Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.07.1905, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.07.1905, Blaðsíða 4
var sérlega sýnt um búskap, enda fór hann henni prýðilega úr hendi, þegar hún dó voru 5 hörn hennar á lífi, en einn sonur hennar, Jens Þor- kell, sá er fæddist eptir lát föður síns, urukkn- aöi við ísafjarðardjúp, haustið 1896, 23 ára gam- all, ógiptur. Hann átti eina dóttur óskilgetna sein Þorkatla sál. ól upp, hin börn hennar sem eptir lifa eru: 1, Hólmgeir, húfræðingur og dýra- lseknir, hóndi í Tungu, giptur Sigríði Mikkalinu dóttur Halldórs hónda Bernharðssonar á Vöðlum. 2, Þorhergur, bókbindari á FJatoyri, giptur Sig- ríði Sigurðardóttur frá Neðri-Hesthúsum i Ön- undarfirði. 3, Bjarney, gipt Sveini á Flatoyri, Sveinssyni frá Vífilsmýrum, Jónssonar. 4, Jakoh, ógiptur i Tungu, var alla stund með móður sinni og stóð fyrir húi hennar. 5, Jens ógiptur í Tungu. Með Þorkötlu sál. féll ein hinnn þrekmiklu og þörfu ísiands dætra, sem stóð svo fagurlega í stöðu sinni að Fyrirmynd var. Hún var Jirein íslenzk í hverja taug. Engin tilgerð eða svika- reykur útlendra þýa vilti hana um eitt einasta fet af réttri leið. Hún þekkti stöðu sína og skyldu og rækti hvort tveggja með sóma, og kenndi hörnum sinum og innrætti þeim hið sama, enda hera þau þess ljósar menjar. Þau minnast hennar með innilegu þakklæti og virðingu. Farðu hlessuð, blíða, ljúfa önd, hurt úr tímans þröng á sælu lönd. Þangað sem þig harmar ekki hrjá hvild og ró er þreyttur finna má. Farðu blessuð móðir, góða, mær, megin styrkur harna þinna kær, félags prýði, félagsstoð og hlíf, fyrirmyndar dáðarika víf. Farðu blessuð, þér skal fylgja þökk, þinna vina hrjóstin stynja klökk. Þú ert svifin sæl á dýrðarlönd, svali Drottins friður þinni önd. S. Gr. B. 30. janúar síðasl. andaðist að Folafæti i Norð- ur-ísafjarðarsýslu Þórarinn hóndi Jónsson. 72 ára að aldri. — Foreldrar Þórarins sáluga voru: Jórn Þói'arinssíiii, og kona hans, Salóme Gunnlögsdóttir^ er lengi bjuggu að Svarfhóli í Alptafirði, og þar ólst Þórarinn upp. Þórarinn sálugi Jðnsson var kvæntur Helgu Engilbertsdóttur, ættaðri úr Alptafirði, og lifir hún mann sinn, og er nú um sjötuat. — Þeim hjónum varð als 4 harna auðið, og dóu tvö þeirra í æsku, en tvö náðu fullorðins árum: Salðme sáluga, er var fyrri kona merkishóndans Jóns Jónssonar i Súðavik, og Jónína, sem enn er ó- gipt. í 22 ár hjó Þórarinu heitinn að Hlíð i Alpta- firði, en var siðan 3 ár í húsmennsku að Dverga- steini, síðan eitt ár hóndi að Svarthamri, og loks 16 ár bóndi að Folafæti. — Dvaldi hann þannig öll búskaparár sín i sama sveitarfélagi, og þó að að efnahagur hans væri opt fremnr þröngur, var hann þó mesti dugnaðarmaður til sjávarins, og formaður í mörg ár; on minna var hann hneigð- ur til landbúskapar, enda er landhúskapur við ísafjarðardjúp víðast fremur örðugur, og kostn- aðarsamur. Þau hjónin, Þórarinn sálugi og kona hans, ólu upp nokkur hörn, og eru þeir Kristóbert for- maöur Jónsson á Arnesi í Álptafirði, og Guðm. Stefán Gnðmurvlsson, nú til heimilis á Kleifum í Seyðisfirði, uppeldishörn þeirra. Þórarinn sálugi var maöur all-vel greindur, og margt vel gefið; en mjög var heilsa hans tek- in að þverra síðustu árin, og fékk hann þá slag öðru hvoru, og síðast eitt sama daginn, er hann andaðist. Bessastaðir J8. júlí 1905. Sumarið óþurrka- og rigningasamt hér syðra, og óvenjulega kalt. — Siðustu dagana norðan- kalzar, og nokkur þurrk-flæsa. Gufubáturinn „Tóti“ kom nýlega vesían frá ísafirði, og hefir síðan farið nokkrar flutnings- ferðir um Faxaflóa. — Með hátnum kom að vest- an Balllór Hávarðarson, útgerðarmaður i Bol- ungarvík. „Laura“ kom frá ísafirði, og Breiðaflóa 24. þ. m. Með skipinu kom frá Isafirði húshygginga- meistari Rögnvaldnr Ólafsson. Skipið lagði af stað til útlanda í gær 2 |Mip, til Silll. Skonnerta 411 ., tons og kutter 68 tons. Bæði skipin i góðu standi, hafa geng- ið og ganga á fiskveiðar frá Reykjavík. Allur útbúnaður vandaður. Lágt verð. Ritstj. vísar á seljandann. er aCtió óen Seóste. PRENTSMIÐJA ÞJÓÐVIL.TAN8. 98 stæði bonum jaf'n fætis, og handtak haus átti að sýna, að hann viðurkenndi það. „Þú hefir í raun og veru rétt að inæla“, mælti Obrevic. „Það er ekki tími til þess, að hugsa um brúð- kaup núna. — En þegar sá tími kemur og hann kem- ur — þá skalt þú verða mín, Daníra. — Jeg hefi heit- strengt þess, og svik ekki orð min“. Daníra svaraði engu, þvi að Stefán kom inn í þessum svifum, og þeir fóru að týgja sig af stað. Um leið og þeir gengu burt, sneri Obrevic sér við og spurði Daníru: „Voru ekkí hermenn hér í þorpinu í morgun?“ „Jú“, svaraði Daníra, „en þeir stóðu stutt við, og voru farnir innan kl.líma“. „Að líkindum korna einhverjir í nótt, eða í fyrra- rnálið, og spyrji þeir eptir okkur þá vísaðu þeim í ranga átt“. Danira hristi höfuðið. „Þú veizt, að jeg get ekki logið!“ mælti hún. „Þeir vita einnig, aö vér segjum ekki til vorra mauna, og spyrja oss því ekki. — Verður ekki Stefán, og hans menn, með þér?“ „Jú“, svaraði Obrevic. „Við ráðum á þá báðir í senn. Vertu sæl Daníra“. Mennirnir gengu út, og voru horfnir innan lítils tíma. í þorpinu varð og alit kyrrt og hljótt, sem fyr. í húsi Stefáns Hersovac’s var allt einnig orðið hljótt, Daníra sat þar að vísu enn við arininn, og kastaði 99 við og við spítum á eldinn, eins og hún væri hrædd við‘ myrkrið og svefninn; en tengdasystir hennar var sofnuð. Daníra hafði lokað hurðinni, því að hún vildi vera ein, og sat nú hreifingarlaus, og starði inn í eldinn. Stormuriun buldi k húsinu, og það snarkaði í eld- inum; en Daníra virtist hvorugt heyra, eða sjá. Hana dreymdi, dreymdi með opin augun, og út úr reyknum, sem þyrlaðist upp öðru hvoru, stigu myndir,. ný]ar og nýjar. Hún sá héraðið, þar sem hún og Gerald höfðu tal- azt við síðast, og útjýnið þaðan, sólbjart og fagnrt. Og nú sá hún andlit., sem varðæ skýrara og skýrara Það starði á hana, alvarlegt og ásakandi, unz hark- an fór smátt og smátt að hverfa. Og loks sá hún að eins tvö sbær augu, augu Ger- ald’s Steinach’s sem alls eigi lýstu neinu hatri, eða ó- vináttu, heldur að eins þessari einu tilfinningu, sem þá hafði lifnað, og síðan aldrei dáið. En nú snarkaði enn meira í eldinum, en áöur, svo að Darira hrökk við, og leit, hálf-ringluð, kringum sig. Draumurinn hafði hrifið hana svo, að það liðu nokkr- ar sekúndur, áður en hún áttaði sig, og sá, hvar hún var. Þetta dimma, þröngva herhergi, með sótuga veggi, léleg húsgögn, fullt af reykjarsvælu — það var heim- kynnið, sem hún hafði þráð síðan hún var barn. Og þessi tilvera, sífellt slit og erfiði, án allra and- legra nautna, það var frelsið, sem hana hafði dreymt um. Hún, uppeldisdóttir setuliðsstjórans, sem lifað hafði í allsnægtum, og notið þæginda lifsins, sá nú, hverju húm hafði sleppt og hvað hún hafði hreppt i st.aðinn. Og þó hefði hún getað þaggað niður andstyggðina,.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.