Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.02.1907, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.02.1907, Blaðsíða 4
36 ÞjÓÐVIL.TINN. XXI., 9. Otto Monsted® cLanslva, siiijörlilvi er bezt Faxaflóagnfubáturinn „RejkjsiTÍk11 strandar. Aðfaranóttina 20. þ. m. sleit „Reykjavíkina“ upp á hofninni í Reykjavik, og rak upp í klett- ana við „batteriið11. — Menn björguðust í land á kaðli. — Ofsa-norðanrok var, og kafalsbylur. Skipstrand þetta atvikaðist á þann hátt, að norskt eimskip, „Maud“ að nafni, skipherra Gautesen, sem komið hafði frá útlöndum með kolafarm til veizlunarinnar „Edinborg11, rakst á hana, klauf stefnið, og braut þilfarið að framan, svo að sjór féli inn, og sá skipstjórinn sér þá eigi annað fært, en að hleypa skipinu á land enda hafði atkerisfestin á „Reykjavikinni“ slitn- að, af þvi að skrúfan á „Maud“ festist í henni. „Reykjavíkin“ var virt á 40 þús. króna, en vátryggð í þilskipaábyrgðarfélaginu við Faxaflóa fyrir 24 þús. — Umsjónarmaður gufubátsins, kaupmaður Björn Guðmundsson í Reykjavík, kvað hafa símritað til eiganda skipsins hr. Frederiksens í Mandal daginn eptir. Skipherra á „Reykjavíkinni“ hét Gundersen. Gull-boi'uimráhöldiii. Loks hafði nú komið eitthvað af gullborunaráhöldum til Reykjavíkur með „Ceres“ 16. þ. m., en sum stykkin orðið ; eptir, svo að dráttur verður enn á framkvæmd- | unum, eins og fyrrí daginn. Bak aramir í Reykjavfk hafa i þ. m. komið sér saman um hækkun á bökunarlaununum, og og bera fyrir sig hækkun vinnulauna og annara gjaida. — Bökunarlaunin eru því orðin 5 kr. á rúgméistunnuna, í sfað 4 kr. Standmynd Ingélls Arnarsonar. Nefndsú, er gengst fyrir samskotum, til að reisa standmynd Ingólfs Arnarsonar í Reykjavik, sem aðal-lega mun hafa vænzt samskota úr, Reykjavík, skorar nú nýskeð á landsmenn utan Reykjavíkur, að leggja fram fé tiJ samskotanna. Tombólu heldur nefndin á „Hótel ísland“ 2. og 3. marz, og væntir í því skyni góðs stuðn- ings. Skemmdir urðu talsverðar á þilskipum, sem í vetrarlegu eru í grennd við Reykjavíkurhöfn, í ofveðrinu aðfaranóttina 20. þ. m. Nokkrir vélabátar skemmdust einnig, og einn vélabátur ('eign Valentínusar Eyjólfssonar) sökk á höfn- inni. f 16. þ. m. andaðist í Reykjavík húsfrú Rósa Lúðvíksdóttir, kona á bezta aldri, gipt Bjarna : kennara Jónssyni, ritstjóra „Bjarrna11. — Foreldr- ; ar hennar voru Lúðvik Kemp og Oddný Einars- dóttir i Gvendarnesi. — Rósa heitin andaðist úr berklaveiki, er hún hafði þjáðzt af um hrið, og eru þrjár dætur þeirra hjóna á lííi, allar á unga aldri. Rósa sáluga var væn kona og vel látin. Njúkrasjóður ísl. kvennfélagsins var 31. des. siðast!. orðinn alls um 3700 kr. Þilskipin hér við Faxaflóa eru nú í óða önn að búa sig til fiskiveiða, og leggja út fyrstu dag- ana í næsta mánuði. Botnvörpuveiðagul'uskipin„Venture“ og „King Edward VII“, er strönduðu á Miðnesi í janúar- mánuði þ. á., eins og blað vort hefir áður getið um, keypti D. Thomseu, þýzkur konsúll, á upp- boðsþingi, annað á 1500 kr., en hitt á 1600 kr. Ekki er talið liklegt, að gert verði við þau, en eigi vonlaust um, að eitthvað hafist- upp úr gufuvélunum, að þvi er gizkað er á í „ísafold“ ný skeð. f 23. þ. m. andaðist í Reykjavík Jakob Árna- son, fyrrum gildur bóndi á Árbakka i Húna- vatnssýslu, og góðum efnuin búinn. — Ekkja hans er Björg Jónsdóttir, og er einkadóttir þeirra hjóna, Þuríður að nafni, gipt Lange, málara í Reykjavík. Prentsmiðja Þjóðviljans. 