Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.09.1905, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.09.1905, Blaðsíða 3
Þjóðviljinn. 147 XIX., 37. XVIII. Lög um stœkkun verzlunar- lóðarinnar á Búðareyri við Beyðarfjörð. XIX. Lög um breyting á þeim tíma, er hið reglulega alþingi kemur saman. (Lög þessi ákveða að reglulegt alþingi skuli byrja 15 febr. annað hvort ár, og koma þau lög þó eigi til framkvæmda, fyr en árið 1909, og hefst alþingi þá 15, febr. það ár.) XX. Lög um skýrslur um alidýra sjúkdóma. XXI. Lög um innköllun seðla lands- sjóðs og útgáfu nýrra seðla. XXII. Lög um breyting á opnubrófl 26. jan. 1866, um byggingarnefn á ísaflrði. XXIII. Lög um breyting á opnu- brófl 6. jan. 1857, um að stofna bygging- arnefúd á Akureyri. (Lög þessi heimila sambygging húsa, ef hafður er eldvarnar- gafl, heimila byggingarnefnd að gera ýms- ar ákvarðanir um ytri frágang húsa o. fl. XXIV. Lög um innflutning á útlendu kvikfó. (Bannað að flytja frá útlöndum sauðfénað, hesta, nautgripi, svin og geit- ur, nema stjórnarráðið, með ráði dýralækn- is, veiti undanþágu). XXV. Lög um rithöfundarótt og prent- rétt, mjög langur, og ýtariegur lagabálkur. XXVI. Lög um bændaskóla. (Skól- arnir séu tveir, er veiti að eins bóklega tilsögn, og sé annar að Hólutn í Hjalta- dal, en hinn að Hvanneyri í Borgarfirði. XXVII. Lög um heimild fyrir veð- deild landsbankans, til að gefa út nýjan flokk (seríu) bankavaxtabrófa (Nýju veð- deildarlánin, sem lög þessi gera ráð fyrir, verða ódýrari, en núverandi veðdeildarlán, þar sem 'j^% til kostnaðar við veðdeildina greiðast að eins af þeirri upphæð lánsins, sem ógreidd er á gjalddaga hverjum, en eigi af hinni upprunalegu upphæð láns- ins, svo sem nú er). XXVIII. Lög um heimild fyrir ís- landsbanka, til að gefa út bankavaxtabréf, sem hljóða upp á handhafa. XXIX. Lög um löggilding verzlun- arstaðar að Skildinganesi við Skerjafjörð. XXX. Lög um hefð (All-ýtarlegur lagabálkur). XXXI. Lög um breyting á lögum 7. júní 1902, um heimild til að stofna hlutafólagsbanka á íslandi. XXXII. Lög um heimild fyrir stjórn- arráð íslands, til að setja reglur um notkun hafna við kauptún í landinu. (Stjórnarráðinu veitt heimild, til að stað- festa reglugjörðir, er sýslumaður semur, eptir tillögum hlutaðeigandi sveitarstjórn- ar, um notkun hafna við löggilt kauptún á Islandi, um notkun á hafnarbryggjum, og öðrum mannvirkjum við hafnir, sem og um seglfestu). XXXIII. Lög um stofnun flski- veiðasjóðs íslands. (Stofnfé fiskiveiða- sjóðsins er 100 þús. krónur, er landssjóð- ur leggur til, og að auki ljA sektafjár fyr- ir ólöglegar veiðar í landhelgi, og ’/3 netto-andvirðis upptæks afla og veiðarfæra botnvörpunga. — Enn fremur fær sjóður- inn 6 þús. króna tillag úr landssjóði ár- lega. Stofnfénu, er aldrei má skerða, skal varið til skipakaupa og veiðarfæra, og hvers konar atvinnubóta við fiskiveiðar; en tekjunum má verja, til að styrkja efni- lega unga menn, til að kynna sér veiði- aðferðir, fiskverkun, og annað, er að sjáv- arútvegi lýtur, sem og til að styrkja tíma- rit um fiskiveiðar, og til verðlauna fyrir framúrskarandi atorku, og eptirbreytnis- verðar nýungar í fiskiveiðum, og með- ferð íiskjar). XXXIY. Lög um beitutekju, og er efnis þeirra áður getið í blaði voru. XXXV. Lög um viðauka við lög 14. des. 1877, um ýmisleg atriði, er snerta flskiveiðar á opnum skipum. (Heimildar- lög fyrir sýslunefndir, til að gera sam- þykktir um allt að 1 kr. gjald fiskhlut frá sjó, til að bæta