Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.02.1907, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.02.1907, Blaðsíða 3
XXI., 9. ÞJOÐVILJINN. áhöld til raflýsingar; en í herbergi þau, «sem konungi eru ætluð á skipinu, er á- formað, að flytja ýms málverk, og hús- gögn, úr konungsböllinni. Til orða kvað hafa komið, að prinz- arnir Valdimar og Haraldur verði í för með konungi. Mælt er, að konungur taki með sér «inn af vögnum sinum, sem og vagn- stjóra, og þjón, hljóðfæraflokk, matsveina, rakara og hárskera. Maður varð iiti. 23. janúar þ. á. varð maður úti á fjallinu, sem er milli Patrekstjarðar og Breiðuvíkur. — Hafði hann verið sendur með pósthréf, sem fara :.-áttu til Breiðuvíkur, og er talið, að hann muni, hafa orðið bráðkvaddur. Maður þessi hét í?uðmundur Ólajsxon, og var -ekkjumaður. ísl. fiskiveiðag-ufuskii*. Félag er nýlega stofnað, er „Nökkviu heitir, og eru aðal-hluthafendur: Böðvar kaupmaður Þorvaldsson á Akranesi, Jón krnason, skipherra, og kaupmaður Thor Jensen. — Félag þetta œtl- ar að kaupa gufuskip á Bretlandi, er notað verð- ur til þorsk- og síld-veiða, og fór sldpherra Jðn, _Ártiason utan með „Lauru“ í þ. m. í þeim erinda- gjörðum, að annast um kaup á skipi þessu; I ráði mun einnig vera, að hásetarnir eigi -einhvern part í skipi þessu. Maðiir skuut sig tii bana. Unglingspiltur frá Hvassahrauni í Gullbringu- sýslu, sem var á rjúpnaveiðum 12. febr. þ. á., varð fyrír byssu sinni, sem hann mun hafa farið , óvarlega með. — Reið skotið í höfuðið, og beið maðurinn þegar bana. — Hann hét Einar og var Guðmimdsson. Um lausn í'rá sýslumannsembætti hefir sýslumaður Rangvellinga, hr. Einar Bene- diktsson, nýlega sótt. — Blaðið „Þjóðólfur“ tjáir umsókn þessa stafa af því, að nefndur sýslu- maður hí.fijt'yrir nokkru hlotið meiðsli í embættis- ferð, er „geri hann lítt færan til ferðalaga á hestbaki." Sjálfsinorft. Bóndi að Refstöðum í Engihlíðarbreppi í Húna- vatnssýslu, Stefán Einarsson að nafni, réð sér bana 21. febr; síðastl, skar sig á háls. — Hefir að líkindum verið veildaður á geðsmunum. Lýðbáskólinn á Hvltárbakka. A þeino skóla eru i vetur 26 nemendur, að því er „Fjallk“. skýrir frá, og eru 5 í efri, en 21 í yngri deildinni. — Af nemendum þessum er helmingurinn stúlkur. Skólastjóri er hr. Sig. búfræðingur Þórólfsson, sem áður veitti sama skóla forstöðu, er hann var haldinn í Búðarda). Sektaður botnverpingur. 13. febr. þ. á. tók danska varðskipið enskan botnverping, er var að veiðum í landhelgi, í grennd við Grindavík, og fór með hann til Hafnar- fjarðar, og var skipherrann sektaður þar um 1100 kr., en afli og veiðarfæri gjört upptœkt. STýr Faxailóagufubátiir. sem hr. Erederiksen í Mandal hefir útvegað, átti að leggja af stað þaðan 26. eða [27. febr. Báturinn er sagður mun stœrri, on „Reykjavík- in“ var, og var þess full þörf. Eigandi „Reykjavikar11, og umboðsmaður hans hér á landi hr."Björn kaupmaður Guðmundsson hafaþvíbrugðiðfljótt og vel við, svo að væntanlega verður þess eigi langt að bíða, að gufubáta- ferðirnar um Faxaflóa byrji að nýju. Lóðaveíðagufuskip tók danslca varðskipið 21. febr. síðastl., er það var að voiðum í landhelgi, og var skipherr. ann sektaður í Hafnarfirði um 300 kr. Ferðir til Lúbeck's. Kaupmenn í Reykjavík hafa nýskeð skorað á sameinaða gufuskipafélagið, og Thore-félagið, að láta skipin skreppa til Lúbeck á þeim tíma, sem ætlaður hefði verið til viðstöðu í Kaupmamaa- höfn. Hitt oor l>etta.. í enska blaðinu „Light“ (£rb.: Læt.j skýrir maður nokkur F. Hi Parsons að nafni, frá þvi, að hann ’uafi opt heyrt móður sína skýra frá sýn þeirri, er nú skal greina: Foreldrar hennar áttu heima í Leytonífylk- inu Essex á Englandi. — Hjá þeim ólst upp ung stúlka, kjördóttir þeirra, sem þjáðist af ein- hverjum veikleika í hryggntun. — Ein af dætrum hjónanna, móður systir manns þess, er frá þessu skýrir, giptist, og settist þá að i Walworth, sem er skammt frá Leyton. — Nótt eina