Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.11.1905, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.11.1905, Blaðsíða 2
182 Þ>job i: n x. XIX.. 46 ingurinn sé tilbreytingu rneiri, og það er sú ástæða sem næst kemst sannleikanum. Það getur að visu verið satt, að erf- iðara sé, að ná sér í liúfu, en hatt, og í peysu, heldur on í kjóltreyju, en orsökin er engin önnur, en sú, að þær konur, sem mest breyta um búning, og mestum pen- ingum eyða í hann, spyrja einmitt eptir höttum og kjólum, og því eru þeir búnir til, en ekki eptir húfum og troyjum, og því eru þær litið til sölu. Hér kostaði útlendi búningurinn til skamms tíma ærna fyrirhöfn, tíma og pen- inga, því að eins tvær eða þrjár konirr hér í Reykjavík gáfu sig í, að sauma kjóla, eða kunnu það; en af því ekkert var spar- að, hvorki bænir, hlaup, poningar, né þol- inmæði, þá lánaðist heldri stúlkunum, með karlmannsatorku, að komast. í danskan búning. Og nú þegar svo mikill fjöldi hefur lagt niður innlenda búninginn, og tekið danskan, þá er það nú auðvitað far- ið að borga sig, að gera það að atvinnu, að sauma kjóia, og panta hatta, og skreyta þá, og er þó víst rétt núna fyrst að kom- ast iag á hattaverzlunina, og tæplega fyrri en með verzlun Önnn Ásmundsdóttur nú seinustu árin. Það er vitasköld, að væri jafn mikið sókst eptir íslenzka bún- ingnum, þá væri hann auðvitað engu síður á boðstóium; að minnsta kosti myndi Thomsens magasin fljótlega koma upp búningadeild, ef aðrir yrði ekki til þess. Þó yrði líklega iengi vel ennþásámun- ur á þessu, að tninni verzlun yrði að lík- indum með íslenzka búninginn að sinu leyti, eða hlutfallslega, sem stafar af þvi, að mörgum stúlkum, sem ganga ekki á skólana lærist að saurna föt sín að mestu sjálfar, og þær verða þó vafalaust lengi meiri hlutinn, en hitt, sem vill vera fínna, og meira heldur upp á útlenda búning- inn, sendir fleira dætnr sínar á skólana, og þaðan koma þær flestar bjargarlausar, ekki síður til handanna, en til munnsins, og yrðu því að ganga æði fáklæddar, ef enginn bjargaði. Þetta, að hægra er að ná í danska > búningin, en hinn íslenzka. er af öngu j öðru, en þvi, að þær, sem verða að láta j aðra búa til föt sín og hatta, sækja meira j eptir hinum danska, en íslenzka. j ----------- i Hitt gæti i fljótu bragði virst sann- j ara; að danski búningurinn væri tilbreyt- j inga meiri, og þá mundi hann víst verða j sjálfsagður, og dauði hins íslenzka óhjá- S kvæmilegur, þvi um þessar mundir sýn- j ist það vera aðalkostur á búningi, í aug- j um kvenna, að hann sé auðugur að tii- \ breytingum, og er það ekki að lasta í j sjálfu sér; en hitt er verra. að búningar j kafa um allan aldur verið hinn mesti ; háski fyrir srnekk, og alla fegurðartilfinn- j ingu, þvi honum er svo varið, eða áhrif- j urn hans, að þó kvennmann velgi við j búningi, þegar hún sér hann fyrstasinn, og henni þyki hann viðbjóðslegur, og likust skrimsli sú, sem í honnm er, þá þarf hún varla að horfa á hann, nema fáa daga, og sjá einhverja vinkonu sina, eða hefðarmey, nokkrurn sinnum í honum, til þess að honni sjálfri fari að þykja hann fallegur. Tilbreytingatýknin, ogsmekkleysi ann- ara, geta verið svo næmir sjiikdómar, að þeir geta gert jafn vel gliiggt fólk að verst.u smekkleysingjum. Þetta er við- urkend regla um allan menntaða heim- inn, og við sjáum þetta daglega fyrir augum okkar, þó ekki væri á öðru, en pokaermunum,ogstuttukjóltreyjunum, sem gerðu kvennfólkið, aptan að sjá eins og hálfflettan smokkorm, og flestar öldungis afskræmislegar. Það bætti þá og heldur ekki til, að maður var búinn þá að horfa sig leiðan á þetta erlendis í þrjú til fjög- ur árín áður, og sjá svo apaspilið vakna hér upp, eins og vant er, þegar það var að hverfa ytra. Hins má og gæta við þennan kost á búningnum, að tilbreytingin kostar ærið fé, og sá kostnaður hefur orðið margri konu, bæði giptrf og ógiptri, svo þungur, að hann hefur tekið mikinn hlut ánægju hennar, og stundurn það, sem hún átti til af sómatilfinningu. Því hvort sem hinum heiðruðu frúm og fraukinum hér er það kunnngt, eða ekki, þá er allur útlendi búningurinn miðaður við það, að honum sé breyi t, eða um hann skipt, fjórum sinnum á ári, auk allra tilbreytinga, sem eru i hverjum af þeim fjórum flokkum. Engin kona, sem efni hefir á, geng- ur i vetrarbúningi sínurn á vorin, eða öndvert sumar, Kjólana má nota fram eptir, því þeir eru stundum með líkti sniði og vetrarkjólarnir, einkum í norður- hluta Evrópu, þó optlega sé reyndar kornið með glærnja vorkjóla. En vor- kápu fá sérallir, nema fátæklingar. Efnið