Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.04.1907, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.04.1907, Blaðsíða 5
XXI. 15.-16. Þj óbyilinn. 61 Fjiíi'kláðinn. Hans hefir í vetur orðið vart á þrem hæjum •í Húnavatnssýslu, á tveim bæjum á Vatnsnesi, og að Höfnum á Skaga. Fullyrt er, að hinar kláðasýktu kindur hafi veriö læknaðar. Bátur fórst undii- Jökli 8. marz þ. á., og týndust menn allir, 6 að tölu. — Formaður var Níels Breiðfjörð •Gfíslasonar frá Bíldsey. Hásetar, er fórust með Níels heitnum, voru þessir: Tjörfi Þorgrítnsson, ókvæntur maður úr Stykkishólmi, Guðm. Jónsson, kvæntur úr Sth.. Kristján Magnússon, ókvæntur frá Hjalla- sandi, Matthías Matthiasson frá Sk irðsströnd, og sonur Þorláks Bergsveinssonar, í Rufeyjum. Ilin afhending' Hólaskóla er ágreiningur risinn milli landstjórnarinnar ■og amtráðsins í Norðuramtinu, með því að amts- ráðið fer því fram, að skólabúið (dautt og lif- andi) sé eign amtsins, og heri því eigi að skila landssjóði öðru, en skólahúsinu, og ef til vili jörðinni. Hhsbrunar í Stykkishálmi. Aðfaranóttina 29. marz þ. é. (föstudagsins langa) kviknaði í húsi Sveins Jónssnnar, snikkara og bóksala i Stykkishólmi, og kom eldurinn upp í hliðarbyggingu niðri, er notuð var, sem geymslu hús. Maður er bjó uppi á lopti i húsinu, Oddur skipherra Valentínusson, varð var við eldinn, er klukkan var tæplega tvö um nóttina, og um líkt leyti varð Sveinn Jónsson einnig var við eldinn. — Fólk, sem í húsinu átti heirna, bjarg- aðist með naumindum, og var kona Sveins, sem legið hafði veik um hríð, boiin úr húsinu í sæng- urfatnaðinum; en húsið brann til kaldra kola, og varð engu af búsmunum bjargað. — Húsið var tryggt gegn eldsvoða, en búslóð Sveins snikk- ara, og Odds skipherra, kvað hafa verið óvá- tryggð, og hafa þeir því orðið fyrir mjög tilfinn- anlegu eignatjóni. Hvernig eídurinn hefir komið upp, vita menn eigi gjörla, nema hvað gizkað kvað vera á, að loirpípa hafi sprungið, og kviknað i sót.inu. Hægur vindur blés, og barst eldurinn i tvö önnur hús, og tókst brátt að slökkva í öðru, svo að lítið kvað hafa sakað; en hitt húsið, sem var eign Guðbjartar Andréssonar, sjómanns, er talið alveg ónýtt, enda þótt eldurinn yrði loks slökktur, eptir l’/2 kl.tíma. í Stykkisbólmi var auðvitað uppi fótur og fit, til að stöðva útbreiðslu eldsins, og auk þess veittu skipsmennirnir af gufuskipinu „Sterling“ góða aðstoð. Hús hr. Guðbjartar Andréssonar kvað hafa verið vátryggt. TaHímar í Eyjaljarðarsýslu. A fundi sýslunefndarinnar í Eyjafjarðarsýslu, j 4.--S. marz síðastl., samþykkti sýslunefndin, að I leggja fram helming kostnaðar, móts við sveit- arfélögin, við talsímal.igning innan sýslu, sem hér segit: 1. Frá Akureyri að Grund i Eyjnfirði. 2. „ „ að Glæsibæ. 3. Fram Hörgárdalinn (frá Möðruvöllum), og 4. llr Svarfaðardalnum til Ólafsfjarðar. ,Hið íslenzka kvennréttindafðlag;11. Nokkrar konur í Reykjavík stofnuðu 27. janú- ar þ. á. félag, er þær nefna: „Hið íslenzka kvenn- réttindafélag11, og er tilgangur þess, að „Starfa að því, að íslenzkar konur fái fullt stjórnmála jafnrétti á við karlmenn, kosningarrétt og kjör- gongi, svo og rétt. til embætta og atvinnu, með sömu skilyrðum og þeir“. Að þessu vill 'félagið stuðla með fyrirlestr- um, blaðagreinum o. fl., og koina á deildum víðsvegar um land, er standi í sambandi við aðal-deildina í Reykjavik. Félagsstofnun þessi er mjög lofsverð, og verð- ur án efa kvennréttindamálinu til eflingar, því að eigi spillir það til, þó að félögin séu tvö, er að sama takmarki stefna. — Hið íslenzka kvenn- félag hefir þegar sent áskoranir til undirskripta meðal kvennþjóðarinnar, er fara alveg í sömu att, oz starfar óefað í söniu stefnu eptirleiðis, þrátt fyrir stofnun þessa nýja félags. Manntjón frá „Tryggva kongi“. Það er nú fullyrt, að minnsti báturinn írá „Tryggva kongi“ sé farinn, og hafa þá alls níu menn týnt lífi, að meðtöldum skipverjanum, er getið var um í síðasta nr. blaðs vors. Þeir, sem a rainnsta bátnum voru, erutaldir þessir: Jósep kaupmaður Jósepsson fráAkureyri, tveir vélastjórar, brytinn, tveir matsveinar, og tveir hásetar. „Islands Falk“ fór 28. marz norður á móts við Digranes til þess að leita bátsins, en fann hann ekki. — Evensen, æðri stýrimaðurinn á „Tryggva kongi:t, ' stýrði miðbátnum, og virðist hafa dregið hann nokkurn spöi, en sleppt honum 24. marz, mann- að hann sem bezt, og ætlað honum að ná landi í grennd við Kjögur. Um þetta eru fregnir enn óglöggar, er þot.ta. er ritað. Maður drukknar. 