Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.06.1905, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.06.1905, Blaðsíða 4
108 Þjóðvljiinn. XIX. 27. Veitt prestaköll. 21. júní síðastl, var Sanðanes veitt síra Jóni Ralldórssyni k Skeggjastöðum. — Sama dag var og Staðwr í Aðalvík veittur síra Magnúsi R. Jtms- syni á Tjörn á Vatnsnesi. Báðar þessar veitingar eru samhljóða kosningu Safnaðanna. Skipstrand. Norskt timburskip, „Birgitte11, strandaði 11. júní við Skógarnes á Snæfellsnosi. — Menn björg- uðust allir. — Skipið var á heimleið til útlanda. Brunuin bæjarhús. Bæjarhúsin á prestssetrinu Stsðarstað brunnu 16. júní til kaldra kola um miðjan dag, og er talið, að eldurinn hafi kviknað í þekju, út frá ofupípunni. — Prestur staðanns, sira Vilhjálmur Briem, var ekki heima, en að eins kona hans, og tvö vinnuhjú, og varð því að eins bjargað rúm- fatnaði, og nokkru af innanstokksmunum; en mognið brann, þar á meðal 200 kr. i peningum. Mælt er, að innanstokksmunir hafi vorið tryggð- ir gegn eldshættu. Búí'jársýningar. Fvrri hluta júnímánaðar voru haldnar fjórar búfjársýningar fyrir Árnessýslu, og vesturhluta j Rangárvallasýslu. Á sýningum þessum var alls ■■ úthlutað 1100 kr. verðlaunum. — Búfræðiskand- ‘ idat Guðjón Quðmundsson hafði alla yfirumsjá, , að því er sýningar þessar snerti. Frá ísafirði er „Þjóðv.“ ritað 23, júní síðastl.: „Tiðin hefir verið hér mjög köld, nema nokkur blýindi síð- ustu dagana, og lítur því mjög ílla út, að þvi er gras-sprettu snortir, þar sem naumast getur heitið, að úthagar séu enn farnir að lifna. — Haf- íshroða rak upp að Straumnesi, og Hornströnd- um, fyrir síðustu helgi, en lónaði þó brátt frá aptur, svo að eigi varð siglingum að baga. — Aflabrögð hafa baldizt mikið góð hér við Djúp og fiskur genginn inn fyrir Arnarnes; sílcl fékkst nokkur í lagnet, út við hafíshroðann, og vona menn þvi, að hún gangi bráðlega svo nærri landi, að hún náist í ádráttarvörpur“. Bessastaðir 30. júní 1905. Tíðin all-hagstæð hér syðra, síðari hluta þ. m., enda tími til kominn eptir all kulda-næðingana, og grassprettan þvi óðum að lagast. „Vesta“ kom til Reykjavíkur 26. þ. m., norð- an og vestan um land. — Hafði hún affermt vör- ur á Borðeyri, og á fleiri stöðum, er eigi stóðu á áætlun, og seinkaði það komu hennar. — Með „Vestu“ kom fjöldi farþegja, þar á meðal alþing- ismennirnir: Guttormur Vigfússon,síra EinarÞórð- arson, Magnús Kristjánsson, Stefán kennari Stef- ánsson, Pétur Jímsson á Gautlöndum, síra Árni Jónsson á Skútustöðum, sira Sigurður Stefánsson, Skúli Tlioroddsen, er dvalið hafði á Isafirði um tíma, Jóhannes Ólafsson og Lárus H. Bjarnason. — Enn fremur kaupmaður Otto Tuliníns á Ak- ureyri, og frú hans, konsúlarnir S. H. Bjarnar- son á ísafirði og Jakoh Havsteen á Oddeyri, bún- aðarskólastjóri Jómas Eiríksson á Eiðum, kaup- maður L. A. Snorrason á ísafirði, ungfrú Thit Jensen frá Kaupmannaliöfn, sagnfræðingur Bogi Melsted, amtmannsfrú Haisteen. frá Stykkishólmi, fáeinir enskir ierðamenn. o. fl. o. fl. „Ceres“ kom til Reykjavíkur, frá útlöndum, að kvöldi 25. þ. m., og margt farþegja, þar á meðal: Einar Jónsson myndhöggvari, Asgr. málari Jónsson, Helgi Jónsson, grasafræðingur, og ýms- ir ísl. stúdentar frá Kaupmannaböfn. — Með skipinu var og fjöldi erlendra ferðamanna, þar á meðal 4 danskir búfræðingar: Blem, danskur fólksþingsmaður, Sörensen, lýðháskólakennari á Jótlandi, Fonnesbeck Wullf, stórbóndi, og Frederik- sen, aðstoðarmaður í stjórn Atlanzeyjafélagsins. „Botnia“, skip sameinaða gufuskipafélagsins, kom aukaferð til Reykjavíkur 25. þ. m., eptir frekra þriggja