Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.11.1905, Page 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.11.1905, Page 3
P JOÐVILjriKS. 187 XIX., 47 inni, þá játar borðið ótilkyatt ('gerir þrjú höggi, eða neitar (eítt högg), eptir því, hvort rétt eða’skakkt þykir lesið, og þarf þess eígi að geta, að svörin eru opt og tíðurn allt önnur, en nokkur viðstadd- ur býst við, eða um atriði, sem enginn viðstadd- ur veit um, enda gera „spíritistar11 sér sér- stakt far um, að láta andana tilgreina einhver atvik, t. d. úr lífi þeirra, er fsert geti óyggjandi sönnun fyrir því, að þeir séu það, sem þeir þykj- ;ast vera, og telja „spíritistar“ sig hafa í hönd- um óteljandi fjölda slíkra sannana, er geri það .alveg vafalaust, að fyrirhrigðin geti eigi stafað ifrá öðrum, en þau tjá sig stafa frá. Þá er og það, sem þýðingarmeira þykir, er „andinn11 kemur „miðlinum11 í dá („trance11), svo að hann hrærist hvergi, þó að hann sé t. d. ,stunginn hér og hvar með títuprjóni, sem jafnan ! ,mun gert, til að sannfærast um, að ástandið sé i „trance11, en eigi vanalegur svefn. — Þegar „mið- illinn11 er í þessu ástandi, tala viðstaddir „and- ar“, er tjá sig vera hinn, eða þenna, framliðinn, gegnum munn „miðilsins11, meira eða minna greinilega, eptir þvi, hve gott vald þeir þykjast 'hafa yfir honum, og geta jafn vel, ef „miðillinn11 ,er sterkur „miðill11*, sýnt sig í sinni fyrri mynd í lífinu, eða t. d. höfuð, eða hönd, er hverfur ;Svo fljótt aptur, sýnt ljósglampa, eða hlóm, látið högg heyrast hér og hvar í herberginu, klukkur hringja, flutt til dauða muni, látið þá svifa í loptinu, og jafn vel flutt þá óskaddaða gegnum ;heila veggi, o, s. frv. o. s. frv, Þetta sýnist óneitanlega torskilið, og því skilj- anlegt, að margir séu Tómasarnir, er »m slíkt, ræðir; en slíkir fyrirburðir, ýmis konar, er eigi verða skýrðir í samræmi við náttúrulög þau, er menn þekkja,gerasttíðum viðtilraunir „spíritista11, að því er vottað er í ritum þeirra, og ýmsir merkir vísindamenn, er sérstaklega hafa gert sér far um, að rannsaka þessi leyndardómsfullu fyrir- íbrigði, staðhæfa. *) Svo er að sjá, sem „miðils“-gáfan sé tölu- vert almenn, einkum meðal kvennfólks, en þó á mjög mismunandi stígi; Danska blaðið „Sannhedssögeren11, sem gefið hefir oss tilefni til greinar þessarar, kostar að eins 5 kr. árg., sent til íslands, svo að senni- legt er, að stöku menn hér á landi, er vilja kynna sér málið, kunni að serast kaupendur þess. Að ytri frágangi er blaðíð mjög vandað, og flytur myndir ýmsra nafnkunnra manna, er „spíritismann11 aðhyllast. — Sömuleiðis er og i þessum nr. mynd af „anda-myndinni11, eða vof- unni, Katie King, og „miðillinn11 í „trance11 við hlið hennar. „l)agfari“ verður nafn nýja blaðsins, sem cand. jur. Ari Jónsson byrjar að gefa út á Eskifirði um næstk. áramót. Ritstjóri .,Lögbergs“. Hr. Magnús Paulson, sem verið hefir ritstjóri hlaðsins „Lögherg11 í Winnipeg, er hættur því starfi, og hefir nú cand. theol. Stefán Björnsson, frá Búðum í Fáskrúðsfirði, tekið við ritstjórninni. Mannalát. 19. okt. síðastl. andaðist að Holtastöð- um í Langadal í Húnavatnssýslu Jösaf'at hreppstjóri Jónathansson, freklega 61 árs að aldri, fæddur að Þernumýri í Yestur- hópi 18. ág. 1844. — Haun lætur eptir sig ekkju, Gróu Kristínu Jónsdóttur að nafni, og lifa 4 börn þeirra: tíróa, gipt Ingvari Pálssyni, verzlunarmanni í Reykja- vík, Kristín lngunn, Guðrún, og Jónath- an. — Jósafat sálugi var búhöldur góð- ur, í fornum stýl. — Hann átti sæti á alþingi árin 1901 og 1902, og fann það vist enginn betur, en sjálfur hann, að þar átti hann ekki heirna. — 21. s. m. andaðist húsfrú Ragnhildur } Magnúsdóttir, prests á Eyvindarhóli; Torfa- sonar, 64 ára að aldri, fædd 24 marz 1841. — Hún var seinni kona dbrm. Sig- urðar Magntissonar á Skúmstöðum, er lifir hana, og er nú orðinn hálf-tíræður, fædd- ur 22. okt. 1810,--------- Nýlega er og látinn Þórarinn Jóns- son, óðalsbóndi að Bárðarstöðum í Loð- mundarfirði, 64 ára að aldri, einna gild- asti bóndinn þar í sveitinni. — 23, okt. andaðist á sjúkrahúsinu á Akureyri húsfrú Arndís Asgeirsdóttir, kona Böðvars Þorlákssonar, sýsluskrifara á Blönduósi. — Hún var dóttir merkishjón- anna Ksgeirs Finnbogasonar og Sigríðar