Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.02.1907, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.02.1907, Blaðsíða 2
34 Þj ÓÐYILINN. Ritsímaskeyti til flÞjóðv.u Kaupmannahöfn 19. febrúar 1907. Ritstjóri Secher látinn. Secher, ritstjóri blaðsins „Dannebrogu, andaðist i dag. (Blaðið „Dannebrogu er málgagn Al- bertí’s ráðherra, og hefir Secher verið rit- stjóri blaðsins, siðau Alberti varð ráðherra sumarið 1901; en áður hafði Secher, með- al annars, verið ritstjóri blaðsins „Dags- avisenu. Járnbrautarslys. Yið járnbrautarslys, er varð í New- York, létust 20 menn. Skáldið Carduecí dáið. Italska skáldið C'ardacd er látinn i Bologna. (G. Carduccí var nafokunnasta skáld Itala, og hlaut Nobels-verðlaun síðastl. ár.) Þýzka ríkisþingið. VUhjálmur keisari setti þýzka ríkis- þingið, og las upp boðskap sinn til þings- ins. Danskt-íslenzkt verzlunarfólag. Félag, sem nefnist: „Bið nýja dansk- íslenzka verzlunarfélag44, er stof'nað i Kaup- mannahöfn, og or liöfuðstóll þess 4 millj. króna. — Aðal-stofnendur félagsins eru: Tuliníus, Orum og Wulfjf' og Oránufélag- ið. — Akveðið var á fundi á laugardag- inn (16. febr.), að aðal-stjórn félagsins skyldi vera í Kaupmannahöfn, og Tulin- íus vera frarnkvæmdarstjóri þess fyrst um sinn; en umboðsmenn félagsins á íslandi voru kosnir: Chr. Havsteen, forstjón Gránu- félagsins, og J. Arnesen, konsúll á Eski- firði. Blöðin „Kjöbenhavnu og „Politikenu eru félagi þessu andvíg. Kaupmannahöfn 21. febrúar ’07. Skip farast. — Mikið manntjón. Mörg skip hafa farizt í grennd við borgina Botterdam á Hollandi. Enskt póstguf'uskíp strandaði í dag í grennd við Halk á Hollandi. — A skipi þessu voru 120 ferðamenn. og 60 skip- verjar, og varð að eins tveim bjargað. Stormasamt. Loptvogin stendur mjög lágt. — Ofsa- stormar ganga yfir meginhluta norður- álfunnar. Athugasemdir við minningarrit Benedikts Gröndals eptir Evka iros. (Frarnb.) Brynjólfur biskup Sveinsson skrifaði með eigin hendi á pappírsafskript af skinn- handriti Sæmundareddu: „Edda Sæmundi multisciiu. og víðar minnist hann á Sæmund, sem riðÍDn við Eddu og eignar homtm hana. Hefði nefndum fræðimönnum komið til hugar, að nokkur ágreiningur kynni síð- ar að verða um uppruna Eddukviðanna, þá hefðu þeir vafalaust sannað mál sitt, og fært til gildar heimiidir. Naumast gat þá rennt grun í, að aðrar þjóðir reyndu nokkurn tíma að svipta ísland Eddukvið- unum, jafn skýlausri eign, og sízt gat þeim komið til hugar, að íslendingar gerð- ust til að rétta þeim hjálparhönd. Mundi ekki próf. EÍDni þykja það hart, ef allt það í ritum hans yrði kallaður heilaspuni eptir hans dag, er hann ekki færir ský- lausar heimildir fyrir með tilvitnunum í rit annara fræðimanna? Það er heimska að vefengja allar fornar sagnir og álíta rangar, sem ekki eru sannaðar með jafn Ijósum rökum eÍDS og að 2—f-2 séu == 4. í minningarritinu gjörir Finnur sór mest far um, að hnekkja Sæmundi sem safnanda Eddu, ekki samt með rökum, heidur stóryrðum og staðhæfinguin, eins og hans er vandi. Er það því meiri furða, er hann neitar ekki með öllu, að íslend- ingar kunni að hafa safnað kviðunum. „Hverjir séu höfundar kvæðannau, segir Finnur borgimnannlega „er aptur annað málu, og þykist hann víst hafa fært full- gildar sannanir að því í bókmenntasögu sinni. Hún eignar flestar kviðurnar Norð- mönnum, allar hinar merkari, en fáar Is- lendingum og hinar ómerkari. TÍDÍrFinn- ur þar margt til, er á að sanna máí hans, en rökfærsla iians er röng og vantar því allt sönnunargildi. I bókmenntasögu sinni fullyrðir Finct- ur enn, að Völuspá sé ort í Noregi, enda þótt dr. B. Olsen hafi sannað, að í henni komi ýms orð fyrir í alislenzkri merk- . ingu, er aldrei hefir verið fcil i Noregi, og þvi ljós og fullgild rök að því, að Völuspá hljóti að hafa verið ort hér