Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.12.1905, Qupperneq 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.12.1905, Qupperneq 3
51. 203 .r'JOBVlI.l'lSlH. menn, sem eiga blaðið, eða meiri part hlutafjár- ins, svo nð ráðherrann hlýtur að bera siðferðis- lega ábvrgð á því, er blaðið flytur. En hefir hann nú ekki nóg á sinni könnu, þó að ekki bíBtist þetta hneykslið ofan á? Með vanalegum strákshœttl ræðst „Reykjavíkin11, 16. des. síðastl., á islenzka stúdenta í Kaupmannahöfn, kallar þá „pólitiska taðskegglinga“, „skósveina dr. Yaltýs“, „stráka“, sem sóu að „flónska sig“ o. s. frv. Situr þ-ið ærið ílla á hr. Jnni Ólafssyni. að velja ísl. stúdentum í Raupmannahöfn þau báðs- yrði, að kalla þá „pólitiska taðskegglinga“, þar sem hann var sjálfur að eins 16—17 ára, er hann fór fyrst að vasast í pólitík, og tjónkaðist því eigi við skólalærdóm, en varð að hætta námi í miðjum kliðuni. Þá er það og eigi síður fjarstœða, að kalla isl. stúdenta í Kaupmannahöfn „skósveina dr. Valtýs“, eða bregða þeim um fylgispekt við hann, því að annað mun honum sjálfum hafa fundizt, og nægir i því efni, að benda á afskipti stúd- enta af „sýningarmálinu11, kosningu í bókmennta- félagsstjórnina á siðastl. vori, o. fl.'* Og að þvi er loks snertir „flónskuna11, munu þeir verða fleiri, er telja hana Jóns megin, eins og háttalag hans er orðið, og er vissulega sárt að sjá, hversu góðir hæfilcikar fara þar i ,.hund og kött“. A hinn bóginn eiga ísl. stúdentar í Kaup- mannaböfn þakkir skyldar fyrir það, hve ræki- lega þeir hafa vítt þann ósóma. að rita greinar i íslenzk blöð á dönsku, og breiða á þann hátt út óhróður i Danmörku um íslenzka kjósendur, eins og „Reykjavíkin“ hefir leyft sér að g.jöra. Prestskosning er nýlega um garð gengin í Torfastaðapresta- Einn þeirra, er atkvæði greiddu ályktun stúdentafélagsins, sem birt var í síðasta nr. „Þjóðv.“, var hr. Boqi Th. Melsted sagnfræðing- ur aldavinur stjórnarflokksins hér á landi. . Ritstj. kalli í Árnessýslu-prófastsdæmi, og hlaut kosn- ingu cand. theol. Eirikur Stefánsson, er hlaut 41 atkvæði, af 67, er á kjörskrá voru, Vinnulijúaverðlaun. Landbúnaðarfélagið hefir veitt 16 vinnubji'ium verðlaun. — Verðlaun þessi voru bundin því skil- yrði, að hjúið hefði í 15 ár verið í sömu vist- inni, eða eigi víðar, en á tveim heimilum, og voru umsækendur alls 126, enda þótt hærri verð- launin væru að eins 15 kr., en 10 kr. hin lægri. Verðlaunin voru, að því er kvennfólkið snerti, silfurskeiðar, og keyri, en karlmennirnir fengu göngustafi, með ártali og fangamarki. Því miður er fé það, er félagið hafði til um- ráða i þessu skyni, allt of litið. Bessastaðir 21. des. 1905. Tíðarfarið afar-óstöðugt og stormasamt, og stórfelldar rigningar, öðru hvoru, eða kafaldshriðir. „Vesta“ kom loks frá útlöndum 14. þ. m., og hafði komið við á Austfjörðum, svo sem til stóð. — Á leiðinni frá Austfjörðum hreppti hún versta veður, svo að hún var fimm sólarhringa þaðan til Reykjavíkur, og má því geta nærri, að ferðalagið hafl verið miður skemmtilegt fyr- ir farþegjnna, er voru alls nm 80, er til Reykjn- víkur komu, flest sunnlenzkir sjómenn, og kaupa- fólk, sem dvalið hefir eystra. „Vesta“ er ófarin enn til útlanda. Með „Lauru“ tóku sér far til útlanda 12. þ. m.: Kaupmennirnir B/ör«Salþm. Kristjánsson og Thor Jensen, bakari E. Jensen, veitingamaður Júlíus Jörgensen, og Asgeir verzlm. Gunnlögsson. Leikfélag Reykjavíkur lék 17. þ. m. leik- ritið „John Storm“, sama leikinn, sem sýndur var þar í fyrra vetur. íbúnr Reykjavikurkaupstaðar mega nú telj- ast 0 þús. — Við manntalið, er fór fram 1. nóv. síðastk, töldust þeir alls 8973; en þá voru nokkr- ir fjarverandi. Kvennl'éliig í Reykjavík, er „Hringur“ nefn- ist, lék nokkur kvöld í síðastl. viku mokkra | smáleiki í Breiðfjörðs-leikhúsinu, og er ágóðinn I ætlaður til styrktar berklaveikum. — Skemmt- un þessi þótti takast mikið