28. febr. síðastl. drukknaði unglingspiltur í Búðardalsá á Skarðströnd. — Maður þessi hét Valti/r Guðmundsson, og var frændi dr. Vultýs Guðmundssonar í Kaupmannahöfn. Úr Dalasýslu ('Skarðströnd) er „Þjóðv.“ ritað 20. marz þ. á.: „Óminnileg harðindi, sífelldir byljir milli blotanna, og má heita, að jarðlaust hafi verið hér í sveit síðan fyrir jól“. Bæjarbruni. Annan dag páska (1. apríli brann þurrabúðar- hús Jóns Jóhannessonar í Bakkagerði í Borgar- firði eystra. — Innanstokksraunum varð ekki bjargað. Mælt er, að hús og lausafé hafi.verið vátryggt fyrir 1000 kr. Sektaðir botnverpingur. Tveir hollenzkir botnverpingar voru ný skeð sektaðir i Vestmannaeyjum, um 60 sterlingspund h vor, og afli og veiðarfæri gert upptækt. — Skip- 162 „Sleppum því þáu, mælti Stanhope. „Það er senni- legt, að það, sem farið hefir á milli yðar og föður mins sáluga sé ekki sern gleðilegast, og nægir þá, að minnzt sé á það. — En það hlýtur að hafa gjiirst fyrir allt að þrjátíu árum, því að jeg hefi fiinrn um tvítugt, og ekki man eg eptir að eg hafi nokkuru sinni séð yður á heim- ili okkar.“ „Reikningur yðar lætur mjög nærri, hr. White“, svaraði Deering. „Það eru nú 29 ár, síðan eg tób síðast í höndina á föður yðar sáluga“. „Þér hafið þá ekki gjört það, er þér heimsóttuð hann á brúðkaupsdegi ha.ns“. Þetta hafði þau áhrif, að Deering korast í hálfgerð- an bobba, og sneri undan, til þess að !áta síður þera á vandræðunum. Stanhope sá, að hann stóð nú betur að vígi, og lét ekki bíða, að hagnýta sér það. „Þér voruð lagsþróðir föður míns“, mælti hann. „En voruð þér þá einnig vinur hans? Eða voruð þér hatursfullur fjandmaður hans, eins og brúðar£>jöfin, sem yður bugkvæmdist að gefa honum, virðist gefa grun nmu? Deering hafði nú jafDað sig aptur, og gokk bros- andi til Stanhope’s, og hefði ef tíl vill vottað honum að- dáun sína, if Hollister hefði þá oigi þlandað 'sér í sam- ræðuna. „Þetta hefir of æsandi áhrif á þig“, nælti hann, og studdi höndinni á handlegginn á vini sínum. „Ef ofurstinu vill síður svara síðustu spurningu þinni, myndi eg, ef eg væri í þínum sporum, ekki láta mér neittannt um það. — Hvort ofurstinn hefir verið vinur, eða fjand- roaður, föður þins heitins,hefir í rauD og veru ekki mibla 155 og það er því ekkert. sérstakt, þó að jeg hafi heimsótt hann þá“. Stanhope, setn var alveg ósmeikur, svaraði, og lagði all-mikla áherzlu á orðin: „Jeg apyr yður þessa, af því að það voruð þér, sem þá um morguninn færðuð honum skammbyssuna, er varð honum að bana“. „Nú, þér vitið það þá“, svaraði ofurstinn, of'urstilli- lega, og duldist Stanhope þó eigi, að honum var mjög brugðið. Honum þótti slæmt, að Hollister, vinur hans, var nú eigi nærstaddur, þar sem hann hafði nú illan grun á manninum. „Þér játið þá, að það sé rétt, sem jeg segi. — Þér hafið keypt skammbyssuna í Nassau-götu, og fengið föður minum hana brúðkaupsdags morguuiun?“ „Alveg rétt. — Hvi skyldi eg eigi hafa gjört það?“ „Yar það gjört samkvæmt ósk hans?“ Ofurstinn þagði fyrst, en mælti svo stillilega: „Nei. — Hann hefir ef til vill eigi vitað, að jeg var i borg- inni. — En jeg gaf honum þetta lítilræði til minningar um gamlan kunningsskap okkar, og hefir mér auðvitað þótt sárt, hve sorglegar afleiðingar þetta hefir haft, og nota því tækifærið, til að votta yður hluttekningu mina. — Mér er það, eins og þér sjáið, mikill léttir“. „Jog kalla yður þá hafa frestað þvi nokkuð lengi, að hafa aflað yður þess hugléttis“. „Það skal jeg játa“, svaraði ofurstinn, „enda myndi •eg eigi hafa minnzt á þetta málefni, ef þér hefðuð eigi gefið mér tilefni til þess“. „Eptir minni skoðun“, mælti hann enn ft'emur,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.