Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.09.1905, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.09.1905, Blaðsíða 1
Verð'árgantftins fminnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; trlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnítnán- afarlok. ÞJÓÐVILJINN. - 1= Nítjándi áböangdk. =1 —— M 37. Bkssastöðdm, 9. SEPT. j Uppsign skrifleq, ógild \nema komin sé til úigef- \anda fyrir 30. daq júní- mánaðar, oq kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sina fyrir j blaðið. 19 0 5. og ildavélar selur jpristjdn jsorgrímsson. ii m 'ii .n m m hi iii ii t'jji' í vísnabók Huldu. --- Lítil snót með hörgult hár hefur ljós á enni; ef jeg væri álfur smár yndi jeg mér hjá henni. Enginn liti ljúfar á litla huldusveina; gott er að eiga geisla þá, gaman væri að reyna. En jeg veit hún velur sjálf viniun sinn i hljóði; hún vill ekki hálfan álf, huldusveinninn góði! Eigi’ hún að verða ástin þin, yndi sala þinna: draumana væru og vorin sín verður hún þar að finna. Hún á að eiga höfuðból, helzt með fríðum sveini, einhversstaðar, ekki í hól, en í fögrum steini. I þeim huldu helgidóm hiín á að eiga völdin, stærzta giugga, bláust blóm, björtust ljós á kvöldin. Þegar hún svo með hörpu á hnó herðir á strengjum sínum, þá munu álfar segja að sé sungið í steini þínum. Hún hefur eignast uppi í sveit allan fuglahljóminn, og svo margt, sem enginn veit, af því hún skilur blómin. Annað skrítið á hún svo, ef hún má þér trúa: létta vængi litla tvo; lofaðu þeim að fljúga. ÞÓ hún lengst í ljósan geim líði á vængjum sínum, kemur hún einlægt ánægð heim aptur að barmi þinum. Mundu það að eins, álfur minn, ef þú vænginn lamar, glaða ljúflingssönginn sinn syngur hún aldrei framar En ef vinuvængjum þeim verður ei neitt að meini, áttu bjartan unaðsheim, élfur, í þínum steini. Á Hvítasunnudag 1905. Þ. E. XÍT tlö nd. Frá útlöndum hafa nýlega borizt þessi tíðindi: Danmðrk. 31. júli kom VilhjáJmitr, Þýzkalands keisari, til Kaupmannahafn- ar, og dvaldi þar til 2. ág., og fékk hann, sem vænta mátti, alúðarfyllstu viðtökur hjá Kristjáni IX. konungi. Aðfaranóttina 29. júlí síðastl. brann „cements“-verksmiðja í grennd við Marí- ager, og var skaðinn metinn 1 milj. króna, en 100 verkamenn urðu atvinnulausir. Sendinefnd frá eyjum Dana íYestur- heimi var væntanleg til Kaupmannahafn- ar í ágúst, til þess að fara þess á leit við þing og stjórn, að selja Bandamönnum eyjarnar, þar sem menn geri sér fremur von um, að hagur eyjarskeggja fari þá batnandi. — — — Noregur. Af atkvæðagreiðslunni, er fór fram í Noregi 13. ág. síðastl., til þess að skera úr því, hvort menn vildu skiln- aðinn, og gera Noreg að sjálfstæðu ríki, hafa nú borizt þær fregnir, að 368,211 hafi svarað spurningunDÍ játandi, en 184 neitandi, og er eindrægni þessi norsku þjóðinni til mestu sæmdar, og mælist hvívetna mjög vel fyrir. Norska þingið hefir nú skýrt sænsku stjórninni frá úrslitunum, ogbeðiztbróð urlegrar samvinnu, til þess að slita rikja- sambandinu algjörlega á iöglegan hátt, og eru rm horfur fremur friðsamlegar. A hinn bóginn munu Norðmenn eigi samþykkja þákröfu Svía-stjórnar, að leggja niður kastala þá, sem eru i grennd við landamærin, þykir það skerða um of sóma sinn, að játast undir slíka kosti. Nýlega hafa Norðmenn einnig pantað all-margar fallbyssur frá Armstrong’s vopnaverksmiðju, til þess að vera sem bezt við öllu búnir, en vonandi verða þær ekki notaðar