Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.04.1907, Blaðsíða 1
1 >t A nr qanu8in8 f >n in nst j
f)0 mkir) 5 l-r. nO anr.; |
rh"r fUs 4 kr. 5o anrog
i Amtiihn doll.: 1.50.
h<'7'jint fyrir júvimán-
al’>l"k
ÞJÓÐ V ÍLJINN.
— -I- Tuttugasti og fyrsti ahoangup. ='— =-
|= lUTST.TÓRI: S R f U THOKODDSEN. ==|ook^ .-
| Dppsögn skrifleg, úgild
I ncma komiö sé íil útge/-
' anda fyrir 30. dag júm-
1 m&naðar, og kaupandi
samhliða uppsögninni
borqi skuld sína fyrir
! blaðið.
M 15.
16.
BeSSASTÖÐUM, 10. APRÍL.
1 9 0 7.
8nn um aðal-airiðið.
Eptir alþtu. Sigurð Stefánsson.
Svo virðist, sem stjórnarfiokknum sé
orðið það töluvert kappsmál að halda sér-
málum vorum í ríkisráðinu, ef taka skal
mark á biöðum þeirra rní upp á síðkastið.
Mörgum mun að vísu vera það tor-
ráðin gáta, hvers vegna stiórnarflokkur-
inn gat fongið af sér að samþykkja þau
ákvæði blaðamannafrumvarpsins, að Island
skyldi vera frjálstsambandslandDan rnerkur
og Ishndingar einráðir um sérmál sin
með konungi, þar serti hann vill þó láta
dönsku ráðherrana, eptir sem áður, fjalla
um séraiál vor.
Þótt hér væri að eins um form eitt
að ræða, þá liggur það svo afar-fjarri hug-
myndinni„frjálst sambandstand11, að óbrjál-
aðri mannrlegri hugsun mátelja það næst-
um frágangssök að sunrýma það.
Annars þýðir lítið að ganga i grafgöt-
ur um stefnumið stjórnarflokksins í þessu
atriði, mólið græðir lítið á getgátum, eða
getsökum, í því efni.
Mennirnir koma til dyranna eins og
þeir eru kiæddir, og því verður að taka.
Ríkisráðsákvæðið er aptur orðið ágrein-
ingsefni rnilli þingflokkanna hér á landi,
og hjá því verður ekki koinizt að heyja
harða hríð um þetta gamla þrætuepli milli
innlendu og erlendu stjórnarstefnunnar á
íslandi.
En skylt er báðurn málsaðilum að
leg-gja fram fyrir dómstól þjóðarinriar öll
sóknar og varnargögn í þessu máli.
Væru kjósendur á ölluí-landi spurðir
um það, hvort. þeir kysi heldur, að sér-
mál vor væru útkljáð af stjórn Iflands einni,
ásamt konungi, eða af dansk t ríkisráðinu,
þá er enginn efi á, að þeir, nær undan-
tekningarlaust, myndu taka hinn tyrri
kostinn.
Islerizka þjóðin er andvig allri íhlut-
un dönsku stjórnarinnar um sérmál ís-
lands, þótt takast kunni, um stuudarsak-
ir að villu henni sjónir í því máli.
Það er skylda þeirra manna, sem gjör-
ast talsmenn erlendu stjórnarstefnunnar,
að sýna fiam á það rneð skýrum rökum,
að ihlutun danska ríkisráðsins um íslenzk
sérmál séu íslendingum bollari, en ein-
ræði þeirra um þessi mál.
Allur þorri Islendinga lítur víst svo
á fastheldrii Dana við rikisráðsákvæðið,
að hún sé sprottin af danskri. en ekki ís-
lenzkri hagcmunagát, enda mun næsta tor-
velt að benda á aðrar hvatir frá Dana
hálfu, t-ða geta talsmenn rikisráðsákvæð-
isins þaðf
Frá hálfu Islendinga er því spurning-
in þessi:
Hafa Islendingar nokkurt pagn af því,
að rikisráðsákvæðið standi í stjórnarlög-
um þeirra, eða er þeim nokkurt tjón bú-
ið af afnárni þess?
Þetta er tnergurinn rnálsins og þess-
um spurningum hljóta málssvarar erlendu
stjórnarstefnunnar að svara skýrt og skor-
inort.
En hér duga ekki, sem góð og gild
svör, hinar gömlu ástæður hægiimanna-
stjórnarinn^H' dönsku, ekkert nóvember-
auglýsingárhjal, það eru bábylgjur og
kroddur, sem hvern islenzkan heimastjórn-
armann ætti að ve’.gja við.
Ekki heldur mega þeir bjóða þjóðinni
þá steina fyrir brauð i þessu máli, að rík-
isráðsákvæðið sé þýðingarlaust form, það
er löngu orðinn hégóminn einber, í aug-
um allra heiiskyggnra manna.
Þýðingarlausu formi ætti Dönum ekki
fast i hendi að sleppa, þegar er þess væri
óskað.
E”' hvað er þá til ráða fyrir rikisráðs-
menuina islenzku?
