Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.07.1905, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.07.1905, Blaðsíða 1
Verð árganqxim (mínnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; f.rlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Borqist fyrir júnímán- aðariok. ÞJOÐVILJINN. ----1= NÍTJÁ-NDI ákgangur. =1 -— ■+—*»«|= RITSTJÓRI: SKÚLI THOKODD8EH. =|wg-- M 31. Bessastöbum, 28. .jiílí. | Vppsögn skrifteq, óqild jnema komin sé til v.tqef- '.anda fyrir 30. dag júní- j m&naðar, og kaupandi I samhliða uppsögninni \borgi skuld sína fyrir Iblaðiif. 19 0 5. Ifna og ildavélar selur |§ristjdn Jsorgrímsson. ------------------ TÍT tlöntíl. Marcouí-loptskeyti, er borizt hafa til Reykjavíkur síðustu dagana, — síðasta skeytið 24. júlí kl. 10 og 40 mín. síð- degis — segja þessi tíðindi frá útlöndum: Bandaríkin. Ákafir 'hitar voru i New- York 18. og 19. júli, og varð hitinn 50 mönDum að bana fyrri daginn. Ung stúlka, dóttir Monroe’s bankastjóra, réð sér nýlega bana á þann hátt, að hún bleytti föt sín í olíu, og kveikti svo í. - Setti hún það fyrir sig, að hún fékk ekki að giptast enskum aðalsmanni, er hún hafði fellt ást við. Amerískur fallbyssubátur sprakk ný- Jega í Jopt upp, og létust um fimm tug- ir manna. Bandamenn halda áfram skurðgreptr- inum gegnum Panama-tangann, og er vinnunni haldið áfram fyrst um sinn und- ir uinsjón herstjórnar. — — — Austræni ófriðurinn. Mælt er, að jap- anskur her hafi nýlega gengið á land fyrir norðan Yladivostock, herslúpalægi Rússa í Síberíu, og verður borgin þá sótt, bæði af sjó og landi. .Tapönum hefir nú tekizt, að gera svo við rússnesku herskipin: Bayan, Peresvíet og Retvísan, er sukku á höfninni í Port- Arthur, að gert er ráð fyrir. að þau verði bráðlega haffær til Japans Witte, áður fjármálaráðherra Rússa, er nýlega lagður af stað frá Riísslandi til Paiisar, og ætlar þaðan til Washington, til þess að vera fulltrúi Rússa á væntan- legum friðarfundi. — — — Rússland. 18. júlí hófst “zemstwou- samkoma i Moskra, og lýsti samkoma þessi því yfir, að frumvarp Bolygin’s, inn- anríkisráðherra, um þjóðþing, væri ger- samlega onógt, en ákvað þó að ræða mál- ið, til þess að reyna, að fá frekari til- slakanir. — Lögreglumenn brut.ust inn í fundarsalinn, og skipuðu fundarmönnum að fara út; en fundarmenn sinntu þvi eigi- og rituðu lögreglumenn þá nöfn þeirra hjá sér. Qngur maður ætlaði nýlega að skjóta Pobedonozjeff', forseta „synodunnar helguu, en náðist, áður en hann fékk hleypt af skammbyssunni. í borginni Nijni Novgorod hat'a nokkr- ar þúsundir skríls borgina algjörlega á valdi sínu, brjótast inn í hús, og ráða á hvern, sem r>r sæmilega til fara. Varalandstjórinn á Pinnlandi var ný- I lega særður með sprengikúlu, er hann gekk af stjórnarráðsfundi, og komst sá undan, er sprengikúlunni hafði varpað. Nicolaj, Rússakeisari, og ViJhjáhnur keisari, sem verið hefir á ferð í Eystra- salti á skipi sinu „Hohenzollernu, hittust nýlega í Borgo á Finnlandi, og er það ætlun manna, að Nicolaj keisari hafi ótt- azt uppreisn í Pétursborg, og eigi viljað vera i borginni 22. júli, þvi að þá voru 6 mánuðir liðnir frá blbð-snnnvdeginum, 2i, janúar síðastl. JgTcttir írd alþingi. ■rv.