Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.09.1905, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.09.1905, Blaðsíða 2
CQ 146 ÞjÓÐVIIíJINN. XXX., 37. reisnarmenn nýlega á banka-útbú, drápu ýmsa af starfsmönnunum, sprengdu upp féhirzluna, með „dynamiti“, og höfðu fé bankans brott með sér. — — — Krítey. Þar hefir uppreisn verið haf- in, með því að eyjarskeggjar krnfjast þess að eyjan sé sameinuð Grrikklandi, svo sem þjóðþing eyjarskeggja hefir samþykkt; en Btórveldin taka þvert fyrir það. Nýlega náðu uppreisnarmenn þorpinu Castelle á sitt vald, og hóf rússneskur fallbyssubátur þá skothríð á þorpið og skaut þar niður flest húsin. — — — Tyrkland. Banatilræðið, sem Tyrkja soldáni var sýnt ný skeð, svo sem áður hefir verið drepið á í blaði þessu. segja menn nú, að verið hafi af völdum armenskrar konu, er Petroff nefnist, og hafi hún komizt undan til Rumeniu. — Bandaríkin. I borginni New Orleans hafa ýmsir látizt úr „gulu hitasóttinni^ og hefir því fjöldi efnaðra fólks flúið úr borginni — — ............... grcttir frd alþingi. — «<*> Óútrædd þing’manna-í'ruinvörp. Meðal lagafrumvarpa þeirra, er einstakir þing- menn báru fram, on eigi urðu útrædd á alþingi, má geta þessara: 1. Um sölutoll af bitteium. 2. Um vindlatoll. 3. Um tollvörugeymslu og tollvörufrest, 4. Um fasteignaréttindi utanríkismanna á íslandi. 5. Um lausamenn og þurrabúðarmenn (= afnátr réttar breppsnefnda, til að synja mönnum um aðsetursleyfi.j 6. Um gjafsóknir. 7. Um stofnun peningalotteris. 8. Um veiting áfengra drykkja á skipum á Is- landi. 9. Um útflutningsgjald af sjávarafurðum. 10. Um aðflutningsbann á áfengi. 11. Um námuli'ig. Enn fremur nokkur þýðingarminni frumvörp. Skattamálanefndin, er skipuð var í neðri deild. til þess að koma fram með tillögur um breytingar á toUa- og skatta- löggjöfinni, lét aldrei neitt álit uppi, enda þótt hún hefði bsett við sig tveim mönnum svo að nefndarmennirnir voi u alls niu, og um hana mátti syngja: „Nú eru Jika niu mennu o. s. frv. Fullin lagafrunivörp. Meðal lagafrumvarpa, er borin voru fram, en feUd á alþingi, má nefna: 1. Um kennaraskóla í Reykjavík. — Frv. þetta var loks fellt i sameinuðu alþingi 29. ág., og olli því ágreiningnr um skólastaðinn, með því að efri deild, nær öll, og ýmsir í neðri deild, vildu heldur hafa skólann í sambandi við gagn- fræðaskólann í Flensborg í Hafnarfirði, held- ur en reisa sérstakan skóla í Reykjavík, svo sem stjórnin, og meiri bluti neðrideildar-manna, béldu fram. Að lokum vildu þeir, sem böíðu fylgt því fram, að bafa skólaun í Reykjavík, fallast á, að bann væri í Hafnarfirði, ef hann eigi væri í sam- bandi við Flenr.borgarskólann; en það þótti öðrum of kostnaðarsamt, og því var málið fellt. 2. Um laun hreppstjóra. Það frv., er fór fram á talsverða hækkun á launum hreppstjóta, og neðri deild liafði samþykkt, var felit í efri deild. . Um brúargerð á Ytri-Rangá. . „ „ „ Fnjóská. 