Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.08.1905, Qupperneq 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.08.1905, Qupperneq 3
XIX. 3S ÞjOeviLjIM N 127 kennaraskólann í Reykjavík, geri það eigi að kappsraáli, þvi að þá er hætt við, að það gæti orðið málinu að falli, eins og á síðasta þingi, og væri þá ver farið, en heima setið. Bændaskólarnir. Tillaga ólafs Briem, Stefáns kennara o. fl. um það, að láta búnaðarskóla haldast að hólum í Hjaltadal, var felld í neðri deild. með 13 atkv. gegn 8. — Tillaga síra Einars Þórðarsonar um það, að láta búnaðarskólann haldast að Eiðum, var einnig felld, með 14 atkv. gegn 6. Kappið, sem beitt er, til þess að fá Hólaskóla lagðan niður, og koma á fót bændaskóla i Eyjafirði, virðist nokkuð svipað ákefðinni, sem margir sömu menn- irnir sýna, til að leggja niður kennara- fræðsluna í Hafnarfirði, en stofna kenn- araskóla i Reykjavík, og virðist hvort- tveggja jafn misráðið. Fallið frumvarp. Frv. stjómarinnar um gjöld sýslufélaga til landssjóðs, var feUt í neðri deild, með 16 atkv. gegn 9, og mun flestum þykja það vel farið. m r Telur nefndin líklegt, að bæjarstjórn Reykjavíkur vilji kaupa Örfirisey fyrir allt að 6 þús. króna; en Amarhólslóðina er gert ráð fyrir, að selja megi fyrir 3— 4 kr. feralinina að minnsta kosti. Fyrir söfn landsins vill nefndin byggja hús úr steini, eða steinsteypu, er kosti allt að 160 þiis. króna. — Á hinn bóg- inn fær ráðherrann eigi 100 þús. króna ráðherra-höllina, eins og hann hafði óskað, en nefndin vill búa út risnuher- bergi í alþingishúsinu, þar sem veita | megi tignum gestum móttöku, með þvi að all-mikið húsrúm losnar þar, er lands- bóka- og landsskjalasöfnin verða flutt þaðan. Einn nefndarmanna, Tr. Gunnarsson, vill þó fyrir hvern mun fá ráðherrahöllina. Skattamála íhugun. Eptir tillögu B. M. Ohen’s, Guðjóns Guð- laugssonar og Ag. Flygenring’s, hefir efri deild falið fjármálanefnd deildarinnar, að taka einnig skattamál landsins til íhug- unar, og rökstuddi dr. Olsen tillögu þessa á þann einkennilega hátt, að „andófsmenn stjórnarinnar“ hefðu „gert skrúfu“, er kosin var tollmálanefnd í neðri deild. En tilefnið til þess, að stjórnarand- stæðingar höfðu eigi hirt um, að kjósa menn af sínum flokki í tollmálanefndina, var það, að ráðherrann hafði látið orð falla í þá átt, að hann myndi taka skatta- og tolla löggjöfina til endurskoðunar, er hann hefði heyrt álit þess flokksins, er hann styddist við, og þótti þvi stjórnar- andstæðingum, sem skoðana þeirra væri | eigi óskað að svo stöddu, og munu því eigi hafa fundið hvöt til þess, að fara að leiðbeina stjórninni, þar sem slík endur- skoðun er alls eigi fyrirhuguð á þessu þingi. Annars er nú fullyrt, að fjármálanefnd efri deildar muni eigi telja sig hafa tíma til þess, að taka málið til íhugunar að öðru leyti, en því, hvort setja skuli milli- þinganefnd stjórninni til aðstoðar, svo að hætt er við, að tilgangur dr. Olsen's ná- | ist eigi á þessu þingi, og verða stjórn- arliðar því einir, að hlaupa undir bagg- ann, og fylla „auða rúmið“ í höfði stjórn- arinnar í þessu máli. Kennaraskólinn. Nefndin í efri deild (Jón Jak., dr. 01- sen. Sig. Jensson, Sig. Stef. og Þór. Jóns- son) lagði það eindregið til, að hafa kenn- araskólann i Flensborg í Hafnarfirði, í sambandi við gagnfræðaskólann þar, og vill verja til húsabóta og áhalda allt að 33 þús. króna úr landssjóði. — Skólinn sé jafnt fyrir konur, sem karla, og séu allt að 35 heimavistir í hinum sameinaða gagnfræða- og kennaraskóla, og hafi nem- endur kennaraskólans forgangsrétt að þeim. — Kennarar við þenna sameinaða kenn- ara- og gagnfræðaskóla séu fjórir, og hafi að launum 2500 kr., 1800 kr., 1600 kr. og 1200 kr., og hefir forstöðumaðurinn, og einn hinna kennaranna enn fremur ó- keypis bústað. Þessar tillögur nefndarinnar samþykkti efri deild, með 10 atkv. Óskandi væri, að þeir, sem vilja hafa Synjað kaupstaðarréttinda. 