Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.06.1905, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.06.1905, Blaðsíða 1
Verö árgangsins (minnst ] 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; trlendis 4 kr. 50 atir., og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aöarlok. ÞJÓÐVILJINN. .. . [= NÍTJÁNDI ÁBGANGUB. =:! =-- -f—«2C^|= RITST JÓBI: SKÚLI THOfiODDSES. j Vppsögn skrifleg, óqild \nema komin sé til útgef- 1 anda fyrir 30. dag júní■ Jmánaðar, og kaupandi samhliöa uppsögninni | borgi skuld sína fyrir \blaðið. M 27. Bessastöbum, 30. JÚNÍ. 19 0 5. Ifna og lldavólar selni* E'ristjdn gorgrímsson. xír ti-öna. Tíðindi eru fá að þessu sinni. Skal kér getið hins helzta, er við hefir borið, frarn að 20. þ. m. Ófriðurinn. Friðarsamningar eru enn eigi byrjaðir, þrátt fyrir tilraunir stór- veldanna, og einkum RooseveHs, Banda- ríkja forseta, í þá átt. Rússar þykjast ineð engu móti geta byrjað á þeim, fyr en vopnahlé sé fengið, því að ella geti Japanar notað tímann, er til samninganna gangi, til þess að búa sig undir nýjar orustur, og bert síðan á kröfum sínum, svo að allir samningar fari út um þúfur. — Nú ílytja nýjustu ensk blöð þau tíð- indi, að stór orusta sé ný háð í Mand- sjúríinu. Enn er eigi frétt, hvernig henni hefir lokið, en er síðast fréttist, létu báð- ir fylkingararmar Rússa undan síga, og var mannfall mikið í þeirra liði. Þykir nú eigi annað sýnna, en Rússar liljóti að beiðast friðar, hversu dýrkeyptur, sem hann kann að verða; en ókunnugt er enn að mestu utn skilyrði þau, er Japanar setja Að því er frézt hefir, munu þó aðal-skilyrðin vera þessi: Korea verður framvegis sjálfstætt ríki, undir vernd Japana. Rússar láta allt Mandsjúriið af hendi til Kínverja. Jap- anar eignast Porr-Arthur, og Liaotung- skagann, og ef tii vill eyjuDa Sachalin. Járnbraut sú, er Rússar liafa lagt gegn- um Síberíu. verði frjáls til afnota öllum þjóðum. Enn fremur heimta Japanar að sjálfsögðu, að Rússar greiði þeim all-háa upphæð i herkostnað; en kröfur þcirra í þvi efni eru ókunnar. Áður en orusta sú varð, sem að ofan er getið, höfðu stjórnir beggja þjóðanna svarað málaleitun Roosevelts for6eta, og farið þess á leit við liann, að hann ákvæði, livar og hvenær fulltrúar beggja þjóðanna skyldu hittast, til þess að ræða friðarskil- yrðin. En eigi er unnt að segja, hverjar breytingar veiða á friðarhorfum þeim, t-ern óður voru, eptir tíðindi þau, er nú hafa gjörzt í Mandsjúriinu. Noregur og Svíþjóð. Ávarp Sviakon- nngs til stórþingsins er nú birt opinber- lega. Er konungur all-harðorður í garð Norðmanna, og telur þingið, og róðaneyt- ið. hafa rofið stjórnarskró landsins, og haf- ið uppreist gegn Svíþjóð. Þó ráða menn af niðuriagsorðum óvarpsins, að konungi umni engin stórræði i hug Hann kemst þar svo að orði: _Það er á mínu valdi og Svíarikis, að skera úr, hvort þessi árás Norðmanna á samband það, sem nú er, leiði til þess, að sambandinu verði lög- lega slitiðu. Ríkisdagur Svía átti að koma sarnan 20. þ. m., og bíða Norðmenn nú átekta. Ymsir menn eru tilnefndir, sem vænt- anleg konungsefni Norðmanna, og er þar efstur á blaði Karl, næst yngsti sonur Oskars konungs, sem er kvæntur Ingi- hjörgu, dóttur Friðrilis Danakrónprinz. Hann er fertugur að aldri. Aðrir nefna Vilhelm, son Gustafs Svíakrónprinz, 21 árs. Að þessum frágengnum, hafa marg- ir augastað á Vald/imar, syni Kristjáns konungs 9. Ýmsir Norðmenn myndu þó helzt kjósa, aö hafa engan konung, og að landið yrði þjóðveldi; en búizt, er við, að auðveldast muni verða, að fá stórveld- m til að viðurkenna Noreg, sem sjálf- stætt ríki, ef konungsstjórn verður á fram i landinu. Elzti sonur Gústafs Svíakrónprinz, Gústaf Adolf, er ný kvæntur Margréti, prinsessu frá Connaugt, frænku Játvarð- ar Bretakonungs. Fór