Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.02.1907, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.02.1907, Blaðsíða 1
Verð árganqsins imvnnst 60 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doU.; 1.50. Borgist fyrir júnímán- a'artok. ÞJÓÐVILJINN. ri— Tuttxjgasti og FYRSTI ÁRGANÖUR. 1 , (,,1= BlTSTJÓRi: S K t) L I THORODDSEN. =\ma+~^-■ Upps'ógn skrifleg, ógíd nema komið sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrfir blaðið. M 9. HvssASTönrnr, 28. febr. 19 0 7. 'Um öri|rkja-lífcijri. Fátækramálanefndin hefir nýlega sent stjórnnrráðinu tillögnr um öryrkja-lífeyri, enda hafði alþingi gjört ráðstöfun til þess, að nefndin tæki mál þetta til íhugunar. NeÍDdin hallast í þessu efni að frum- varpi, er Páll heitinn Briem hafði samið, og er það „að miklu sniðið eptir sarns konar frumvarpi frá meiri hluta norskrar þingnefndar, er vann að undirbúningi j sams konar máls á árunurn 1894- 1899. j Aðal-atriði frumvarps þessa eru i því | fólgin, að allir verkfærir menn hér á iandi, j karlar og konur, 16 ára, og eldri, eiga j að greiða í landssjóð 3 kr. á ári, eða 50 j kr. i eitt skipti fyrir öll, er þeir verða 16 ára að aldri. — Verði þeir öryrkjar, fá þeir lífeyri lír landssjóði, er nemur 120 kr. árlega. — Þeir, sem eru miUi fertugs og fimmtugs, er lögin koma í gildi, fá þó að eins 90 kr. í árlegan iifeyri. Áltvæðum laga þessara er þó eigi ætl- að að ná til þeirra, sem fimmtugir eru orðnir, er lögin öðlast gildi. — Undan- skildir eru og ómagar, og þurfamenn, útlendlngar, sem ekki eiga framfærslurétt hér á landi, eða koma hingað til lands, er þeir eru fimmtugir eða eldri. — Loks eru þeir og undan skildir, sem hegning- arvinnu sæta, sem og þeir, er öryrkja- iífeyris njóta. litt eður eigi íþjmgja landssjóði, og byggir hún þá skoðun sina á útreikningum, sem cand.mag. ólafur D. Ðaníelsson hefir gjört, eptir tilmælum nefndarinnar. Mikinn kost telur nefndin það á frum - varpi þessu — miðað við fyrirkomulag það, sem lögieitt er i Danmörku, þar sem eliistyrkurinn er að eins veittur eptir um- sókn, og þegar veitingavaldinu þykja sér- stök atvik mæla með því —, að það veitir skýlausan rétt tii styrks, og að það veitir þenna rétt öllum öryrkjum, að kalla má, á hverjum aldri, sem þeir i>ru, enda tel- ur nefndin upphæð st}7rksins, eða lifeyr- isins, svo háa, að hún nægi all-optast, til að firra örykja sveit, eða sárri * neyð af skorti. Rétttil öryrkja-lifeyris liafa, samkvæmt frumvarpinu: „a. Þeir menn, sem hafa unnið fyrir sér með vinnu, líkamlegri eða andlegri, þegar þeir eru orðnir svo veikiaðii' á sál, eða líkama, að þeir geta eigi unnið fyrir 40°/,, af launum þeim, sem þeir hafa haft 5 árin næstu, áður en veiklunin byrjaði, eda sem íullvinnandi menn í stöðu þeirra, og með menningu þeirra, geta unnið fyrir. b. Þeir menn, sem að mescu eða öllu leyti !ifa á eignartekjum, þegar þeir eru orðnir svo veiklaðir á sál, eða líkama, að þeir að stað- aldri nauðsynlega þurfalsér til viðurlífis ein- um fjórða hluta meira, en tekjur þeirra nema. c. Þeir menn, sem engar sérstakar tekjur hafa, svo sem eiginkonur, börn hjá foreldrum, náms- sveinar eða námsmeyjar, iðnaðarmenn o. s. frv., þegar þeir eru svo veiklaðir á sál, eða likama, að þeir eru óhœfir, til þess að leysa þau störf af hendi, er staða þeirra heimtar, eða til þess að manna sig svo, að þeir geti unnið fyrir sér.“ Þetta er aðal-kjarninn í frumvarpi Páls heitins Briem, sem nefndin hefir „orðið á- sátt um, hö senda hinu háa stjórnarráði . . . sem tillögur sínar um málið1'; en áður en máliim sé til lyktn, ráðið, telur nefndin þó varlegra, að fengnar séu ná- kvæmar skýrslur um alla öiyrkja á landinu. Yér getum eigi dulizt þess, að oss virðist nefndin hafa litið meira á það, að sjá landssjóðinum borgið, en á hitt, hvern- ig aimenningnr fær risið undir jafn háum beinum gjöldum, eins og efnahag fjölda manna hér á landi er háttað. Tökum t. d. bónda, eða húsmann, sem hefir tvö börn, 16 ára, eða eldri, ef til