4. ágúst tókst stjórnarliðum neðri deild- ar að fella frumvarpið um kaupstaðarrétt- indi fyrir Hafnarfjarðarverzlunarstað. — Svo þótti þetta miklu skipta, að ráðherr- ann hélt sjálfur tvær ræður gegn frum- varpinu, til þess að halda liðinu saman. — Þrír af stjórnarliðum greiddu þó málinu atkvæði: Björn Bjarnarson, Guðni. Björns- 104 hann gerði, fannst lionum það heilög skylda sin, að hlýða honum nú ekki. Hann lypti þvi hendinni að húfunni, sem hermönn- um er títt, og mælti: „G-ott ogvel, hr. liðsforingi — jeg verð kyrr hér inni!“ En er Gerald hnyklaði brýrnar, horfði á hann, og benti á dyrnar, þorði hann þó eigi annað, en að hlýða. Hann nam því staðar fyrir Iraman hurðina, kross- lagði hendur á brjósti, og baðst fyrir á þessa leið: „Sankti Georg, og allir dýrðlingar, hjálpi honum! Nú hefir hún flækt hann í netinu — guð veri honum liknsamur!” Gerald og Daníra voru nú tvö inni, og þögðu bæði um hrið. Daníra var staðin upp, og hafði fært sig fiam i birt- una, og starði Gerald á hana, sem heillaður. „Jeg hygg, hr. Steinach“, mælti hún, „að skilnaði okkar hafi síðast verið svo varið, <»ð það sé okkur litt til gleði, að sjást nú aptur“. Þetta mælti hún afar-kuldalega, svo sera til þess að vega það upp, að hún hafði i fyrstu eigi gætt sín, enda tókst henni það að nokkru leyti. Gerald gerði sig einnig kuldalegri, og settlegri er hann svaraði. „Þér verðið þá að áfellast forlögin, en ekki mig, ungfrú góð, þvi að jeg tek það upp aptur, að jeg liafði engan grun um það, hvem eg kynni að liitta í húsi þessu. Það var að eins af þvi, að skyldan krafðist þess af mér að eg kom hingað“. „Ekki efast eg um það“, svaraði Danira, „enda 101 Það sást í tunglskininu. að þeir voru báðir í aust- urríkskum einkennisbúningi. Þeir höfðu gengið svo hratt, með veðrið í fangið, sem kostur var, en námu nú staðar, til þess að átta sig á því, hvort þeir voru komnir. „Jeg veit ekki, liðsforingi, hvað segja skal“, mælti annar þessara manna, „en jeg er ekki trúaður á söguna. — „Er yður enn fast í huga, að fara ofan í hvylftina, þar sem allt hvilir nú, sem í dauðadái?“ Það var Jörgen, sem þetta mælti, og sá, sem svar- aði, í mjög ákveðnum róm, var Gerald Steinach. „Það ætla jeg auðvitað, því það er vafalaust, að þetta er þorpið, sem menn vorir komu til í rnorgun. Jeg þekki það af lýsingunni“. „En þar sést enginn hreifing á neinu“, mælti Jörgen. „Menn hljóta þegar að hafa séð til okkar, og þó hefir enginn enn kallað til okkar“. „Mér þykir það og grunsamt, að verðir sjást hvergi“, svaraði Gerala, „og er eg því hræddur um, að liðsflokk- urinn hafi neyðzt til þess, að halda áfram, og skilja særða liðsforingjann eptir, ásamt fáum mönnum. — En boðin til mín get eg ekki vefengt, þar sem drengurinn fékk mér bréfaveski Salder’s og ýmsar eiginhandar uppteikn- anir hans, sögu sinni til sönnuDar“. „En það er undarlegt, að Salder liðsforingi skyldi einmitt vilja tala við yður“, mælti Jörgen. „Mér lizt ekki á söguna, og enn ver leizt mér þó á strákinn, sem flutti skilaboðin, þvi að hann var ærið þorparalegur. — Það er einhver fjandinn, sem undir þessu býr“. „Þú sérð fjandann alls staðar“, mælti Gerald, óþol- inmóður. „En ætti jeg, að hafast undan, að vitja félaga

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.