í bráðina. — — — Svíþjóð. Par er nýtt ráðaneyti nýlega sett á laggirnar, og heitir sá Lundeberr/, er því stýrir, og er einn ráðherranna bóndi, og er það í fyrsta skipti, er bóndi er haf- inn til þeirra tignar í Svíþjóð. Hann heitir A. Peterssen, og er þingmaður, enda er ráðaneytið skipað mönnum úr öllum flokkum þingsins — — — Þýzkaland. Þar er nýlega látinn leik- ritahöfundurinn Julius Stinde, 64 ára að aldri, þjóðkunnur maður á Þýzkalandi. Uppreisn er enn i landareignum Þjóð- verja í Afríku, og heitir foringi uppreisn- armanna WUdbois. — Hefir uppreisnin nú magnazt svo mjög, að mælt er, að eigi muni veita af 40 þús. hermanna, til að kúga hana, og vekur þetta mörgum all-þungar áliyggjur á Þýzkalandi.------ Frakkland. 6. ágúst héldu stjórnleys- ingjar („anarkistaru) fund í París, til þese að minnast látins skoðanabróours sins, og hlutust af nokkrar róstur, með því að lögregluliðið skarst í leikinn -- 12 menn urðu sárir. — — — Ungverjaland. Þar á Fejervary-Tkb-a,- neytið mjög í vök að verjast, með því að almeDningur neitar skattgreiðslum, tel- ur stjórnina sitja ólöglega að völdum. — Bætir það ekki úr skák, að sveitarstjórn- arvöldin eru alveg á bandi almennings, og er því orðin vandræðaleg fjárþurð í ríkisfjárhirzlunni, svo að senniiegt þykir, að ráðaneytið verði mjög bráðlega að þoka úr völdum, enn situr það, þrátt fj'rir van- traustsyfirlýsing þingsins. I borginni Kirchrauf brunnu nýlega 280 hús og biðu 6 menn bana, en 3 hlutu miki! brunasár. — Eldurinn læsti sig einn- ig í þorpið Holbach, sem er nær áfast, og brunnu þar einnig 50 hús. — — — Rússland. Ensk blöð hafa nýlega full- yrt, að Alexej, ríkiserfinginn á Rússlandi, einkasonur Nicolaj keisara, sé heyrnarlaus, og er það keisara-hjónunum mikið sorg- arefni, sem von er, ekki sízt þar sem fögnuðurinn var svo mikill, er þeim hjón- unum fæddist loks sonur í fyrra. Víða eru enn verkföll, og óeyrðir, á Rússlandi, en lang-mest brögð þó að því í löndunum við Eystrasaltið, og á Pól- verjalandi. — I borginni Ríga hættu um 20 þús. verkmanna vinnu 4. ág., og drógu upp rauðan fána á verksmiðjuliúsunum. — hafa þar síðan verið framin ýms hryðju- verk nær daglega. — Yerksmiðjueigandi, Koos að nafni, var einn daginn að aka um götur borgarinnar, ásamt konu sinni, og réðust þá verkamenn á vagninn, drápu Roos, og rændu síðan 6 þús. rubla úr vösum hans. — 54 lögregluembættismenn hafa verið drepnir i Ríga í óeyrðum þess- um. Ymsir efnaðri borgarar í Ríga hafa því myndað borgaralið, til að verja líf og eignir, og kvað hafa pantað 15 þús. byssur fra vopnaverksmiðju á Þýzkalandi. I Kurlandi, og Liflandi, hafa bændur víða ráðið á eignir aðalsmanna, og ýms stórbýli, rænt og ruplað, og sumstaðar lagt eld í hús manna. — Sömuleiðis hafa kirkjur verið rændar, og kveikt i sumum þeirra. — I þorpinu Kasazkaja flýði djákn- inn upp að altarinu, og var drepinn þar, en kirkjan var síðan rænd dýrgripum sín- um, og loks kveikt í henni. A sumum stöðum hafa spenar verið skornir af kúm aðalsmanna i KurLandi, en tögl og eyru af hrossum, og fleiri niðingsverk framinn. — Sumstaðar hafa akrar einnig verið skemmdir, og uppskeru spillt. I Warshau örðu hvoru róstur, sem og víðar á Pólverjalandi. — Járnbrautarstjóri, Meyer að nafni, var nýlega drepinn á götu í Warshau um hábjartan dag, og komst morðinginn undan. — I þorpinu Opatou, skammt frá Warshau, réðu upp-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.