vill dætur, sem eigi eru farnar að vinna hehnilinu neitt verulegt gagn. — Fyrir sig, komi sína, og börnin, verður hann þá að greiða laDdssjóði 12 kr. árlega í því skyni, að tryggja hverju þeirra ofan greindan Hfeyri, sem að eins er þó ætl- aður öryrkjum. — Séu iausamenn, eða lausakonur, á heimili hans, gerir frumvarp- ið honum einnig að skyldu, að annast um greiðslu gja’dsins fyrir þeirra hönd. ÞessHr tillögur nefndarinnar getum vér eigi talið heppiiegar, og teljum eigi senui- legt, að þjóðin, eða meiri hluti hennar, sjái sér fært að aðhyllast þær, enda þótt Öllurn hijóti að vera það mjög mikið á- hugamál, að tryggja öryrkjum ellistyrk, eða lífeyri. Yér getum eigi álitið það rétta aðferð í máli þespu, að ætla hverjum fátæklingi, sem bjargast frá sveit, að legga fram ár- lega bein gjöid, sem mörgum þeirramyndu verða mjög tilfinnanleg, og enda ókleif, til þess að tryggja sér lífeyri, sem óvist er, að þeir þurfi n kkuru sinni á að halda, þar sem þeir bjargast má ske alla æfi, | eða deyja, áu þess þeir verði öryrkjar. Að ætla fátæklÍDgum að tryggja þami ig hver anrian er að voru áliti misraðið, og hitt miklu heppiiegri aðferð, að taka ellistyrkinn úr landssjóði, og efia hann þá í því skyni með óbeinunr gjöldum, auknum tekjuskatti o. s. frv. Á þann hátt lenda gjöldin eigi að 8ama skapi á efna minni hluta þjóðarinn- ar, eins og ef tillögur nefndarinnar verða i lög leiddar. r |slenzkar konur óvirtar. Gudmundur skáid Priðjönsson liefir ný- lega stnngið niður penna, og sent „í-'a- j t’old” langt erindi, sem hún svo flytur | lesendum sinum athugasemdalaust. Margt er þar vel sagt, og orð mörgí tíma töluð, eins og vant er að vera hjá Gruðmundi, od eitt atriði er þó þann veg i grein þessari, að furðu gegnir, að nokk- ur ritstjóri skuli iáta blað sitt fiytja það, án þess að hafa neitt við það að athuga; á jeg þar við ádrepu þá, er ísienzka kvenn- þjóðin fær. G. F. gengur með böggum hildar út af því, hve íslenzku konurnar séu orðn- ar spilltar og úrkynjaðar. Það var þó munur i fyrndinni, þegar hann Skálp- Grani fór að leita á konuna hans Króka- Refs. Hún kunDÍ að sjá sóma sinn, og lét ekki flekast af honum, þótt hann væri hirðmaður konungs. En hvernig eru þær núna stúlkurnar? -Önnur hver stúlka í iandinu lœtur iit- lendinginn jieka sig, þegarþvi er að skipta“, og livernig ætli lifnaðuiinn veiði í sum- ar, þegai allir útlendu gestirnir koma, sex- tugur konungur, sköllóttir og æruverð- ugir þingtnenn, með sínu iylgiliði? Guðmundur ieysir ekki úr spurning- unni, en segir, svo sem til útskýringar, sögu um unga heimasætu, sem send var nýl. til Reykjavíkur, til að menntast, og byrjaði námskeiðið með því, að samrekkja skipstjóranum á strandferðaskipi þvi, er hún fór með. Ekki var skipstjóra mikið nýnæmi á slíku góðgæti, því að þessi var að eins ein af 18! Margt fl>‘ira skrifar lierra G. F. í garð kvennfólksins, sem tæpast er eptir haf- andi, þott það sé flutt á smellnu máli, kryddað kjarnyrðum, sem sá höfundur hef- ir jafnan handbær. En livernig skyidi þeim hattvirta höfundi gaDga að finna orðum sinum stað, et' þvi vari að slápta? Hér eiga allir oskilið n ái, og sakir svo þungar, að lítt er saklausum vicunandi að liggja undir, og þvi ekki ósennilegt, að krafist yrði að hann færði sönnur á mál sitt. Vonandi getur herra G. F. haldið sín- um heimahögum óbitnum á sumri kom- anda,þótt gestkvæintverði á gamla íslandi, því tæplega munu þeir dönsku Sverðhúss Granar leggja svo langt land undir fót, að fara þangað norður, som liann situr á Sandi, og má það vera honum hugarfró; en gæta ætti hann þess, er hann fram- vegis ritar um áhyggjuefni sin, að byggja orð sín og dóuia á öðru, en kviksögum einum; slíkt sæmir ílla þeim, er gerast vilja siðameistarar þjóðar sinnar. Það hefir nýlega verið sagt um hr. G. F., að honum hætti við að skrifa um mál- in, áður en hann hugsi þau. Mér er nær að álíta, að það sé satt. Á Þorraþræli 1907. I)„

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.