Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.07.1905, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.07.1905, Blaðsíða 3
XIX. 31. P.TOSVIIiJítfN. 123 Að öðru leyti ber nefrn) grein br. ó. F. Davíðssonar það ijóslega með |sér, að bann hefir eigi kynnt sér málið, sem skyldi, og befði hann því breytt hyggi- legar, ef bann befði geymt það, að sýna sína vizku, unz nefnd sú, er fjallar um málið á þingi, befir lokið störfum sínum. Frá ísaflrði er „Þjóðv.“ ritað 21. júli þ. á.: „Veðrátta nin- att fremur köld, os óþurrkasöno, sem stafar af þvi, að hafísinn er einatt skammt frá landi. — Fiskafli hefir í þ. m. verið mikið góður, þegar eigi hefir beituskortur hamlað, og nýlega hefir fengizt nokkuð af síld i vörpur, bæði á Skötu- firði, og i ísafjarðarkaupstað1'. Sjnkrasjóður kvennfelagsins. Skipulagsskrá „sjúkrasjóðs hins ísl. kvennfé- lags“ hefir nýlega hlotið kgl. staðfestingu, og er eign sjóðsins alls 8540 kr. — Tilgangur sjóðsins er, að styrkja fátæka sjúklinga í Reykjavik, og sömuleiðis má styrkja sjúklinga utan Reykjavík- ur, er þeir leita læknishjálpar í Reykjavík, og eru lagðir þar á spítala. I stjórn sjóðsins er landlæknir, forseti kvenn- félagsins i Reykjavík, og þriðji maður, erkvenn- félagið kýs. Stofnun sjóðs þessa er einkar þarflegt fyrir- tæki, og kverjnfélaginu til míkils sóma. Úr Súgandalirði (Vestur-ísafjarðarsýslu) er „Þjóðv.u ritað 8. júlí siðastl.: „Fiskafli hef- ir í vor orðið í meðal-lagi hér í firðinum, en afl- inn mest ísa og steinbitur (2—4 hundruð af stein- bít til hlutar hjá nokkrum bátum). — Það. sem aflazt hefir af þorski hefir yfirleitt verið fremur smátt. — Að öllu saman lögðu er aflinn jafnari hjá almenningi, en í fyrra vor 30. júní síðastl. andaðist Sigurborg Bergsdótt- ir á Gelti, 97 ára að aldri, og var hún jarðsung- in í dag“. .Gjöl' til Unldsveikra. Farþegjar á þýzka skemmtiskipinu „Hamburg11 skutu saman 500 kr, 20. júli síðastl., er þeir gáfu ----- — I r — ______ - ) til samskota þeirra, er ungfrú Kjœr heíir geng- ! izt fyrir, til að útvega ný rúm handa sjúklingum | á holdsveikraspitaianum. | ísl. hestar sýndir 1 Ranmörku. Á sýningu, er dönsk samvinnubúnaðarfélög hóldu 6.—9. júli, voru, meðal annars, sýndir is- lenzkir hestar, 2i að tölu, og hafði Guðjón Guð- mundsson búfræðiskandidat, ráðanautur landbún- aðarfélagsins veiið sendur utan með^hestunum- Hestarnir voru revndir bæði á stökki og skeiði, og voru einn daginn um 100 þiis. manna við- stödd. Þrír af hestunum hlutu verðlaun: Rauður, hestur Guðm. kaupmanns Olsen iReykjavik,Skjóni, eign Daníels bakara Bernhöft í Reykjavik, og Jarp- ur, eign Sigurðar bónda á Lækjamóti. Hestarnir voru seldir fyrir 150—420 kr.^og var meðal-verðið 232 kr. Líklegt er, að þetta verði byrjunin til þess, að all-góður markaður fyrir ísl. hesta fáist i[Dan- mörku. Úr Dýrattrði er „Þjóðv.