Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.06.1905, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.06.1905, Blaðsíða 3
Þ JÓÐVILJINN 107 XIX, ‘27. Fundarstjóri vari sira VUhjálmur Briem á Staðarstað, en skrifari Jón Gt. Signrðsson í Syðri- öörðum. í undirskriptarmálinu samþykkti fundurinn í einu hljóði svo fellda ályktun: „Fundurinn lýsir yfir því áliti sínu, að með undirskript forsætisráðherrans danska undir skipun íslandsráðherrans í fyrra vetur, hafi verið framin lögleysa og þjóðréttindum vorum traðkað, og skorar á þingið að ráða bót á þeim misfellum. Um ritsímamálið var og í einu hljóði sam- þykkt þessi ályktun: „Fundurinn álítur hraðskeytasamband við önn- ur lönd og innanlands æskilegt, en vill ekki sæta þar neinum þungum kostum, og telur ritsimasamning frá í haust ofvaxinn íjárhag landsins. hættulegan fjárforræði voru og þing- ræði og ósamrýmanlegan sérmála-umráðum vorum, og skorar á þingm. kjördæmisins, að gjöra sitt ítrasta til að fá þeim samningi hrund- ið sem heimildarlausum í gildandi fjárlögum og hættulegum fyrir fjárhag, frelsi og sóma þjóðarinnar. Jafn framt skorar fundurinn alvarlega á þing- ið, að sæta þeim kjörum í hraðskoytamálinu, sem bezt eru fyrir landið, og mótmælir öllum fjárframlögum til hraðskeytasambands áður en þingið í sumar hefir löglega bundið enda á málið frá þjóðarinnar hlið“. Út af ríttarfarimi í landinu samþykkti fund- urinn enn fremur svo hljóðandi ályktun: Fundurinn skorar á þingið að rannsaka, hvern- ig stjórnin hefir gætt réttarfarsins í landinu, sérstaklega með tiiliti til þess, er gerst hefir á síðari tímum i einstökum héruðum landsins. Árnesingar héldu þingmálafund að Selfossi 17. júní, og að Húsatóptum á Skeiðum 19. júní, og voru á báðum fundunum samþykktar mjög eindregnar ályktanir gegn stjórninni, bæði i rit- sima- og í undirskriptar-málinu, og fór ritstjóri „Þjóðólfs“ verstu brakfarir á báðum þessum fundum. í ííullbringu- og Kjésarsýslu hafa þingmenn kjördætnisins haldið þingmálaf undi á ýmsum stöð- um (Kjalarnesi, Lágafelli, Vatnsleysuströndinni, og í Keflavík), og hefir það eigi leynt sér, að al- menningur er mjög andvígur stjórninni, út af framkomu hennar í stórmálunum. Sérstaklega var þingmálafundurinn í Hafnar- firði, 23. júni, mjögfjölsóttur. — Fundarstjóri var Jón verzlunarstjóri Gunnarsson, og kjósendur á fundinum á annað hundrað. — Nýi konungkjörni þingmaðurinn, hr. Awjust Flygmring, reyndi, af veikum mætti, að verja aðgjörðir ráðherrans í ritsimamálinu, en ekki hreif það betur, en svo, að fundarmenn samþykktu í einu hljóði svolát- andi ályktun: „Fundurinn skorar á alþingi að hafna með öllu ritsímasamningi þeim, er ráðherrann hefir gert við hið stóra norræna ritsímafélag, þar sem samningur þessi fer í bága við gildandi fjárlög, leggur þjóðinni of miklar byrðar á herðar i blutfalli við gagn það, sem búast má við að hún hafi af ritsímanum, og misbýður í ýmsum greinum rétti íslands. Verði kostur á loptskeytasambandi milli íslands og útlanda og ýmsra staða hér á landi með aðgengilegum kjörum, skorar fundurinn á al- þingi að sinna sliku tilboði; sérstaklega álitur fundurinn æskilegt, að ísland verði millistöð milli Norðurálfu og Vesturheims11. Fundurinn skoraði einnig á alþingi, að rann- saka, eða láta rannsaka, hvernig stjórnin hefði gætt réttarfársins í landinu, og mótmælti aðferð þeirri, er höfð var, þegar íslandsráðherrann var skipaður. Isflrzku þingmálafundirnir þingmálafundinn á ísafirði, 31. maí síðastl., sóttu alls um 50 kjósendur úr kaupstaðnum, er fjölmennast var. — Stjórnarliðar, sem vita vel, að þeir geta engu ráðið á slíkum fundum, böfðu tekið það ráð til þess að reyna, að láta bera minnn á lið-fæð sinni, að senda skriflega áskor- un á fundinn, og beiðast þess, að honum væri frestað til „hentugri tíma“, þar sem þeir þótt- ust vera önnum kafnir við bréfaskriptir með „Skálholti11, enda þótt fundurinn væri eigi sett- ur, fyr en eptir þann tíma, er hætt var, að taka við póstbréfum. — Undir áskorun þessa höfðu þeir alls fengið undirskriptir 24 kjósenda, flest verzlunarmanna, og annara, sem vitanlega hafa engum póstönnum að sinna, enda neituðu fund- armenn, að taka áskorun þessa til greina. — Mun stjórnau-liðum, som von er, hafa þótt miður fýsi- legt, að eiga að verja gjörðir ráðherrans í ritsíma- málinu o. fl. og því var þetta til bragðs tekið.