í lienni er léttara, en vetrarkápunni, litur opt Ijósari, og eptir efninu verður sniðið nokkuð að vara, fellingar allar léttari, og leggingar, bönd og skraut, ekki eins þung- lamalegt, og á vetrarbuningnnm. Þá tekur við sumarbúningurinn, létt- ur og liðlegur, og efni eptir þvi, Ijóstog fíngert. Á haustin nota margar konur vorbúning sinn að visu, en fátæklegt þyk- ir það, og enginn kvennmaður mun gera það, nema af neyð. Hér sýnist allt þetta vera enn þá mjög á reiki, og mun mörgum útlendingi þykja dálítið skoplegt að sjá, h vernig efni og snið, eða útbúnaður, eru hér stundum valin saman á götunum, vetrarkjóll með sumarkápu, og svo framvegis eptir því, hvort smekkur og þekking eru á lægra eða lægsta stigi. En þarf tiú tilbreytingin, þessi liöfuð- kostur útlenda búningsins, að vera ein- skorðuð við liann einan? Má ekki koma að á íslenzka búningnum mörgum og fögrum tilbreytingum, og það svo mörg- um, að öllum mjmdi nægja, hversu til- breytingagjarnar sem væru. Jú, jeg held einmitt, að það mætti, með ofurlítilli hugsun og hagleik, og skal jeg nú i síðasta kaflanum benda á það, sem mér hefur dottið í hug, að reyna mætti, og hefur þann kost, að vera kostn- I aðar minna; en auðvitað getur það ekki nægt þeim, sem fyrir hvern mun vilja hafa danska búninginn, hversu fagur og fjölbreytilegur, sem hinn kynni að verða- ('Niðurlai,). „Búnaðiirsnniband .4.usturlands“ hélt aðal-fund að Niðum 19. sept. siðastl.. 02; var þar, meðal annars, rætt um, að koma á fót m jólkurbúum, nautgriparcektunnrfélögwnogkynbóta- búi fyrir sauðfe. — Enn fremur var og ályktað að koma á stofn gróðrarstöð fyrir Austurland. og land valið handa henni að E’ðum. A sameiginlegum fundi, er sýslunefndir Múla- sýslna héldu í haust, var og samþykkt, að Eiða- skóla skyldi haldið áfram í einhverri mynd, og að reisa þar nýtt skólahús svo fljótt, sem unnt er. 1 stjórn búnaðarsambandsins voru kosnir: síra Einar Þórðarson alþm., síra Magnús Bl. Jónsson og Bj'órn bóndi Hallsson. „Vestra“-prentarinn sektaður. I gestarétti ísafjarðarkaupstaðar var 11. okt. síðastl. kveðinn upp dómur í meiðyrðamáli, er rit- stjóri „Þjóðv.“ höfðaði í haust gegn Kristjáai H. Jónssyni, ábyrgðarmanni „Vostra“, svo sem áður hofir verið drepið á í blaði þessu, og urðu úr- slitin, sem vgenta mátti, að hin átölclu ummasli „ \estrau voru dcemd dauð og ómerk, oq ábyrgðar- nuiður „Vestrau dcemduv í 30 kr. sekt til landssjóðs eða 6 daga e-infalt fangelsi, sé sektin eigi greidd í tæka tíð, 0g til að greiða stefnandanum 10 lcr. í málskostnaö. Vilji stjórnarliðið gera manninn skaðlausan, sem oss virðist sanngjarnt, og viljum því fremur mæla með, þyrfti upphæðin þó að vera nokkru hærri, en hið ídæmda, sakir kostnaðar hans í mál- inu. — En á sjálfs hans valdi ætti það þó að vera, hvort hann vill heldur horga sektina, eða „sitja hana af sér“. Abyrgð mótorhiíta við D.júp. Abyrgðafélagi opinna háta við Djúp er nú á- formað að hreyta þannig, að það taki einnig mótor- háta í ábyrgð, enda er þess brýn þörf, þer sem þeim bátum fer þar stöðusrt fjölgandi. Sekt.aður botnverpiugur. '2. nóv. síðast). tók „Hekla“ botnverping i land- helgi við Vestmanneyjar, og var hann sektaður uu. i!60 kr. Sjötíu íira iilniæli síra Mattliíasar. í tilefni af 70 ára afmæli síra Matthíasar Joch- umssonar, sem var 11. nóv, síðastl., sendu ýmsir Keykvíkingar honum hlýlegt ávarp með síðasta pósii, þar sem þeir tjá honum heillaóskir sínar. Misllnga fékk ein af dætrum ráðherrahjónanna ný skeð, en er þó þegar á góðum batavegi, án þess aðrir hafi sýzkt, enda vonandi, að veikin hreiðist ekki út, þar sem sjúklingurinn kvað hafa verið ein- angraðtir. En ekki hafa menn hugmynd um, hvaðan sóttnæmið geiur hafa borizt. Sakamálsrannsúku stendur yfir í Reykjavik um þessar mundir gegu hr. Einari Jochnmssyni, fvrrum hreppstjóra í Geiradalshreppi í Barðastrandasýslu, sem þvkir hafa smánað, eða gjört gys að trúarlærdómum þjóðkirkjunnar í mánaðarritinu „Hrópið“, sem hann byrjaði að gefa út í Reykjavík síðastl. sumar. Varðar slíkt athæíi „fangelsi, ekki vægarai en 1 mánaðar einföldu fangelsi, eða sektum. ef niiklar málsbætur eru“, shr. 157. gr. hegningar- laganna; en þar sem hr. Einar Jochumsson hefir árum saman þjáðst af trúarringli, siðan honum þótti „héilagur andi“ koma yfir sig úr kerta- liósahjálminum í Reykhólakirkju, kemur eigi til neinna máln, að dóinstólai nir gi'ti motið hann sakliisfan i þessum sökum, þó að hann hafi fttlla greind í veraldlogum efnum. Yfirleitt munu og flestir þeirrar skoðunar.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.