Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.06.1905, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.06.1905, Blaðsíða 2
106 Þ JÓÐVILJINN. Á því teljum vér engan vafa, eins og samningurinn er úr garði gerður. En þetta, að ýmsir iiika eigi við, að samþykkja samninginn — sem þjóðinni er til stórtjóns, og sjálfstæði hennar ósamboð- inn —, einungis til þess, að halda ákveðnum manni i valda-sessinum, sýnir dável, hve smáir vér Islendingar erum, og hve þjóð- ræknin er enn óþroskuð hjá oss, eða á lágu stigi. En þó að nánustu kunningjar ráðherr- ans meti manninn meira, en málefnið, og neyti því allra bragða, reyni að æsa upp gamalt flokkshatur o. s. frv., skyldi þó enginn trúa því, fyr en á dettur, að meiri hluti þingsins fáist til þess, að láta eindregnar kröfur þjóðarinnar, í helzta á- hugamáli hennar, lúta i lægra haldi. Slíkt háttalag gengi vissulega land- ráðunum næst. Hér reynir á drengskap manna, og þjóðrækni, og er vonandi, að þau öfl reynist sterkari á þinginu, en önnur verri. Og þar sem hr. H. Hafstein getur frá- leitt dulizt, hve afar-ílla gjörðir hans í ritsímamálinu hafa mælzt fyrir hjá þjóð- inni, væri hann í raun og veru drengur meiri, ef hann reyndi eigi á neinn hátt, að beita embættisstöðu sinni, og fyrri flokksböndum, til að fá því framgengt, sem öllum þorra almennings er þver- nauðugt. Hann hefir í fyrra haust hlaup- ið ílla á sig, er hann ritaði undir samn- inginn. — Það hefir vakað ríkt fyrir hon- um, hve mikilsvert það væri, að koma landi voru í hraðskeytasamband við um- heiminn. — Honum hefir þótt það glæsi- legt, að verða sjálfur maðurinn, er fengi þessu framgengt, og svo hafa tilfinning- arnar ráðið meira, en rökstudd hugsun. Þetta er óefað sannleikurinn. Við nánari yfirvegun hefir hann svo óefað séð gallana á samninginum, engu siður en aðrir; en þá var allt um sainan, og hann einnig of stór til þess, að reyna eigi að hafa sitt málSfrara, úr því i óefnið var komið. j Þetta er allt skiljanlegt, er kapps- j maður á hlut að máli. I i En fremur myndi það hækka hann, j en lækka, að líta fremur á vilja og sanna j hagsmuni þjóðarinnar, en metnað, og stundar-völd, sjálfs sin. Þess vegna á hann að víkja úr ráð- herrasessi, því að þá væri samnineurinn \ þegar úr sögunm. j Það myndi spara mikið þjark, og gera | ýmsum fyrri fjokksbræðra hans auðveld- ! ara, og ljúfara, að fylgja viija þjóðarinn- j ar, og sannfæringu sjálfra síd, en ella. | Jver er afleiðingin? ' Eigi er það annað, en óþarfa hræðsla, [ að ætla, að landið verði fyrir skaðabóta- kröfu af hálfu norræna ritsímafélagsins, ef ritsímasamninginum er hafnað.. Það er hvers mahns skylda, er við annars umboðsmann semur, að gæta þess, að hanD hafi fullnægjandi utnboð, til að gera samning þann, er um ræðir; en þessa hefir félagið alls oigi gætt, og má því sjálfu sér um kenna. Fjárlögin, sem nú eru i gildi, eru um- boð ráðherrans í þessu efni, og þau bera það glöggt með sér, að hr. H. Hafstein nafði enga heimild til þess, að skrifa und- ir ritsímasamninginn, eins og hann er úr garði gerður. Þetta viðurkenndi hr. H. Hafstein einn- ig sjálfur á