Þorvaldsdóttur á Lambastöðum. Enn fremur andaðist í Winnipeg 23. ág. síðastl. prestsfrúin Björg Jónsdóttir, kona síra Einars Vigfússonar, er siðast var prestur að Desjarmýri. — 17. júní síðastl. andaðist að Kleifum í Seyð- isfirði í Norður-ísafjarðarsýslu Friðrik Dan Hall- dórsson, 68 ára að aldri, hróðir Haraldar sáluga Halldórssonar, hreppstjóra að Eyri i Skötufirði (ý 20. okt. 18911. — Af þrem hörnum Eriðriks sáluga er nú að eins eitt á lífi: Halldór Frið- riksson, húsmaður á Suðureyri i Súgandafirði. — Sex síðustu ár æfinnar dvaldi Eriðrik sálugi hjá Eggert bónda Reginbaldssyni á Kleifum, og konu hans, húsfrú Halldóru Júliönu Haráldardóttur,hróð- ur-dóttur sinni, og var þá mjög farinn að heilsu —n. 81. ág. síðastl. andaðist prestsekkjan Solveig Einarsdóttir á Indriðakoti undir Eyjafjöllum, 84 ára að aldri, fædd 8. nóv. 1820. — Hún var seinni kona síra Bj'órns Þorvaldssonar í Holti undir Eyjafjöllum (f 1874), og eru nú að eins tvö hörn þeirra á lífi: Þorvaldur, lögregluþjónn í Reykjavík, og Halldóra, ekkja G-uðm. sál. Svein- björnssonar í Indriðakoti. — En þriðja barn þeirra, Qisli að jnafni, andaðist í latínuskólanum 1876. 20. sept. síðastl. andaðist að Hrauni i Grinda- vík ekkjan Guðbjörg Gísladóttir, 90 ára að aldri, seinni kona dbrm. Jóns Jónssonar á Hrauni (ý 164 „zígauna!“ Hvar hefurðu rekizt á hana? Grerðu strax grein fyrir þvi!14 Jovíku hafði farið talsvertfram í málinu áferðinni, •og skildist henni þvá, að þetta væru foreldrar Jörgen’s, .og að viðtökurnar væru eigi sem hlýlegastar. Það komu því tárin í augun á henni, og stamaði hún nú fram orðum þeim, er henni hafði verið kennt að nota, er hún heilsaði. En er bóndakonan heyrði á máli hennar, að hún var útlend, versnaði skap hennar um allan helming. „Hún kann ekki að koma fyrir sigorði!“ mælti hún, all-gremjulega. „Það ,er þó líklega ekki ætlun þín, Jörg- .en, að teyma hana heim með þér!“ En Jörgen var eigi á þeim buxunum, að hann ætl- ,-aði sér að bregðast Jovíku sinni, er í raunir ræki. Hann dró hana því enn nær sór, og svaraði í mjög ákveðnum róm: „Þar, sein stúlkan sú arna er, þar ætla eg mér og ,að vera, og fái hún ekki að koma heim, kem eg þangað jheldur ekki. — Annars megið þið ekki tala illa um Jo- viku, kæru foreldrar, því — jeg get eins vel sagt ykkur það þegar — hún á að verða konan mín.u Það var, sein eldingu hefði lostið niður; svo stein- hissa urðu foreldrar Jörgen’s, og hugðu óefað helzt, að hann væri genginn frá vitinu. Það var lán, að allir höfðu annað að gera, en að taka eptir því, sem .Jörgen, og foreldrar hans, áttust við, því að það hefði þótt saga til næsta bæjar. „Lof mér að tala,!*1 æpti Jörgen loks, eins hátt, eins .og hann gat. ,,„Þið þekkið Jovíku alls ekki. Hún er 161 Unga frúin sat þegjandi, og niðurlút. — Hún kunni að meta eðallyndi uppeldissystur sinnar, og sá nú glöggt, að hún hafði eigi metið hana, sem skyldi. „Og svo megum við ekki þakka þér fyrir okkur!“ mælti Daníra alúðlega. „Þú ætlar strax að fara burt frá okkur; — þarf svo að vera?u „Jeg verð að fara til föður mins, sem á von á mér. Reyndu ekki að aptra mér, Ðanira, enda get eg ekki vorið hér“. Edith reyndi aptur að brosa, en tókst það nú ekki, en varð að snúa sér undan, til að dylja tárin. Pann hún þá, að Daníra faðmaði hana að sér, og snart varir hennar með vörunum. „Edith! Reyndu ekki, að blekkja mig, eins og aðra. Jeg veit, hvað þú hefir lagt í sölurnar, og hve mikið þú hefir orðið að þola. Pyrir mér geturðu kannazt við þaðu. Edith svaraði engu, en duldi höfuðið bak við öxl- ina á Daníru, og tárin streymdu nú ótt. „Það var aldrei neittu, mælti hún snöktandi. „Að eins heimskulegur bernsku-draumur. En segðu ekki Oer- ald, að eg hafi grátið — lofaðu mór því! hann má alldrei fá að vita það!“ „Vertu óhrædd“, svaraði Daníra. „Hann skal alldrei fá að vita það. — Það er nóg, að jeg verð að ásaka sjálfa mig fyrir það, að hafa svipt þig gæfu þinniu. „Nei!u svaraði Edith, er reis nú upp, og hætti að gráta. „Nei, Daníra, við hefðum eigi orðið ánægð. Jeg sá strax, að hann unni mór ekki, og sannfærðist fylli- lega um það, er hann varði þig svo ákaft. — - Augnaráð hans þá, og h.ljómurinn í rödd hans, var mór áður ókunn-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.