126 i gröfina, með 9undur kramið bjarta, en að það liggi fyrir mér, að jeg sjái það skína út úr augum eiginmanris míns, að hann kviði framtíðinni, sakir einbvers vafa, að því er til fortíðar minnar kemur.“ Þessi orð hennar höfðu þau áhrif á Stanhope, að hann sá, að ekki var til neins, að ætla sér að breyta á- formi hennar, og varð bann þvi, að sætta sig við frest- inn. XIX kapítuli. Málið vandast. Seinni hluta sama dags fór Flora White, sem áform- að var, til að hitta frú Delapaine, ef vera mætti, að hún gæti gefið einhverjnr skýringar um það, hvaða atvik hefðu valdið því, að María réðst á heimili hennar. En henni brást sú von, með því að frú Delapaine, er var myndarkona, og liafði verið vinkona móður Stan- hope’s mörg ér, varðist allra sagna. En er hÚD heyrði Floiu geta þess, að Stanhope væri eigi lifcið hrifinn af jungfrú Dalton, lét hún í ljósi ánægju sína yfir þvi, og kvað9t álíta það mjög vel farið. Þetta þótti Floru iniklu betra, en ekki, og sætti sig þvi mun betnr við það, að hafa að öðru leyti farið erindisleysu. Nú liðu þrir dagar. Mikil breyting var orðin á heimilinu. — Stanhope sat nii að boiðum við hverja máitíð, ogvar hÍDn glaðasti í bragði. María lék á als oddi, og vaið feginn hverjum deg- inum, er leið, án þess á nokkru þunglyndi bryddi hjá Stanhope. 127 Eu þó að Stanhope léki jafnan við hvern tingur, er María var við, greip þunglyndið hann þó aDnað veifið ilanu fór þá að hugsa um, hvort það væri ekki rangt af sér, að óhlýðnast síðustu ósk, og skýlausri skip- un, ftíður síns. En er hann leiddi það í huga sion, að faðir hans hefði skipað þetta í bræði, af því að hann hugði, a& Stanliope hefði fellt huga til ungu konunnar hans, varð honum það ljóst, að það væri engin synd, að breyta móti boði föður sins, þar sem þessi ráðstöfun hans var þá í raun réttri að eins sprottin af misskilningi. í þessari trú styrktist haDn einnig að mun, er hann leiddi huga sinn að því, að þessi Nathalía Yelverton hefði enn oigi látið sjá sig. En þá bar að höndum lítið atvik, sem sýndi hvern- ig sakir stóðu. Þegar Stanhope og María koinu frá kirkju sunnu- dagsmorgun nokkurn, hittu þau nokkra kunningja sina, og var í för með þeim ung stúlka, er Stanhope þekkti alls ekki. Atlt i einu veitti Maria því eptirtekt, að Stanhope gjörðist fölari í andliti, og var auðsjáanlega all-mikið brugðið. „Hvað kölluðuð þér ungu stúlkuna? — Sögðuð þér jungfrú Yelverton?“ „Guð náði þig, góði Whito“, svaraði sá, er spurður var. „Stúlknn heitir jungfrú Silverston, og er frá Sfc. Louis. Þiið var engu líkara, en þungri byrði væri létfc af herðum Stanhop’s; en María gjörðist á hinn bóginn. mjög döpur, og hugsandi.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.