ábyrgð voru. Það mun hafa varðað sveitarsjóðinn rúmum tveim krónum, og landssjóðinn svipuðu smáræði, ef skilningur síra Helga og hreppstjórans, reyndist rangur, og út af þessu lætur stjórnin fara fram kostn- aðarsamar rannsóknir um hávetur. En eptir því sem lengra leið á rann- sóknina, varð það æ ljósara og ljósara, að ekkert viðlit væri, að fá sira Helga dæmdan sekan um rangt tíundarframtal, svo að stjórnin var að lokum farin að láta erindisrekann grátbæna síra Helga, að borga áfallinn málskostnað, og skyldi þá málið niður falla. Stjórnin var kominn í mjög óþægi- lega klípu, þar sem eigi var annað sýnna, en að landssjóðurinn mætti borga allan kostnaðinn. En úr þessum ótta hefir dómur er- indisrekans losað stjórnina — í bráðina. Hann telur að visu eigi ástæðu til að ætla, að síra Helgi hafi vísvitandi viljað telja rangt fram til tíundar, og dæmir hann þvi syknan saka, en lætur hann þó borga málskostnaðinn, er óefað nernur hundruðum króna, og segir að það sé „meðal annarsu af því, að hann hafi eigi fengizt til þess, að „útkljá inál þetta með sátt, og var því hið opinbera neytt, til að höfða málw. Þessi rökfærsla stjórnarerindisrekans, að hið opinbera hafi verið neytt til þess, að höfða mál gegn manni, sem eigi hefir neitt hegningavert að hafst er alveg fyr- irtak. í henni felst játning þess, að stjórnin hafi séð sig komna í vandræði, þar sem hún hafði látið “yfirráðherrannu ginna sig út í kostnaðarsama rannsókn gegn alsýknum manni, út af smávægilegum hé- góma, óverulegum tíundar-frádrætti, sem vafasamt var um, og enginn annar en hreppstjórinn, bar í raun og veru ábyrgð á. Þrátt fyrir orðatiltækið „meðal ann arsu þá er auðsætt, að stjórnarerindis- rekanum hafa fundizt þessi vandræði stjórnarinnar vera veigamesta, og í raun og veru eina frambærilega ástæðan til þess, að smella málskostnaðinum á sira j Helga, sem hann telur þó sýknan saka. j En þó að stjórnin geri axarskapt, og j komist þar af leiðandi í vandræði. sér þó ! hver maður, að slíkt er engin ástæða til ! þess, að smella stór-útgjöldum á mann j þann, sem hmn er að eltast við, allsendis | ástæðulaust. Það var skylda stjórnarinnar, er hún í sá, að ekkert lagabrot hafði verið fram- j ið, að stöðva þegar rannsóknina. — Hitt ! var að bæta gráu ofan á svart, að byrja | engu að síður opinbera málshöfðun. En óttinn við vanþóknun „yfirráðherr- ! ansu hefir verið yfirsterkari, en réttlæt- j istilfinning stjórnarinnar. Og hin annálsverða dómspeki hr. Guðm. j Eggerz hefir svo hjálpað upp á stjórnina i í svip. En — rétt í svip, því að það er naum- ast vafi á því, að þessi dómur hr. Guðm. Eggerz muni vonum bráðar leggjast í gröf- ina, eÍDS og aðrir dómar hans í Snæfells- nessýslu. — Þingmálafundur. Pingmálafund hélt Jón Jónsson frá Múla, á Seyðisfirði 28. f. m., voru fund- armenn um 40. Þar voru ýms mál rædd, bæði sem landið varðar í heild sinni, og svo ser- mál kjördæmisins. í ritsímamálinu var eptir miklar um- ræður samþykkt svolátandi tillaga, með 23. atkv. gegn 8: Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir þvi, að stjórnin skuli hafa gjört samning um ritsíma- lagning hingað til landsins svo úr garði gjörð- an, sem hann er, að þinginu fornspurðu, einkum þar sem fjárlögin virðast ekki heimila fe það, er ætlað er að til þurfi. Þingið eitt á að ráða úrslitum þessa máls og hafa óbundnar hendur til að velja um þau tilboð um hraðskeytasam- band, er fyrir kunna að liggja. Væri því rótt að þingið þegar í þingbyrjun setji nefnd til að rannsaka öll tilboð og hvað annað, sem gjörzt hefir i þessu máli. FId í eiuu hljóði var samþykkt, að sæsíminn yrði lagður á land á Seyðisfirði, ef þingið samþykkir ritsímamálið. í undirskriftarmálinu var í einu hljoði samþykkt svohljóðandi tillaga: Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir því, að forsætisráðherrann danski skrifaðijundir skipun- arbréf ráð herra vors,þvert ofan í skýlausan vilja síðasta þings; skorar fundurinn á þingið,aðgjöra allt sem í þess valdi stendur til þess að slíkt komi ekki fyrir optar. Um meðferð þingmála var með 28. at- kv. samþ. svolátandi tillaga: Fundurinn telur það vonbrigði mikil og skerð- ing á eptirþráðu þingræði, að i stað þess að birta opinberlega kjósenduin og þingmönnum til at- hugunar, nýmæli þau og lagafrv. er stjórn vor væntanlega hefir samið ogjætlar að leggja fyrir þingið í sumar, — skuli þeim nú sem fyrr hafa verið haldið leyndum fram að þingtíma og þau fyrst borin undir konung (eða ríkisráðið danskaj, áður en vér áttum kost á að kynna oss þau, og skorar á þingið að gjöra sitt ýtrasta til að ráða bót á þvi 1 framtíðinni. Sjávarútveg vill fundurinn láta efla, skorar í því skyni á alþingi að veita Bjarna kennara Sœmundssyni svo rífleg laun, að hann geti eingöngu gefið sig við fiskirannsóknum, og aefið út tíma- rit um fiskiveiðar, o. fl., vill fundurinn láta þingið framleggja fé þeirri atvinnu- grein til framfara. Þá skorar fundurinn á þingmann sinn að beitast fyrir því, að sem fyrst verði unnið að framkvæmdum í menntamálinu, og vill ekki láta þingið skera við nögl fjárveitingu til þess máls. Amtsráðin vill fundurinn láta niður- leggja. Sveitfestistímann vill f'undurinn ekki láta stytta, heldur halda i 10 árin, sem verið hefir hingað til. Prestum vill fundurinn fækka að mun, launa þá úr landssjóði en leggja aptur kirkjueignirnar undir landssjóð. Til millilanda-gufuskipafcrða vill fund- urinn að hætt sé að veita fé, svo að nokkru nemi. Þingtímann vill fundurinn láta færa, halda þing á vetrum en ekki sumrum, og skorar á þingm. sinn að gangast fyr- ir því. Við norsku stjórnina vill fundurinn láta leita samninga um afnám á innflutn- ingsgjaldi á íslenzku keti í Noregi. Einnig óskar fundurinn að Norðmönn- um verði með lögum gert erfiðara fyrir með fiskiveiðar hér við land. Innlend ábyrgðarfélög vill fundurinn eem fyrst láta stofna. Önnur mál, er til umræðu komu, voru bæjar og héraðsmál þar eystra. Frá ísalirði er „Þjóðv.“ ritað 31. maí. þ. á.: „Tiðin einatt fremur köld; 23.—25. þ. m. gerði hér norðan kulda- hret, svo að jörð varð alhvít, og hafa síðan hald- izt kuldar, og snjó hreytt öðru hvoru, og urðu svo mikil brögð að þvi 29.—30, þ. m.. að dyngdi niður töluverðum snjó svo að hvergi sá í dökkan blett. — Stafa kuldar þessir óefað af þvi, að haf- ísinn, „landsins forni fjandi", er hér að eins fá- ar mílur undan landi, og við búið, að hann verði þá og þegar landfastur, ef líkri veðráttu fer fram. — Margir bændur hafa orðið að eyða nokkru af korni handa skepnum sinum, enda illt, er slík ótíð er um sauðburðinn. Lungnabólga hefir verið að stinga sér niður í Hnifsdal, Höfnum, og fleiri verstöðum, enda hafa sjómennirnir sætt all-mikilli vosbúð, og opt not- ið lítt svefns, eður hvíldar, þar sem bæði hefir verið lang-róið til fiskjar, og mikið slit, og fyr- irhöfn að afla kúfiskjarins, sem nú er eina beit- an, sem almenningur notar, og nokkuð aflast á, enda verður því ekki neitað, að mikil björg er þegar á land komin, siðan á paskunum; enda þótt aflabrögð manna séu harla misjöfn, eins og aðr- ar gáfur guðs. Enski fiskikaupmaðurinn P. Waril hefir í þ. m. keypt smáfisk upp úr saltinu, óþveginn, á 36 kr. sk'M. og keypti einnig um tíma blautan smá- fisk á 7 aura pd.; en annars er verð á þorski, smáum og stórum; almimnt 6—7 aur. pd. í pen- ingum. Verzlunarsamkeppnin vex hér svo að segja dag frá degi. og má almennt fullyrða, að flestar nauð- synjavörur séu nú seldar öllu ódýrar á ísafirði en i sjálfum höfuðstaðnum. — Það eru banka-út-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.