brúðkaupið fram í Lundúnurn, með hinni mestu viðhöfn. Yeizlugestirnir voru um 6000, og brúðar- gjafirnar námu 14 milj. króna. Vinnuveitendur málmaverksmiðja í Svíþjóð hafa svipt 17000 verkmanna vinnu. Yildu eigi ganga að kröfum verk- manna um launahækkun. Danmörk. Konungur vor tókst ferð ó hendur til baðstaðarins Wiesbaden á Þýzkalandi 3. þ. m., sér til heilsubótar. Gegnir Friðrik konungsefni stjórnarstörf- unum í fjærveru hans. Yicekonsvíll DaDa í Marokko hefir nýlega verið myrtur. Verður dönskum blöðum mjög tíðrættum þann atburð, og láta ófrið- lega(!) Naumast er þó alheimsfriðnum hætt. Gtrikkland. Forsætisráðherra Grikkja, Delgannis, hefir einnig verið myrtur fyrir 8kömmu. Var stunginn með rýtingi í kviðinn, er hann gekk út ivr þinghúsinu. Hafði hann tíu sinnum verið ráðherra, en fjórum sinnum forsætisráðherru, og var ralinn helztur stjórnmálamanna Grikkja. Hann var 79 ára að aldri. Spónn. Alfons Spánarkonungur tókst nýlega ferð ó hendur til Frakklands og Englands. I Paris var honum veitt bana- tilræði ó þann hótt, að tveim sprengikúl- um var kastað eptir vagni hain. Sprakk önnur kúlan, os meiddust, 10 menn, er nærri stóðu. Hestarnir, er Ij'rir vagnin- um gengu. íældnst, og vagnstjóri féll til jarðar en konnng sakaði eigi, og þótti það undrum sæta. Frákkland. Dekassé, utarrikisióðherra Fiakka, helir sagt af sér. Hafði banD g'-gnt þvi embætti i 7 ár, með miklum i dugnaði, en féll nú fyrir þá sök, að hann þótti eigi hafa gætt hags Frakka í Mar- okko, sem skyldi, og hafa látið Þýzkalands- keisara snúa á sig i viðskiptum þeirra þar. Eptirmaður hans er Rotcvier forsætis- ráðherra Frakka. Látinn er fyrir skömmu i París Al- phonse Rotschild, barón, einn af stærstu áuð- inönnum þeirrar ættar og formaður Par- ] ísardeildar bankastofnunar peirrar, er ber nafn þeirra ættmanna. Þýzkaland. Friedrich Wilhelm, elzti sonur Þj'zkalandskeisara, er nýkvæntur CœciUu, dóttur Franz III, stórhertoga í Mecklenbnrg, en sj^stur Alexandrínu, sem gipt er Kristjáni Friðrikssyni, konungs- ofni DaDa. Áður var hann að sögn mjög ástfang- inn i leikmeyju einni frá Ameriku, for- kunnar fagurii, en sá ráðahagur þótti kms- ara eigi við hans hæfi, og var mærin því send burt hið skjótasta. — Það er ætlun manna. að ráðahagur þessi verði mjög til þess, að tryggja vináttuböndin milli Dana og Þjóðverja. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIHIHIIIIIIIHIIIIIIIIIIHI Bezta ráðið. Þingmálafundirnir, sem haldnir hafa Verið í vor, sýna ótvírætt, að allur þorri I þjóðarinnar er eindregið gegn ritsima- samninginum, og krefst þess þvi, að þingið hafni honum. Og svo mikic áhugamál or almenn- ingi þetta, að f sumum kjördœmum hafu menn jafn vel krafizt þess, að þingmenn leggi niður þingmannsumhoð, ef þeir vilji eigi fytgja kröfum almennings í þessu máli á alþingi. En þar sem svo er, skyldi þá þurfa að óttast, aö nlþingi samþykki ritsímasamn- inginn? Má eigi bráðlega telja hann úr sögunni? Vissulega ætti svo að vera. — Það ætti sízt að þurfa að vænta þess, að al- þingi eangi í berliögg við vilja þjóðar- innar í sliku stórmáli, sem hér um ræðirf er varðar fjárhag landsins, og hag alls almcnnÍDgs, mjög miklu, auk þess er sæmd þjóðarinnar krefst þess, að réttind- um landsins sé eigi misboðið, eins og ritsímasamningurÍDn gerir. En þrótt fyrir þetta, leynir það sér þó eigi, að þeir ,sem næst standa ráðherr- anum, róa að þvi öllhm árum, að sajnn- ingurinn sé samþykktur, hvað sem vilja þjóðarinnar líður. Meinið er, að ráðherrann verður að vikja úr embætti, fái hann eigi samning- inn sinn samþykktan á alþingi. Gæti herra H. Hafstein setið skamm- laust i ráðherraembættinu, þótt samning- irmm væri krundið, myndi honum hafn- I að verða í einu hljóði

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.