5. „ „ „ Héraðsvötn. Af þingmannafrumvörpum féllu alls 11, en 2 af frumvörpum stjórnarinnar. Stjórnarfrumvörp, óútkljáð. Frv. um fræðslu barna, og frv. um kosningar til alþingis, voru bæði óútkljáð, er þingi var slitið. Um fræðslu frumvarpið samþykkti neðri deild rökstudda dagskrá, er fór fram á frestun máls- ins, til þess að almenningur gæti kynnt sér frv., áður en það yrði gjört að lögum, og skoraði á stjórnina, að leggja frv. síðan fyrir næsta þing. Nefnd sú, er neðri deild kaus, til að íhuga kosniugamálið, lét eigi uppi álit sitt, fyr en und- ir þinglok, enda virðist stjórnarliðið yfirloitt frv. andvígt, treystir sér auðsjáanlega miður í stórum kjördæmum. Ritsíini til ísai'jtirðar. I Þingsályktun samþykkti efri deild þess efnis, | að skora á stjórnina, að láta mæla upp land- j símaleiðina frá Stað í Hrútafirði, um Steingríms- fjörð, til ísafjarðar, bæði nyrði leiðina, og líka syðri Jeiðina, um Barðastrandasýslu, og hafa til á næsta alþingi áætlanir yfir kostnað við þær, þar er þingdeildin álíti, að linan frá Stað í Hrúta- firði, um Steingrímsfjörð, tii Isafjarðar ætti að ganga fyrir öllum öðrum símalagningum á næsta fjárhagstímabili. ———— Bevísor landsbankareikninganna. Á fundi sameinaðs alþingis 29. ág. end- j urkusu stjórnarliðar J'on Jakobsson, forn- j gripavörð, sem endurskoðanda landsbanka- | reikninganna. Stjórnarandstæðingar, er þátt tóku í ! kosningunni, skiluðu „auðum seðlum“. ------------ i Alþingi slitið. Sú athöfn fór fram 29. ág. kl. 51/, e. I h., og hrópuðu þingmenn þá nifallt húrra | fyrir konunginum, sem venja er. Fjárbeiöslur til alþingis 1905. Auk fjárbæna þeirra frá einstökum mönnum, sem „Þjóðv.“ hefir þegar getið, bafa alþingi enn fremur borizt þessar fjárbænir: 41. Beiðni frá ísak Jónssyni um 2000 kr. stvrk til íshússbvggingar i Þorgeirsfirði. 42. Þórður bóndi Sigurðsson í Grænumýrartungu í Strandasýslu vill fá styrk, til að húsa bæ sinn. svo að hann geti orðið gistingastaður. 43. Svo nefnd „norðlenzk bindindissameining“ sækir um 600 kr. á ári til bindindiseflingar. 44. Umsókn frá Good-Templarareglunni um 2 þús. króna árlega tii útbreiðslu bindindis. 45. Kjósarsýslubúar vilja fá laun læknis þar hækk- uð um 200 kr. a ári, þar sem enginn vil) sækja um embœttið. 46. Ekkja sira Ben. sál. Kristjánssonar, frú E. I Kristjánsson, sækir um 500 kr. ellistyrk ár- lega, 47. Síra Jóh. L. L. Jóhannesson á Kvennabrekku sækir um undanþágu frá því, að greiða ekk;u- j laun þau, er nú hvíla á Suðardalaþingapresta- kalli, og fer fram á, að þau verði greidd úr landsjóði. 48. Sira Einar Jónsson i Kirkjubæ sækir um 200 kr. eptirgjöf árlega af skuld Kirkjubæjarpresta- , kalls til landssjóðs. 49. Yfirfiskimatsmaður Þorsteinn Guðmundsson í Reykjavík sækir um 400 kr. uppbót á ferða- kostnaði suður í lönd, og óskar, að laun sin séu hækkuð upp í 1500 kr. a ári. 50. Sams komar umsókn frá yfirfiskimatsmann- inum á ísafirði, Jóni Auð. Jónssyni. 51. Skipstjóri Ole JNessö í Tromsö í Noregi sækir um fjárveiting, til að flytja lifandi moskus- naut frá Grænlandi til íslands. 52. Beiðni um eptirlaun frá Hannesi pósti Hans- syni. 53. Ekkjufrú Sigríður Þorkelsdóttir, ekkja síra Þorkels Bjarnasonar á Reynivöllum, sækir um ellistyrk. 