sólarhringa ferð frá Leith. — Með skipinu var margt erlendra ferðamanna, og legg- ur það aptur af stað til Leith 4. júlí næstk. Skipið fer síðan tvær ferðir frá Leith til Reykja- víkur í júl og 29. júli , og eru brottfarardagarnir frá Leith 13- ailllllllllllllllllll|llllHllllllllllllllllHIHIHIHII|ll|ll|iHll|ll|illli|lHlililli:|il|iillil;,|ll|i:ii;lrliillli:i;;llHlllllllHllllilllllllllllllliliHliliHlH'ilii>^ Hið bezta sjókólade : er frá verksmiðjunni ! „iirius" ; : i Fríhöfninni í Kaupmannahöfn; það || \ er hið drýgsta og næringarmesta og |1 inníheldur meira af cacao en nokkur || |j önnur sjókólade-tegund. PUKNTKMIÐJA PJÓÐVIL.JANS. 82 ir, hvort þeir liafa tekið Jovíku með sér. — Gierald lof- aði mér því, er eg varð að farau. „Hver er þessi Jovíka?“ spurði munkurinn, en fékk ekkert svar, því að Jörgen var þegar þotinn út. Munkurinn gekk þá út að glugganum, til að sjá, hvað um væri að vera. Það var Steinach liðsforingi, og hermenn hans, sem komnir voru, og voru komumennirnir nú sem óðast að heilsa setuliðinu í kastalanum, er þyrptist út á rnóti þeim. Munkurinn sá Jörgen heilsa Gerald, og ryðjast sið- an inn í hermanna þröngina, eins og hann þyrfti að leita þar að einhverju. Munkurinn fór nú einnig út úr herbergi sinu, til þess að heilsa Gerald, er þegar kom á móti honum. Þeir höfðu eigi sézt, síðan Gerald lagði af stað frá Cattaro, og heilsuðust nú í skjmdi, og kvaðst Gerald mundu finna hann að ináli, er hann fengi tóm tih En um leið og Gerald gekk brott aptur, sneri hann sér þó við, og spurði: -Hefir .Törger: sagt y'ur frá fundi sínum, barnÍDU, sern hann hefir tekit að sér?“ „Barninu?14 hvác'i o.unkurinn. rJfg hefi ekkert heyrt á það minnzt“. .Hann hefir tekið barn til uppfósturs“, svaraði Gerald, -og ætlar að biðja yðnr fyrir það, svo að þér fáið bráð- ]<l'« að heyra aila söguna. — Sælir, prestur minn, unz sjáumst apturÁ Að svo mæltu gekk Gerald leiðar sinnar, en munk- urinn hrissti höfuðið, mjög alvarlega. En rétt á eptir kemur Jörgen, og leiðir unga stúlku, eins og hann væri að ieiða barn. 83 „Guð hjálpi mér!“ kallaði inunkurinn. „Hvað kem- urðu þarna með?“ „Villistúlku!“ svaraði JörgeD, mjög hátiðlega, „en þó er ekkert að óttast, því að tarnin er hún“. MunkurinD virti ungtt stúlkuna forviða fyrir sér. Hún var enn litt komin af bernsku skeiði, grann- vaxin, biiðleg, feimin, og barnaleg, dökk á brún og brá, og óvanalega litilfjörlega til fara. „Hérna er nú hún Jovika!“ rnælti Jörgen, eins og þar með væri allt sagt, sem segja þyrfti- Munkurinn lét sér þó eigi þessa skýrslu nægja en vildi fá að vita, hvað manna Jovik-a þessi væri, og hvaðan komin, svi að Jörgon varð að gefalengri skýrslu: „Fyrir tveim dögnm réðum vér á nokkra moldar- og grjótkofa, sem inenn kalla hér þorp, og var barist af mestu ákefð, unz íbúarnir lögðu á flótta, og fann eg þá þessa veslings telpu, sem faidist þar í skúmaskotr, dauð- svöng, og skjálfandi af hræðslu“. „Hún hefir óefað vænzt þess, að eg myndi þegar reka spjótið gegnuin haba, því að hún skalf og titraði“, mælti Jörgen enn fremur. „En nú hefir hún féngið betra á- lit á iiermönnunum frá Tyrol — er ekki svo, Jóvika?“ IlDga stúlkan skildi auðsjáanlega ekki eitt orð af þvi, sem Jörgen sagði, en horfði störurn augurn á munk- inn, og þrýsti sér sem fastast að Jörgen, er hélt áfram rnáli 6Ínu á þessa leið: „Gerald skilur ögn í slafnesku, og urðum vér þess því vísari, að hún átti alls ekki heima í þorpi þessu, en var ný komin þangað, ásarnt ýrnsum flóttamönnum, og vissi sjálí ógjörla, hvar hún átti heima,. en gat að eins

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.