Ár* Skipting lœknishéraðs. Síra Sig. Jensson ber fram í efri deild frumvarp um skiptingu Barðastrandar- læknishéraðs í tvö læhnisbéruð, sem verða: 1, Patreksfjaifturherað, sem nær yfirRauða- sandslirepp,TálknafjarðarhreppogBarða- strandarhrepp, fyrir vestan VatDsdals- á, og 2, Bílditdalshérað, sem nær yfir Suðurfjarð- ar- og Dalahreppa. Húsmennskuleyli — óþörf. Skúli Thoroddsen ber fram frv. í neðri deild þess efnis, að nema úr lögum rétt þann, er lög hafa veitt hreppsnefndum og bæjarstjórnum, til að synja húsmönnum, og þurrabúðarmönnum, um aðsetursleyfi | í hreppum eða bæjaríélögum. „Undirskriptarmálið“. Sjö neðri deildar þingmenn (Sk. Th., Stet’án Stefánsson, þm. Skagf., Einar Þórðarson, Ól. Ólafsson, Ól. Briem, Björn Kristjánsson og Ól. Thorlacíus) hafa bor- ið fram svo látandi tillögu til þingsálykt- unar. „Neðri deild alþingis ályktar, að lýsa yfir því, að hún álítur það eitt rétt, og í samræmi við stjórnarskipun vora, að íslandsráðherrann sé skipaður með und- irskript sjálfs hans, eða fráfarandi Is- landsráðherra, en ekki með undirskript forsaitisráðherra Dana, og skorar á ráð- herrann, að gera sitt til, að svo verði eptirleiðisu. Ekki ætti að gera ráð fyrir því, fyr en á dettur, að meiri hluti deildarm anna verði ráðherranum svo leiðitamur, að hafna jafn hógværri tillögu, enda ættu IslendÍDgar, hvað sem öllum deilum vor á meðal líð- ur, að geta staðið, sem einn maður, þeg- ar um það ræðir, að halda fram réttind- um landsins gegn erlendri ásælni. Yér skulum í lengstu lögin vona, að svo verði. Sala kirkjujarðar. Dr. Valtýr ber fram í efri deild frv. | þess efnis, að heimila Hjórninni, að selja I ábúanda kirkjujörðÍDa Bygggarð i Seltjarn- arneshreppi fyrir 2600 kr. Aðflutningsbann á áfengi. Frumvarp um það efni flytja í neðri deild þingmennirnir: Guðm. Björnsson, Gruðl. Guðmundsson, Björn Kristjánsson, Ól. Ólafsson, síra Eggert Pálsson, Stefán Eyfirðingur og síra Einar Þórðarson. Óhætt er að fullyrða, að mál þetta verði eigi útkljáð á þingi, enda mun sú naumast tilætlunin, bó að það sé látið skyggnast ÍDn í þingsalinn, og fái kurt- eislegar viðtökur, hjá sumum óefað að eins í orði. Ríki Bachusar gamla er enn voldugra hér á landi, en svo, að því sé nokkur verulegur háski búinn af þessu áhlaupi. Samþykktir um fjárframlög, til að bæta lendingar. I neðri deild hefir Sk. Jhoroddsen bor- ið fram svo látandi frv. um viðauka við lög 14. des. 1877, um ýmisleg atriði, er snerta fiskiveiðar á opnum skipum: „1. gr. í samþykktum, er geröar ei'u sam- kvæmt lögum 14. des. 1877, um ýmisleg atriði, er snerta fiskiveiðar á opnum skipum, er heim- ilt, að ákveða, að greiða skuli allt að einnar krónu gjald af hverjum hlut frá sjó, vfir ver- tið hverja, til að bæta lendingar á því svæði, er samþykktin nær yfir. 2. gr. G-jald það, er ræðir um í 1. gr., greið- ist af óskiptum afla, og skal formaðurinn ann- ast um greiðslu þess. — Að öðru leyti ekulu í’ samþvkktinni settar reglur um innheimtu gjaldsins, og má taka það lögtaki á þann hátt, er segir í lögum 16. des. 1885. 3. gr. Fé það, sem heimt er inn samkvæmt samþykktum þeim, er getur um i lögum þess- um, skal vera í ábyrgð sýslunefndar, er sér um ávöxtun þess á sem tryggastan og hagan- legastan liátt, og veitir sýsluneíndin fé úr sjóðnum, er þörf þvkir, til að bæta lendingar á samþ_vkktarsvæðinu“. Frv. þetta fær að líkindum góðan byr á þingi, því að víða er þess brýn þörf, að lendingar séu bættar, til að tiyggja lif manna og sjávarútveg. Afnám gjafsóknarrétts embœttismanna. Frv. Sk. Th. um það efni var til 1. umræðu í neðri deild 21. jiíli, og máiinu þá visað til 5 manna nefndar: Sk. Th.„ Magn. Kristj., H. Þorst., Hermann og Lárus Bj. m ii i ... Brú á Fnjóská. Þingmenn Þingeyinga vilja verja úr íandssjóði allt að 25 þús. króna, til að gera brií á Fnjóská i Þingeyjarsýsln. BegJugjörðir um notkun haftia. í neðri deild bera þeir GuW. sýslumað- ur og J'on frá Múla frarn frv. þess efnis, að heimila stjórnarráðinu, eptir tillögum hlutaðeigandi sveitarstjórnar og sýslu- manns, að staðfesta reglugjörðir um notk-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.