Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.06.1905, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.06.1905, Blaðsíða 3
•24. Þjóbviljinn 95 búin, og ábyrgðarlánin, sem hleypa upp nýjum Og nýjum smáverzlunum, og færi betur, að sum- ar þeirra yrðu eigi skammlífar, og eigendunum til lítils gróða. — Verzlunarútlán mega nú teljast haett, nema hjá verzlununni „Edínborg'1 sem rek- ur útlánsverzlun í mjög stórum stýl, enda sæk- ir nú almenningur þangað, því að svo eraðsjá, sem menn þykist ekki geta án verzlunarlánanna verið, hversu mjög sem monn hallmæla þeim í 'hðru orðinu. Fjöldi nýrra stórhýsa er nú í smíðum hér í Aaupstaðnum, og má óefað'þakka bönkunum þær framfarir, en því miður síður, bættum efnahag -almennings. 21. þ. m. kom hingað frá Noregi; gufubátur- inn „Tóti“, sem bræðurnir S. H: Bjamarson con- -aúll og P. M. Bjarnarson hafa keypt, til þess að hafa hann til fólks- og vöruflutninga um Djúp- rið, og er bátur þessi hin þarfasta samgöngubót 1 héraðinu, miklu stærri og hentugri, en bátar þeir, er áður hafa annazt Djúpforðirnar. — Bátur þessi fer alls 87 ferðir á tímabilinu frá 27. þ. m. til októberloka11. ■Prestkosningar. Preskostning fór fram i Staðarprestakalli i Aðalvík i Norður-ísafjarðarsýslu 23. maí síðastl. — Þar voru tveir í kjöri: síra Magnús R. Jóns- son á Tjörn og cand. theol. Asgeir Asgeirsson frá Arngerðareyri. Af 82 kjósendum, er á kjörskrá voru, mættu ■ 60 á fundinum, en tveir þeirra greiddu þó eigi atkvæði. — Kosningin fór svo, nð síra Magnús R. Jónsson hlaut 50 atkvæði, en cand Á. Ásgeirs- son 8 atkv. Á Sauðanesi hefir síra Jón Halldórsson á Skeggja- : stöðum hlotið kosningu með 40 atkv. Arni próf. Jónsson á Skútustöðum fekk 12 atkv. og síra Jón Jónsson í Stafefelli 1 atkv. „Hekla“ hefir enn á ný tekið 3 botnvörpunga, var 1 þeirra þýzkur, en 2 franskir; voru tveir þeirra, sá þýzki og annar þeirra frönsku, sekt- aðir um venjulegar 1080 kr., en annar Frakkinn var sýknaður, með þvi að eigi þótti full sannað að hann hefði verið að veiðuni í landhelgi. Lausn frá prestsskap hefir Davið prófastur Guðmundsson á Hofi i Hörgsdal fengið, hefir verið prestur í 45 ár. Fyrri liluta lagapréfs hafa tekið Einar Arn- órsson, Magnús Sigurðsson og Páll Jónsson, all- ir með fyrstu einkunn, Bjarni Johnsen og Stefán Stefánsson með annari ninkunn. Mannalát. Grímur Þórarinsson Vikingur, bóndi í Garði í Kelduhverfi, varð bráðkvaddur 30. apríl, fædd- ■ ur 5. febr. 1852, Gríuiur bóndi ,var atgerfis- maður um marga hluti, skynsamur, glaðlyndur og hagyrðingur góður. Hann lætur eptir sig konu og 5 börn flest upp komin. Það slys vildi til 20. f. m. að ljósmóðir Helga Indriðadóttir frá Gilhaga, drukknaði í Svartá i Skagafirði. Þann 21. f. m. andaðist Leo Halldórsson bóndi á Rútsstöðum í Eyjafirði, hann var talinn bezt- ur sundmaður norðanlands, og kenndi lengi sund. 20. maí síðastl. andaðist i ísafjarðarkaupstað ekkjan Friðrika María Vedholm, fædd á ísafirði 9. júlí 1869. — Foreldrar hennar voru: Harald- ur verzlunarmaður Magnússon, kaupmanns á Búð- um, Ásgeirssonar, prófasts í Holti, Jónssonar og kona hans Sigríður Markúsdóttir, bónda á Nauteyri, Torfasonar, og var Sigríður því systir Toria skipherra Markússonar á ísafirði og þeirra systkina. Friðrika sáluga giptist 8. marz 1897 verzl- unarmanni Viggo Vedholm If 21. des. 1901,), og varð þeim hjónum alis 5 barna auðið, og eru tvö þeirra dáin, on þrjú þeirra á lífi. — Friðrika sál- uga var friðleiks kona, og vel látin.---- 7. s. m. andaðist að Stakkadal í Sléttuhreppi í Norður-ísafjarðarsýslu húsfreyja Helga Frið- riksdóttir, um sextugt, kona Sakaríasar Sakarí- asarsonar, fyrrum bóndi í Stakkadal, er lifir hana, ásamt þrem uppkomnum dætrum : Sigriði Helgu, giptri Guðm. bónda Guðmundssyni f Stakkadal, Guðbjörgu og Guðrúnu. — Hafa þau hjón dvalið hjá Guðmundi, tengdasyni sínum síðustu árin, og var Helga sáluga mjög farin að heilsu seinni ár æfinnar. — — 5. mai andaðist i Þverdal f Norður ísafjarð- arsýslu húsfreyjan Kristjana Guðlaugsilóttir, kona Hjálmars Kristjánssonar, og bjuggu þau hjónin til skamms tima að Glúmsstöðum í Fljótum. 