þingmálafundi, er hann hélt á Hrafnagili i Eyjafirði ný skeð, út af fyrirspurn, er Stefán kennari Stefánsson á Möðruvöllum beindi til hans, þar á fundinum. Honum var að vísu óljúft, að svara spurningunni, svo sem við var búið, og reyndi því, að sneiða hjá því á þanD hátt, að segja, &ð hvorki myndu Japanar, eða Rússar, ráða á oss, þótt svo færi, að samn- inginum yrði hrundið; en er harðar var gengið að honum, játáði hann þö, sem er, að felagið gæti eigi krafizt neinna skaða- höta af landinu, heldur ætti það að eins við hann sjálfan, og kvaðst hann ekki kvíða því. Eq þegar nú svo er, á þjóðin þá að vinna það fyrir valda-fikn hr. H. Haf- stein’s, og nánustu kunningja hans, og „klíku“-bræðra í Reykjavík, að ofurselja sig dönsku stórgróðafélagi, og leyfa því að flá sig? Á hún að vinna það til, að láta sig það engu skipta, þótt fjárlög landsins séu litilsvirt, og dönskum ráðherra séufeng- in æðstu völd í ýmsum málum, er ísland varða sérstaklega? Hún hefir, sem vænta mátti, svarað þessu á þingmálafundunum á þá leið, að slíkt komi ekki til neinaa mála. 9............. Frá þingmálaínndimum. A þingmálafundi, er Borgfirðingar héldu að Grund j Skorradal 19. júní, þar sem mœttir voru um 50 kjósondur, var samþykkt all-harðorð á- lyktun, út af ritsímasamninginum, er fundurinn taldi „of vaxinn fjárhag landsins, hættulegan fjárforræði voru, og þingræði, og ósamrimanleg- an sérmála-urnráðum vorum“, og skorar fund- urinn því á þingmann kjördæmisins, að „gera sitt ýtrasta, t.il að fá þeim samningi hrundið, sem heimildarlausum i gildandi fjárlögum, og hættulegum fyrii' frelsi ög sóma þjóðarinnar“, en skorar jafn framt á þingið, að „sæta þeim kjörum í hraðskeytamálinu, sem bezt eru fyrir landið“, og mótmælti „öllum fjárframlög- um til hraðskeytasambands, áður en þingið í sumar nefir löglega bundið enda á málið frá þjóðarinnar hlið“. Enda þótt fundarmenn væru eindregiö gegn i'itsímasamhinginum, vildu þó sumir fundar- manna, að ályktunin væri vægara orðuð, og var íraman greind ályktun því að eins samþykkt með 20 atkvæðum gegn 14. Sami fundurinn skoraði einnig á þingið, ao „rannsáka. hvernig stjórnin hefir gætt réttar- farsins í landinu, sórstaklega með tilliti til þess, er gerzt hefir á síðari t.ímum í Snæfellsness- og Hn appadalssýslu“. Bangœingar héldu þingmálafund að Stórólfs- 1 hvoli 19. júní, og sóttu þann fund 26 kjörnir fulltrúar, og var síra Skíili Skúlason í Odda fund- arstjóri, en fundarskrifari síra Olafur Finnsson. A fundi þessurn var í einu hljóði samþykkt í nndir'shriptarmálinu svo felld ályktun: „Fundurinn lýsir yfir því áliti sínu, að með XIX., 27. undirskript forsætisráðherrans danska undir skipun Islauds-ráðherrans í fyrra vetur hafi verið framin lögleysa og þjóðréttiudum vorutn traðkað, og skorar á þingið að ráða bót á þeim misfellum“. í ritúmamálinu voru og í einu hljóði sam- þykktar svo látandi tillögur: „Em leið og fundurinn lætur í ljósi, að samn- ingur sá, er ráðherrann hefir undirritað um hraðskeytasambönd með hinu stói-a norræna fréttaþráðarfélagi, verði að álitast alveg óhæf- ur og andstæður hagsmunum íslands, bæði fjárhagslega