“ ritað 19. júli síðastl.: „Það, sem af er júlímánuði, befir veðráttan verið kaldleg, lík- ust haustveðráttu, stundum þoku-fýla. með vætu, og óþurrkar, síðan sláttur byrjaði. — Grasspretta br enn ekki í meðallagi, og veldur því kuldinn í veðrinu. — Sjómenn, er nýlega komu inn á Dýrafjörð, segja hafís við Horn, og mikinn ís á StrandafJóa, svo að hvalveiðamenn á Tálknafirði hafa eigi getað flutt vestur fyrir land 17 hvali, sem þeir eiga geymda á Siglufirði. Þilskipamenn hér vestra kvaxta nú vfirleitt um fiskleysi. og vist er um það, að mörgum hefir gengið all-treglega“. Mann iilut. Laugardaginn 15. apríl þ. á. 11905,) andaðist að heimili sínu Tungu í Önundarfirði, ekkjan Þorkatla Bjarnadóttir, á 75. aldurs ári, Hún var fædd í Tungu urn miðsumarsskeið 1830, þarbjuggu þá foreldrar hennar. Faðir hennar var Bjarni, fyr bóndi á Sæbóli, en síðar í Tungu, Jónsson bónda frá Gelti í Súgandafirði, Bjarnasonar frá Sandeyri, Jónssonar i Arnardal, Þorleifssonar. — Alóðir Bjarna i Tungu, föður Þorkötlu, var Margrét, dóttir Guðna bónda í Unaðsdal á Snæ- fjallaströnd, Arnasonar, og Rannveigar Jónsdótt- ur úr Æðey, Eínarssonar frá Rekstöðum, Gunn- laugssonar prests á Stað á Reykjanesi (1660— 1682) Snorrasonar. Kona Bjarna i Tungu og móð- ir Þorkötlu, var Herdís Narfadóttir, og var ætt hennar af Langadaisströnd. Fró systrum Bjarna í Tungu, Málfríði, er átti Sigurð Hinriksson Seljalandi i Skutilsfirði, og Guðfinnu, er átti Kjartan Ólnfsson í Tröð í Önundarfirði, er margt fólk komið og merkilegt, þar á meðal þeir Hafra- fells bræður í Skutilsfirði, og Traðar bræður í Önundaríirði, hafa margir í ætt þeirri verið táp- miklir og drengir góðir. Þorkatla sál. ólst upp í Tungu bjá foreldrum sínum. Þann 14. okt. 1856, giptist hún Jens, syni Jóhannesar bónda Jónssonar á Vífilsmýrum og Guðrúnar Jónsdótt- ur frá Framnesi, en móðir Jóns á Framnesi var Sigríður dóttir Hákonar Bárðarsonar á Arn- arnesi i Dýrafirði, af ætt síra Ólafs skálds Jóns- sonar á Söndum (ý 1627). Þau hjón Þorkatla og Jens voru mjög jain aldra, og höfðu alist uppí nágrenni. Vorið 1857 byrjuðu þau búskap á Vifilsmýrum, og bjuggu þar um 6 ár, þá fluttu þau að Kaldá, og bjuggu þar um 4 ár, en að þeim liðnum fluttu þau að Tungu, og bjuggu þar saman um 7 ár, þar til hún missti mann sinn á sóttarsæng 9. febrúar 1874. Höfðu þau hjón átt sanan 13 börn á 18 ára samverutíma 9 pilta og 4 stúlkur, voru 6 þeirra á lífi er faðir þeirra dó og hið 7 fæddist um vorið eptir það hann dó um veturinn. Eptir það hún missti mann sinn, stóð hún þannig uppi með 7 börn sín öll ófermd, nema eitt, og átti við marga erviðleika að búa, en hún var að mörgu vel útbúinn, og lét ekki hugfallast, og hélt áfram búskap sínum i Tungu með börnum sínum, þjó hún þar síðan ekkja um 31 ár, alt til dauða dags. og kom börn- um sínum til menningar vel og sómasamlega, og ól upp auk sinna barna, þrjú önnur fósturbörn. Ekkert af börnum hennar fór frá henni fyr en hún gat vel somizt af, og um allan seinni hluta æfi sinnar var hún vel megandi að efnum, þrátt fyrir alla erviðleika og