á landi. Gröndal benti fyrstur manna á, að orðið: „hverflunduru sýndi íslenzkari uppruna. Dr. Björn Oisen hefur auk „hverflundar“ bent á orðin „laukuru, „þoll- uru, „bæru og „túnu. Jafn frarnt sýndi hann, að ekkert orð komi fyrir i Völu- spá i Dorskri merkingu eingöngu, er ekki sé einnig isleuzk. Sjá tímarit Bókmennta- félagsins 1895. Þetta hefði orðið flestum að kenningu öðruin en Finni. Hann heldur erin fram þeirri lokleysu, að Völuspá sé ort í Nor- egi. Sjá bókin.s. 1904, bls. 78. Um Hávamál segir Finnur, að meiri |. vissa só fyrir því, að þau sóu ort í Nor- egi, en uokkurt hinna Eddu-kvæðanna. Er því eigi úr vegi, að athuga rök þau, 1 er hann telur fullsanna þetta. Hann tel- ur kvæði þetta ort fyrir miðja 10. öld, og segir það eldra en Hákonarmál Ey- vindar. Þykist hann sanna orð sin með því, að Eyvindur hafi lánað hjá þvi er- indið: „Deyr fé o. s. frv. Það fer tjarri > því, að þetta só full sönnun þess, að Ey- vindur hafi þekkt Hávainái. Upphafsorð erindanna eru að eins hin sömu, en meg- inkluti erindanna ólíkur, og set jeg hór bæði erindin, til þess að þau verði borin saman: Hávamál: Deyr fé, deyia frændr deyr sjálfr et sama; Hákonarmál: Deyr fé deyja frændr, eyðisk Jand og láð; XXI, 9. eu orðstírr áðr jamngóðr I deyr aldrigi á auða Tröð j hveims sérgóðan getr. kouungmaðr komi. Það er mjög líklegt, að orðin: „Deyr j fó, deyja frændru hafi verið algengt við- kvæði eða talsháttur í forneskju bæði á íslandi og í Noregi. rfkáidin gátu því auðveldlega tekið orð þessi inn í kvæði sitt, hvor í sínu landi, og hvort á sín- um tima, án þess að þekkja hvort annað. Ekki er það keldur áreiðanlegra, að Ey- vindur hafi þekkt Hávamál, en íslenzka skáldið HákoDarmál. Ekki er jafn vel ó- hugsandi, að erindið í Hákonarmálum sé síðara innskot, og mundi dr. Finnur ekki hafa orðið skjarr við að fullyrða slikt hefði hanD viljað sanna hið gagnstæða. Þetta eru þá einu likurnar að því, að Iiávamál sóu ort i Noregi. Hin önnur rök Finns að þessu, er hann þó telur veigameiri, eru svo barnaleg, að þau verða ekki tek- in til greina, og er raunalegt að varpa frarn öðrum eins þvættingi. Eitt erindi úr Hávamálum telur Finnur sýna svo á- þreifanlega „lifandi rnj’nd úr norrænu lifi og náttúru og það norðarlega úr Noregiu, að það sé fullgild sönnun þess, að öll Hávamál séu ort í Noregi, en eigi á ís- landi. Þetta dæmalausa erindf hljóðar svo: „Svá es friðr kvinna, þeirra’s flátt hyggja, sem aki jó óbryddum á isi hálum, (teitum tvévotrum og sé tamr ilk) eða i byr óðum beiti stjórnlausu. eða skyli haltr henda hrein í þáfjalli“. Það eru orðin: „eða skyl/ haltr henda hrein í þáfjalliu, er Finni virðast benda svo þreifanlega á norskan uppruna. Hvað er þá í orðum þessum svo sérstaklega norskt? Á íslandi ber þó við, menn helt- ast, hreindýr eru á Mývatnsöræfurn, og fremur hlýtur að vera skuggsýnt í heila- búi Finns, ef hann minnist ekki þess, að íslendingar þurfa tíðum að fara um fjöll í hlákum, þetta er blátt áfram lif- andi mynd úr islenzku þjóðlífi, ekki sið- ur en norsku, og er litt skiljanlegt, að þetta skuli felast sjónum Finns. En þótt ekki hefði verið neinu þessu til að dreifa og lýsingin ekki getað átt við ísland, þurfti erindi þetta eigi að vera ort i. Nor- egi að h©ldur. Ekkert var eðlilegra, en að landnámsmenn flyttu með sér norræn- ar hugmyndir og náttúrulýsingar, og ís- lendingar hefðu ættlandíð Noreg stöðugt í huga á hinum fyrstu árum eptir land- nám. (Framh.) Um fs!andsför Friðriks konungs láta dönsk blöð þess getið, að herskipin „Hekla11 og “Geysir“ eigi að fylgja kon- UDgi, og að ýmsar breytingar verði gjörðar á „Birmau, skipi Austur-Asíu-félagsins, áður en það flytur konung og fönuneyti hans, til Ísland9. A skipinu verða loptskeytastöðvar, og

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.