og í bága við sjálfstjórnarfrelsi landsins, vill fundurinn skora fastlega á þing- menn kjördæmisins og þingið i heild sinni, að hafna umsvifalaust aðgerðum landsstiórn- arinnar í þessu efni, þegar af þeirri ástæðu J oinni, að þær aðgerðir eru ósameinanlegar við frelsi löggjafarvaldsins gagnvart umboðsvald- inu. Einnig vill fundurinn eindregið skora á þing- ið, sérstaklega fyrir sakir þess, sem fram er komið í þessu eina málefni, að varðveita þing- ræðið og frelsi sitt á komandi tímum, með því að heimta, að hinn núverandi ráðherra víki úr völdum. Fundurinn álitur nauðsynlogt, að sem allra fyrst komist á hraðskeytasamband, milli ís- lands og útlanda og innanlands, og skorar á alþingi, að sæta þeim kjörum, sem hagkvæm- ust eru fyrir landið, en mótmæla öllum fjár- framlögum, áður en alþingi hefir löglega bund- ið enda á málið frá þjóðarinnar hlið“. Út af réltarfarinu í landinu samþykkti fund- urinn enn fremur svo hljóðandi ályktun: „Fundurinn skorar á alþingi að rannsaka bvern- ig stjórnin hefir gætt réttarfarsins í landinu, sérstaklega með tilliti til þess, sem gersthef- ir á síðari tímum í Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu og Dalasýslu, enda telur fundurinn æskilegt, að eptirlit landsstjórnarinnar með em- bættismönnum landsins yfirlnitt sé ( sem beztu lagi“. Loks skorar fundurinn á þingmenn kjördæm- isins, síra Eggert Pálsson og Magnús landshöfð- ingja Stephensen, að leggjci niður þingmannsuni- hoð, ef þeir, mót von fundarins, vildu eigi fram fylgja ályktunum fundarins í undirskriptar- og ritsíma-málunum. í Yestur-Skaptafellssýslu var þingmálafund- ur haldinn að Vík 17. júni, og mættu þar 20 kjörnir fulltrúar. — Fundarstjóri var sira Magn- ús Bjamason á Prestbakka, en fundarskrifarar Eirikur E. Sverrisson á Deildará og Eyjolfur Quðmundsson á Hvoli. Á fundi þessum voru í einu hljóði samþykkt- ar svo hljóðandi ályktanir: í ritsímnmálinu: „Fundurinn telur ritsímasamning þann er gerð- ur var í haust, hætt.ulegan fjárforræði lands- ins og sjálfstæði, og skorar því á þingmann sýslunnar og alþingi i heild sinni, að fá þeim samningi hrundið og að þingið rannsaki ítar- lega, hvort gildandi fjárlög hafi gefið ráðherr- anum heimild til slíks samnings við ritsíma- fólagið stóra norræna. Enn fremur telurfund- urinn hraðskeytasamband við önnur lönd og ínnanlands nauðsvnlegt, og skorar á bingið að neyta allrar orku til að komast að hagkvæm- ari samning i þvi efni en þeim, er gerður hef- ir verið“. og i undirskriptarmálinu: Fundurinn lýsir yfir óánægju sinni út af und- irskript forsætisráðhi-rrans danska undir sltip- unarhréf jlslandsráðherrans, þvert ofan i yfir- lvstan vilja þings og þjóðar, og skorar á þing- ið að köma í veg fyrir slíkt framvegis. Snœfellingar héldu fund í Ólafsvfk 15. júní, og mættu þar 8 kjörnir fulltrúar úr Staðarsveit. Breiðavíkurhreppi, og úr báðum Neshreppunum, auk 20—30 annara kjósanda, — Þingmanni kjör- dæmisins, sem staddur var á fundarstaðnum, hafði verið gefinn kostur á, að vera á fundinum; en eigi skeytti „dánumaðurinn“ því boði.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.