54. Skóræktarnemi E. S. Sæmundssen sækir um 200 kr. aukastyrk til náms. 55. Margrét Fr. Bjarnadóttir, kennslukona, við heyrnar- og málleysingjaskólann á Stóra- Hrauni, sækir um 500 kr. styrk, til að full- komna sig í grein sinni erlendis 56. Erindi frá vörumerkjaskráritara um það, að laun hans verði færð úr 300 kr. upp í 400 kr. á ári. 57. Síra Halldór Bjarnarson á Prestbakka sækir um 400 kr. styrk, til að koma Presthólastað í full-gilt stand. 58. Fyrrum nlþm. Sighv. Arnason sækir um 120 kr.árlega, sem aðstoðarmaður við Forngripa- safnið. Meira gull. Blaðið „Norðurland'* netir þær fregnir eptir skilorðum bónda í Mývatxissveit, að BJack verk- fræðingur, sá er i fyrra skoðaði brennisteins- námurnar við Mývatn, og f sumar hefir ásamt fleirum frá sama félagi, dvalið í Reykjahlíð, þykist hafa fundið gnll nálægt Kröflu. Blýhvítu og ýmislegt fleira, er að málningu lýtur segjast þeir og hafa fundið, auk brenni- steinsins, við Mývatn. Sagt er og að Black hafi boðið 14 þús. kr. i jörðina Reykjahlíð, en eigandi vildi ekki að svo stöddu selja. Hejrnar- og iiiállejsirifjja kennsla. Sira Gisli Skúlason sigldi til Danmerkur með „Ceres“ 30. f. m. til að læra að kenna heyrnar- og málleysingjum, hafði hann hjá þinginu feng- ið styrk til fararinnar. Sem kunnugt er, hafði síra Ólafur sál. Helga- son á hondi málleysingja kennsluna, og síðan hans missti við hefir ekkja hans frú Kristin ís- leifsdóttir haldið starfinu áfram, ásamt aðstoðar- kennslukonu er þar hefir verið i roörg ár. Nú virðist, sem vel hefði á því farið, að ekkjunni hefði verið gefinn kostur á að gegna sýsl- an þessari framvegis, hefði það verið honni, sem er efnalítil en ómagamörg, allgóð atvinnugrein, og landinu sparast að kosta mann til utanfarar, til að nema kennslu aðferðina, en ekki hefirþessverið getið að svo hafi verið, enda kvað ekki annað til- hlýðilegt en að kennarinn sé prestur, og mun það vera til þess að hann geti fermt málleysingjana, því ekki ætti að þurfa vígðan mann til að inn- ræta nemendunum fagra siðalærdóma, og jafnvel ekki til að kenna kverið. Mörg er heimskan i honum heim. Ixög, samlijklit aí alþmgi. Auk þeirra 7 iaga, er getið var um í 31. nr. „Þjóðv.“ þ. á., samþykkti alþingi enn þessi lög: VIII. Fjárlög fyrir árið 1906 og 1907. IX. Fjáraukalög fyrir árin 1902 og 1903. X. Fjáraukalög fyrir árin 1904 og 1905. XI. Lög um samþykkt á landsreikn- ingum fyrir 1902 og 1903. XII. Lög um hœkkun á aðflutnings- gjaidi (30% bækkun á öllum aðflutnings- tollum, svo sem „Þjóvú hefir áður skýrt all-ýtarlega frá). XIII. Sveitarstjórnarlög, ail-iangur lagabálkur, þar sem öil þar að iútandi ákvæði eru dregin saman í eina heild. XIV. Fátækralög langur lagabá'kur, þar sem fátækralöggjöfin er öll dregin saman í einn heild. XV. Lög um þingsköp handa alþingi. XVI. Lög um stofnun slökkviliðs á Akureyri XVII. Lög um að nema úr gildi lög 12. nóv. 1875 um þorskanetalagnir í Faxaflóa.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.