Þeir verða að reyna að sannfæra þjóð-
ina um, að Island megi þess ekki án vera,
að sérmál þess gangi i gegn um greipar
daivkra ráðherra, þeir verða að sýna fram
á það gagn, sem islenzk sérmálalöggjöf
hafi hingað til haft af afskiptum dönsku
ráðgjafastjórnarinnar, og þeir verða að
loiða ljós og skýr rök að því, að vér get-
um ekki, svo vel fari, stjórnað oss sjálfir,
á:i íhlutunar danska alrikisvaldsins.
Það eru hagsmunir íslands og íslend-
inga sem hér er fyrst og frernst um að
ræða, en þó mætti enn bæta þeirri spuru-
ingu við, hvaða tjón danska ríkinu gæti
verið búið af lausn sérmála vorra úr rík-
isráðinu, því að ekki vilja íslendingar á
nokkurn bátt gjöra samþegnum sinum ó-
skunda.
Þjóðin væntir svars upp á þessar spurn-
ingar, hún á heimting á því, útúrdúra-
lausu og vífilengjulausu svari. —
En á hinn bóginn eiga málssvarar er-
lendu stjórnarstefnunnar heimtingu ásvari
upp á þá spurningu sina, hver flytja eigi
sérmálin fyrir konungi, er rikisráðinu
sleppir.
Spurningin er að visu líkari þvi að
vera komin frá þeim Matzen eða Albertí
en frá íslenzkum heimastjórnarmönnum.
En svaiið getur engu að síður verið
á hraðbergi hjá hverjum þeim íslendingi,
er á annað borð treystir þjóð sinni til
sjálfstjórnar.
Hin islenzka sérmálastjórn ber málin
upp fyrir konungi, án þess að alrikisstjórn-
in komi þar nokkuð nærri, alvegeinsog
alríkisstjórnin flyter dönsk mál fyrir hann,
án allrar íhlutunar og afskipta íslenzku
sérmálastjórnarinnar.
Hvorug stjórnin þarf þar hinnar með,
og réttindum hvorugrar þjóðarinnar er þá
misboðið. —
-------------
TJ tlönd.
Helztu tiðindi, er borist liafa i erlend-
um blöðum, og eigi hefir áður verið getið
i blaði voru eru þessi:
Danmörk. Ekki þykir frjálslyndari
vinstrimönnum Christensens-r Aðuneytið
halda sem sparlegast á, að því er fjár-
veitingar til hersins SDertir, þar sem fjár-
| veitingarnar eru nú orðnar þremur millj.
króna hærri á núgildandi fjárlögum, ou
þær voru, er síðasta hægrimanna-ráða-
neytið sat að völdutn.
Jungfrú ClothHde Mattliiesen iHróars-
keldu, sem nýlega er látin, hefir i aif-
leiðsluskrá sinni gefið dýraverndunarfé-
j lögunum í Danmörku sjötíu þús króna.
Yið húsbruna, er varð í St. kongsins
I götu i Kaupmannahöfn 23. marz þ. á.,
brunnu tveir menn inni.
Juugfrú nokkur i Kaupmannahöfn,
Hansen að nafni, er lofuzt hafði ríkum
Englendingi, er búsettur var i Kaup-
mannahöfn, höfðaði nýlega mál gegn hon-
I um, er hann brá heitorði við hana, og
| sættist það mál á þá leið, að Englending-
! urinn greiddi lienni 24 þús. króna, auk
I alls áfallíns kostnaðar.
f I ma'zmán. þ. á. andaðist Harald
Paulsen, hæztaréttardómari, 67 ára að aidri.
— Hann hafði verið dóinari í hæztarétli,
siðan á árinu 1894.
I Stenlöse fundust ný skeð fjórar beina-
grindur í jörðu, i sömu dysinni, og leikur
grnnur á, að menn þessir hafi verið myrt-
ir, þó að allt sé að vísu óvíst um það enn.
Um stofnun miljónafélags er nú all-
mikið rætt í Danmörku, og tr það hlut-
verk félagsins, að birgja allt Sjáland, að
þvi er rafmagn tíl lýsinga, og iðnaðar,
snertir. — Helzti forgöngumaður fyrir-
tækis þessa er Htide, forstjóri PrivatbaDk-
ans, og er rnælt, að bæði muni sábanki,
og Landmandsbankinn, leggja fram fó.
Bretland. Rétt eptir miðjan marz
gengu ákafir stormar á vesturströnd Eng-
land«, og urðu víða flóð mikil, og fórst
margt af hestnin og nautgripum, auk
ýmsra skemmda, er urðu.
Til orða hefir komið, að Bretar grafi
nýjan skipaskurð gegnurn Suez-tangann,
mcð þvi að þeir ráða of litlu, að þvi
er gainla skipaskurðinn snertir.
I öndverðum marz var kosið í g’-eifa-
íáðin (bæjarstjórn) í Lundúnum, og fóru
frjálslyndir menn halloka, svo að rniðlun-
armenn liafa þar nú öll ráð, og tnlið vist,
að það muni vaida gagngjörðri breytingu
i stjórn bæjarmálefnanna.