Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.07.1905, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.07.1905, Blaðsíða 2
122 ÞjÓB VIIiJJNN . ud hafna við löggild kauptún á íslandi, sem og um notkun á hafnarbryggjum og öðrum mannvirkjum, svo og um segl- festu. Þó að nýmæli þetta sé ekk stórt, virðist það þó einkar nauðsynlegt, til þess að verzlunarstaðirnir getifengiðnokk- uð fé í hendur, til að bæta hafnir, setja xít hafnarmerki, Ijósker o. s. frv. rjárlaganefnd efri deildar. I þá nefnd hafa verið kosnir: Jón Jak- obsson; Jón Olafsson, Guttormur Vigfús- son, síra íáig. Stefánsson og dr. Valtýr. Fátækralagamálið. Nefnd sú er efri deild alþingis kaus, til þess að íhuga tillögur milliþinganefnd- arinnar, vill halda 10 ára sveitfestistim- anum. Einn nefndarmanna, Þorgrímur læknir Þbrðarson. vill þó hafa sveitfestis- tímann tvö ár, eins og meiri hluti milli- þinganefndarinnar hafði farið fram á. — j Meiri hluti þingrn fndarinnar (síra Eir. Briem, Guðjón, Guttormur og síra Sig. j Stef.) færa á hinn bóginn, rneðal annars, j þær ástæður gegn tveggja ára sveitfest- . istímanum, að hrakningar á fátæku fólki j mundu þá eigi minnka, heldur aukast að | miklum mun, og að ýmsar sveitir gætu þá, með lagi, komið af sér miður upp- byggilegu fólki á aðrar sveitir, og enn fremur myndi þá amast við fólki, er tví- sýna þætti á, að bjargazt gæti, sakir heilsu- brests, ómegðar, efnaskorts o. fl. Löggilding verzlunarstaða. Pað hefir yfirleytt þótt galli á frum- vörpum um iöggildingu verzlunarstaða, er borin hafa verið fram á þingi í sum- ar, að stærð verzlunarsvæðisins hefir eigi verið nákvæmlega til tekin, sem virðist þó nauðsynlegt, til þess að vita, hvar krefjast má útmælinga til verzlunar. Neðri deild hefir þvi vísað löggild- ingamálum til nefndar, til þess að hún bæti úr þessum agnúum. Meðal þessara frv. er eitt um löggild- ingu verzlunarstaðar í Ólafsfirði í Eyja- fjarðarsýslu. Ný bankavaxtabróf. Nefnd sú, er efri deild kaus, til að i- huga frv. stjómarinnar um útgáfu nýrra bankavaxtabréfa (Sig. Jensson, Eir. Briem og Flygenring), vill samþykkja frv., og jafn framt auka hina árlegu þóknun, er gæzlustjórar landsbankans fá, upp i 1000 | kr. til hvors þeirra. Svo er til ætlast, að þessi nýju veð- deilarlán verði nokkru ódýrari, en lán þau, er veðdeildin nú veitir, þar sem sá v2%, ei' gengur til kostuaðar við veðdeild- ina, verður að eins reiknaður af þeirri upphæð lánsins, sem ógreidd er í gjald- daga hverjum, en eigi af hinni uppruna- legu upphæð lánsins, svo sem nú er. Að því leyti sem tilgangurinn er, að auka veltufé landsbankans, mun mjög hæp- ið, að hann náist, þar sem telja má víst, að þeir, sem nú skulda veðdeildinni, flytji gömlu lánin yfir í þessa nýju deild, þar sem þau eru nokkru ódýrari. Breyttur þingsetutími. Sira Sig. Stofánsson o. fl. bera fram frv. í efri deild þess efnis, að reglulegt alþingi skuli koma saman 15. febr. annað hvort ár, eða næsta virkan dag á eptir, hafi konungur eigi tiltekið annan sam- komudag sama ár. Ráðherran afneitar „Beykjavík11. A þingfundi efri deildar, 24. júlí, lieindi síra Sig. Stef. til ráðherrans fyrirspurn ; þeirri, er getið var um í 29. nr. „Þjóðv.u, j út af svívirðilegum aðdróttunum i stjórn- | arblaðinu „Beykjavik", og lýsti ráðherr- j ann því þá yfir, að hann ætti engan þátt j i svívirðu þessari, og hefði nefnd aðdrótt- j un hvorki verið gjörð með vilja hans né j vitund, enda lét ráðherrann nú svo, sem hann réði engu um stefnu „Reykjavíkuru, þótt hann ætti nokkra hluti í blaðafyrir- j tæki þessu, en kvað hr. Jbn Ólafsson ráð- inn ritstjóra á þann hátt, að hann réði sjálfur, hvaða stefnu blaðið fyigdi, og hvað í það væri tekið. Þetta mun og satt vera i orði kveðnu; en þar sem ráðherrann, landritarinn, einn af skrifstofustjórum ráðherrans, mágur hans, móðurbróðir, og kunningjar, eigamik- inn part hlutafjársins, og náðu blaðinu úr höndum kaupmannastéttarinnar síðastl. vetur, svo sem kunnugt er, munu þó flestir líta svo á, sem ráðherrann beri að minnsta kosti nokkra siðferðislega ábyrgð á þvi, sem i blaðinu „Reykjavíku stend- ur, og telja það ósamrýmanlegt sóma stjómarinnar, að hún sé á nokkum hátt riðin við útgáfu sliks blaðs. Meðan