— En svo var þó forvitnin mikil, og póst-annirnar eigi meiri, en svo, að ýmsir stjórnaliða gátu þó eigi stillt sig um, að koma á fundinn. — Þingmálafundurinn i Bolungarvík, 4. júnf, var nokkru fjölmennari, en fundurinn á Isafirði, og stóð hann yfir í nær 5 kl.stundir, enda voru þar fleiri mál rædd, en á Isafjarðariundinum. Nýir stúdentar: í dag útskrifast 17 stúdentsr úr latínuskólan- um, með þeim einkunnum, er hér segir: Eiokunn. Stig. 1. Andrés Björnsson I. 103 2. Páll Eggert Ólason .... I. 102 3. Ólafur Lárusson I. 101 4. Þórarinn Kristjánsson .... I. 100 5. Guðm. Thotoddsen (utanskóla; I. 98 6. Þorsteinn Briem I. 97 7. Ólafur Jóhannesson .... I. 94 H. Guðjón Baldvinsson (utanskóla) I. 93 9. Július Havsteen ..... I. 92 10. Sigurður Lýðsson (utanskóla) . I. 92 11. Brynjólfur Magnússon . . . I. 90 12. Ingvar Sigurðsson I. 8S 13. Ól. Óskar Lárusson .... I. 86 14. Baldur Sveinsson I. 85 15. Þorgr. Kristjánsson (utanskóla) H. 75 16. Karl Sæmundsen (utanskóla) . H. 64 17. Pétur Sigurðsson (utanskóla) HI. 45 Af utanskólasveinunum hafa þrír þeir fyrst- nefndu lesið 5. og 6. bekk á einum vetri. 84 gjört inér skiljanlegt, að foreldrar hennar væru báðir dánir, og varð eg því að ganga henni í foreldra stað“. Þetta sagði Jörgen svo hreinskilnislega, og blátt áfram, að Leonhard gat ekki stillt sig um að brosa, en sagði þó engu að siður: „Jeg hygg, Jörgen, að réttast sé, að þú biðjir mig fyrir hana“. „Gerald var sömu skoðunar“, svaraði Jörgen, „og því er eg hingað kominn með hana. — En það verður gamanlaust fyrir yður, því að hún er voðalegur heiðingi, sem þekkir hvorki krossmark, né kirkju, og kallar guð Allah“. „Þá er hún að öllum líkindum múhamedstrúar“, mælti munkurinn, „og sé það satt, sem hún segir, að hún sé foreldralaus einstæðingur, verðum vér auðvitað að annast hana; en vandræði eru, hvað við hana á að gerau. „Skíra hanau, svaraði Jörgen, mjög hátíðlega. „Það má gera það hér í kastalanum; en skirnarvottur vil eg verau. „Það getur ekki gjörzt svo fljótlegau, svaraði munk- urinn. „Fyrst er að kenna henni kristindóminnu. Það var auðséð, að Jörgen féll þetta ílla, en svar- aði þó: „ Jæja, þér vitið það bezt; en heiðið má þó veslings barnið ekki vera“. „Fyrst um sinn verður hún hér, og stundar sjúkl- ingana mínau, mælti munkurinn, „og með því að ein hjúkrunarkonan talar mæta vel slafnesku, getur hún ver- ið túlkur, og sjáum svo, hvernig gengur“. Áð svo mæltu tók munkurinn í hendina á Jóviku, og ætlaði að leiða' hana burt, en hún stritaðist á móti, 81 Leonhard munkur hlýddi á, með allra mesta athygli, unz hann spurði: „Nú, og hvað svo —?“ „Hvað svo? — Síðan hefir Gerald ekki skrifaðu. „Getur það verið?u mælti munkurinn. „Veiztu það með vissu ?u „Alveg áreiðanlegau, svaraði Jörgen, „þar sem eg hefi séð um öll bréfin hans, og ekkert þeirra hefir verið til ungfrúarinnar41. „Það er óneitanlega ills viti , mæiti munkurinn í hálfum hljóðum, „afar-slæm bendingu. „Töfrar, svivirðilegir töfraru, greip Jörgen fram í, hamslaus af bræði. „Það kemur móður hans i gröfina, fái hún að vita það, og þvi verðið þér, fyrir alla muni, að taka til yðar ráða, þvi að á göldrurn vinnur enginn: bug, ef prestunum tekst það ekkiu. Munkurinn þagði stundar-korn, unz hann spurði: „Hefirðu nokkuru sinni látið Gerald skilja, að þú vissir þetta?“ „Jeg ætlaði einu sinni að vekja máls á þvíu, svar- aði Jörgen, „en það komst aldrei lengra, en það, að eg ympraði á nafni Daníru, því að þá rak hann upp á mig slík augu, að eg þagnaði, og hefi ekki þorað, að minn- ast á það apturu. „Þá verð jeg að reyna, hvað mér tekst“, svaraði munkurinn. „En hafðu samt eigi orð á þessu". Lengri urðu samræður þessar eigi, þvi að i sama bili heyrðist, að herflokkur var að koma. „Þarna koma þeir!u mælti Jörgen, og spratt upp. „Afsakið, prestur góður, þvi að jeg verð að skyggnast ept-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.