vaknaði hún við eitthvað, er hún eigi gat gjört sér grein fyrir, hvað var, og varð henni þá litið í mitt herbergið, og sá þá uppeldissystur sína, er henni þótti mjög vænt um, sitja þar í ruggustólnum og sá hún haua jafn glöggt, eins og þegar hún horfði á hana á heimili foreldra sinna. Konan vakti þegar bónda sinn, og kvaðst sjá uppeldissystur sína sitja í ruggustólnum. „Þig er að dreyma“, sagði maðurinn; en kona hans kvað því fjarri fara. Rétt á eptir hvarf sýnin, og reis konan þá úr rekkju, kveikti á kerti, og leit á klukkuna og var hún þá tvö. Morguninn eptir Jagði konan fótgangandi af stað til Leyton, með því að þangað gengu hvorki sporvagnar, né járnbrautir. — Frétti hún þá, að uppeldissystir hennar, kjördóttir foreldra heimar hafði andazt klukkan tvö um nóttina. Hvað var það, S9m vakt hafði konuna? Bessastaðir 28. febr. 1907. Tíðarfar. All-góð hláka öðru hvoru, svo að jörð hefir komið upp síðasta vikutímann. — 128 Átti þá þessi Nathalia Yelverton einatt a? myrkva himin gæfu þeirra? Stanhope sá glöggt, hvaða tilflnningar vöknuðu í huga hennar. „María“, rnaelti hann, er þau voru komin aptur heim til sín. „Fyrirgefðu mér., og vertu ekki að setja svona smárffiði fyrir þig.“ „t>að er alls ekki smáræði,“ svaraði hún all-hnugg- inn. „Þú ert tengdur kvennmanni þessum ósýnilegum böndum, þó að þú vitir það tæplega sjálfur. — Þú ert hræddur um, að hún geri þá og þegar vart við sig og yrði eg konan þín, hlyti eg einnig að vera i sífelldri angist.u „Ekkert band er sterkara, en ást min til þína, anz- aði Stauhope. „Hvernig ætti eg að lifa án þíri, María? Aldrei gæti eg haft ást á nokkurri snnari stúlku -- Ætlarðu þá að slíta bandið, er tengir saman sálir vorar? — Nei, þú getur það ekki —, þú getur ekki sagt skilið við mig —, þó að þú vildiru. Stanhope var þetta svo mikið alvöru- og hjartans mál, að hann stillti sig alls ekki, en tók hana í faðm sér. „Þú ert mín“, mælti hann, „og ekkert jarðneskt afl rnegnar að skilja okkur.“ Hún bandaði á móti með höndinni, en hann sinnti því ekki, en kyssti hana, og klappaði henni, í ákafa. En er hann heyrði hana ekki segja eitt einasta orð gjörðist hann áhyggjufullur, og laut betur ofan að henní. Ástarsælan speglaði sig á andliti hennar, en hún var orðÍD náföl í framan. „María!“ kallaði hann, all-örvæntingarfullur. „Talaðu 125 „Það var rett! Þu att einatt að hugsa um niig! En hverju svaraði faðir þinn?“ „Hann spurði mig, hvort þér væruð hr. White, og er eg jánkaði því, þagði haim lengi. — Mér virtist bann verða svo hissa. En peningana fókk hann mér ekki fyr en vagninn nam staðar fyrir framan húsið. — svo kvaddi hann mig, og sagðist nú geta skilið við mig áhyggju- laus, þar sem sóð væri fyrir framtíð minni. Hvort hann færi, sagðist hann ekki geta sagt mór, en kvaðst jafnan mundi vita, hvað mér liði, og gleðjast yíir hamingju minni.“ „Hann sagði, að eg skyldi ekki grennslast neitt eptir, hvar hann væri, nó tala um sig við aðra, maelti María enn fremur. „Hann kvaðst mundi skila sér sjálfur, og kalla mig jungfrú Dalton, því að hjá ekkjunni vissu menn eigi annað, en eg héti því nafni. — Syona atvikaðist að að eg kom hér í húsið, og sá yður aptur. — En hversu breytt var þá eigi allt orðið?“ „María! Jeg elska þig af öllu hjarta“, mælti hann „og jeg ber nú að nýju upp fyrir þór þá spurmngu, hvort þú vilt verða eiginkona mín?“ Enda þótt spurning þessi vekti að nýju hlýjar sælu- tiifinningar í brjósti Maríu, hafði hún þó fyllilega gát á sjálfri sór, reif sig úr faðtni hans, tók á öllu, sem til var og svaraði: .,í dag get eg ekki gefið yður neitt svar. Jeg ætla að vera kyr hér á heimilinu í viku, og áður en bún er liðið, skuluð þór fá svarið. — Vakni nokkur vafi hjá yð- ur iunan þess tírna, svo að yður iðri þess, sem þér hafið sagt, og gjört, i dag —, þá eigið þér ekki að reyna að halda t mig. — Jeg bið guð að gefa, að jeg færi heidur

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.