síra Sig. Stefánsson flutti fyrir- spurnina, sat ritstjóri „B.eykjavíkur“, hr. Jón 0/., býsna rjóður, og niðurlútur, en reyndi siðan að þræta fyrir, að greinin i „B,eykjavík“‘ ætti að skiljast, sem aðdrótt- un um mútur, jafn framt þvi er hann hreytti úr sér ýmsum hnjóðsyrðum, og ósannindum, í garð óháðu blaðanna hér á landi. En sagt var, að eigi hefði Jbn Ól. rið- ið feitum hesti frá viðureign sinni við síra Sigurð, heldur drattast brott á sár- tneiddri og hor-dregÍDni húðar-bykkju, svo að aumkvunarlegasta hryggðarmynd var á að líta. Lög, samþykkt af alþingi. Alþingi hefir þegar samþykkt lög þau, er hér era talin: I. Lög um stefnufrest frá dómstólum á íslandi til hœztaréttar i einkamálum. (Stefnufresturinn ákveðinn 6 mánuðir). II. Lög um ákvörðun verzlnnarlóðar- innar í Vestmanneyjum. III. Lög um samþykktir um kynbætur nautgripa. IV. Lög um löqaldursleyfi handa konum. V. Lög um viðauka við opið bréf 31. maí 1885, um skyldu emhœttismanna, til að sjá ekkjum sínum borgið með fjársiyrk eptir sinn dag. VI. Lög um stœkkun verzlunarlóðar- ínnar í Bolungarvík. VII. Lög um hegning fyrir tilverknað, sem stofnar. hlutleysisstöðu ríkis í hœttu. XiX., 31. Felld iiuniTÖrp. Frv. um sölu kirkjujarðarinnat- Bygggarðs í Seitjarnarneshreppi hefir verið fallt í efri deild, Frv. um afnám Maríu og Péturslamba var og fellt í neðri deild. (xjöld til landss.jóðs frá sýslufélöguiu. Nefndin í sveitarstjórnarmálinu, er hafði nefnt frv. til íhugunar, hefir eigi orðið á eitt mál sátt, þar sem meiri kluti nefndarinnar (sfra Arni Jóns- son, Jón Magn. og Eggert Pállsson) ræður til, að frv. sé samþykkt, en sé þó að eins hráðabirgða- gjald, er falli burt, þegar gagngjörð endurskoðun á skattalöggjöf landsins fer fram. Minni hluti nefndarinnar Guðl. sýslumaður og Jóh. Ól.) ræður á hinn bóginn til þess, að frv. sé fellt, og er vonandi, að þau verði úrslitin. Nýju landsbankaseðlarnir. Prv. um útgáfu nýrra seðla, i stað núgildandi seðla landsbankans, marðist fram í efri deild 27. júlí með 7 atkv. gegn 6. FramsóknarfJokksmenn greiddu atkvæði gegn frv., þótti annað þarfara við fé landsins að gera, en að verja því til slíks óþarfa, enda þótt banka- stjóri Tr. Ounnarsson vildi, að seðlarnir stæðu eigi að baki seðlum nýja bankans, að þvi er ytri gerð þeirra snertir. 6. Ironungkjörni þm., Þór. Jónsson, var oinn- ig móti frumvarpinu. Samþykkt lögJeysa. Stjórnarliðar samþykktu kosningarJögleysuna úr Suður-Múlasýslu á fundi sameinaðs alþingis 25. júií. — Pramsóknarflokksmenn greiddu auð- vitað atkvæði á móti. „Enginn bað þig orð til hneigja“. Hr. Ó. F. Davíðsson, maðurinn, sem holað var í bókarastöðina við landsbank- ann í fyrra á þann hátt, sem þjóðkunn- ugt er orðið, gefur öðru hvoru frá sér gellirinn i landsmálum, og þarf þá ekki að því að spyrja, í hvaða stefnu þjóðmála- pistlar þessa herra muni fara. Hann ger- ír elcki ágreininginn við stjórnina, piltur- inn, enda sér hún það væntanlega við hann, t. d. ef bankastjórastaðan kynni einhvem tima að losna. í „Þjóðólfi", 21. júli síðastl., ræður þessi herra fremur hvatvíslega á „Þjóðv.u, út af grein í blaði voru 8. júlí síðastl., þar sem getið var hraðskeyta-tilboðs þýzka félagsins Siemens & Halske í Berlín, og þess getið, að vér íslendingar ættum nú „kost á hraðskeytasambandi milli Noregs, Færeyja, og allra kaupstaðanna hér á landiu fyrir „minni upphæð“ (að eins 660. þús. króna), „en framlag vort til sæsímans, frá Hjaltlandi til Austfjarða“. — I þessu sambandi bentum vér á, að ef sarnið væri við þýzka félagið, ættu ís- lendingar allar tekjumar af millilanda- sambandinu, i stað þess er þær tekjur renna allar til norræna ritsimafélagsins, eptir ritsímasamninginum, eins og íslend- ingar hefðu þá einnig öll ráðin yfir hrað- skeytasambandinu í sinni hendi o. fl. Út af þessu fer 0. F. Daviðsson að bera 'saman, hvort rneira sé: 660 þús. króna í eitt skipti fyrir öll, eða 35 þús. króna árlega i 20 ár ,áþessu einu velti það, hvort tilboðið sé ódýrara, og notar svo- þenna reikning sinn til svæsinna árása á oss. — Sýnir þetta, hve óprúttinn hr. ó. F. D. er, og er það i fullu samræmi við aðrar aðfarir stjórnarliða í fitsímamálinu.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.