vel, og var því fjölsótt. Jeg hefi, síðan jsg var 25 ára gam- all, þjáðst af svo illkyniiTðn maga> kveli, að jeg gat nálega engan mat þolað, og enga hvild fengið um nætur, svo að jeg hefi verið nálega óvinnufær. — Enda þótt jeg leitaði læknishjálpar, varð ástand rnitt stöðugt verra, og jeg haf ði þegar sleppt allri von um bata, er eg tók að reyna Kina-lífs-elexír Valdimars Petersen’s. — En við þær tilraunir er jeg orðinn alheill heilsu, og hefi fengið aptur matarlyst mina. — Síðan hefi eg jafnan haft eina flösku af Kina-lifs-elexír á heimili mínu og jeg álít hann vera bezta lnismeðalið, sem til er. Nakskov h. 11. des. 1902. Christopli Hansen hestasali. Kína-lífs-elexírinn er að eins ekta, þegar á einkennismiðanum er vöru merk- ið: Kínverji, með glas í hondi, og nafn verksmiðjueigandans Valdimars Petersen’s i Friðrikshöfn-Kaupmannahöfn, á samt innsiglinu LTi i grænu lakki á flösku- stútnum. 180 á sxipinn, og eigi annað sjáanlegt, en að hræðsla hans væri alveg horfin. Harrington leit öðru hvoru til hans, og kenndi auð- sjáanlega í brjósti um hann. „Það hafa verið örðug veikindi, hr. Duckworth“, mælti hann. „Jú“, svaraði Duckworth. „Jeg fékk liðagigt viku fyrir jólin, og það munaði minnstu, að eg kæmist eigi aptur á fætur; en verst er, hve veikindin hafa lagzt ílli- lega á hjartað, og var jeg þó ekki taugaveikur áður, en hló að þeim, sem það voru, enda var það nú hentara, að vera ekki hjartveikur í Kaliforniuu. Harrington varð sýnilega mjög eptirtektasamur, er Kalífornía var nefnd. „Eruð þér kunnugur í Kaliforníu ?“ spurði hann; „þangað hefi eg einnig sótt fé mitt. — A hvaða svæði voruð þér þar?u „Jeg var þar einkum fram með Sierra Gravanca“, svuraði Duckworth. „Þekkið þér það hérað?“ „Eins vel, eins og jeg þekki sjálfan mig“, mælti Harrington. „Þar hafði jeg einu sinni nær drepið mig. — En slcppum því í kvöld; það er fráleitt hollt fyrir taug- ar yðar, að tala um slikar sakir. — En reyuduð þér mik- ið á yður i Kaliforniu?“ Duckworth hugsaði sig ögn um, og svaraði síðan. „Já, töluvert; en það fékk þó eigi svo mjög á mig, sem annað, er fyrir mig kom. Fyrir nokkrum árum var eg svo óheppinn, að baka mér hatur vitfirrings, sem eg hvorki þekkti, né veit, hvað heitir. — Hann elti mig til Norðurálfnnnar, til að reyna að myrða mig, og hefði •Gilroy, vinur minn, þá eigi borgið lífi mínu, hef'ði honuro 177 Nú, en það væru auðvitað dimmir blettir í lífi flestra manna. Meðan er Duckworth var í þessum hugleiðinguro, biðu hinir hans í reykingasal gistihússins. Enda þótt þar væri margt um manninn, hafði þeim þó tekizt, að fá herbergi sér, þar sem miðdegisverðurinn átti að vera reiddur innan fórra mínútna. Herbergi þetta var á fyrsta lopti, með gluggsvölum, er sneru út að sjónum. Mannmergðin í reyksalnum hafði slæm áhrif á Duck- worth, og mælti hann því: „Komum strax út, og setj- umst á gluggsvalirnar“. Það var svalt, og hressandi, úti á gluggsvölunum, en þó kyrrt veður. En skömmu eptir það, er þeir voru seztir þar, heyrðu þeir, að einhver átti tal við veitingaþjóninn inni í borð- stofunni, atyrti hann, og krafðist þess, að fá að tala við gestgjafann sjálfan. „Það er einhver, sem vill ná i herbergið okkar“, mælti Herríes. „Auðvitað einhver af þessum Ameríku- rnönnum, sem yfir öllu vilja gapa“. Lit.lu siðar sáu þeir mann einn, háan, með alskegg, standa fyrir framan arininn, og eiga tal við gestgjafann. Það var auðseð á öllu fasi hans, að hann var mennt- aður maður, en að hann var reiður, út af einhverju. „Sé það misskilningur, þá er það yður að kenna“, niælti hann. „Jeg bað um herbergi þetta í morgun, og út- kljáði það að öllu leyti við veitingaþjóninn. —Jeg borg- aði miðdegisverðinn fyrir fram, til þess að þetta væri á- reiðanlegt, og þó að komu vina minna frá Paris hafi seink- að, breytir það eigi máli. — Herbergið er mér leigtu.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.