lendingar). XXXVI. Lög um landsdóm, til að dæma mál, er alþingi kann að höfða gegn ráðherranum. XXXYII. Lög um löggilding verzl- unarstaða. (Að Gerðum í Garði, að Maríu- höfn í Kjósarsýslu, að Syðra-Skógarnesi í Miklaholtshreppi í Hnappadalssýslu, að Látrum i Aðalvík, að Lambhúsavík í Húnavatnssýslu, við Holtsós undir Eyja- fjöllum og við Ólafsfjarðarhorn í Eyjafjarð- arsýslu). XXXVIII. Lög um ritsíma, talsíma o. fl. (Nauðsynlegur dilkur við ritsíma- samninginn, er heimilar ráðherranum að veita einkaleyfi til rafmagnssambandao.fi.) 124 Hún hvarflaði augunum aptur ofan í gjána, þar sem lækjar-sitran niðaði í tunglsijósinu. Þar hafði hún notið ósegjanlegrar hamingju, i ör- fáar mínútur, hamingju, sem hún varð nú að borga með skilnaði og dauða. Og þó fór því fjarri, að henni þætti verðið of hátt. „Nei! Jeg læt ekkert aptra mér, mælti hún við sjálfa sig. „Þegar eg gjöri mig seka í föðurlandssvikum, dæmi eg mig sjálfa til dauða, og það ér enginn efi á því, að Marco lætur fullnægja dóminum, nema drottinn stígi ejálfur af himnum ofan, til þess að birta mér náðunina. — En þér skal verða borgið, Gerald. Jeg legg líf mitt í sölurnar fyrir þig, eins og jeg hót þór fyrir skömmu“. Að svo mæltu þaut hún af stað, til að ná í hjálpina er gæti borgið Gerald úr lífsháskanum. * * * Þeir Gerald, Og Jörgen, voru nú að eins tveir ept- ir i gjánni, og horfði Gerald stöðugt í þá áttina, þar sern Daníra hafði horfið sjónum hans, og veitti hann því þess vegna alls enga eptirtekt, að Jörgen llifraðist ofan af klettasnösinni, og gekk til hanð. Það var loks, er Jörgen andvarpaði þungan, að Ger- ald tók eptir honum, og spurði: „Hver er þar?“ Jörgen rétti höndina upp að húfunni, sem herinönn- um er titt, og mælti: „Eg vildi að eins tilkynna liðsforingjanum, að enda þótt eg hafi ekkert heyrt, sá eg þó allt, sem fram fór“. „Ekki var það nú að visu tilætlunin“, svaraði Ger- ald, „en sannast að segja, hafði eg alveg gleymt þér“. 121 þá eigi heldur. að leiða sannleikann í ljós? Hrær veit, hve lengi eg á enn ólifað? Jeg hygg eigi, að Obrevic láti friðhelgi staðar þessa aptra sór, og vænti því brátt dauða míns. — En einnar bænar máttu ekki synja mér. — Nefndu aptur nafnið mitt, eins og þú gerðir fyrir skömmu. — Ef þú, jafn vel á þessari stundu, er eg só mér dauðan vísan, getur eigi fengið þig til þess, að játa mér ást þina, þá krefst eg þess eigi. — En þú verður að nefna mig, eins og hún móðir min gerði, og segja að eins einu sinni, Gerald“. „Gerald!“ Hún sagði þetta eina orð svo innilega að i því fólst allt, játnÍDgin, ssm hann hafði svo lengi þráð, innilegasta ást, og ósegjanleg hamingja, enda varð Gerald svo hrifinn, og hugfanginn, að hann þrýsti henni ofur-fast að brjósti sér. Stormurinn æddi fyrir ofan þau, og lífsháskinn sveifl- aði svörtum vængjunum umhverfis bau, en svo voru þau gagntekin af sælu tilfinningum, að bæði fortíðin, og fram- tiðin, var gleymt. Gerald, og Danira, hugsuðu hvorki um líf né dauða og þó að þau hefðu ár.t að horfast í augu við dauðann á sama augnabliki, myndi hvorugt þeirra hafa deplað augunum. „Ástar-þakkir!“ mælti Gerald ÍDnilega, án þess að sleppa ástmey sinni úr faðmi sór. „Komi nú hvað, som koma vill! Jeg er til alls búinn!“ Þessi orð vöktu Daníru, sera af draumi, svo að húu spratt upp. „Þú hefir rótt að mæla“, mælti hún. „Þú verður að taka þvi, sem að höndum ber. — Jeg verð að fara. „Burt!“ mælti Gerald. „Einmitt núna, er við höf-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.