Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.09.1905, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.09.1905, Blaðsíða 4
ÞjÓBVXíJIISN. XIX., 87. XXXIX. Lög um lóðarsölu fyrir ísa- fjarðarkaupstað. (BæjarstjórninDÍ heim- ilað að selja lóðir undir hásbyggingar o. fl. XXXX. Lög um gaddavirsgirðingar. (Framkvæmd gaddavírslaganna frestað, en stjórninni þó heimilað, að annast útveg- un á gaddavír fyrir sýslufélög, sveitarfé- lög, búnaðarfólög og samvinnu-kaupfélög. Bannað er, að setja gaddavírsgirðing- ar á mörkum landa eða lóða, nema þeir leyfi, sem land, eða lóð, eiga á móti). XXXXI. Lög um ákvörðun verzl- unarlóða. (Stjórnarráðinu heimilað, eptir tillögum hlutaðeigandi sýslunefnda, að ákveða takmörk verzlunarlóðar í löggilt- um verzlunarstöðum, og breyta takmörk- unum, þar sem þau eigi hafa verið á- kveðin með lögum). XXXXII. Lög um breyting á lögum 13. okt. 1899 um skipun lœknishéraða á íslandi o. fl. (Um skiptingu Barðastrand- arlæknishéraðs í tvö héruð, Patreksfjarðar- og Bíldudalshéruð) XXXXIII. Lög um lögreglusamþykkt- ir utan kaupstaða. (Heimilað að gera lögreglusamþykktir í verzlunarstöðum, er hafa sveitarstjórn sér, ef sýslumaður er þar búsettur). XXXIY. Lög um atvinnu við sigling- ar. (Lög í 20 lagagreinum, er rýmka að mun rétt skipstjóra og stýrimanna til siglinga). Bessastaðir 9. sept. 1905. Veörátta fremur köld, og rigning öðru hvoru liklega byrjaðar haustrigningarnar sunnlenzku, sem öllum eru til ama og óhagræðis. Slys. 31. í. m. barzt báti á, á Viðeyjarsundi. Á bátnum voru 3 menn, skipstjóri af norsku kaupfari, og tveir hásetar með honum. Slysið sást frá Viðey og sömuleiðis af kaupskipinu sem lá fram undan Vatnagörðum.Jog var frá báð- um stöðum brugðið við til að bjarga. Allir höfðu mennirnir á kjöi komizt, en annar hásetinn var horfinn er að var komið, hinir |náðust lifandi, en skipstjóri var svo aðfram kominn að hanu var örendur er á land Kom. Hásetinn var þar á móti með fullu fjöri. Skipstjóri hét Edlund, rúmiega þrítugur. læt- ur eptir sig ekkju og 2 börn. Hásetinn sem drukknaði var fyrír innan tvítugt. Strandbáturinn „Hólar“ komu austan um land 1. þ. rn. með töluvert af farþegjum. piini■■lii wiih i i iwwii i ■ ■■■ Egta Kína-lífs-eleiíriim er ekkert leyDÍ-læknislyf, heldur bitter- vökvi, til að bæta meltinguna, og hefir fjöldi manna, sem vit hafa á, sannað hin gagnlegu og heilsustyrkjandi áhrif hans. Börn, og fullorðnir, geta jafnt neytt hans, þar sem eigi er annað áfengi í honum, en nauðsyniegt er, til þess að hann geti haldið sér. Bindindismönnum í Danmörku er leyft að neyta hans. A einkennismiða egta Xtina-líís— elexirissins á að vera Kinverji, með glas í hendi, ásamt nafni verksmiðjueig- andans, Valdemars Petersens, Friðrikshöfn —Kaupmannahöfn. — I( grænu lakki á flöskustútnum er innsiglið Fæst alls staðar á 2 kr. flaskan. HSteensen ♦ ♦ P'iargarme &r aftió óen 6eóste. PRENTSMIBJA ÞJÓBVILJANS. 122 um loks fundizt. — Og ætti jeg að láta þig stofna lifi þinu í hættu, án þess að taka þátt i hættunni með þér?u Unga stúikan iosaði sig bliðlega úr faðmi hans. „Þú ert í hættu, Gerald, en jeg ekki, því að jeg þekki hvern stíg hér i grenndinni, og Marco, sem naum- ast er enn kominn til þorpsins, skal eg forðast. — Vertu óhræddur um mig! Jeg ætla að reyna, að frelsa þig, og skal fara sem varlegast. — En áður en eg fer. verðurðu að lofa mér því, að stiga ekki fæti þínum út úr Wila- quell, og láta hvorki ginna þig, nó ógna þér, til þess. — Að eins hér er þér, og félaga þínum, óhætt, en ella dauð- inn vis“. Ungi liðsforinginn horfði á hana ali-kvíðinn. — Að vísu duldist honum eigi, að henni var enginn háski bú- inn, ef hann fylgdist oigi með henni, þar sem enginn gat þá vitað, hverra ferða hún var að fara, og bægt, að bera eitthvað fyrir; en honurn þótti sárt, að þurfa að skilja við hana, einmitt í þessu augnabliki. „Jeg skal ekkt þoka eitt fet héðanu, svaraði hann „Dettur þér i hug, að mig langi núna til, að deyja. Jeg hefi aldrei haft meiri mætur á lífinu, en nú, þar sem til þín er að vinna“. Hann hvarflaði augunum aptur til hennar, og nú leit hún eigi undaD, en það var, sem sorg byggi í stóru, dökku augunum hennar, þó að augnaráðið væri blítt, og viðkvæmt. Það var, sem henni finndist, að hamingju-hjólið hlyti að verða valt, og gieðin skammvinn, að þvi yr hana sneiti. 128 „Jeg vil, með glöðu geði, leggja iífið í sölurnar fyrir þig, Geraldu, mælti hún. „Og — vertu nú sæll!u „Vertu sæl! Guð gefi, að þú komist heil á hófi til kastalans, og þá er þér óhætt. —' Félagar minir munu vernda þig“. „ Jeg þarfnast engrar verndar, og hræðist enga hefnd svaraði Danira, „Vertu sæll, Gerald! Vertu sæll aptur!“" Gerald tók hana aptur í faðm sér. — Hann tók naumast eptir sorginni. j’fir skilnaðinum, er lá i orðum hennur, en öllu fremur eptir viðkvæmninni í röddinni, sem bann enn svo sjaldan hafði orðið var við hjá Daníru. Daníra sleit sig þó, vonum bráðar, frá honum, eins hiin væri hrædd um, að töfin yrði of löng. Hann sá hana beygja sig ofan að lækjar-sitrunni, og sá varir hennar bærast hægt, svo sem vildi hún fela lækinum ástvininn sinn. Svo klifraðist hún upp gjáar-opið, og var að vörmu spo-i horfin út í myikrið. Þegar Dauira var komÍD upp úr gjánni, nam hún staðar, i tæpa mínútu, til að hvílast, eptir þessa sáru,. þögulu baráttu. Hún vissi ein, hvað skilnaður þessi þýddi, en Ger- ald mátti á engan hátt gruna, að skilnaðurinn væri til fulls, þvi að þá hefði haDn alls eigi sleppt henni. Hún ætlaði að kveðja lið fjandmannanna til hjálp- ar, og henni var ljóst, að það voru landráð, sem henni faDnst sjálfsagt, að hún yrði að bæta fyrir. llenni var þvi fast i huga, að skíra Marco, og bróð- ur sintun, tafarl8ust 'frá bteytni sinni, er Gerald værii borgið, og þá var henni dauðinn vís.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.