17. apríl síðastl. andaðist Þorsteinn Jónsson fyrrum bóndi á Langavelli, kominn á áttræðis- aldur. — Hann lætur eptir sig ekkju, Elinborgu Guðmundsdóttir að nafni, og áttu þau bjón ekki barna, en sonur Elinborgar, frá fyrra hjónabandi hennar, er Benedikt bóndi Jónsson á Langavelli. — Þorsteinn sálugi var atorku- og fyrirhyggju- maður, er gat sér gott orð hjá öilum, er kynni höfðu af honum. Bessastaðir 8. júní 1905. 1 eðrátta köld sem fyr, og lítill sem enginn gróður í högum. Dáinn er í Reykjavík 29. f. m. skólapiltur Kjartan Guðmundsson; hann var í öðrum bekk lærða skólans. Hann dó úr taugaveiki. Mislingarnir eru nú úr sögunni, og var allt samgöngubann leyst 7. þ. m. Gufuskipið „Laura“ kom til Reykjavíkur frá 81 ann“, svaraði Jörgen, gremjulega. „Hún hefir byrlað hon- um einhvera konar töfradrykk — þeir kunna það, þessir villimenn —, og því er nú svo komið, að hann er orð- •.inn ástfanginn í henni“. Leonhard munkur ieis upp úr sæti sínu, og var al- veg forviða. „Óhugsandi!“ kallaði hann. „Steinach liðsforingi er skylduræknari maður, en svo, að hann geti hent ann- &ð eins. — Hvernig getur þér dottið slikt í hug?“ Jörgen gekk til munksins, og lækkaði röddina þótt íþeir væru þar tveir einir inni. „Jeg vissi þetta, þegar jeg var í Cattaro“, mælti hann. „Kvöldið áður en vór lögðum af stað þaðan ,fylgdist eg með ’G-erald til heimilis setuliðsstjórans, til þess að kveðja Edith, sem jafnan hefir verið mjög vingjarnleg við tnig; en hvor- ugur okkar fékk þá að sjá hana. Gerald sat lengi á tali við tilvonandi tengdaföður sinn, og tvílæstu þeir hurðinni; en jeg stóð í fordyrinu, og með því að þar var dimmt, tók ofurstinn eigi eptir mér, er hann opnaði aptur hurðina, og kvaddi Gerald. Heyrði eg þá ofurstann segja: „Jeg vil ekki gera þór rangt til, Gerald, og jeg hygg, að þessi skoðun hennar sé að eins heimskuleg imyndun; en orð þín friða mig þó eigi fyllilega, því að þau virð- ast benda á, að þú sért sjálfur í nokkrum vafa, og skilj- ir ekki sjálfan þig. — En nú hefirðu lofað því við dreng- skap þinn, að rita ekki unnustunni, fyr ön þú getur hrein- skilnislega sagt: Jeg hefi aldrei unnað Daníru, og hjarta mitt heyrir þér einni til! Getirðu það, þá er unnustan þín. — Yertu nú sæll, Og skrifaðu sem fyrst“. 78 Edith sneri sér við, leit á föður sinn, og glitruðu þá skær tárin i augunum. „Þú segir satt, að Gerald getur elskað!“ mælti hún, og skulfu þá ögn varirnar. „Jeg hefi sóð þess vott í dag, en — mig hefir hann aldrei elskað!“ * * * Kastalinn gnæfði, einn sór, á háum eyði-kletti, og hafði staðið þar árum saman, en verið nýlega endurbætt- ur, og rammlega viggirtur, með því að herflokkar þeir, er sendir voru, til að bæla niður uppreisnina, áttu þar aðal- athvarfið. Það voru liðnir margir mánuðir, síðan uppreisnin hófst, og hafði enn eigi tekizt, að kúga hana algjörlega, enda þótt margt benti á, að henni myndi brátt lokið. Margir bardagar höfðu þegar verið háðir, og her- mennirnir höfðu átt við margvislegar þrautir, og skort, að búa, ekki sízt vegna landslagsins, sem var að sama skapi örðugt fyrir reglulegt herlið, sem það var uppreisn- armönnunum til hagnaðar. Að eins sá flokkurinn, er I. Obrevic hafði stýrt hélt enn uppreisninni áfram. Hann hafði þegar hafið uppreisnina, er foringinn var fallinn, og sonurinn þá tekið að sór forustuna. Neitaði hann öllurn samningum, og barðist af mesta grimmdar-æði, og vægði engum, er hann fékk handtekið, hvorki sárum mönnum, né öðrum. í kastalanum voru nokkrir sárir menn, er eigi hafði verið auðið að flytja lengra, og hafði því Leonhard munk- ur verið kvaddur þangað, til þess að veita þeim geist- lega huggun og aðstoð. Munkurinn sat í herbergi því, sem honum hafði

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.