ómegð. Hún var þrek- mikil, stillt, hógvær og glaðlynd, jafn vel þó á móti blési, og kunni gott lag á að stjórna. Henni 100 -seai hún hafði á öllu þessu, ef eigi hefði bæzt við það, aem verra var. Það var maður að biðja hennar, sem hún vissi vel, að var siðlaus og ómenntaður; og gengi hún að eiga hann, ,þá var frelsið gjörsamleg horfið Það mátti ganga að því vísu, að þó að bún gæti haldið honum ögn i skeíjum, meðan ástarblossinn var á- kafastur, þá myndi harðstjórnin þegar byrja, er htín væri orðin konan hans. Hún gat þá eigi vænt annars hlutskiptis, en þar dendar konur áttu við að búa, að þrælka, eins og húðar- klár, og njóta lítils atlætis. Og hún sá, að fyr eða siðar myndi hún að eins eiga um tvennt að velja, annað hvort að verða kona Obre- vic’s, eða að fara úr húsi bróður síns, er hann reyndi, eptir áeggjan vinar sins, að neyða hana til giptingar- dnnar: Og þá stóð hún alveg ein síns liðs í heiminum. Hún spratt upp, ,og æddi uin gólfið fram og aptur, hraðar og hraðar. Brjóstið sogaðist upp og niður, ákafar og ákafar, ,unz hún féll snögglega á kné fyrir framan krossmarkið, og þrýsti brennheitu enninu að ísköldum steinveggnum Það var heit, en þegjandi bæn, sem sté til himna, ibæn um frelsi, og lausn undan böndunum, er hertu m meira og meira að henni, * • * Stormurinn æddi úti, svo að tveir menn, er voru að koma að hvylttinní, áfrtu örðugt með það, að brjótast áfram gegn veðrinu. 97 „Hve feginn sem þú vilt, geturðu eigi afneitað eðli þinu, Marco. Þú ert ráðrikur, og drottnunargjarn, og getur ekki stjórnað þér, er þú reiðist. Jafnvel bróð- ir minn vörður að lúta vilja þínum, og hvert myndi þá hlutskipti konunnar? — En er annars timi til þess núna, að vera að hugsa um brúðkaup, þar sem Stefán var að enda við, að segja þér frá ósigri sinum ?“ „Það er þriðji ósigurinn hans!“ svaraði Marco. „Hamingjan veit, að mig skyldu þeir aldrei hafa sigrað. En hann er enginn foringi, og hefir aldrei verið“. „tíróðir minn er enn mjög ungur“, mælti Danira, bróður sínum til afsökunar. „Hann skortir reynzlu, en eigi hugrekki, enda eigi að vænta þess, að honum tak- ist það, sem ekki getur tekizt, — Þú ert sá eini, sem enn veitir viðnám, og — hvort sem þú villt kannast við það, eður eigi —, tekst þér heldur eigi það, sem ómögu- legt er“. „Þey!“ æpti Obrevic, afar-reiður. „Hvað veizt þú um það? Hefir raggeitarhátturinn í Stefáni sýkt þig? Hann er þegar farinn að tala um, að gefast upp, og þú — “ „Ekki jeg!“ greip Daníra fram í. „Mér skilst, að þér verðið að sigra, eða falla, og vildi eg óska, að eg gæti dáið með yður, þegar þar að kemur. — Það er eng- in skömm að því, heldur að hinu, að gefast upp“. „Þú hefðir átt að vera karlmaður, en Stefán kvenn- maður“, mælti Obrevic. „Þú sverð þig í ættina, en hann ekki“. Að svo mæltu tók hann í hönd henni, og þrýsti hana fast, svo sem lenzka var. Daníra hafði neytt hann, til að viðurkenna, að hún

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.